Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 28

Morgunblaðið - 26.11.1997, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar plötur • KVARTETTINN ÚT f vorið hefur gefið út plötu með 19 hefðbundnum kvartettsöngvum. Kvartettinn var stofnaður haustið 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni, Þorvaldi Friðrikssyni og Ásgeiri Böðvarssyni. Bjami Þór Jónatansson píanóleikari kom til liðs við þá félaga snemma árs 1993. Raddþjálfari er Signý Sæmundsdóttir. Átta af lögunum eru útsett af Carl Billich, þar á meðal eru lög eins og Óli lokbrá, Haf, blikandi haf og Seljadalsrósin. Einnig eru nokkrar útsetningar Carls Billich sem aldrei hafa verið hljóðritaðar áður. Þar á meðal eru tvær sem hann gerði sérstaklega fyrir MA-kvartettinn: Suður um höfin og Vögguljóð Schuberts - Melichars. Fyrrum félagar MA-kvartettsins, Steinþór og Þorgeir Gestssynir lánuðu útsetningar Carls á þessum lögum. Stafræn upptaka fór fram í Laugarneskirkju dagana 1.-3. júní 1997. Upptöku annaðist Sveinn Kjartansson. Hljóðblöndun fór fram hjá Stafræna Hljóðupptökufélaginu ehf. Dreifingu annast SPOR. Verð: 1.999. SLOPPAR — frotte — velur — satin Hvergi meira úrval bympjTm Laugavegi 26, sími 551 3300 Kringlunni 8-12, sími 553 3600 Fjölskyldulínan Morgunblaðið/Þorkell LANDSLIÐ íslands í Kontrapunkti, f.v. Jóhannes Jónasson, Una Mar- grét Jónsdóttir og Ríkarður Ö. Pálsson, æflr af fullum krafti fyrir keppnina í vor. Kontrapunktur í Helsinki-óperunni ÍSLAND tekur nú í fimmta sinn þátt í Kontrapunkti, tónlistar- spurningakeppni norrænna sjón- varpsstöðva um sígilda tónlist. Upptökur fara fram fyrri hluta janúar 1998, í nýju óperunni í Helsinki, og verður væntanlega sjónvarpað fljótlega eftir það á viku fresti eins og venja hefur ver- ið. Úrslitakeppnin fer fram á sama stað í apríl. Landsjið íslands er skipað þeim Rfkarði Ö. Pálssyni landsliðsstjóra, Unu Margréti Jónsdóttur, er starfar á tónlistardeild Ríkisút- varpsins, og Jóhannesi Jónassyni lögregluþjóni, sem er formaður Wagner-félagsins og í stjórn styrktarfélags íslensku óperunnar. Landsliðið hefur æft vikulega undanfarið. Liðið þiggur fegið ábendingar um fágæt norræn tón- verk á hljómplötum frá lesendum blaðsins, en eins og kunnugt er mun eingöngu spurt um verk sem hafa komið út í hljóðriti. Hægt er að koma upplýsingum á framfæri á netföng þeirra Jóhanns eða Ríkarðs: Johanjþitn.is og rik- ardurþprim.is. Willy Brandt, túlkun í tónum Hannover. Morgunblaðið. VIÐ óperuhúsið í Dortmund hef- ur ný ópera eftir Gerhard Ros- enfeld verið frumsýnd. Óperan heitir Kropið á kné í Varsjá „Kniefall in Warschau" og fjallar um kafla úr ævi fyrrverandi borgarstjóra í Berh'n (1957-1966) og kanslara Vestur-Þýskalands (1969-1974) Willy Brandt. „þeg- ar Willy Brandt kraup á kné var sögulegur atburður sem orð skortir til að lýsa. Þess vegna túlkum við hann í formi óperu,“ segir John Dew óperustjóri í Dortmund aðspurður um tilurð verksins, en hann pantaði verkið fyrir hönd óperunnar í Dort- mund og sér jafnframt um leik- stjóm. Dew sagði meðal annars í viðtali við Der Spiegel að Willy Brandt væri „hetja eftirstríðsár- anna og atburðurinn 7. desem- ber 1970 hefði verið táknrænn og kallað fram sterkar tilfinn- ingar bæði austan tjalds sem vestan en jafnframt orðið til þess að þessar andstæðu fylk- ingar gátu nálgast. Það er ekki meiningin að segja ævisögu Brandts heldur er verkið tígla- mynd úr tilfinningum,“ segir John Dew. Tónskáldið Gerhard Rosen- feld fæddist árið 1931 í Königs- berg í gamla Austur-Þýskalandi. Hann stundaði tónfræði- og tón- smíðanám í þýsku listaakademí- unni í Berlín og lauk þaðan prófi árið 1961. Rosenfeld hefur síðan þá starfað sem tónskáld og kennari. Meðal verka hans má nefna tvo fiðlukonserta, selló- konsert, píanókonsert auk verka fyrir kór og sinfóníuhljómsveit. „Kniefall in Warschau" er þriðja ópera hans. Gerhard Rosenfeld sagðist hafa orðið undrandi yfir að vera beðinn um að semja óperu um þetta að því honum virtist þurra efni en þegar hann hafi skoðað það nán- ar og rifjað upp útsendingu vest- ur-þýska sjónvarpsins á atburð- inum komst hann að því að efnið væri vel til þess fallið að semja við það tónlist. „Mér varð Ijóst að Brandt var undir miklu til- finningalegu álagi og fram- kvæmdi án þess að íhuga frekar gerðir sínar. Þessi staðreynd gerði mér mögulegt, og beinhnis bauð upp á, að semja tónlistina." Gerð textans er í höndum Phil- ipps Kochheim. Óperan hefur þegar fyrir frumsýningu vakið mjög mikla athygh og hefúr því verið haldið fram að fá önnur leikhúsverk eftir seinna stríð hafi fengið slíka umfjöllun bæði í Þýskalandi sem og erlendis. Tahð er að frumsýning óperunnar í Dortmund sé einn merkasti tón- Ustarviðburður þessa árs. Reikn- að er með 500 heiðursgestum á frumsýninguna í kvöld, þar á meðal mörgum af samferða- mönnum WiUys Brandt. Kol- beinn Ketilsson tenórsöngvari sem nú starfar í Dortmund syng- ur þrjú htil hlutverk í óperunni. Ástínþá er ástín nú LEIKLIST Leikfélag Rangæinga PILTUR OG STÚLKA eftir Emil og Jón Thoroddsen. Leiðbeinandi: Benedikt Árnason. Tónlist í samstarfi við Tónlistar- skóla Rangæinga: Einsöngur: Sverrir Jónsson. Píanó: Agnes Löve. Fiðla: Guðrún Markúsdóttir. Leikmynd: Katrín Jónsdóttir. Lýs- ing: Elfar Bjarnason. Förðun: Arn- dís Sveinsdóttir. Vigdís Guðjóns- dóttir. Helstu leikendur: Ásgerður Ásgeirsdóttir. Gunnhildur Jóns- dóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Ingvar Guðbjörnsson, Þórunn Ólafsdóttir, Svavar Friðleifsson, Guðni Gfslason, Jón Smári Lárus- son, Guðríður Júlíusdóttir, Þor- steinn Ragnarsson, Fjóla Jónsdótt- ir. Sýnt f leikhúsinu Sunnu á Hvolsvelli 23. nóvember. Önnur sýning. PILTUR og stúlka er kjörið við- fangsefni fyrir áhugaleikhús. Þar er fjallað að ástina sem er og verður vonandi alltaf nútímaleg. Þar birtist íslensk sveitamenning sem kröftug andstæða borgarmenningar/siðspiU- ingar svo þeim hlýnar um hjartaræt- ur sem eldri eru og þeir yngri læra sitt af hverju. Og ekki spUlir að í leikritinu gefur að heyra sönglög sem þjóðin öU þekkir og á að halda áfram að þekkja. Þess vegna er Pilt- ur og stúlka leikrit fyrir alla aldurs- hópa og það veit ég að þau þrjú ung- menni sem mér fylgdu höfðu mikla skemmtun af leikritinu og spurðu margra spuminga um efni þess og skírskotanir á leiðinni heim. Og ekki má gleyma því að í áhugaleikhúsun- um, sem eru flest úti á landi og sum í landbúnaðarhéruðum, geymist með fólkinu djúpur skUningur á þeirri veröld sem þarna er brugðið Ijósi á, skUningur bæði á fólki og aðstæðum. AUt þetta kom glögglega í ljós í ágætlega heppnaðri uppfærslu Leik- félags Rangæinga á Pilti og stúlku. Leikhópurinn nýtur hér handleiðslu Benedikts Ámasonar, leikstjóra, sem er náttúrulega þaulreyndur at- vinnumaður og enginn veifiskati þótt hann sé Ijúfmannlegur enda hefur honum hefur tekist að laða fram það besta í hverjum og einum og skapa framvindu sem er hvergi andvana og á ágæti sitt ekki síst að þakka næmu auga fyrir því skoplega. Og tónlistin var hugljúf undir styrkri stjóm Agnesar Löve og einsöngur Sverris Jónssonar vandaður og áheyrilegur. Og það var einnig gaman að heyra búðarvísurnar fluttar af kankvísi og þrótti sem hæfir þeim vel. Héma mátti sjá og heyra svo ekki verður um vilist hversu mjög tónlistar- kennslan á Hvolsvelli hefur auðgað mannlífið í héraðinu. Það er næsta ósanngjamt að gera upp á milli manna í þessari sýningu, því allir leggja vel til hennar, en þó get ég ekki stillt mig um að nefna Jón Smára Lámsson sem sýndi stór- skemmtilegan og sannfærandi leik sem Þorsteinn matgoggur. Þá var Þómnn Ólafsdóttir góð sem Gróa á Leiti og Svavar Friðleifsson trúverð- ugur sem nískupúkinn Bárður á Búrfelli. Og ekki varð þeim skota- skuld úr þvi að herma eftir kaup- staðardönskunni, þeim Þorsteini Ragnarssyni og Margréti Tryggva- dóttur. Búningamir era góðir og sviðsum- gjörðin öll og styrkir hvort tveggja það góða andrúm sem skapast á sýn- ingunni og snerti það í mér og þroskaði það 1 börnum systur minn- ar sem ég held að ég kalli bara (án þess að skammast mín nokkuð fyrir það): íslendinginn. Guðbrandur Gíslason p : 1 1: .4 / 4 i * 1 f i T 'f' v';' ^ \ V Morgunblaðið/Steinunn HÉRNA mátti sjá og heyra hversu mjög tónlistarkennslan hefur auðgað mannli'fið f hérað- inu, segir í dómnum. Draumur mun- aðarleysingja KVIKMYNPIR Stjörnubfó AUÐVELD BRÁÐ „SHOOTING FISH“ ★★★ Leikstjóri: Stefan Schwartz. Kvik- myndataka: Henry Braham. Hand- rit: Richard Holmes og Stefan Schwartz. Aðalhlutverk: Dan Futt- erman, Stuart Townsend og Kate Beckinsaie. 109 mín. Bresk. Winchester Multimedia/ Tomboy Films/ Arts Council of England. 1997. FÉLAGARNIR Dylan (Dan Futt- erman) og Jez (Stuart Townsend) eiga sér einn draum. Hann er að eignast sitt eigið enska sveitasetur. Báðir hafi gengið með þennan draum í maganum síðan þeir vom litlir drengir á munaðarleysingjahælum, en Auðveld bráð lýsir hugmyndarík- um aðferðum vinanna við að verða sér úti tvær milljónir punda til að láta drauminn rætast. Dylan er kjaftaglaður lesblindur Bandaríkjamaður en Jez feiminn breskur vísindamaður. í sameiningu ráðast þessir tveir atvinnuleysingjar í að útbúa mjög flóknar svikamyllur sem em útgangspunktur grínsins í myndinni. Auðveld bráð fer af stað með krafti og útfærslan á hugmynda- auðgi vinanna er sérstaklega vel- heppnuð. Grínið er líflegt og ýkt en aldrei illgjamt, og Futterman og Townsend gera því báðir góð skil með dyggri aðstoð Kate Beckinsale í hlutverki Georgie. Auðveld bráð er nefnilega ekki ein- göngu gamanmynd heldur einnig rómantísk gamanmynd. Rómantfldn kemur inn í líf félaganna þegar þeir ráða læknanemann Georgie tíma- bundið sem ritara. Báðir heillast af stúlkunni en þó sérstaklega Jez sem fer allur í hnút af feimni þegar hún er nálægt. Georgie er klár stelpa sem hefur margt á sinni könnu en þegar svikamyllur Jez og Dylan fara allar í hnút reynir hún að bjarga því sem bjargað verður. Auðveld bráð er fersk gamanmynd en höfundar hennar hafa samt verið ófeimnir við að ganga í smiðju eldri rómantískra gamanmynda þegar þeir hönnuðu leikfléttuna. Stefan Schwartz, sem er annar höfundur handrits og leikstjóri, spinnur þræð- ina nokkuð vel saman þó að myndin dali aðeins á köflum. Það verður gaman að fylgjast með því hvað kem- ur næst frá Schwartz en Sjónvarpið sýndi um síðustu helgi fyrstu kvik- mynd hans, „Soft Top Hard Should- er“. Anna Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.