Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1997, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR F.V.: Frosti Þórðarson, markaðsstjóri, og Örn Þórisson, fram- kvæmdastjóri, taka hér upp fyrstu eintökin á AtilÖ. AtilÖ komin út ný og end- urbætt UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa þjónustuskránni AtilÖ inn á hvert heimili og fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu. Handbókin inni- heldur upplýsingar um öll fyrir- tæki, stofnanir og þjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu, alls rúmlega 9.000 aðila, auk þess sem í henni er að fínna götukort o.m.fl. Bókin, sem er nærri 400 blaðsíður að stærð, gefin út í 72 þúsund eintök- um og prentuð á yfir 3.000 tonn af pappír, mun vera eitt stærsta prentverk á íslandi ef símaskráin er undanskilin. Útgefandi er Miðlun ehf. AtilÖ þjónustuskránni er skipt í tvo meginhluta, gular síður og hvít- ar. Á gulu síðunum er fyrirtækjum skipað eftir starfssviðum en í staf- rófsröð á þeim hvítu. í bókinni eru að auki sérstaklega unnir kaflar sem veita samhæfðar upplýsingar hver á sínu sviði. Þannig er sérstak- ur kafli helgaður ungu fólki, annar helgaður heimilinu og sá þriðji bíln- um. Nýjung í 1998 útgáfunni er ítarlegur kafli um veitingahúsin á höfuðborgarsvæðinu. Hvítu síðurnar í AtilÖ eru í raun fullkomin símaskrá yfir rekstrarað- ila á höfuðborgarsvæðinu. Loks er kafli þar sem veittar eru upplýs- ingar um þjónustu sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. í bók- inni er jafnframt að finna götukort fyrir þessi sveitarfélög. sfmsx Dagbók Háskóla íslands ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Dagbókin er uppfærð reglulega á heimasíðu Háskólans: http://www.hi.is Sunnudagurinn 16. nóvem- ber: Dagur íslenskrar tungu. Opn- uð verður og kynnt vefsíða í Landsbókasafni Islands - Há- skólabókasafni með efni eftir Jón- as Hallgrímsson og um hann. Mánudagurinn 17. nóvember: Robert Magnus, fræðimaður á Raunvísindastofnun, flytur fyrir- lestur í málstofu í stærðfræði í stofu 248 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Hjarðarhaga 2-6 kl. 14.45 og fjallar fyrirlestur- inn um „Pjölkryppulausnir á ólínu- legu Schrödinger-jöfnunni.“ Miðvikudagurinn 19. nóvem- ber: Háskólatónleikar. Svava Ing- ólfsdóttir mezzosópran syngur á háskólatónleikum í Norræna hús- inu kl. 12.30. Lögin sem flutt verða eru eftir Dovrák, Sibelius og Brahms. Aðgangur 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteinis. Fimmtudagurinn 20. nóvem- ber: Stefán Þ. Sigurðsson, líffræð- ingur flytur fýrirlestur í málstofu læknadeildar í sal Krabbameinsfé- lags íslands í Skógarhlíð 8 kl. 16. Fyrirlestur sinn nefnir hann: „Þeg- ar verndari erfðaefnisins bilar: Gallað p53 og litningabrengl í sömu frumu.“ Gylfi Zoéga lektor við Birkbeck College flytur fyrirlestur í mál- stofu í hagfræði á 3. hæð í Odda kl. 16 og ij'allar um: „Menntun og náttúrulegt atvinnuleysi." Júlíus Sólnes prófessor flytur fyrirlestur á vegum málstofu um- hverfis- og byggingarverkfræði- skorar kl. 16.15 í stofu 157 í VR-II, húsi raunvísinda- og verk- fræðideilda við Hjarðarhaga 2-6 og fjallar um „Hönnun og hegðun byggingarmannvirkja í tilviljunar- kenndum heimi.“ Fyrirlesturinn byggir hann á bók sinni Stoe- hastic Processes and Random Vi- brations sem kom út fyrr á árinu hjá alþjóðlegu forlagi. Guðmundur Hreinn Sveinsson, lífefnafræðingur á Iðntæknistofn- un, flytur fyrirlestur í málstofu í efnafræði kl. 12.20 í stofu 158, í húsi VR-II við Hjarðarhaga um efnið: „Efnasmíð og greining nýrra málmlífrænna tin(IV)-efna- sambanda.“ Föstudagurinn 21. nóvember: Kristbjörn Orri Guðmundsson, MS-nemi, flytur fyrirlestur í mál- stofu líffræðistofnunar kl. 12.20 í stofu G-6 á Grensásvegi 12 um „Blóðmyndandi stofnfrumur.“ Bjarni Ásgeirsson dósent flytur fyrirlestur í málstofu í efnafræði kl. 12.20 í stofu 158, í húsi VR-II við Hjarðarhaga um efnið: „Massagreining á arfbreyttu cy- statin c.“ Laugardagurinn 22. nóvem- ber: Islenska málfræðifélagið gengst fyrir umræðufundi um ís- lenska málstefnu kl. 13.30 til 15.30 í stofu 201 í Odda. Leitað verður svara m.a. við þessum spurningum: Hvernig er íslenskri málstefnu framfylgt? Hver á að framfylgja íslenskri málstefnu? Þyrfti að breyta einhverju í fram- kvæmd hennar? Hvað er best að gera og hvað er hægt að gera núna til að efla málið til framtíðar? Haraldur Briem, dr. med., flytur erindi á vegum hollvinafélags læknadeildar um horfna sjúkdóma og nýja kl. 14 í Háskólabíói. Fyrir- lestur sinn nefnir Haraldur: „Far- sóttir, vágestur að fornu og nýju.“ Sýningar: Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði. Handritasýning opin almenn- ingi í Árnagarði þriðjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga kl. 14-16. Tekið verður á móti hópum á öðrum tímum sömu daga, ef pantað er með dags fyrirvara. Landsbókasafn Islands - Há- skólabókasafn. Dagur íslenskrar tungu 16. nóv. Opnuð verður og kynnt vefsíða í Landsbókasafni Íslands - Hár skólabókasafni með efni eftir Jón- as Hallgrímsson og um hann. Prestaskólinn í Reykjavík 150 ára, 1847-1997, sýningin er til 29. nóvember. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HÍ vikuna 17.-22. nóvember.: 17., 18. og 19. nóv. kl. 8.30- 12.30. Forritunarmálið PERL. Kennari: Konráð Konráðsson tölv- unarfræðingur hjá Teymi hf. 17. nóv. kl. 12.30-16. Starfs- mannaval og móttaka nýrra starfsmanna. Kennari: Svafa Grönfeldt MSc., framkvæmda- stjóri Starfsmannaráðgjafar Gall- up. 17. og 18. nóv. kl. 8.30-16. Verkefnastjórnun (Project Management) sem stjórnunarað- ferð í venjulegum verkefnum fyrir- tækja. Kennari: Tryggvi Sigur- bjamarson ráðgjafarverkfræðing- ur. 17., 18. og 19. nóv. kl. 16-19.30. Erlendar fjárfestingar á íslandi og samningar á því sviði. Kennarar: Árni Vilhjálmsson hrl., Halldór J. Kristjánsson, ráðuneyt- isstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti, Hjörtur Torfason hæstarétt- ardómari, Jakob R. Möller hrl., Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi; Héraðsdómi Rvk. og Othar Örn Petersen hrl. 18. og 19. nóv. kl. 12.30-16. Unix 3. Kennari: Helgi Þorbergs- son, Ph.D., tölvunarfræðingur hjá Þróun ehf. 18., 19. og 20. nóv. kl. 16.15- 19.30. Upprifjun fyrir fjármála- stjóra, reikningshaldara o.fl. Helstu lög, reikningsskilareglur o.fl. Kennari: Árni Tómasson, end- urskoðandi hjá Löggiltum Endur- skoðendum hf., stundakennari við HÍ. 19. og 20. nóv. kl. 8.30-12.30 og 24. og 25. nóv. kl. 8.30-12.30. Verkefnastjórnun í hugbúnaðar- gerð. Kennari: Helga Siguijóns- dóttir tölvunarfræðingur, sérfræð- ingur hjá Þróun ehf. 19. nóv. kl. 16-19. Samkeppn- is— og höfundarréttarákvæði í ráðningarsamningum. Kennarar: Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur VSÍ, Gunnar Sturluson hdl., Árni Vilhjálmsson hrl. o.fl. 20. nóv. kl. 9-12. Verkuppgjör, skjalavarsla og skýrslugerð. Kenn- ari: Kolbeinn Kolbeinsson, bygg- ingarverkfræðingur, ístaki hf. 20. nóv. kl. 13-16. Framfærsla barna og milli hjóna. Kennari: Áslaug Þórarinsdóttir deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. 20. nóv. kl. 16-19. Fjárskipti hjóna. Kennarar: Steinunn Guð- bjartsdóttir hdl., Lögmannsstof- unni sf. og Ásdís Rafnar hdl. 20. nóv. kl. 13-17 og 21. nóv. kl. 8.30-12.30. Umferðarmæling- ar. - hávaðalíkön, mælingar og varnir. Kennarar: Steindór Guð- mundsson verkfræðingur á Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins og Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur á Almennu verk- fræðistofunm. Haldið á ísafirði 20. nóv. kl. 9.30-17. Stefnumótun og stjórn- un markaðsmála. Kennarar: Þórð- ur Sverrisson og Jón Gunnar Að- ils MBA, báðir rekstrarhagfræð- ingar og ráðgjafar hjá Forskoti ehf. 21. nóv kl. 9-14. Forsjármál, umgengismál og réttur til upplýs- inga um barn. Kennari: Drífa Páls- dóttir skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. 21. nóv. kl. 14-17 og 22. nóv. kl. 9.30-12.30. Mannréttindaregl- ur í stjórnarskrá og alþjóðasamn- ingum. Umsjón: Björg Thorarens- en, lögfræðingur og skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu. HUGMYNDASAMKEPPNI UNGS FOLKS í VÍSINDUM OG TÆKNI GVISIR fer fram í Hinu Húsinu 25. apríl 1998 Keppendur skulu vera á aldrinum 15 - 20 ara» Frestur til aö sækja uin rannsoknarstyrk til Isaga er til 8. janúar ■ I 'II—E- t 4f * •iií *S: K Hfc VinnjngshafarTOppninnar fá vegleg peningaverölaun asamt boöi um þatttoku i Evropukeppnftingra visindamanna i Lissabon/Portúgal i september *¥* mu \w,j ildssknÍúm wm Sjáiö auglysingar i|patnhöldsskoium Nanan upplýsingar liggja frammi á f^rifstw skólans Þátttaka í Hugvísi opnar möguleika og gefur tækifæri! (í < ( < ( ( i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.