Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR/PRÓFKJÖR * Framtíðarhöfn á Alfsnes- Kjalarnessvæðinu HÆTTA á við að gera höfn við Eiðsvík- ina og reisa iðnaðar- hverfi úti á Geldinga- nesi. Þessa starfsemi á að setja niður á Álfs- nesi eða á Kjalarnesi. í Eiðsvík og á Geld- inganesi á að vera íbúðabyggð og útivist- arsvæði. Stöðva þarf * allar frekari hug- myndir um að í miðri borginni rísi mengandi stóriðja eða spilliefna- iðnaður. Þessi starf- semi á ekki heima inni í miðjum íbúðahverf- um. Reykjavík og Kjalarnes munu sameinast í eitt sveitarfélag eftir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það er einhver mesta breyting sem orðið hefur á högum Reykjavíkur á undanfömum áratugum. Land- fræðilega margfaldast Reykjavík að stærð og það er því ekki hægt annað en krefjast þess að allt borg- ~ arskipulagið verði tekið til gagn- gerrar endurskoðunar. í vor var birt nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavíkurborg og á að gilda næstu 15 árin eða til ársins 2013. Þar er breytt áður gildandi skipu- lagi þar sem gert var ráð fyrir að á Geldinganesi skyldi vera íbúða- byggð. í þeirri tillögu sem nú ligg- ur fyrir er gert ráð fyrir að þar geti hvort heldur risið íbúða- byggð eða iðnaðar- hverfí. Samkvæmt eldra skipulaginu var gert ráð fyrir að í Eiðs- víkinni yrði gerð höfn og svæðið umhverfis hana hefur samkvæmt þessum nýju tillögum verið stækkað. Það hlýtur að vera eðlilegt að sitt sýnist hveijum um slíka breytingu. Gamla skipulagið gerði ráð fyrir sáralitlu athafnasvæði um- hverfis höfnina í Eiðs- vík, þannig að þar fékkst einungis lausn á brýnustu þörf borgarinnar fyrir stækkun hafnarinnar. Það er því ekki óeðlilegt að mikill þrýst- ingur sé á borgina að stækka þetta athafnasvæði verulega því fjöldi fyrirtækja mun flytjast úr borginni á næstu árum ef þeim bjóðast ekki góðar byggingarlóðir innan borg- armarkanna. Undan þessum þrýst- ingi er verið að láta núna þegar ákveðið er að breyta Geldinganesi í athafnasvæði, enda lóðir rétt við höfnina kjöraðstæður fyrir fjölda fyrirtækja sem stunda útflutning eða innflutning og ná aukinni hag- kvæmni með að stytta allar flutn- ingsleiðir. Það er meiri framsýni í því, segir Friðrik Han- sen Guðmundsson, að gera framtíðarhöfn við Kollafjörð/Kjalarnes eða Álfsnes/Þerney. Það er meiri framsýni í því að gera framtíðarhöfn og hafnar- svæði við Kollafjörð/Kjalarnes eða við Álfsnes/Þerney. Slík höfn mun geta þjónað höfuðborgarsvæðinu og landinu öllu. Með lagningu Sundabrautar mun verða álíka langt frá Sundahöfn niður á Reykjavíkurhöfn og frá Sundahöfn til nýrrar hafnar við Kollaijörðinn. Hætta á við þann „millileik" að gera höfn við Eiðsvík og gera Geldinganes að athafnasvæði þar sem væntanlega er hagkvæmara að leggja þá fjárfestingu alla í nýja framtíðarhöfn, þar sem jafn- framt yrði tryggt nægjanlegt at- hafnasvæði næstu áratugi. Geld- inganesið yrði þá tekið undir íbúðabyggð eins og upphaflega stóð til. Höfundur er verkfræðingur og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Friðrik Hansen Guðmundsson í snyrtivörudeild Hagkaups kringlunni föstudag og laugardag 12-18 og sunnudag 13-17. Fagmenn fró Japan og íslandi vcröa til aöstoöar og bregða birtu ó þann heillandi leyndardóm, sem land sólarupprósarinnar býr yfir. Heimgreiðslur FYRIR nokkrum árum komu sjálfstæð- ismenn á heimgreiðsl- um til foreldra barna, sem ekki voru á leik- skólum. Greiðslur þessar byggðu á þeirri hugsun að þeir for- eldrar sem fremur kjósa að vinna heima meðan börn þeirra eru litil hefðu möguleika á aðstoð frá sveitarfé- laginu eins og þeir for- eldrar sem vinna utan heimilis og nýta sér þjónustu leikskóla. Sú þjónusta er verulega niðurgreidd. Mikil eftirvænting ríkti meðal foreldra sem sáu sér hag í þessari lausn. Heimgreiðslukerfið hafði ekki ver- ið í gangi í langan tíma þegar R-listinn náði meirihlutanum hér í Reykjavík. R-listinn ákvað fljótt að leggja af heimgreiðslukerfið en þá nutu foreldrar um 500 barna í Reykjavík þessara greiðslna. I umræðum í borgarstjórn um afnám heimgreiðslna kom glöggt í ljós sá munur sem er á pólitísku fylkingunum í borginni. Annars vegar vorum sjálfstæðismenn með þá hugsun að leiðarljósi að þetta væri leið til að auka frelsi fólks til að velja sjálft hvaða lausn hentaði því. Hins vegar voru fulltrúar R- listans sem lögðu á það ofurkapp að engar greiðslur til einstaklinga sem kæmu í staðinn fyrir samfé- lagslega þjónustu ættu rétt á sér. Þessi afstaða R-listans virðist byggja á því að að öll félagsleg mál eigi að leysa í gegnum stofnan- ir. Þannig eigi dagvistarstofnanir BILSKURSHURÐIR að leysa mál allra barnaíjölskyldna, öldr- unarstofnanir sjái um mál allra aldraðra og áfram mætti telja. Síst er verið með þessum orðum að gera lítið úr starfsemi slíkra stofn- ana. Heldur er verið að draga fram að sömu lausnir henta ekki öll- um. Einstaklingarnir eru ólíkir og hafa mis- munandi þarfir. Flest börn þrífast vel á leik- skólum en öðrum IngaJóna börnum hentar annað Þórðardóttir umhverfi betur. Sjálf hef ég mjög góða reynslu bæði af leikskólum og þjónustu dagmæðra. Aðalatriðið er að foreldrar hafi einhveija möguleika á að velja. Fyrir nokkrum árum stóð verka- kvennafélag hér í borginni fyrir skoðanakönnun meðal félaga sinna um hvaða lausnir í dagvístarmálum Aðalatriðið er, segir Inga Jóna Þórðar- dóttir, að foreldrar hafí einhveija möguleika á að velja. IlVaU-BOMGA ehf. MOÍ OABAKKA 9. 11!’ Rl YKJAVIK SIMI 58/ 8/90 I AX 58/ 8/91 þær teldu æskilegastar. Niðurstað- an kom á óvart og hafði raunar ekki verið gert ráð fyrir þeim möguleika í spurningunum heldur kom svarið í gegnum liðinn „ann- að“. Það kom nefnilega í ljós að flestar vildu vera heima hjá ungum börnum sínum ef þær ættu kost á því. Heimgreiðslukerfið var gagn- rýnt m.a. fyrir það að greiðslurnar væru lágar. Sú gagnrýni átti vissu- lega rétt á sér. Verið var að þróa nýtt kerfi og eðlilegt að menn færu varlega af stað. En reynsla sú sem fékkst af því þann skamma tíma sem það fékk að vera í gangi er til vitnis um að það er þörf fyr- ir þennan valkost. Fyrir láglauna- Ijölskyldur til dæmis skiptir þetta miklu máli. Sjálfstæðisflokkurinn mun sjá til þess þegar hann vinnur borgina á ný að barnafjölskyldum gefíst kostur á heimgreiðslum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.