Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sá veldur sem á heldur - SKÓLAMÁLAUM- RÆÐA í fjölmiðlum hefur verið nokkuð að aukast að undanfömu og fer vel á því. Til skamms tíma hefur verið alltof hljótt um skólastarf í landinu og er þá átt við hvort tveggja hvatningu þar sem skólastarf hefur tekist sérlega vel og gagnrýni á ýmsa þætti í störfum skólanna. > Eitt er þó víst að í skólastarfi verða alltaf skiptar skoðanir um einhver mál. Eðli málsins samkvæmt heldur því umræðan um stefnu skóla og skipulag sífellt áfram að einhveiju marki. Um nokkuð langt skeið hafa kjör framhaldsskólakennara hér á landi verið verulega lakari en ann- ars starfsfólks ríkisins með sam- bærilega menntun. Stéttarfélög kennara hafa lagt mikla vinnu í að skilgreina kennslustörf til þess að styrkja stöðuna í samningavið- ræðum. Mismunandi sjónarmið hafa komið fram varð- andi túlkun ýmissa atriða í síðasta kjara- samningi framhalds- skólakennara og ríkis- ins. Enn er ekki að fullu ljóst hverju hann skilaði. Búast má þó við að nokkur árangur hafi náðst. Ekki er ætlunin að fjalla um samninginn hér. Nú er nýlokið stjómar- kjöri í Hinu íslenska kennarafélagi. Ástæða er til að kjörn- ir fulltrúar okkar hefji sem fyrst undirbún- ingsvinnu fyrir næstu samningalotu því Ijóst er að betur má ef duga skal. Vonandi verður kleift að gera tímamótasamning um aldamótin. Nú er málum svo komið að jafn- vel í sjálfri höfuðborginni þar sem telja má að aðstaða til kennslu sé eða ætti að vera með því besta sem gerist er gripið til þess ráðs að ráða til starfa fólk sem hefur litla eða jafnvel enga fagmenntun í við- komandi greinum. Er raunin virki- Hvað felst í því, spyr Guðrún Sigurðardótt- ir, að útgjöld til skóla- mála eru skilgreind sem neysla en ekki verð- mætaauking? lega sú að gildismat landsmanna á menntun sé svo lágt? Þegar þessi mál ber á góma í daglegum sam- ræðum fólks á milli heyrist mér önnur sjónarmið vera uppi á ten- ingnum. Almennt virðist viður- kennt gildi menntunar fyrir velferð komandi kynslóða í harðbýlu landi okkar. Þá hafa einnig komið fram í fjölmiðlum tillögur um að fólki yrði gert að greiða skólagjöld til þess að hægt væri að borga kenn- urum sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að vanmeta vel menntaða starfsmenn og þjóðhagslega mikil- væg störf. Hvað felst í því t.d. að Guðrún Sigurðardóttir ‘Tt ÍSLENSKT MÁL FRÁ Halldóri frá Kirkjubóli: „Beygist eins og róður. í minni heimasveit er bær sem heitir Veðrará. Mér var sagt þegar ég var bam, áður en ég var kominn svo til mennta að ég læsi bækur, að stofninn í þessu bæjarnafni væri veður, gamalt orð sömu merkingar og hrútur og beygðist eins og róð- ur. Orðið róður kunnu allir að beygja vestan lands á þeim tím- um. En fyrir þessari skýringu á bæjarnafninu var borinn Finnur Jónsson prófessor í Kaupmanna- höfn. Frændur vorir í Danmörku nota víst enn þann dag í dag þetta foma nafn á karlkyni sauðfjár. Það mætti festa orðið í minni vor á meðal, sbr. „Danir sendu herskipið Hrút (Vædderen) með handritin góðu til vor út.“ Þetta rifjast upp fyrir mér síðustu daga vegna annars orðs. Ég held að orðið reður sé frá gamalli tíð beygt eins og róður. Svo sýnist mér t.d. að Sneglu- Halli hafi gert. Nú dynja á manni í blöðum og útvarpi aðrar mál- venjur. Talað er um reðursafn, reðurstofu og reðurtákn. Há- menntaðar bókmenntakonur fundu tvö eða tvenn reðurtákn í kvæði Einars Benediktssonar um hvarf séra Odds á Miklabæ. Allt lætur þetta illa í mínum eyrum, líkt og talað væri um róðurbát. Jón Ólafsson ritstjóri minntist útsýnis smalans við Reyðarfjörð m.a. svo: „Eygði ég í einum svip fjörutíu franskar duggur fimmtán róðrarskip." Hann talaði ekki um róður- skip. Og það skyldi enginn gera.“ Þetta var skemmtilegt og skil- merkilegt bréf sem höfundar var von og vísa. Málið er bara flókn- ara en í bréfinu kemur fram. Þar er þá fyrst til að taka að reð(u)r= getnaðarlimur karl- manns (lat. penis) er hvorug- kynsorð í elstu íslensku, enda hika hvorki Johan Fritzner né Sveinbjöm Egilsson við að full- yrða svo. Það sést glöggt, þegar talað er um „flennt reðr“, ekki ?flenntan. í dónalegri vísu, sem Umsjónarmaður Gísli Jónsson 923. þáttur ort var til Ellisifjar, drottningar Haralds harðráða, sést reyndar ekki á þágufallinu reðri hvort orðið er hvorugkyns eða karl- kyns. En óhætt er að segja að orðið hafí beygst eins og rjóður fremur en róður. Það er þó bita munur, en ekki fjár. En merkingu sinni samkvæmt hefur kyn orðs- ins reður breyst. í Blöndal er reyndar ekki getið kyns, en í „Árnapostillu" greint karlkyns vafningalaust, eignarfall annað tveggja reðurs eða reðrar. En málinu er ekki lokið. ís- lenskan er svo auðug að geta bæði samsett af stofni og eign- arfalli. Stofn orðsins reður er reður. Telst því allt rétt: reður- tákn, reðrartákn og reðurs- tákn. Aðalatriðið er að reður (karlkyns) beygist eins og róð- ur, og að því leyti er upphafsfull- yrðing H.Kr. rétt. ★ Ég nefni Charles Egil Hirt í heiðurs skyni. Hann var um tíma, þá ungur maður, einn besti bréfavinur þáttarins. Nú er hann fyrir nokkru látinn, langt um aldur fram. Charles Egill Hirt var mjög athugull og vildi í öllu vanda mál sitt, svo talað sem ritað. Hann spurði mig hvort hægt væri að tala um „fimm stjörnu hótel“, _ þar sem fímm væri fleirtala. Ég sagði nei, en kannski hefði villan komist á vegna þess að stjarna er líka stjarna í eignarfalli fleirtölu. Ekki er hægt að skrifa eða bera fram tvö enn á eftir r-i. Niður- staða okkar C.E.H. var því sú, að segja bæri og skrifa fímm stjarna hótel. Ekki sáum við merki þess, að þetta hefði haft áhrif, en því er þetta riQað upp nú, að á baksíðu þessa blaðs 5. sept. var einmitt „fimm stjarna hótel“ sem ekki kvað vera til í Kiev er gamlir menn nefndu Kænugarð á nor- rænu. Hafi sá blaðamaður Morgun- blaðsins þökk sem þessa frétt skrifaði. ★ Jón Á. Gissurarson fv. skóla- stjóri sýnir móðurmálinu enn sleitulausa ræktarsemi. Hvar væri íslensk tunga stödd, ef slíkra nyti ekki við? Jóni fellur afskaplega illa, þegar viðmæl- endur í útvarpi sístagast á orð- inu „sko“ og lætur sér detta í hug gott orð um þann málkæk. Hann nefnir þetta dokuryrði. Umsjónarmaður „lumar ekki á betra heiti“, nema þá ef vera kynni hikorð, en þau eru því miður mýmörg, svo sem „sem sagt“, „a-a“, „ég meina“, „þú veist“ og „hérna“. Jón segir réttilega að þetta séu hortittir, og þarf þá ekkert að gera annað en að sleppa þeim, til þess að bæta málið. Þá hefur Jón réttilega uppi þá skýlausu kröfu að lögmál ís- lenskrar tungu um áherslu á fyrsta atkvæði sé virt. Aumt er að heyra menn segja „Suð- AUSTurland“ eða „verðbólg- AN“. Að lyktum segir Jón að málfar fjölmiðla, einkum útvarps og sjónvarps, yerði fyrirmynd mælts máls á íslandi. „Er því mikið í húfi, að til þess sé vandað sem kostur er.“ ★ Þjóstólfur þaðan kvað: Kristján, sem kallaðist greindur, eftir kjaftshögg á vörum var skeindur; hafði höndlað við díli, þegar hátt leið á ýli, og varð hugstola, frosinn og steindur. ★ í bókhaldsmál er komið inn nýyrðið hrakvirði fyrir ensku residual value. Ég veit ekki að svo stöddu hver er höfundurinn, en vinur minn og samkennari til margra ára, Aðalsteinn Sig- urðsson, skilgreinir það svo: „Það sem eftir er óafskrifað af eign sem talin er því nær verð- laus eða allt að því einskis virði.“ Við spyrjum: Hver bjó til þetta góða orð? Og ósköp voru fréttamenn ríkissjónvarpsins illa upplagðir kvöldið 8. okt. Sagt var til dæm- is: „Þar var því gert skóna“! í stað: Þar voru því gerðir skórnir og „vegna byggingu" í stað byggingar. Þetta gengur ekki. útgjöld til skólamála eru skilgreind sem neysla en ekki verðmætaaukn- ing? Hvaða viðhorf þjóðarinnar til menntunar endurspeglar það? Af- staða margra stjórnmálamanna virðist lengi hafa verið sú að benda á að auknum útgjöldum til skóla- mála verði ekki mætt nema með skattahækkunum. Horft er þannig að mestu leyti fram hjá þessum málefnum og sífellt hverfa fleiri kennarar með góða menntun til annarra arðbærari starfa. Fólkið sem byggir landið getur látið meira að sér kveða um menntamálin. Sé raunverulegur vilji fyrir verulegum umbótum í skólunum verður al- menningur að láta sig máið varða svo stjórnmálamenn gangi ákveðn- ar fram á þessu sviði. Skoðum nú lítið eitt hversu mikla fjármuni er um að ræða. Framhaldsskólakennarar á öllu landinu voru 1.332 við samþykkt síðasta kjarasamnings. Bein launa- hækkun til svo fámenns hóps er í raun einfalt reikningsdæmi. Út- koman er ekki hærri en svo að ekki þætti sú upphæð frágangssök ef um útgjöld til verklegra fram- kvæmda væri að ræða. Við áætla- nagerð mætti breyta forgangsröð nokkuð með tilfærslu einstakra liða ellegar með að draga meira úr kostnaði við framkvæmdir. Fátt getur verið vænlegra til að auka landsframleiðsluna þegar til lengri tíma er litið en að vel sé að verki staðið í skólastarfi. Ný viðhorf og gildismat stjórn- málamanna sem leiddu til slíkrar áherslubreytingar væru mikils virði. Við viljum að unglingamir í skólunum fái leiðsögn góðra kenn- ara sem hafa menntað sig vel til kennslu. Við núverandi aðstæður er þess ekki að vænta að hæfileika- ríku ungu fólki finnist eftirsóknar- vert að leggja fyrir sig kennslu í framtíðinni. Höfundur er menntaskólakennari. Ferlimál í Kópavogi Á SÍÐUSTU árum hafa sjónir manna beinst í æ ríkari mæli að því að aðlaga dag- legt líf meira aðstæð- um í umhverfinu og gera það þannig þægi- legra og vistvænna. Dæmi um þetta er gott aðgengi í og við þjón- ustustofnanir, sem fólk þarf að sækja. Einnig á þetta við um útiveru og náttúru t.d. með lagningu göngu- og hjólreiðastíga þéttbýli og góðra gönguleiða úti í nátt- úrunni. Er það í anda nýrri lífshátta í tengslum við hreyf- ingu og útivist, heilsubyltingu fólksins í landinu. í framtíðinni verða göngu- og hjólreiðastígar örugglega sjálfsagður þáttur í skipulagsmálum byggðarlaga. Þetta er mikil breyting á hugar- fari frá því sem áður var, þegar svokölluð ferlimál voru að mestu Kópavogsdalinn má nefna „hjarta“ Stór- Reykjavíkur, segir Helga Skúladóttir. Þar rísa nú með miklum hraða mörg ný fyrirtæki. bundin við þarfir fatlaðra. Sú þrönga skilgreining er sem betur fer að hverfa. Ferlinefnd Kópavogs og bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þarna svarað kalli tímans og víkkað starfsviðið út og stefna að því marki að gera ferlimálin smám saman að almennu umhverfismáli með þarfir allra í huga. Verkefni Ferlinefndar eru þó bundin við það að vera ráðgefandi og fylgjast með byggingarframkvæmdum á vegum bæjarins og nú á síðustu tímum hefur nefndin einnig veitt aðilum í einkarekstri þessa þjónustu í vax- andi mæli. Framkvæmd ferlimála Ferlinefnd Kópavogs hefur um árabil haft sérstakt vinnulag við ráðgjöf til að tryggja gott aðgengi að og í nýbyggingum. Ferlinefndin óskar eftir teikningum, þegar ráð- ist er í nýjar framkvæmdir, sem tengjast bænum beint eða óbeint. Arkitektar og hönnuðir komar þá strax í upphafi á fund nefndarinnar og farið er yfir teikningarnar og gerðar breytingar, ef talin er þörf á. Síðan koma þessir aðilar á fund nefndarinnar svo oft sem þurfa þykir. Að lokum er byggingin fullhönnuð og útskrif- uð. Þetta starf nefnd- arinnar væri óhugs- andi nema vegna mik- ils og náins samstarfs við Tæknideild bæjar- ins. Fulltrúar af Tæk- nideildinni eru tíðir gestir á fundum nefnd- arinnar enda eru starf- svið beggja samtvinn- uð. Hagsmunir allra Kópavogsdalinn má nefna „hjarta“ Stór-Reykjavíkur. Þar rísa nú með miklum hraða mörg ný fyrirtæki. Sumum þessara fyrir- tækja er ætlað að þjóna öllu Stór- Reykjavíkursvæðinu og raunar ennþá stærri markaði. Ferlinefnd Kópavogs er það mik- ið ánægjuefni, að stærstu einkafyr- irtækin, sem nú eru að byggja í Kópavogsdalnum, vinna í nánu samstarfi við nefndina. Með því er tryggt bætt aðgengi fyrir alla í fyrirtækjunum jafnt úti sem inni. Miklar vonir eru bundnar við, að mannvirki á þessu nýja byggingar- svæði verði til fyrirmyndar, hvað þessi mál varðar. Taka þarf tillit til hreyfihaml- aðra, heyrnar- og sjónskertra og fleiri hópa með sértækar þarfir, þegar nýjar byggingar eru hannað- ar. Þetta á bæði við um almenning, sem sækir þjónustuna, og eins starfsfólk, sem kemur til með að vinna á þessum stöðum. Ef að- gengi að fyrirtækjunum og í þeim er ekki í lagi og merkingar slæmar gæti það dregið úr viðskiptum. Það er því nokkuð í húfi, að þeir, sem koma inn í bæinn eða eiga leið framhjá, komi í aðlaðandi og greið- fært umhverfi. Það er hagur allra landsmanna, að aðgengi sé hvarvetna eins og best verður kosið og nútímatækni gerir kleift. Það liggur alveg í aug- um uppi, að hvaðeina sem gert er í aðgengismálum og úrbætur á því sviði, kemur til með að nýtast öll- um. Ferlinefnd Kópavogs hvetur alla, sem nú eru eða ætla að byggja í Kópavogsdalnum, smáa sem stóra, að leita eftir samvinnu við nefndina. Á því græða allir. Það getur komið í veg fyrir að laga þurfi hlutina eftir á. Höfundur erformaður Ferlinefndar Kópavogs. Helga Skúladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.