Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 49

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 49 JÓN HANSSON WÍUM GÍSLIWÍUM HANSSON + Jón Hansson Wíum fæddist í Asknesi í Mjóafirði 3. mars 1938. Hann lést í Reykjavík 3. júli siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkju Krists konungs 11. júlí. Gísli Wíum Hans- son fæddist í Ask- nesi í Mjóafirði 10. mars 1941. Hann lést í Reykjavík 28. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hvalsneskirkju 3. október. í döpn sigldu skipin tvö um hafíð grátt í hljóðri fylgd sigldu inn í himininn og hurfu á ströndu stendur húsið autt í hvítum sandi læst og hljótt en bárur hjala enn við bláa kletta. (I.H.) Afi minn Hans Wíum og Anna Ingigerður Jónsdóttir kona hans bjuggu fyrst á Asknesi í Mjóafirði og síðar á Reykjum í sömu sveit. Þau eignuðust ellefu börn sem öll komust upp, þrátt fyrir að barna- dauði væri talsverður á íslandi á þeim árum sem þessi börn voru að fæðast. Á síðustu fimm árum hafa fjögur af systkinunum lotið í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Þau hafa öll verið um og undir sextugu og hefðu því átt að eiga mörg góð ár framundan. Þau voru búin að koma börnunum sínum til manns og voru tilbúin að líta yfir farinn veg og njóta efri áranna. En þessu fólki var greinilega ekki ætlað hampa barnabörnunum sín- um í ellinni, öll veiktust þau af krabbameini sem dró þau til dauða eftir mislanga sjúkdómslegu. Við sem syrgjum spyijum spurninga sem enginn getur svarað, við velt- um fyrir okkur tilgangi lífsins og eilífðarmálunum. Öll áttum við eft- ir að segja svo margt og gera svo mikið saman. Reykjasystkinin hafa orðið fyrir þungum áföllum á stuttum tíma, ekki síst Þórarna, sem missti mann sinn Nikulás Brynjólfsson eftir erf- iða sjúkdómslegu í apríl sl. Allir gera sér grein fyrir að dauðinn verður ekki umflúinn og eitt sinn skal hver deyja. En það er alltaf erfitt þegar nákominn fellur frá, sérstaklega þegar fólk fær engan tíma til að meðtaka áfallið áður en það næsta ríður yfir. Móðurbræður mínir þeir Jón og Gísli létust með tæplega þriggja mánaða millibili, Jón hinn 3. júlí og Gísli 28. september sl. Ég vil minn- ast þeirra með eftirfarandi orðum. Jón frændi kom mikið á æsku- heimili mitt. Hann og móðir mín voru alla tíð mjög náin. Fyrst þeg- ar ég man eftir Jóni var hann mik- ið á sjó, aðallega á varðskipum. Ég man að okkur systkinunum fannst hann stundum dálítið GUÐMUNDUR ING VARSSON -4- Guðmundur " Ingvarsson fæddist 12. sept- ember 1929. Hann lést í Reyjavík 31. júlí síðastiiðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Margrét Sigurð- ardóttir frá Akra- nesi og Ingvar Júlíus Guðmunds- son frá Eyrar- bakka. Þau eign- uðust fimm drengi og var Guðmundur þeirra elstur. Bræður hans eru: Sigurður, sjómaður, sem drukknaði ungur maður, Trausti, sjómaður, sem einnig drukknaði ungur, Baldur, hús- vörður i Iðnskólanum, og Bragi, matsveinn, sem starfar hjá Krossinum. Það var fyrir liðlega tveimur árum að eldri maður með skarpa drætti í andliti, markaða mikilli lífs- reynslu, steig um borð í Örfirisey RÉ-4. Menn litu hver á annan með spurn í augum. í ljós kom að hann hafði verið ráðinn sem aðstoðar- kokkur og fannst nú einhveijum „kallinn" vera orðinn bjartsýnn. En fljótlega hurfu allar efasemdir þegar menn urðu varir við að í þeim gamla leyndist ýmislegt eftir- sóknarvért. Guðmundur Ingvarsson hét hann Guðmundur ólst upp í Reykjavík ásamt bræðrum sín- um hjá móður sinni frá 11 ára aldri en þá lést faðir þeirra. Eins og títt var í þá daga var róðurinn erfiður hjá fjölskyld- unni eftir lát föður- ins en móðir þeirra kom þeim öllum til manns. Guðmundur giftist ekki né átti börn. Hann hélt ungur til siglinga á erlendum fragtskipum og dvaldi ytra um langt skeið. Síðustu árin starfaði Guðmundur við húsa- málun í Reykjavík og sem að- stoðarkokkur um borð í Or- firisey RE 4. Guðmundur var jarðsettur í kyrrþey. og var liðlega sextugur með langa reynslu að baki. Hann hafði siglt um öll heimsins höf og víða komið við. Um nokkurra ára skeið eftir heimkomu til íslands hafði hann starfað við húsamálun í Reykjavík, en hafið togaði alltaf í hann þar til hann leitaði eftir starfi um borð í Örfirisey. Hann var fyrsta flokks starfskraftur sem vann öll sín verk af alúð og með þeirri nákvæmni sem oft einkennir þá eldri og reynslumeiri. Hann var ákaflega stundvís; svo stundvís að menn strangur en hann hefur sjálfsagt verið að hjálpa systur sinni við uppeldi barnanna, það hefur örugg- lega ekki veitt af. Eftir að við urð- um fullorðin var hann alltaf til í að ráðleggja okkur og hvatti okkur til að hafa okkar mál á hreinu, hvort sem það var varðandi íbúða- kaup eða annað. Jón var mjög ákveðinn og fylginn sér og var óhræddur við að segja skoðanir sínar þrátt fyrir að þær féllu ekki öllum í geð. Mér finnst það mjög lýsandi fyrir Jón frænda að fyrir nokkrum árum tók hann kaþólska trú en þá fannst honum lúterska kirkjan, sem hann hafði tilheyrt árum saman, ekki full- nægja þeim hugmyndum sem hann gerði sér um virkt trúarsamfélag. Þessi ákvörðun var tekin að vel yfirveguðu máli og frændi minn var mjög stoltur þegar hann sagði okkur frá þessari ákvörðun sinni. Eftir að Jón hætti sjómennsku hafði hann tíma og tækifæri til að stunda margvísleg hugðarefni. Hann ferðaðist mikið, stundaði hestamennsku, tók kúrsa í fornsög- um o.m.fi. Hann hafði mjög gaman af að ræða um þessi áhugamál sín og reyna að vekja áhuga annarra á þeim. Jón var mjög trygglyndur og traustur vinur vina sinna en ef einhver misbauð honum var það ekki auðveldlega aftur tekið. Jón var aufúsugestur í öllum fjöl- skylduboðum á heimili foreldra minna, hann kom ævinlega með einhvem vináttuvott með sér, blóm- vönd, góða bók eða konfekt. Hann var alltaf vel til hafður og virðuleg- ur. Hann hafði unun af góðum fé- lagsskap og ekki spillti ef góður matur var á borðum. Hann var sjálf- sagður þátttakandi í öllum merkis- atburðum í fjölskyldunni minni og var mjög umhugað um hvemig okk- ur liði. Hann vakti yfír velferð móð- ur minnar, sérstaklega eftir að hún veiktist, þá hringdi hann eða kom daglega til hennar. Fyrir þetta vil ég þakka Jóni og margt annað gott sem hann gerði fyrir okkur. Jón eignaðist þtjú börn, þau Ein- ar, Önnu Ingigerði og Rósu, hann á fjögur barnabörn. Jón var kvænt- ur Jóhönnu Einarsdóttur kennara en þau slitu samvistum. Um leið og ég þakka Jóni frænda mínum fyrir samveruna vil ég votta gátu jafnvel stillt úrin sín eftir honum þegar hann hóf sín verk á morgnana. Húmoristi var hann mikill og skemmtilega hittinn á það broslega í tilverunni. Því fylgdi gjarnan létt stríðni sem þeir sem urðu fyrir þeirri stríðni áttu fá svör við. í frístundum spjallaði hann við menn um gamla daga og sagði magnaðar sögur frá siglingum sín- um á íjarlægar slóðir. Guðmundur hafði m.a. dvalið um langt skeið í Ástralíu og hafnarborgir Austur- landa fjær voru honum vel kunnar. Hann var ókvæntur og barnlaus og líf hans tók mið af því; engar skuldbindingar sem settu honum skorður um hvert hann færi eða hvenær hann kæmi til baka. Og þannig var hans síðasta ferðalag þegar hann án alls undirbúnings kvaddi þetta líf og hélt af stað í sína lengstu ferð. Guðmundur hafði þá starfað um borð í Örfirisey í rúm tvö ár. Þann tíma undirbjó hann elliárin af kost- gæfni; vildi vera vel með á nótun- um hvernig ætti að ávaxta sitt pund og fékk leiðsögn þeirra sem betur þekktu til. Guðmundur var í fríi núna i júlí þegar hann lagð- ist til svefns eins og endranær, hress og kenndi sér ekki meins. Hann vaknaði ekki af þeim svefni. Þeir okkar skipveija sem einnig voru í fríi fylgdu honum síðasta spölinn og þökkuðu fyrir hönd áhafnarinnar ánægjulega sam- fylgd. Við munum sakna Guð- mundar Ingvarssonar, sakna sérs- taks persónuleika sem skildi eftir spor í hjörtum manna um borð í Örfirisey RE-4. Fyrir hönd áhafnarinnar á Ör- firisey RE-4. Smári Kristjánsson. börnunum hans og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Farðu í friði, frændi minn. Unun er mér að muna minningar góðra kynna stundir frá stuttum fundi er staðið var við á hlaði reisn var þá yfir risnu raun að geta ei launað gleði í hveiju geði gaman að vera saman. (H.A.) Þessar ljóðlínur hafa • leitað á huga minn undanfarið eftir að Gísli móðurbróðir minn lést langt um aldur fram. Mér verður oft hugsað til þess þegar hann kom í heimsókn til mín í Varmahlíð um sumarmál- in. Gísli hafði slegist í för með systkinum sínum austan af fjörð- um, hann ætlaði að heimsækja Jón- ínu dóttur sína og hvíla sig. Nokkr- um dögum síðar frétti ég að hann hefði verið fluttur fársjúkur suður til að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að Gísli væri í rauninni hel- sjúkur án þess að við vissum, þá var hann sjálfur sér líkur, sagði brandara og fékk fólk til að hlæja með sér. Hann sagðist reyndar vera óskaplega þreyttur og bað mig um að gefa sér orku. Næsta skipti sem ég sá Gísla frænda minn var á Borgarspítalanum viku seinna, en þá hafði hann verið skor- inn upp við þeim sjúkdómi er fimm mánuðum síðar lagði hann að velli. Jafnvel á þeirri stundu var hann ótrúlega bjartsýnn og svo innilega glaður að sjá okkur. Gísli var yndis- lega hlýr og einlægur maður, hann vakti yfir velferð ættingja sinna og annarra. Það var alltaf stutt í hláturinn þegar Gísli var nálægur. Hann hafði mikinn og góðan hú- + Jóna Jóhannesdóttir fædd- ist á Ytra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit 5. október 1905. Hún lést á Kristnesspít- ala 18. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Munkaþverárkirkju 25. janúar. Jóna mín á Laugalandi hefði orðið 96 ára 11. október. Fyrstu kynni okkar voru þau að ég fékk að koma í heimsókn fram í Lauga- land að vetrarlagi, þá 6 ára göm- ul, til Rúnu mágkonu þinnar og Tryggva bróður þíns sem bjuggu þar ásamt sonum sínum Hjörleifi, Adda, þér, Finni bróður þínum, Lillu fóstursystur, og Jóhannesi föður ykkar. Þetta var sannkölluð stórfjölskylda sem tók mér opnum örmum og aldrei hefur borið skugga á okkar vináttu í þau ár sem liðin eru síðan. Fyrstu minningar mínar um þig, Jóna mín, eru sunnudagsmorgnar þegar enn var eldað á kolavél og þú stóðst og varst að brenna í kaffí- baunirnar til vikunnar og flóa mjólk- ina og söngst við vinnuna uppá- haldslögin þín. Síðan var skyrið gert upp og ég stóð full Iotningar hjá þér niður í suðurbúri. Ég minn- ist þín við heyskap á túni og engj- um, mjaltir og sultusuðu síðla sum- ars og við Addi fórum með prufu á undirskál út á fiskastein fýrir þig, til að láta kólna, því þú þurftir að vera alveg viss hvenær hún væri mátulega soðin. Aldrei skildir þú við verk nema vera viss um að það væri eins og það átti að vera, og alltaf á þeim tíma sem átti að gera hlutina og allir hlutir áttu sinn samastað, og fallegt var handbragð- ið þitt á öllu sem þú vannst, pijóna- skap eða saumum. Áður en raf- magnið kom voru lampaglösin púss- uð og borin upp að birtunni svo að ekki væru á þeim ský. Við vorum samferða í háttinn, þú slökktir ljósin á leiðinni upp á loft þar sem við sváfum, læstir útidyrunum, leist á hitamælinn, sagðir mér hvernig hann stóð, við kíktum út um gluggann á norður- mor og átti auðvelt með að laða fram það besta í samferðafólki sínu. Á erfíðum stundum náði hann að gleðja fólk og fékk það til að öðlast trú á lífíð á nýjan leik. Þessu kynntist ég af eigin raun þegar móðir mín háði sitt dauðastríð fyr- ir tæpum tveimur árum. Gísli og Lína gerðu sér ósjaldan ferðir í Mosfellsbæinn eða upp á spítala til að styðja hana og aðra fjölskyldu- meðlimi á þessum erfiða tíma. Þeg- ar ég hugsa til baka voru þau allt- af til staðar þegar við þurftum á þeim að halda og voru ómetanlegur stuðningur. Ég veit að Gísla er sárt saknað af þeim fjölmörgu sem hann hjálp- aði í gegnum tíðina en hann var læknamiðill. En sárastur er söknuður eiginkonu og barna hans, þau sjá á eftir yndislegum vini og fjölskylduföður, það skarð verður aldrei fyllt. Um leið og ég kveð Gísla minn og þakka honum samfylgdina vil ég tileinka minningu hans þessar fallegu ljóðlínur Ingibjargar Har- aldsdóttur. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund • og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hðnd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt Elsku Lína, Svenni, Jónína, Daði og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og bið þess að góður guð styðji ykkur og styrki á þessum erfíðu stundum. Anna Hlín Bjarnadóttir. loftinu til að vita hvort ekki væri allt í lagi úti á Staðarbyggðinni, sáum stundum bíl á Bjarkarhæð- inni. Þú skrifaðir í dagbókina við- burði dagsins og veður, trekktir úrið þitt, taldir 11 snúningana, leist alltaf í góða bók eða tímarit. Allt þetta sé ég fyrir mér og aldrei man ég til þess að þú hafir brugðið út af þessu. Þegar unga fólkið af bæjunum gekk á Uppsalahnjúk bauðst þú til að fara með okkur þau yngri upp í Lambaskarð, síðan varð þetta árviss sumarferð hjá okkur krökkunum. Ég var send í bæinn með Eiríki á mjólkurbílnum til að kaupa jarðarbeijasaft og bakarís- brauð því allt þurfti að vera í sam- ræmi, ferðalag og nesti. Þú varst rausnarkona eins og fagurkerar eru. Það var notast við mig sem kúasmala með Adda og vikastelpu, hvert sumar fram að fermingu, varla meira en matvinnungur en þú sást til þess að ég fékk kaup og var ég ekki lítið roggin í fyrsta skipti að koma með rófupoka og peninga heim úr sumarvistinni. Aldrei fór ég í vorskóla né í haust- skóla sem kallað var því svo lá mér á að komast fram eftir og ekki að tala um að fara fyrr en eftir slátur- tíð því þú lést mig hafa embætti, að halda í hjá þér þegar þú ristir ristla í lundabaggana. Elsku Jóna mín, þú varst vel gefin, víðlesin og skemmtileg í rökræðum, með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Þú hafðir afar fallega rithönd og skrifaðir fallegt, kjarn- yrt mál, þrátt fýrir að þú hefðir ekki notið nema nokkurra vikna skólagöngu, varst minnug og gam- an að heyra þig segja frá og kunn- ir alltaf sögur af okkur krökkunum. Ég sé þig fyrir mér þegar ég kom í sveitina, og stundum þegar ég kom til þín í Kristnes, þar sem þú dvaldir síðustu æviárin vegna van- heilsu, þá skelltirðu á lærið og sagðir: „Ja, sjáið hver er komin.“ Elsku Jóna mín, ég og fjölskylda mín þökkum þér tryggð og vináttu. Ásta. JÓNA JÓHANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.