Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 23 ERLENT Oþarft að draga sem mest úr kól- esterólmagni? Nýjar rannsóknir á hjartasjúkdómum stangast á við ríkjandi viðhorf um nauðsyn þess að lækka kólesteról í blóði. Þá benda rannsóknir til tengsla þunglyndis og hættunnar á hjartaáfalli. Orlando. Reuters. NIÐURSTÖÐUR nýlegra rann- sókna á áhrifum kólesteróls í blóði virðast stangast á við þá þekkingu sem fyrir er og m.a. leiða í ljós að ekki sé nauðsynlegt að draga jafn- mikið úr kólesterólmagni og yfir- leitt er talið til að minnka hættu á hjartasjúkdómum. Kom þetta fram á þingi hjartasérfræðinga sem haldið var í Orlando á Flórída ný- verið. Rannsóknarmenn fyrirtækisins Bristol-Myers Squibb kynntu niður- stöður tveggja rannsókna sem þeir sögðu sýna fram á að lyfið Prava- chol, sem fyrirtækið framleiðir og hefur almenna heitið pravastatin, dragi jafnmikið úr hættu á hjarta- áfalli og þörf á skurðaðgerðum og kröftugri lyf annarra framleiðenda. Pravachol dregur úr magni svo- kallaðs „slæms“ kólesteróls (LDL), sem festist við æðaveggi og stíflar æðar, um 25%, en lyfið Zocor, sem hefur almenna heitið simvastatin og er frá fyrirtækinu Merck, minnkar það um 45-50% og lyfið Lipitor, frá Warner-Lambert, um 60%. Starfsmenn Bristol sögðu að jafn miklar líkur hafí verið á að sjúklingar sem tóku Pravachol fengju sitt fyrsta hjartaáfall og þeir sjúklingar sem höfðu lækkað kólesteról um 40-45%. Sömu líkur voru á dauða af völdum hjartasjúk- dóma og svipuð þörf aðgerða á borð við æðavíkkun. „Það hefur verið viðtekið að lækka þurfi magn LDL eins mikið og hægt er, því meira því betra. En niðurstöður þessara rannsókna stangast á við þá kenningu," sagði Dennis Cryer, starfsmaður Bristol, sem stjórnaði rannsóknunum, í samtali við Reuters. Norræn rannsókn styður hefðbundið viðhorf Guðmundur Þorgeirsson, hjarta- skurðlæknir á Landspítalanum, sótti ráðstefnuna í Orlando, og seg- ir hann að önnur nýleg rannsókn renni hins vegar stoðum undir hið hefðbundna viðhorf „að því kröft- ugri sem LDL lækkunin er því betri árangur næst,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Sú rannsókn var gerð á Norðurlöndun- um og tóku íslenskir vísindamenn þátt í henni. Voru 4444 sjúklingar rannsakaðir og voru 150 þeirra ís- lenskir. Guðmundur sagði að væntanlega yrði gerð grein fyrir niðurstöðum norrænu rannsóknarinnar eftir ára- mót. Rannsóknin nefnist Scandina- vian Simvastatin Survival Study, og er m.a. fjármögnuð af framleið- anda lyfsins simvastatin. Tengsl þunglyndis og hjartasjúkdóma Fjöldi rannsókna, sem gerð var grein fyrir á ráðstefnunni í Or- lando, beindist að tengslum þung- lyndis og alvarlegra hjartasjúk- dóma. Komið hefur í ljós að þung- lyndi eykur verulega líkur á hjarta- áfalli hjá þeim sem eiga við of háan blóðþrýsting að etja. Rannsókn á 5.687 einstaklingum með háan blóðþrýsting leiddi í ljós að þeir sem voru þunglyndir voru allt að því tvisvar sinnum líklegri til að fá hjartaáfall innan fimm ára en þeir sem ekki þjáðust af þung- lyndi. Hillel Cohen, við Albert Ein- stein læknaháskólann í New York, sagði að líkur á hjartaáfalli meðal þeirra, er væru þunglyndir, væru meiri jafnvel þótt aðrir áhættu- þættir, s.s. reykingar, hár blóð- þrýstingur og kólesterólmagn, væru teknir með í reikninginn. „Er um að ræða að hjartaáföll og hjarta- og æðasjúkdómar leiða til þunglyndis, eða er frekar um að ræða að þunglyndið komi á undan hjartaáfallinu og leiði til þess? Þunglyndi gæti verið mjög stór áhættuþáttur, en það þarf nauðsynlega að rannsaka það nán- ar,“ sagði Cohen á fréttamanna- fundi. Önnur rannsókn á 222 hjarta- sjúklingum á Bayview-læknamið- stöðinni í Johns Hopkins háskóla í Baltimore leiddi í ljós að þeir sem þjáðust af þunglyndi fjórum mánuð- um eftir hjartaáfall voru síður lík- legir en aðrir til að breyta matar- æði sínu og hefja líkamsrækt. „Það eru meiri líkur á að fólk sem þjáist af alvarlegu þunglyndi deyi á fyrstu mánuðunum eftir hjartaáfall heldur en fólk sem ekki er haldið þung- lyndi,“ sagði Roy Ziegelstein, við Johns Hopkins háskóla. „Vera kann að þunglyndissjúklingar geti síður fylgt ráðgjöf um breytingar á at- ferli og lífsvenjum." Fleiri hafa háan blóðþrýsting Samkvæmt tölum bandarískra heilbrigðismálayfirvalda vita nú færri Bandaríkjamenn af því en áður var að þeir hafí of háan blóð- þrýsting, færri leita meðferðar og fleiri deyja af þessum völdum, að því er International Herald Tríbune greinir frá. Ekki er ljóst hvað veldur þessari breytingu, en sérfræðingar í hjarta- sjúkdómum segjast telja líklegt að meðvirkandi þættir séu m.a. aukinn offituvandi og að dregið hafi úr árvekni meðal lækna og almenn- ings. SERSTAKT TILBOÐ Á ÖL- OG VÍNEFNUM Allt að 50% afsláttur Lagið ykkar eigið öl og vín Verð á ölflösku frá kr. 16.00 Verð á vínflösku frá kr. 61,00 þ.e.a.s innihaldið af heimalöguðu Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 Iferslunin Einnig áhöld og tæki i TILKYNNING UM SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS ÍSLENSKAR SJÁVARAFURÐIR HF. Stjórn Verðbréfaþings Islands hefur samþykkt að taka á skrá hlutabréf í Islenskum sjávarafurðum hf. Skráning hlutabréfanna hefst hinn 27. nóvember nk. Landsbréf hf. eru umsjónaraðili skráningarinnar. Skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfiim hf. Suðurlandsbraut 24 og Strandgötu I, Akureyri. if , LANDSBREF HF. - Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfsími 535 2001, Strandgötu 24, 600 Akureyri, sími 460 6060, bréfsími 460 6050, landsbref.is. LÖGGILT VER0BRÉFAFYR1RTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.