Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ný fiskréttaverksmiðja Iceland Seafood Corp. formlega opnuð í Virginíu í gær ÞETTA er stór dagur í lífi okkar starfsmanna Ice- land Seafood Corporati- on. Við eigum nú full- komnustu fískréttaverksmiðju í heimi. Við uppfyllum ströngustu skilyrði, sem gerð eru til matvæla- vinnslu í Bandaríkjunum. Engin önnur verksmiðja fyrir sjávaraf- urðir í Bandaríkjunum gerir svo miklar kröfur um hreinlæti, gæði og aðbúnað,“ sagði Hal Carper, forstjóri Iceland Seafood Corpor- ation, þegar ný fiskréttaverksmiðja fyrirtækisins var formlega opnuð í bænum Newport News í Virginíu í Bandaríkjunum. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, lýsti verksmiðjuna formlega tekna í notkun og klippti á borða við aðaldyr verksmiðju- hússins ásamt Hal Carper, fylkis- stjóra Virginíu og borgarstjóra Newport News. Hann flutti einnig stutta ræðu við þetta tilefni og lagði áherslu á mikilvægi íslensks sjávarútvegs fyrir þjóðina og ósk- aði íslenskum sjávarafurðum hf. til hamingju með hina nýju verk- smiðju. Reist á níu mánuðum Fylkis- og borgarstjórnir veittu 70 milljóna kr. styrki „Eigiim fullkomn- ustu fiskréttaverk- má lokið. Sem dæmi um umfang framkvæmdanna má nefna að flytja þurfti burt jarðveg úr grunn- inum sem nam rúmlega ijögur þúsund vörubílsförmum og nýjan jarðveg til baka sem svarar til ríf- lega fimm þúsund vörubílsfarma. __ 160 gestir komu frá íslandi með leiguflugi smiðju í heimi“ Mikið var um dýrðir í bænum nýja fiskréttaverksmiðju sem Newport News í Bandaríkjunum kostaði 1800 milljónir króna í gær þegar íslenskar sjávaraf- að byggja. Hjörtur Gíslason urðir tóku formlega í notkun fylgdist með athöfninni. Við vígslu verksmiðjunnar var mikill frjöldi gesta, m.a. meira en 160 íslendingar, sem komu með leiguflugi til borgarinnar. Auk gesta frá íslandi og Bandaríkjun- um komu gestir frá Þýskalandi, Spáni, Frakklandi, Bretlandi, Brasilíu og Noregi. Bæði borgar- stjóri Newport News og fylkisstjór- inn fluttu ræður við opnunina þar sem þeir lögðu mikla áherslu á þýðingu verksmiðjunnar fyrir at- vinnu- og efnahagslíf í fylkinu. Verksmiðjan var reist á aðeins um níu mánuðum og kostar hún um 25 milljónir bandaríkjadala sem svarar til 1.800 milljóna ís- lenskra króna. Verksmiðjan er 14.400 fermetrar að stærð og lóð- in mun stærri og miklir möguleikar á stækkun verksmiðjunnar í fram- tíðinni. Um 225 manns munu vinna í verksmiðjunni og áætluð árleg framleiðsla er hátt í 30 þúsund tonn. Veltan á þessu ári verður um 120 milljónir bandaríkjadala og veltan á því næsta er áætluð 122 milljónir. Hal Carper segir að stefnan sé sett á 200 milljóna doll- ara veltu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um markaðshlutdeild einstakra fyrir- tækja, en Iceland Seafood er stærsti framleiðandi unninna físk- afurða í Bandaríkjunum. Fram- leiðsluvörur eru mjög fjölbreyttar, en mikið er framleitt af fískstykkj- um í deigi og brauði. Vöruflokkar eru fimm til sex hundruð. Fiskur til vinnslu í verksmiðjunni er keypt- ur frá öllum heimshornum, en um helmingurinn er keyptur frá ís- landi. Forskot á keppinautana „Þessi nýja verksmiðja hefur mikla þýðingu fyrir íslenskar sjáv- arafurðir," segir Benedikt Sveins- son, forstjóri IS og stjómarformað- ur ISC. „Við höfum starfað á þess- um mikilvæga markaði í Banda- ríkjunum í langan tíma. Við viljum festa okkur í sessi hér. Þetta hefur mikil áhrif á markaðsmál ÍS og efnahag fyrirtækisins. Við væntum töluverðs hagnaðar af rekstri verk- smiðjunnar í framtíðinni. Þetta er fullkomnasta fiskréttaverksmiðja í heimi og framtíðin er því björt. Við sjáum fram á aukna sölu og höfum fest okkur í sessi sem stærsti framleiðandi tilbúinna físk- rétta í Bandaríkjunum og höfum því gott forskot á helstu keppi- nauta okkar,“ segir Benedikt Sveinsson. Færir okkur heim hærra verð fyrir fiskinn Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason FJOLDI gesta var samankomin í Newport News í Virginíu í gær þegar Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra opnaði formlega nýja fiskréttaverksmiðju Iceland Seafood Corporation. Hér er ráðherrann fyrir utan verksmiðjuna ásamt Benedikt Sveinssyni, forstjóra íslenskra sjávarafurða og stjórnarformanni Iceland Seafood Corporation. Iceland Seafood hefur um árabil rekið fiskréttaverksmiðju í Camp Hill í Pennsylvaníu, en henni verð- ur lokað í lok mánaðarins. Verk- smiðjan hefur verið auglýst til sölu og að sögn Hal Carper er mikil eftirspum eftir henni. Sú verk- smiðja er orðin gömul og þarfnað- ist mikillar endurnýjunar. Þá var ákveðið að reisa frekar nýja verk- smiðju og komu um þrjátíu staðir til greina, en Newport News varð fyrir valinu. Bæði fylkisstjórnin og borgarstjómin veittu fyrirtækinu styrki, alls að upphæð um 70 millj- ónir ísl. króna vegna byggingarinn- ar, en Hal Carper segir að auk þess séu vinnulaun og launatengd gjöld mun lægri hér en í Pennsyl- vaníu. Auk þess þurfí nú færra fólk til að framleiða meira magn og því séu afkomumöguleikamir mjög góðir. Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust 15. janúar á þessu ári og í dag er framkvæmdum að heita Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar og stjórnarmaður ISC, segir hina nýju verksmiðju hafa mikla þýðingu fyrir íslenska fisk- framleiðendur. Mikil vöruþróun fyrir bandaríska markaðinn sé stunduð þar og mikið selt af flökum og flakabitum sem framleitt sé á íslandi. „Mikill styrkur í fram- leiðslu og sölu unninna rétta eykur um leið sölu flakanna. Aukin vöm- þróun leiðir af sér aukið verðmæti afurðanna og færir okkur heim hærra verð fyrir fiskinn," segir Jóhann. FylÍtu tölvuna af tungumálaþekkingu Framsókn- arflokkur flytur starf- semi sína Töivuorðabækumar eru orðabækur á tölvutæku formi. Hægt er að fletta upp orðum, sjá skýringar, rétta stafsetningu og leiðrétta villur í texta. Ómissandi í námi og starfi. STEFNT er að því að Framsókn- arflokkurinn flytji starfsemi sina í Hverfisgötu 33, húsið á horni Klapparstígs og Hverfisgötu, sem kennt er við Skrifstofuvélar. Þetta staðfesti Egill Heiðar Gislason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Hverfisgata 33 er í eigu Olíufé- lagsins hf. Húsið hefur að mestu staðið autt um skeið en fyrir for- setakosningarnar í fyrrasumar var þar til húsa kosningaskrif- stofa stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar. Egill Heiðar Gíslason sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið að skoða húsnæðismál sín og miklar líkur væru á að starf- semi flokksins flyttist á Hverfis- götuna um eða upp úr áramótum. Ekki eru hins vegar líkur á að Framsóknarflokkurinn sjálfur kaupi húsnæðið. „En félög tengd flokknum eru að kanna kaup á þessu húsi. Það liggur ekkert fyrir ennþá um hvernig það verð- ur,“ segir Egill Heiðar. Landsbankinn eignast Hafnarstræti 20 Framsóknarflokkurinn, sem hefur þijá starfsmenn, er nú til húsa í Hafnarstræti 20 í Reykja- vík. Það húsnæði var í eigu Skúlagarðs, hlutafélags í eigu Framsóknarflokksins, kjör- dæmasambanda flokksins og um 500 einstaklinga. Rekstrarfélag Landsbankans hefur nú eignast Hafnarstræti 20 og leigir flokk- urinn húsnæðið af rekstrarfélag- mu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er það Skúla- garður sem er að skoða kaup á Hverfisgötu 33, sem er tæplega 1.000 fermetra hús, undir starf- semi flokksins. íslendingar mega kjósa til sveitarstjórna í Danmörku l I r i í I I L i L § i © DÖNSKU kosningalögunum hefur verið breytt á þann veg að allir Is- lendingar og Norðmenn búsettir í Danmörku hafa kosningarétt í kom- andi bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum þar í landi, svo framarlega sem þeir hafa skráð lögheimili þar í landi viku fyrir kjördag, sem er 18. nóvember. Fram að þessu hafa aðeins þeir Islendingar sem búið hafa í landinu í þijú ár samfleytt haft kosninga- rétt í bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingum en samkvæmt Maastricht- sáttmálanum eiga borgarar Evr- ópusambandslandanna sem búa í öðru landi innan sambandsins rétt á því að kjósa til bæjar- og sveitar- stjóma þar. í danska sendiráðinu fengustþær upplýsingar að um það hefði verið tekin ákvörðun í danska þinginu nýverið að íslendingar og Norð- menn skyldu njóta sömu réttinda og þegnar Evrópusambandsland- anna hvað kosningarétt til sveitar- stjórna varðaði. Um fjögur þúsund íslendingar búa nú í Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.