Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 64

Morgunblaðið - 27.11.1997, Síða 64
54 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Nóvembersprengja á útigöllum og úlpum Gallar ) St 110 Áöur kr. St90CÍ nú kr. 2.900 St. 120-140 Áður kr. iOOO' nú kr. 5.900 St. 150-170 Áður kr. &900" nú kr. 6.900 Úlpur eldri gerðir ' St. 140-150 kr. 2.900 St. 120-150 Áður kr. 15900" nú kr. 4.900 St. 160-170 Áður kr. 7,900' nú kr. 5.900 Brettaúlpur 7 St. 160-170 Áður kr.8900" nú kr. 6.900 L E I G A N ÚTIVISTARBUÐIN við Umferðamiðstöðina SÍMI 551 9800 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! I DAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson Staðan kom upp á ungl- ingameistaramóti íslands um síðustu helgi. Bragi Þorfinnsson (2.215) var með hvítt og átti leik, en Bergsteinn Einarsson (2.195) hafði svart. 22. Rxh5! - Dxh2+ (Reynir að bjarga sér út í endatafli, því 22. - gxh5 23. Dxh5+ - Rh6 24. Hf6 er vonlaust með öllu) 23. Dxh2 - Rxh2 24. Rf6+ - Kg7 25. Kxh2 - Re5 26. Rd5 - Rxc4 27. Rxe7 - d3 28. Hef2 - d2 29. Hxf7+ - Kh6 30. Bcl - Re3 31. Bxd2 - Hxd2 32. Hlf3 og með skiptamun yfir vann hvítur auðveldlega. Jón Viktor Gunnarsson varð unglingameistari ís- lands í flokki 20 ára og yngri, en Bragi Þorfinnsson varð annar. Um helgina: Skemmtikvöld skáká- hugamanna föstudags- kvöld kl. 20 i félagsheim- ili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjóddinni í Breiðholti. A dagskrá: Heimsmeistara- keppnin í skák sem hefst 8. desember. Hverjir verða andstæðingar ís- lensku keppendanna? HVÍTUR leikur og vinnur HOGNIHREKKVISI •'/tó !„, þetta ef bara, 'BIml. órjáLcáa. ■" VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ánægja með viðtöl ÉG VIL leyfa mér að láta í ljósi ánægju mína og þakklæti til Ingu Bjarna- son fyrir viðtöl sem hafa verið tekin við hana í ríkisútvarpinu, nú síðast í þættinum „Á milli mjalta og messu“ sl. sunnudag. Inga talar mannamál, hún er ein- læg og hreinskilin. Mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Marta Ragnarsdóttir. œnBi Gleraugu týndust í miðbænum GYLLT kvengleraugu í svörtu hulstri týndust aðfaranótt laugardags- ins 15. nóvember í mið- bænum. Ef einhver hefur séð gleraugun er sá hinn sami beðinn að hafa sam- band í síma 554 5439. Gleraugu í óskilum FUNDIST hefur grátt gleraugnahulstur með gleraugum í. Uppl. í síma 560 4594. Dýrahald Hundur í óskilum í Kópavogi Springer Spaniel, brúnn og hvítur, ómerktur hundur er í óskilum hjá Hundaeftirliti Kópavogs. Þeir sem kannast við hundinn hafi samband í síma 554 1171. Ljósmyndari/Ásdís. Börn að leik. n Víkverji skrifar... STARFSEMI leikhúsa felst í fleiru en leiksýningum. Um þessar mundir standa yfir heim- sóknir grunnskólanema í Borgar- leikhúsið, sem eru nú orðnar fastur liður í starfseminni, því þetta er þriðja árið í röð, sem grunnskólun- um er boðið að senda nemendur sína í leikhúsið. Börnin mæta snemma dags og þeim eru kynntir allir krókar og kimar leikhússins; ekki aðeins leik- arinn og sviðið, heldur og smíða- verkstæði, málarasalur, ballett og búningsherbergi svo dæmi séu tek- in. xxx HÁSKÓLI íslands - Endur- menntunarstofnun býður upp á námskeið um William Shakespe- are og Hamlet, sem starfsfólk Þjóð- leikhússins hefur umsjón með, en Hamlet verður frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu á annan í jólum. Á þessu námskeiði flytja Þjóð- leikhúsmenn fyrirlestra um skáldið og verkið og þátttakendur fá að fylgjast með æfíngum í leikhúsinu og hittast svo á nýju ári til að ræða verkið og sýninguna við fyrirlesara og þá, sem að sýningunni standa. Þannig vinna leikhúsin að því að ala upp og fræða leikhúsgesti um sem flest, sem að starfsemi þeirra lýtur, og leikur enginn vafi á, að það starf er þakklátt og skilar leik- húsunum fleiri og ánægðari áhorf- endum en ella væri. xxx SVANHILDUR Konráðsdóttir, ritstjóri Dagsljóss, hefur sent Víkveija eftirfarandi bréf vegna skrifa hans í síðustu viku: „Það er ánægjulegt að sjá að nýhafin bókmenntagagnrýni Dags- ljóss hefur vakið athygli þína og er von mín að sá áhugi haldist óskertur fram eftir vetri. Ég get hins vegar ekki orða bundist yfir þeim misskilningi sem pistill þinn byggir á er þú gerir athugasemd við önnur störf Kolbrúnar Berg- þórsdóttur og birtingu Dags á bóka- gagnrýni Dagsljóss. Eins og þú rek- ur réttilega birti Dagur dóm Kol- brúnar Bergþórsdóttur um Eldfórn- ina og Góða nótt Silja á laugardegi 15.11. ogþriðjudegi 18.11. Umfjöll- un Kolbrúnar í Dagsljósi var hins vegar sjónvarpað á fímmtudegi 13.11. Kolbrún starfar sem blaða- maður á Degi, hún er ekki bók- menntagagnrýnandi blaðsins, held- ur sinnir hún eingöngu bókagagn- rýni í Dagsljósi. Það er hins vegar annað mál að ritstjórn Dags virðist ekki vaxa í augum að endurnýta efni úr öðrum miðlum og nægir þar að nefna pist- il Illuga Jökulssonar, sem fluttur er á Rás 2 á fimmtudögum og birt- ur í Degi morguninn eftir. Þeim Dagsliðum láðist hins vegar að geta þess í vikunni að um endurbirtingu á gagnrýni Kolbrúnar væri að ræða, en slíkt var að sjálfsögðu skilyrði er farið var fram á títtnefnda endur- birtingu, og hefur það skiljanlega valdið ruglingi Víkveija. Á þessu verður gerð tafarlaus breyting og munu því hvorki lesendur Dags né áhorfendur Dagsljóss velkjast í vafa um það hvað er hvað og hvur er hvers. Víkveiji nefnir einnig aðra gagn- rýnendur í Dagsljósi og ég get ekki betur skilið en látið sé að því liggja að óeðlilegt sé að þetta fólk gegni ritstörfum á öðrum fjölmiðlum. Silja Aðalsteinsdóttir, menningarritstjóri DV, er, auk Kolbrúnar, sú eina sem fellur undir þennan hatt, en eins og Víkveija ætti að vera kunnugt, slíkur menningarrýnir sem hann er, sinnir hún ekki leiklistargagnrýni á því blaði. Gagnrýnandastarf í Dags- ljósi er hlutastarf og þar að auki árstíðabundið og því með öllu úti- lokað að menn sinni því einvörð- ungu. Hins vegar er þess gætt í hvívetna að hagsmunaárekstrar verði ekki á milli gagnrýni og ann- arra starfa gagnrýnenda og sem dæmi um slíkt er óháður kvik- myndagagnrýnandi kallaður til þegar fjallað er um íslenskar kvik- myndir, en þar er Ásgrímur Sverris- son helst til kunnugur skyldum aðilum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.