Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 27 Valdatafl Israelskra trúflokka Trúmál koma gjaman við sögu í ísraelskum stjómmálum. Sigrún Bima Bimisdóttir rekur hér hvemig deilur milli ólíkra trúarhreyfínga gyðinga hafa valdið umróti í ísrael undanfama daga. EFTIR að langvarandi til- raunir til að sætta ólíkar trúfylkingar gyðinga sigldu í strand í byijun vikunnar, lofaði Benjamin Netan- yahu, forsætisráðherra Israels, að ganga að kröfum hreyfingar strangtrúaðra gyðinga og flýta af- greiðslu lagafrumvarps um einka- rétt hreyfingarinnar á ákveðnum trúarathöfnum í ísrael. Lagafrumvarpið, sem m.a. trygg- ir hreyfingu strangtrúaðra einka- rétt á framkvæmd trúskipta þeirra sem ganga til gyðingatrúar, hefur lengi verið til umfjöllunar en jafnan valdið mikilli ólgu og reiði í samfé- lögum gyðinga utan ísrael. Á með- an flestallir ísraelskir gyðingar til- heyra einhverjum armi hinnar hefð- bundnu hreyfingar strangtrúaðra eru hreyfingar íhaldssamra og um- bótasinnaðra strangtrúaðra gyð- inga fjölmennar á Vesturlöndum. Þetta eru fylkingar gyðinga sem hafa lagað trúariðkun sína mismik- ið að nýjum gildum, svo sem um jafnrétti kynjanna og finnst að sér vegið með óbilgirni ísraelsku hreyf- ingarinnar sem neitar alfarið að viðurkenna tilverurétt þeirra. Óskráð lög um árabil Þótt umrædd lög hafi enn ekki verið samþykkt hafa það árum sam- an verið óskráð lög í ísrael að ein- ungis hreyfing strangtrúaðra hafi umboð til að framkvæma trúskipta- athafnir þeirra sem taka gyðinga- trú. Á sama tíma hafa giftingar (sem einungis strangtrúnaðarhreyf- ingin getur framkvæmt samkvæmt ísraelskum lögum) og trúskiptaat- hafnir erlendu hreyfinganna verið viðurkenndar í ísrael og fylgismenn þessara hreyfinga því gjarnan farið til annarra landa til þessara at- hafna. Krafa strangtrúaðra gyðinga í ísrael um að þessi óskráðu lög verði lögfest á þingi á rætur sínar að rekja til endurtekinna tilrauna til að fá erlendu hreyfingarnar viður- kenndar í Israel. Þannig létu nokkr- ir ísraelskir foreldrar á það reyna er þeir létu böm sín, sem þeir höfðu ættleitt erlendis, taka gyðingatrú undir handleiðslu umbótasinnaðra rabbína á samyrkjubúi í ísrael og kröfðust þess síðan að börnin yrðu viðurkennd sem gyðingar. Um svip- að leyti samþykkti bæjarstjórn borgarinnar Netanya skipan full- trúa hreyfingar umbótasinnaðra gyðinga í trúmálaráð borgarinnar. Þar með voru önnur óskráð lög um einkarétt strangtrúuðu hreyfingar- innar brotin. Er skipan fulltrúans var mótmælt höfðaði stjómmála- flokkurinn Meretz mál fyrir hæsta- rétti til þess að fá hann samþykkt- an. Áður en málið hafði verið tekið fyrir í hæstarétti brást hreyfing strangtrúaðra við þessari aðför með því að krefjast þess að lög um einka- rétt þeirra yrðu lögfest og í tilraun til málamiðlunar kallaði Netanyahu Reuters STRANGTRÚAÐIR gyðingar við bænahald á Oliufjallinu í tilefni af nýjári 1. október sl. saman nefnd um málið sem skipuð var þremur fulltrúum strangtrúaðra gyðinga, einum fulltrúa umbóta- sinnaðra gyðinga og einum fulltrúa íhaldssamra gyðinga. Nefndinni, sem kölluð er Neeman-nefndin, var ætlað að koma með tillögur um lausn vandans. Niðurstöður nefnd- arinnar hafa enn ekki verið birtar en samkvæmt fréttum tókst henni hið ómögulega, þ.e. að komast að samkomulagi. Samkvæmt heimild- um mælir hún m.a. með því að er- lendu hreyfíngarnar fái að fram- kvæma trúarathafnir svo sem trú- skipti og giftingar undir eftirliti strangtrúaðra. Strangtrúaðir brugðust illa við Þingmenn flokka trúaðra, sem tilheyra strangtrúuðu hreyfíngunni, brugðust hinir verstu við er fréttum af niðurstöðum nefndarinnar var lekið í Qölmiðla fyrr í vikunni og hótuðu að tefla afgreiðslu fjárlaga- frumvarps næsta árs þar til um- rætt lagafrumvarp hefði verið af- greitt, sem er i raun hótun um að fella ríkisstjórnina. Auk þess sem þetta mál er enn einn prófsteinninn á samskipti ísra- elskra gyðinga og gyðinga „í út- legð“ og ógnar þar með einingu gyðinga sýnir það svart á hvítu völd strangtrúuðu hreyfingarinnar í ísrael. Bent hefur verið á að talsmenn hennar, sem segjast einungis hafa hagsmuni gyðingdómsins að leiðar- ljósi, hafí hafnað málamiðlun sem tryggi að þeir geti haft yfirumsjón með öllum trúarathöfnum. Mörgum þykir því ljóst að hér sé um hreina valdabaráttu að ræða. Flokkar trúaðra í ísrael hafa á undanförnum árum öðlast gífurleg völd þar sem fylkingar hægri- og vinstrimanna hafa haft allt að því sama fylgi og þvi þurft að sækja til flokka trúaðra við myndun ríkis- stjórna. Þetta fyrirkomulag, sem byggist á því að stjórnarflokkarnir kaupi stuðning flokka trúaðra með loforðum um að koma ákveðnum málum þeirra i gegn, hefur veitt strangtrúuðum völd sem eru í engu samræmi við fjölda þeirra. Enda hafa þær raddir orðið sí- fellt háværari í ísrael að undan- förnu að tímabært sé að gera breyt- ingar hér á. Fólki fínnst tími til kominn að stóru flokkarnir leiti nýrra leiða til þess að koma málefn- um sínum í gegn og að dregið verði úr ægivaldi trúaðra. Þótt Netanyahu hafi í þessari atrennu kosið að láta undan þrýst- ingi trúaðra í stað þess að leita nýrra stuðningsmanna er ekki þar með sagt að hann muni ekki neyð- ast til þess síðar þar sem stjórn- málaskýrendur telja ólíklegt að aðr- ir samstarfsflokkar hans muni ganga að kröfum trúaðra í þessu máli. Þannig hafa tveir samstarfs- flokkar hans, miðjuflokkurinn Þriðji vegurinn og flokkur rússneskra inn- flytjenda, sem alla tíð hafa átt í stríði við hreyfíngu strangtrúaðra, þegar lýst því yfir að þeir muni ekki styðja frumvarpið. Hafa flokk- arnir hvatt Verkamannaflokkinn til að ganga til liðs við stjórnina bæði til þess að fella umrætt frumvarp og einnig til að taka á öðrum mikil- vægum málefnum svo sem örlögum hernumdu svæðanna. V erkamannaflokkur tvístígandi Stærsti stjómmálaflokkur trú- aðra, Shas, hefur hins vegar þegar hafið sinn gamalkunna leik og gefið í skyn að hann muni styðja Verka- mannaflokkinn við stjómarmyndun í framtíðinni styðji hann frumvarpið. Verkamannaflokkurinn hefur ekki enn látið neitt upp um afstöðu sína til þessa máls sem bendir til að for- svarsmenn hans líti ekki á málið með tilliti til þeirrar hugmyndafræði sem þvi fylgir heldur þeirra áhrifa sem það getur haft í valdatafli ísrael- skra stjómmála. loforð Netanyahus um að flytja frumvarpið á þingi er því hvorki trygging fyrir því að það verði afgreitt né að þetta mál sé þar með úr sögunni. VÍð þunFuM MANN MEð REyNslu í boRCjARSTjÓRN Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík er 24.-25. október Snorri Hialtason Kosningaskrifstofa verður opnuð í Templarahöllinni laugardaginn 18. október kl. 14:00 Þér er boðið að vera við opnun kosningaskrifstofu minnar í Templarahöllinni, Eiriksgötu 5 laugardaginn 18. októberkl. 14:00. Spjallað verður um borgarmálin og boðið upp á kaffi. Maður með reynslu ..úr íþróttastarfi ••úr atvinnulífinu ••úr stjórnmálum ..af félagsmálum ..af verkalýðsmálum .reynslu úr íþróttastarfi Snorri Hjaltason hefiir lengi verið formaður Fjölnis, eins stærsta íþróttafélags landsins. Hann hefur einnig setið í fjölda nefnda á vegum ÍSÍ, UMFÍ og ÍBR. Snorri Hjaltason er verðugur fiilltrúi íþróttafólks i borgarstjóm Reykjvíkur. .reynslu úr atvinnulífinu Snorri Hjaltason rekur ásamt eiginkonu sinni Brynhildi Sigursteinsdóttur Trésmiðju SH í Reykjavík. Þau hafa saman byggt upp öflugt lyrirtæki sem veitir hátt í 100 manns atvinnu. Snorri Hjaltason er verðugur fialltrúi sjónarmiða öflugs atvinnulífs í borgarstjóm. ..reynslu úr stjórnmálum Snorri Hjaltason hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins í borginni. Hann var formaður Hverfafélags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Snorri var í kjömefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðasta prófkjöri og hefúr setið í stjóm Varðar. UJ x5 Snorri Hjaltason hefur lengi sinnt fjölbreyttum félagsstörf- um og öðlast þar mikla reynslu. Hann sat í sóknamefnd Grafar- vogsóknar og var varaform- aður byggingamefnar Grafar- vogskirkju. Snorri var formaður bygginganefhdar félagsheimilis Sjálfstæðisfélags Grafarvogs. Sceti Snorri Hjaltason óskar eftir þínum stuðningi í 5. sœti í prófkjöri sjálfstœðismanna í Reykjavík 1997 STUÐNINGSFOLK .reynslu af verkalýðsmálum Snorri Hjaltason sat um tíma í stjóm Félags starfsfólks í veitinga- húsum og var varaform- aður félagsins. Kosningaskrifstofa i Templarahöliinni, Eiriksgötu 5, símar 561 4848 og 5614850, fax 5614854 - Opin virka daga kl. 17-21 og um helgar kl. 14-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.