Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.1997, Blaðsíða 37
36 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IjAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HARALDUR HÁRFAGRI ENDURBORINN? EKKI VERÐUR betur séð, en að samsteypustjórn Kjells Magnes Bondeviks í Noregi ætli að efna til óvinafagn- aðar við íslendinga á hafinu. Lesa má úr stjórnarsáttmál- anum, að hún hyggist grípa til allra leiða til að flæma ís- lenzk fiskiskip frá veiðum í Norður-Atlantshafi. Nýi sjávarút- vegsráðherrann hefur hnykkt á þessum áætlunum í viðtölum og fer ekki milli mála, að hann lítur á íslendinga sem höfuð- óvini Norðmanna í norðurhöfum. íslenzk stjórnvöld verða því að vera viðbúin að mæta aðgerðum norsku ríkisstjórnar- innar af hörku. í stjórnarsáttmála samsteypustjórnar Kristilega þjóðar- flokksins, Miðflokksins og Vinstriflokksins segir, að hún muni beita sér fyrir því, að fiskveiðilögsaga Noregs verði færð út í 250 sjómílur í því skyni að stöðva hina umfangs- miklu rányrkju í Smugunni. Úthafsveiðisamningur Samein- uðu þjóðanna hafi ekki dugað til að binda enda á hana. Stefnir stjórnin að nánara samstarfi við Rússa til að koma í veg fyrir veiðar íslendinga. Nýi sjávarútvegsráðherrann, Peter Angelsen, sem er fyrr- um skipstjóri frá Norður-Noregi, segir, að ríkisstjórnin muni beita öllum ráðum til að minnka Smuguna í samvinnu við Rússa og segir íslendinga eiga að hluta sök á hruni veiða þar. „íslenzkir sjómenn hafa engin söguleg réttindi til veiða í Barentshafi. Það er með öllu útilokað, að íslenzkur sjávarút- vegur fái kvóta á svæðinu," segir Angelsen. Það er til marks um hörku nýju ríkisstjórnarinnar í garð íslendinga, að hún undirbýr ólöglegar aðgerðir á hafinu. Noregur hefur undirritað Hafréttarsáttmála SÞ, þar sem 200 mílna efnahagslögsaga er kjölfestan. Norska ríkisstjórnin getur með engum hætti hunzað sáttmálann og þess vegna efast margir um, að ráðagerð norsku stjórnarinnar verði nokkru sinni hrint í framkvæmd. Tilgangur hennar með út- færslunni í 250 mílur er þó augljós og er ætlað að hrekja Islendinga úr Smugunni, sem er alþjóðlegt hafsvæði. Til- gangurinn er einnig sá að takmarka mjög veiðar íslendinga í Síldarsmugunni. Síldveiðar íslendinga þar eru þó bundnar í samningum milli Norðmanna, Færeyinga, Rússa og Evrópu- sambandsins. Útþenslustefna Norðmanna í norðurhöfum er orðin slík, að ástæða er fyrir íslendinga, og reyndar aðrar þjóðir í þess- um heimshluta, að taka höndum saman um að stöðva hana. Ástæða er t.d. til þess, að aðildarþjóðir Svalbarðasamnings- ins endurskoði afstöðuna til stjórnunar og yfirgangs Norð- manna á því svæði. Engu er líkara en Haraldur hárfagri sé endurborinn í Noregi. Norðmenn þurftu á sínum tíma að flýja undan hon- um og gerast íslendingar. Vonandi endar útþenslustefna Norðmanna ekki með því, að ísland verði eyland í norsku hafi og íslendingar þurfi að taka sig upp og flytja enn vestar. HEMJUM HÖFT MEÐ aðild okkar að samningnum um Evrópska efnahags- svæðið hefur höftunum, er lengi voru snar þáttur í íslenzku viðskiptalífi, fækkað. íslenzk fyrirtæki hafa sömu- leiðis fengið fijálsan aðgang að einu mikilvægasta markaðs- svæði veraldar fyrir vörur sínar og þjónustu. Það er hins vegar áhyggjuefni, ef aðild okkar að EES verður til að torvelda og jafnvel hindra viðskipti okkar við önnur ríki. Löng hefð er ekki sízt fyrir blómlegum viðskipt- um við Bandaríkin og skipa bandarískar vörur veglegri sess í vöruúrvali á íslandi en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Nú bendir hins vegar flest til, að þessar vörur muni hækka töluvert í verði vegna krafna um að merkingar á umbúðum verði í samræmi við evrópskar tilskipanir. Samtök matvöru- kaupmanna á íslandi, í Noregi og Svíþjóð hafa sent frá sér ályktun til forsætisráðherra þar sem þessu er mótmælt. Benda samtökin réttilega á að þessi tilskipun jafngildi í raun viðskiptahindrunum. Á málinu eru tvær hliðar því í Bandaríkjunum eru auðvit- að gerðar kröfur um að vörumerkingar fylgi bandarískum stöðlum. Um nokkurt skeið hafa staðið yfir viðræður evr- ópskra og bandarískra stjórnvalda er miða að því að finna lausn á þessu vandamáli. í ljósi þeirrar sérstöðu er ísland hefur í þessum efnum er vonandi að íslenskum stjórnvöldum takist að semja um undanþágu frá reglunum þar til að sú lausn finnst. Stækkun álversins í Straumsvík tekin formlega í notkun Stjómvöld gættu ekki meðalhófs í meðferð valdheimilda ÓLAFUR Ragnar gangsetti hleifavélina og tók þar með nýja áfangann formlega í notkun. Morgunblaðið/Ásdís UM 1.500 gestir voru viðstaddir opnunarathöfnina. Kostnaður við framkvæmdir var 15% undir áætlun Framkvæmdum við stækkun álversins í Straumsvík lauk þremur mánuðum á undan áætlun og var kostnaður um 15% minni en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Nýi áfangi álversins var formlega tekinn í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni. Egill Olafsson fylgd- ist með opnuninni. RIÐJI kerskáli álversins í Straumsvík var formlega tekinn í notkun í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Verkinu lauk þremur mánuðum á undan áætlun og framkvæmdakostn- aður reyndist 15% lægri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Áætlað er að í nýja skálanum verði framleidd u.þ.b. 14_þúsund tonn af áli á þessu ári. í tilefni opnunarinnar bauð ÍSAL um 1.500 gestum til veislu. Öllum starfsmönnum og mökum þeirra var boðið, einnig fyrrverandi starfsmönn- um. Allir sem komu að byggingu kerskálans var sömuleiðis boðið, svo og helstu viðskiptavinum álversins. 15 erlendir blaða- og fréttamenn komu til landsins í boði Alusuisse- Lonza til að kynna sér stækkun ál- versins. Sterk samkeppnisstaða Rannveig Rist, forstjóri ISAL, sagði við opnunina að það væri fagn- aðarefni fyrir starfsmenn ÍSAL að eigendur Alusuisse-Lonza hefðu treyst þeim að vera aðalálframleið- andi samsteypunnar. Að lokinni þess- ari stækkun hæfist nýtt tímabil með nýjum verkefnum. Nú væri það starfsmanna fyrirtækisins að nýta þá möguleika sem stækkunin gæfí til að styrkja enn frekar samkeppnis- stöðu fýrirtækisins. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við opnunina að þessi glæsilega opnun nýja hluta álversins í Straums- vík væri í samræmi við mikilvægi álversins fyrir íslenskt atvinnulíf. Þeir fjármunir sem starfsemi ÍSAL hefði á liðnum árum skilið eftir sig í íslensku samfélagi hefði auðveldað okkur að byggja hér upp velferðar- kerfi. Rekstur álversins hefði sömu- leiðis gegnt mikilvægu hlutverki í að auka stöðugleika í íslensku atvinnu- lífi. Það var síðan Rolf Wiirgler, verk- efnisstjóri með stækkun ISAL, sem afhenti Rannveigu Rist lykil að nýja kerskálanum sem tákn um að bygg- ingaframkvæmdum væri lokið. Að því búnu ræsti forseti íslands nýja alsjálfvirka hleifavél með aðstoð Pét- urs I. Ólafssonar, elsta starfsmanns ÍSAL, og Gunnars Ingvarssonar, flokksstjóra og yngsta yfirmanns ÍSAL. „Gæði náttúru jarðar, heilbrigði mannsins eru verðmæti sem á okkar tíð eru einnig sett á vogarskálar þeg- ar ákvarðanir um atvinnuþróun fram- tíðar eru dagskrárefni. Sambúð iðn- aðar og náttúruauðlinda, samspil framfara og lífríkis eru vissulega meðal brýnustu viðfangsefna okkar tíma. Samtíð reynir núna að finna lausnir og viðmiðanir sem sátt getur skapast um með öllum þjóðum. Á þeim vettvangi þurfum við Islending- ar að sýna í sátt gott fordæmi og trúverðugan málflutning," sagði Ól- afur Ragnar i ávarpi sínu. ISAL barust margar góðar gjafir í gær. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, færði álverinu gamla vatnshjólið úr Búrfellsvirkjun. Það snerist þar í rúm 30 ár u.þ.b. 3.786 milljón hringi. Halldór sagði að þetta hjól hefði framleitt rafmagn sem nægði til að framleiða 500 þúsund tonn af áli. Verklok þremur mánuðum á undan áætlun Sú stækkun sem formlega var tek- in í notkun í gær hefur í för með sér að framleiðsla álversins í Straumsvík fer úr 100 þúsund tonna framleiðslu á ári í 162 þúsund tonna framleiðslu. Raforkusala Landsvirkjunar til ÍSAL mun aukast um 950 GWst. Til saman- burðar má geta þess að Landsvirkjun seldi árið 1996 4.550 GWst. Rolf Wiirgler, verkefnisstjóri með framkvæmdum við stækkun álvers- ins, sagði á blaðamannafundi í gær að framkvæmdir við stækkun álvers- ins hefðu gengið mjög vel. Álfram- leiðsla í nýja skálanum væri núna komin í fullan gang, þremur mánuð- um á undan upphaflegri verkáætlun. Hann sagði að allan tímann hefði Samkeppnishæfni álversins í Straumsvík 1995 1996 1997 1998 Meðaltal framleiðslu kostnaðar á tonn áls í heiminum árið 1996, \ 1.252 dollarar tonnlð Framleiðslukostnaður ISAL í Straumsvík 1997, 1.132 dollarar á tonn áls RANNVEIG Rist stjórnaði vígsluathöfninni og tók við lykli frá Rolf Wurgler verk- efnisstjóra til merkis um að framkvæmdum væri lokið. verið unnið hratt og örugglega að verkefninu, allt frá því að samningar um stækkun voru undirritaðir 6. nóv- ember 1995. Vandamál hefðu verið leyst í tíma áður en þau ollu vandræð- um. Wurgler sagði að áætlaður kostn- aður við framkvæmdir hefði verið um 12,2 milljarðar íslenskra króna. Heildarkostnaður yrði hins um 10,5 milljarðar eða um 15% lægri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Ástæður fyrir minni kostnaði væru m.a. lægri hönn- unarkostnaður, samkeppni milli verk- taka, sem skilaði sér í lægri tilboðum og veður hefði einnig verið gott á verktímanum. Þá hefði mun stærri hluti verksins verið unninn af íslensk- um verktökum en gert var ráð fyrir og það hefði sömuleiðis reynst hag- kvæmara fyrir ÍSAL. Wtirgler sagði að gengisþróun hefði ekki haft áhrif á byggingakostnað, enda væri sviss- neski frankinn einstaklega stöðugur gjaldmiðill. Sergio Marchionne, forstjóri Alusuisse-Lonza, sagði að lægri byggingarkostnaður skilaði sér einn- ig í lægri fjármagnskostnaði. Það skipti einnig máli fyrir ISAL að koma framleiðslu á markað þremur mán- uðum fyrr en ella. Þetta væri þó ekkert aðalatriði í málinu. Meginatr- iðið væri að vel hefði verið staðið að framkvæmdum og vel hefði gengið að koma framleiðslunni í gang. Þó kerskálinn sé stórt og mikið mannvirki er bygging hans aðeins lítill hluti af heildarkostnaði við fram- kvæmdina. í máli Wúrglers kom fram að 35% af kostnaði við verkið félli til á íslandi. Hann hældi íslenskum verk- tökum og iðnaðarmönnum og tók sérstaklega fram að ISAL hefði ekki orðið fyrir neinu tjóni á verktímanum vegna gjaldþrota verktaka. 40 km langir rafmagnskaplar Við stækkun álversins voru 98 þúsund rúmmetrar af jarðvegi fluttir úr stað. Um 18 þúsund rúmmetrar af steypu fóru í byggingar. Notuð voru um 2.000 tonn af stáli í kerskál- ann og um 38 þúsund fermetrar af klæðningu. Ríflegá 10 þúsund tonn af stáli liggja í keijum og búnaði sem þeim tengjast. Þá voru lagðir raf- magnskaplar í kerskálann og aðveitu- stöð sem samtals eru um 40 km að lengd. Um 160 menp unnu við fram- kvæmdir þegar mest var, að lang- stærstum hluta íslendingar. ÍSAL hefur ráðið u.þ.b. 80 nýja starfsmenn til starfa í nýja áfanganum. Nú vinna um 500 starfsmenn hjá fyrirtækinu, þar af 61 kona. Aðspurður sagði Marchionne að sú staðreynd að Island væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu væri mikilvæg og því væri ekki að leyna að það hefði verið erfiðara fyrir Alusuisse-Lonza að fara út í stækkun ef ísland hefði staðið utan EES. Hann sagði að engin umræða hefði farið fram innan Alusuisse-Lonza um frekari stækkun álversins í Straums- vík. Bjart framundan í áliðnaði Alusuisse-Lonza rekur í dag þijú álver, á íslandi, í Noregi og Sviss. Heildarframleiðsla samsteypunnar er áætluð 250 þúsund tonn á árinu 1998. Rætt hefur verið um að loka álverinu í Sviss, en það framleiðir 30 þúsund tonn. Kurt Wolfensberger, framkvæmdastjóri álsviðs Alusuisse- Lonza, sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um að loka álverinu. Því hefði verið lýst yfir að álverið yrði rekið út árið 1999, en hvað þá tæki við væri óvíst. Þess má geta að árið 1980 nam álframleiðsla Alusuisse 800 þúsund tonnum á ári. Fyrirtækið hefur á þessu tímabili breyst úr því að vera álframleiðandi í að vera ál- kaupandi með fjölbreytta starfsemi. Dr. Wolfgang Stiller, yfirmaður ál- og kolaskautaframleiðslu Alusu- isse-Lonza, sagði að eftir stækkun ÍSAL væri fyrirtækið mjög vel sam- keppnishæft. A.m.k. 2A álframleiðsl- unnar í heiminum byggju núna við hærri orkukostnað en ISAL. Fram- leiðslukostnaður væri núna vel undir meðaltalsframleiðslukostnaði í heim- inum. Wolfensberger sagði að Alusuisse- Lonza horfði björtum augum til fram- tíðarinnar. Notkun á áli hefði vaxið um 5% á ári að undanförnu og gert væri ráð fyrir svipuðum vexti á næstu árum. Ljóst væri að notkun á áli í bílaframleiðslu ætti eftir að vaxa hröðum skrefum á komandi árum. Alusuisse-Lonza tæki stöðugt meiri þátt í framleiðslu á bílahlutum, eink- um í Þýskalandi og Bretlandi. Fyrir- tækið hefði m.a. tekið upp náið sam- starf við Audi, sem legði mikla áherslu á að nota ál við bílafram- leiðslu í framtíðinni. Hanes-hjónin verða ekki framseld Morgunblaðið/Kristinn CONNIE Jean Hanes og Donald Hanes. Hæstiréttur dæmdi í gær að ekki væru fyrir hendi lagaskilyrði til að verða við beiðni um framsal hjónanna Connie Jean Hanes og Donald Hanes til Bandaríkjanna. HÆSTIRÉTTUR segir að íslenskum stjórnvöldum hafi borið að ganga til móts við réttmæt sjónar- mið þeirra, annaðhvort með því að beita sér fyrir samkomulagi hjón- anna við bandarísk stjórnvöld eða gefa fyrirheit um skilyrði fyrir fram- sali, þar sem þess yrði gætt, að hjón- in ættu þess kost að koma fyrir dóm og veija sig þar án undangenginnar handtöku. Með hvorri leið, sem valin hefði verið, hefði verið unnt að ná því meginmarkmiði framsals, að hjónin sættu réttlátri málsmeðferð vegna þeirra saka, sem á þau væru bornar, fyrir óháðum og óhlutdræg- um dómstóli. „Með því að halda að sér höndum, þrátt fyrir skilmerkilegt ákall varnaraðila, brugðust íslensk stjórnvöld þeirri skyldu sinni að gæta sjónarmiða um meðalhóf í meðferð valdheimilda sinna,“ segir í niðurstöðu meirihluta Hæstaréttur. Tveir dómarar skiluðu hvor sínu sér- atkvæði, en niðurstaða þeirra var þó á sama veg. Bandarísk yfírvöld óskuðu þess í bréfi til íslenska utanríkisráðuneytis- ins í mars sl. að Hanes-hjónin yrðu framseld til Bandaríkjanna vegna refsimáls sem höfðað var á hendur þeim í Arizona-fylki. Meint brot þeirra var brottflutningur barnsins Zenith Elaine Helton, dótturdóttur Connie Jean, frá Bandaríkjunum til íslands, en yfirvöld höfðu falið barn- ið í umsjá móður þess, Kelly Helton. Rannsóknarlögreglu ríkisins var heimilað að taka bamið úr vörslu Hanes-hjónanna og var það síðar afhent starfsliði bandaríska sendi- ráðsins og fór með móður sinni úr landi í kjölfar þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í júlí að lagaskilyrðum til framsals væri ekki fullnægt og vísaði til þess að hætt væri við að ómannúðleg meðferð biði hjónanna ytra. Bréfum um vægari lausn ekki sinnt í dómi Hæstaréttar er rakið, að Hanes-hjónin hafi lýst sig reiðubúin til að fara sjálfviljug og á eigin kostn- að frá íslandi til Bandaríkjanna og gefa sig þar fram við dómstól, ef alþjóðleg handtökuskipun, sem bandarísk stjórnvöld gáfu út, yrði felld niður, svo þau gætu ferðast frjáls til ákvörðunarstaðarins í Ariz- ona. Að öðrum kosti yrðu þau hand- tekin strax við komuna til Bandaríkj- anna og flutt í járnum til áfangastað- ar. Sú meðferð fæli í sér margs kyns óþægindi og lítillækkun. Þau kváðust reiðubúin að samþykkja eftirlit eða fylgd á ferð sinni og óskuðu eftir að íslensk stjómvöld beittu sér fyrir slíkri lausn. Hæstiréttur vísar til þess, að lög- maður hjónanna hafi tvívegis ritað saksóknara í Arizona bréf með til- mælum í þessa veru, en þeim hafi ekki verið svarað. Þá hafi sama er- indi verið lagt fyrir fulltrúa alríkis- stjórnar Bandaríkjanna, sem hafi tekið vel í að veita samþykki sitt, væri ákæruvald í Arizona sammála. Eftir dóm Héraðsdóms í júlí hafí saksóknara í Arizona enn verið ritað bréf. Þar hafí komið fram að Hanes- hjónin væru sem áður reiðubúin að gefa sig fram, að því gefnu að allar handtökuskipanir yrðu felldar niður, að samið yrði um hæfilega tryggingu svo þau mættu ganga laus á meðan ekki hefði verið dæmt í máli þeirra og að þau þyrftu ekki að afplána refsingu í Maricopa-sýslu í Arizona, í ljósi úrskurðar Héraðsdóms um ómannúðlega meðferð í fangelsum sýslunnar. Að þessu sinni barst svar frá ákæruvaldi í Arizona, á þá leið að á þessari stundu væri ekki unnt að ganga að skilyrðum hjónanna. Milliganga ekki hlutverk ráðuneytisins Þá bendir Hæstiréttur á, að veij- andi hjónanna hafi í upphafi kynnt íslenska dómsmálaráðuneytinu af- stöðu hjónanna og sendiráði Banda- ríkjanna á íslandi einnig, í þeirri von að þessir aðilar myndu beita sér fyr- ir viðunandi lausn á málinu. Engin svör hafi borist og hafi veijandinn ítrekað erindi sitt við dómsmálaráðu- neytið. Ráðuneytið hafi lýst yfir að það hefði hvorki beint því til banda- rískra yfirvalda að falla frá framsals- beiðninni í því skyni að fínna aðra lausn á málinu né öðrum tilmælum, enda væri málið til meðferðar fyrir Héraðsdómi. Verjandinn ritaði enn bréf og óskaði sérstaklega atbeina ráðuneytisins meðan málið væri rek- ið fyrir dómi, en ráðuneytið svaraði að það teldi ekki hlutverk sitt að hafa milligöngu í viðræðum hjón- anna við bandarísk stjórnvöld. Teldu dómstólar hins vegar lagaskilyrði vera fyrir framsali myndi ráðuneytið leggja mat á röksemdir hjónanna um að þeirra biði vanvirðandi meðferð við flutning sem fanga til áfanga- staðar innan Bandaríkjanna. Hæstiréttur vísar til greinargerðar Hanes-hjónanna, þar sem fram kem- ur að þau telji eðlilegt að þau svari til saka í Bandaríkjunum, en íslensk- ir dómstólar ættu ekki að dæma að skilyrði framsals væru fyrir hendi fyrr en fullreynt væri að stjórnvöld- um hér á landi væri ókleift að verða við eðlilegum kröfum, sem miðuðu að lausn málsins með öðrum og vægari úrræðum. I greinargerð ákæruvaldsins til Hæstaréttar sagði, að ekkert lægi fyrir um að hætta væri á að hjónin fengju ekki réttláta málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm- stóli vestanhafs. Væri ekki sýnt fram á að málið hefði mótað afstöðu lög- reglu og ákæruvalds, þótt það hefði fengið umfjöllun { fjölmiðlum. Því síður ætti það við um dómstóla. Engu máli skipti heldur, hvort hjónin yrðu í haldi fram að réttarhöldum í máli þeirra eða ekki. Þá hefði ekki verið sýnt fram á hlutdræga eða ómálefnalega afstöðu lögreglustjór- ans í Maricopa-sýslu til hjónanna. Vísar til meðalhófsreglu Hæstiréttur vísar í niðurstöðu sinni til þess, að í stjórnsýslulögum ■ sé að finna svokallaða meðalhófs- reglu. Samkvæmt henni skuli stjórn- vald því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að sé stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Skuli þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sak- irnar en nauðsyn beri til. „Regla þessi er reist á því meginsjónarmiði, að stjórnvald skuli ekki einungis líta til þess markmiðs, sem starf þess miðar að, heldur beri því einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda þeirra, sem athafnir og valdbeiting stjómvaldsins beinist að,“ segir Hæstiréttur og að „hafi stjórnvald val um leiðir til að ná því markmiði, sem að er stefnt með töku ákvörðun- r ar, ber því að velja það úrræði, sem vægast er og að gagni getur komið. Því þungbærari, sem sú skerðing er sem leiðir af ákvörðun stjómvalds, því strangari kröfur verða gerðar um sönnun á nauðsyn hennar. Á það sérstaklega við um þá hagsmuni manna, sem lúta að frelsi þeirra og friðhelgi og njóta verndar í stjórnar- skránni og alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum, sem ísland er aðili að. Á meðalhófsreglan ótvírætt við um störf íslenskra stjómvalda, sem miða að því að verða við framsals-. . beiðni frá öðru ríki.“ Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Haraldur Henrysson, Gunnlaugur Claessen, Hjörtur Torfa- son, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Hjörtur og Hrafn skiluðu sératkvæðum, en komust báðir að þeirri niðurstöðu að ekki væru skil- yrði fyrir framsali. s-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.