Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 38

Morgunblaðið - 16.11.1997, Side 38
38 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR F.V.: Frosti Þórðarson, markaðsstjóri, og Örn Þórisson, fram- kvæmdastjóri, taka hér upp fyrstu eintökin á AtilÖ. AtilÖ komin út ný og end- urbætt UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa þjónustuskránni AtilÖ inn á hvert heimili og fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu. Handbókin inni- heldur upplýsingar um öll fyrir- tæki, stofnanir og þjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu, alls rúmlega 9.000 aðila, auk þess sem í henni er að fínna götukort o.m.fl. Bókin, sem er nærri 400 blaðsíður að stærð, gefin út í 72 þúsund eintök- um og prentuð á yfir 3.000 tonn af pappír, mun vera eitt stærsta prentverk á íslandi ef símaskráin er undanskilin. Útgefandi er Miðlun ehf. AtilÖ þjónustuskránni er skipt í tvo meginhluta, gular síður og hvít- ar. Á gulu síðunum er fyrirtækjum skipað eftir starfssviðum en í staf- rófsröð á þeim hvítu. í bókinni eru að auki sérstaklega unnir kaflar sem veita samhæfðar upplýsingar hver á sínu sviði. Þannig er sérstak- ur kafli helgaður ungu fólki, annar helgaður heimilinu og sá þriðji bíln- um. Nýjung í 1998 útgáfunni er ítarlegur kafli um veitingahúsin á höfuðborgarsvæðinu. Hvítu síðurnar í AtilÖ eru í raun fullkomin símaskrá yfir rekstrarað- ila á höfuðborgarsvæðinu. Loks er kafli þar sem veittar eru upplýs- ingar um þjónustu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. í bók- inni er jafnframt að finna götukort fyrir þessi sveitarfélög. sfmsx Dagbók Háskóla íslands ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Sunnudagurinn 16. nóvem- ber: Dagur íslenskrar tungu. Opn- uð verður og kynnt vefsíða í Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni með efni eftir Jón- as Hallgrímsson og um hann. Mánudagurinn 17. nóvember: Robert Magnus, fræðimaður á Raunvísindastofnun, flytur fyrir- lestur í málstofu í stærðfræði í stofu 248 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Hjarðarhaga 2-6 kl. 14.45 og fjallar fyrirlestur- inn um „Pjölkryppulausnir á ólínu- legu Schrödinger-jöfnunni.“ Miðvikudagurinn 19. nóvem- ber: Háskólatónleikar. Svava Ing- ólfsdóttir mezzosópran syngur á háskólatónleikum í Norræna hús- inu kl. 12.30. Lögin sem flutt verða eru eftir Dovrák, Sibelius og Brahms. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteinis. Fimmtudagurinn 20. nóvem- ber: Stefán Þ. Sigurðsson, líffræð- ingur flytur fýrirlestur í málstofu læknadeildar í sal Krabbameinsfé- lags íslands í Skógarhlíð 8 kl. 16. Fyrirlestur sinn nefnir hann: „Þeg- ar verndari erfðaefnisins bilar: Gallað p53 og litningabrengl í sömu frumu.“ Gylfi Zoéga lektor við Birkbeck College flytur fyrirlestur í mál- stofu í hagfræði á 3. hæð í Odda kl. 16 og ij'allar um: „Menntun og náttúrulegt atvinnuleysi." Júlíus Sólnes prófessor flytur fyrirlestur á vegum málstofu um- hverfis- og byggingarverkfræði- skorar kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II, húsi raunvísinda- og verk- fræðideilda við Hjarðarhaga 2-6 og fjallar um „Hönnun og hegðun byggingarmannvirkja í tilviljunar- kenndum heimi.“ Fyrirlesturinn byggir hann á bók sinni Stoe- hastic Processes and Random Vi- brations sem kom út fyrr á árinu hjá alþjóðlegu forlagi. Guðmundur Hreinn Sveinsson, lífefnafræðingur á Iðntæknistofn- un, flytur fyrirlestur í málstofu í efnafræði kl. 12.20 í stofu 158, í húsi VR-II við Hjarðarhaga um efnið: „Efnasmíð og greining nýrra málmlífrænna tin(IV)-efna- sambanda.“ Föstudagurinn 21. nóvember: Kristbjörn Orri Guðmundsson, MS-nemi, flytur fyrirlestur í mál- stofu líffræðistofnunar kl. 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi 12 um „Blóðmyndandi stofnfrumur.“ Bjarni Ásgeirsson dósent flytur fyrirlestur í málstofu í efnafræði kl. 12.20 í stofu 158, í húsi VR-II við Hjarðarhaga um efnið: „Massagreining á arfbreyttu cy- statin c.“ Laugardagurinn 22. nóvem- ber: Islenska málfræðifélagið gengst fyrir umræðufundi um ís- lenska málstefnu kl. 13.30 til 15.30 í stofu 201 í Odda. Leitað verður svara m.a. við þessum spurningum: Hvernig er íslenskri málstefnu framfylgt? Hver á að framfylgja íslenskri málstefnu? Þyrfti að breyta einhverju í fram- kvæmd hennar? Hvað er best að gera og hvað er hægt að gera núna til að efla málið til framtíðar? Haraldur Briem, dr. med., flytur erindi á vegum hollvinafélags læknadeildar um horfna sjúkdóma og nýja kl. 14 í Háskólabíói. Fyrir- lestur sinn nefnir Haraldur: „Far- sóttir, vágestur að fornu og nýju.“ Sýningar: Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði. Handritasýning opin almenn- ingi í Árnagarði þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum sömu daga, ef pantað er með dags fyrirvara. Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn. Dagur íslenskrar tungu 16. nóv. Opnuð verður og kynnt vefsíða í Landsbókasafni Íslands - Hár skólabókasafni með efni eftir Jón- as Hallgrímsson og um hann. Prestaskólinn í Reykjavík 150 ára, 1847-1997, sýningin er til 29. nóvember. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 17.-22. nóvember.: 17., 18. og 19. nóv. kl. 8.30- 12.30. Forritunarmálið PERL. Kennari: Konráð Konráðsson tölv- unarfræðingur hjá Teymi hf. 17. nóv. kl. 12.30-16. Starfs- mannaval og móttaka nýrra starfsmanna. Kennari: Svafa Grönfeldt MSc., framkvæmda- stjóri Starfsmannaráðgjafar Gall- up. 17. og 18. nóv. kl. 8.30-16. Verkefnastjórnun (Project Management) sem stjórnunarað- ferð í venjulegum verkefnum fyrir- tækja. Kennari: Tryggvi Sigur- bjamarson ráðgjafarverkfræðing- ur. 17., 18. og 19. nóv. kl. 16-19.30. Erlendar fjárfestingar á íslandi og samningar á því sviði. Kennarar: Árni Vilhjálmsson hrl., Halldór J. Kristjánsson, ráðuneyt- isstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Hjörtur Torfason hæstarétt- ardómari, Jakob R. Möller hrl., Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi; Héraðsdómi Rvk. og Othar Örn Petersen hrl. 18. og 19. nóv. kl. 12.30-16. Unix 3. Kennari: Helgi Þorbergs- son, Ph.D., tölvunarfræðingur hjá Þróun ehf. 18., 19. og 20. nóv. kl. 16.15- 19.30. Upprifjun fyrir fjármála- stjóra, reikningshaldara o.fl. Helstu lög, reikningsskilareglur o.fl. Kennari: Árni Tómasson, end- urskoðandi hjá Löggiltum Endur- skoðendum hf., stundakennari við HÍ. 19. og 20. nóv. kl. 8.30-12.30 og 24. og 25. nóv. kl. 8.30-12.30. Verkefnastjórnun í hugbúnaðar- gerð. Kennari: Helga Siguijóns- dóttir tölvunarfræðingur, sérfræð- ingur hjá Þróun ehf. 19. nóv. kl. 16-19. Samkeppn- is— og höfundarréttarákvæði í ráðningarsamningum. Kennarar: Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur VSÍ, Gunnar Sturluson hdl., Árni Vilhjálmsson hrl. o.fl. 20. nóv. kl. 9-12. Verkuppgjör, skjalavarsla og skýrslugerð. Kenn- ari: Kolbeinn Kolbeinsson, bygg- ingarverkfræðingur, ístaki hf. 20. nóv. kl. 13-16. Framfærsla barna og milli hjóna. Kennari: Áslaug Þórarinsdóttir deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. 20. nóv. kl. 16-19. Fjárskipti hjóna. Kennarar: Steinunn Guð- bjartsdóttir hdl., Lögmannsstof- unni sf. og Ásdís Rafnar hdl. 20. nóv. kl. 13-17 og 21. nóv. kl. 8.30-12.30. Umferðarmæling- ar. - hávaðalíkön, mælingar og varnir. Kennarar: Steindór Guð- mundsson verkfræðingur á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins og Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur á Almennu verk- fræðistofunm. Haldið á ísafirði 20. nóv. kl. 9.30-17. Stefnumótun og stjórn- un markaðsmála. Kennarar: Þórð- ur Sverrisson og Jón Gunnar Að- ils MBA, báðir rekstrarhagfræð- ingar og ráðgjafar hjá Forskoti ehf. 21. nóv kl. 9-14. Forsjármál, umgengismál og réttur til upplýs- inga um barn. Kennari: Drífa Páls- dóttir skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. 21. nóv. kl. 14-17 og 22. nóv. kl. 9.30-12.30. Mannréttindaregl- ur í stjórnarskrá og alþjóðasamn- ingum. Umsjón: Björg Thorarens- en, lögfræðingur og skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu. HUGMYNDASAMKEPPNI UNGS FOLKS í VÍSINDUM OG TÆKNI GVISIR fer fram í Hinu Húsinu 25. apríl 1998 Keppendur skulu vera á aldrinum 15 - 20 ara» Frestur til aö sækja uin rannsoknarstyrk til Isaga er til 8. janúar ■ I 'II—E- t 4f * •iií *S: K Hfc VinnjngshafarTOppninnar fá vegleg peningaverölaun asamt boöi um þatttoku i Evropukeppnftingra visindamanna i Lissabon/Portúgal i september *¥* mu \w,j ildssknÍúm wm Sjáiö auglysingar i|patnhöldsskoium Nanan upplýsingar liggja frammi á f^rifstw skólans Þátttaka í Hugvísi opnar möguleika og gefur tækifæri! (í < ( < ( ( i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.