Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Læknar vara við hnefa- leikum STJÓRN Læknafélags ís- lands hefur sent frá sér yfir- lýsingu þar sem varað er við hnefaleikum. Segir þar að markmið íþróttarinnar sé að valda líkamstjóni hjá and- stæðingi. Yfirlýsingin fer hér á eftir: „Læknafélag íslands varar við þeirri umræðu sem nú _er hafín um hnefaleika á ís- landi. Hnefaleikar eru hættu- leg íþrótt. Ólíkt öðrum íþrótt- um er markmið íþróttarinnar að valda líkamstjóni hjá and- stæðingi. Hnefaleikar valda aukinni tíðni af varanlegum heilaskaða og geta dregið þátttakendur til dauða. Af þessum sökum leggur stjóm Læknafélags íslands áherslu á það að lögum um bann við keppni eða sýningu á hnefa- leikum verði ekki breytt.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks telja rangt staðið að útboði við Iðnó Gagnrýna skýringar borgarstjóra og arkitekts VILHJALMUR Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúar gagnrýna harðlega skýr- ingar Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra og Páls V. Bjarnasonar arkitekts á því að samið hafi verið við Gamlhús ehf. um vinnu við Iðnó án útboðs þrátt fyrir að arkitektinn sé í stjórn fyrirtækisins Minjaverndar, sem er stærsti eignaraðili verktaka- fyrirtækisins Gamlhús. Inga Jóna Þórðardóttir sagði við Morgunblaðið að sér þættu þessi vinnubrögð ámælisverð. Hún segir að eftir því sem henni sé best kunnugt sé það ekki í samræmi við siðareglur arkitekta að þeir tengist verktakafyrirtækj- um og bendi verkkaupum á við- skipti við þau en fyrir liggi að Páll hafi átt frumkvæði að því að borgin samdi við Gamlhús. „Það eru ýmsir verktakar á mark- aðnum sem geta annast svona framkvæmdir. Ég gagnrýni að gerður sé verktakasamningur við aðila sem arkitekt hússins tengist fyrir 30 milljónir króna og nú er kominn fram tillaga um að samið verði um 70 m.kr. til viðbótar," segir Inga Jóna. Inga Jóna tók málið upp á borg- arstjórnarfundi á fimmtudag. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson segist munu ræða málið frekar á fundi borgarráðs á þriðjudag. Vilhjálm- ur segir alrangt sem haft var eft- ir borgarstjóra í blaðinu á fimmtu- dag að ástæða þess að samið var við Gamlhús án útboðs hafi verið misskilningur milli bygginga- deildar borgarverkfræðings og stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur. Samþykki borgarráðs hefði þurft „Það var enginn misskilningur varðandi ráðningu aðalverktaka," segir Vilhjálmur. „Ef embættis- menn óska eftir að samið verði beint við tiltekinn aðila án út- boðs, ég tala ekki um þegar um svo stórar upphæðir er að ræða, þarf sérstakt samþykki stjórnar Innkaupastofnunar og einnig samþykki borgarráðs þegar um stærri upphæðir er að ræða. í þessu máli hefði þurft samþykki borgarráðs til að semja við tiltek- inn aðila án útboðs.“ Þá sagði Vilhjálmur að um- mæli Páls V. Bjarnasonar í blað- inu á fimmtudag staðfestu það sem hann hefði haldið fram að arkitektinn væri nátengdur því fyrirtæki sem annaðist þessar framkvæmdir sem Páll er arkitekt að fyrir borgina. „Hann situr í stjórn Minjaverndar sem á 45% hlut í Gamlhús. Það er í hæsta máta óeðlilegt að arkitekt, sem er eins konar trúnaðarmaður borgaryfirvalda hvað þessar framkvæmdir varðar og hefur töluvert um það að segja á hvern veg framkvæmdum er hagað, sé í stjórn fyrirtækis sem á verk- takafyrirtækið sem gegnir verk- töku í húsinu.“ Arkitektinn víki úr öðru hvoru hlutverkinu Aðspurður hvaða lyktum hann vildi stefna að í málinu sagði Vilhjálmur að sér þætti eðlilegt að arkitektinn viki úr öðru hvoru hlutverkinu, „það er ekki eðlilegt að hann sitji báðum megin við borðið.“ Þá sagðist Vilhjálmur telja eðlilegt að efna til lokaðs útboðs um þær 70 m.kr. framkvæmdir sem óunnar eru í húsinu og taldi að Gamlhús ætti möguleika á þátttöku í því útboði ef staða arkitektsins gagnvart fyrirtæk- inu og borginni kæmist á hreint áður. Sjálfstæðismenn Veljum Ingu Jónu og vinnum borgina Inga Jóna Þórðardóttir í 1. sæti Skrifstofa stuðningsmanna Skólavörðustíg 6. Símar 562 5715/562 5725 Netfang: ingajona@islandia.is ■ Heimasíða: www.islandia.is/~ingajona Morgunblaðið/Halldór HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Marie-Lucie Mor- in, sendiherra Kanada, undirrita loftferðasamninginn. Skoðanakönnun Gallup Tæplega 85% sam- mála Davíð TÆPLEGA 85% aðspurðra í skoðanakönnun Gallup, voru sammála þeirri ákvörðun Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, að taka á móti varaforseta Tævan þegar hann kom til landsins í óopinbera heimsókn. 6% voru andvígir og rúmlega 9% höfðu enga skoðun. 21% töldu að heimsóknin muni hafa varanleg áhrif á við- skiptasamband íslands og Kína en 79% telja að svo muni ekki vera. Könnunin fór fram dagana 9.-10. október. Valdir voru 1.200 einstaklingar á aldrinum 16-75 ára af landinu öllu í til- viljunarúrtaki úr þjóðskrá og svöruðu 71,4%. Könnunin sýndi að heldur lægra hlutfall þeirra sem eru 16—24 ára en annarra aldurs- hópa eru sammála því að þetta hafí verið rétt ákvörðun hjá Davíð. Sami aldurshópur telur í meira mæli að heimsóknin muni hafa varanleg áhrif á við- skiptasamband Kína og íslands. Svipað hlutfall kjósenda allra flokka er sammála ákvörðun Davíðs, þó eru hlutfallslega flestir framsóknarmenn sam- mála ákvörðuninni. Fá þriðja flugið til Halifax ÍSLENDINGAR og Kanadamenn undirrituðu í gær nýjan loftferða- samning milli ríkjanna og kveður hann á um það að Flugleiðum verður nú heimilt að fljúga til Halifax þrisvar í viku í stað tvisv- ar áður og heldur flugfélagið jafn- framt heimild til að fljúga til Montreal tvisvar í viku. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og Marie-Lucie Morin, nýr sendiherra Kanada á íslandi með aðsetur í Ósló, undirrituðu samninginn í utanríkisráðuneyt- inu í gær og kemur hann í stað samnings ríkjanna frá 26. septem- ber 1995. „Á grundvelli samningsins er kanadískum flugfélögum heimilt leiguflug milli íslands og Kanada og áfram til þriðja Iands um Kanada," segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. -----♦ ♦ ♦----- Krefst milljónar vegna meiðyrða RITSTJÓRUM DV hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ummæla í blaðinu í september í fyrra. Frétt blaðsins snerist um að mað- ur, sem nú hefur stefnt ritstjórunum, hefði haft fé út úr sambýliskonu sinni og var sonur konunnar borinn fyrir fréttinni. Maðurinn fer fram á að ákveðin ummæli í fréttinni verði dæmd dauð og ómerk, auk þess sem hann krefst refsingar og einnar millj- ónar króna í miskabætur fyrir hin meintu meiðyrði. Málið verður flutt fyrir héraðsdómi á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.