Morgunblaðið - 27.11.1997, Page 70

Morgunblaðið - 27.11.1997, Page 70
70 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM jfeííl/lí! Morgunblaðið/Hinrik Bjarnason „FRUMSÝNINGIN fór fram í rúmlega 18 alda gömlu útileikhúsi Heródesar Attíkusar, þar sem bakhliðin er bergveggur Akrópólishæð- ar en loftið himinhvolfin víð.“ GYÐJA viskunnar Isabella Rosselini. ARMAND Assante er í hinu krefjandi hlutverki Odysseifs. hlutverk á sannfærandi hátt. Fyrir- fram er ekki með öllu ljóst hvernig haldið verði saman persónugervingi þessa þrautakonungs á ótrúlegri ferð hans um rúm og tíma, en Odysseifur Assantes er trúverðugur og hann, svo sem aðrir leikarar verksins, virðist nálgast með virð- ingu og skilningi það sem álíta má hinn hómerska anda þess. Greta Scacchi er Penelópa drottn- ing í Iþöku og stendur mynduglega af sér ágengni vonbiðla og búsorgir hvers konar í langri bið og einlægii trú á endurkomu bónda síns. Hún er sterk í túlkun sinni á einni frægustu kvenhetju sígildra bókmennta, en það eru fleiri myndugar konur á ferð: Isabelle Rosselini er Aþena, gyðja viskunnar, Vanessa L. Willi- ams leikur sædísina Kalypsó, en tálmeyna Kirku túlkar Bernadette Peters. Síðast en ekki síst skulu nefnd til sögunnar Irene Papas, sem er Antíklea móðir Odysseifs, Ger- aldine Chaplin í hlutverki Evrýkleu, hinnar dyggu fóstru hans, og svo Al- an Stenson í hlutverki Telemakkusar Odysseifssonar. Frumsýning kvikmyndarinnar um Odysseif eftir 2.700 ára gömlum ljóðaflokki Hómers var áhrifamikil og eftir- minnileg. Kvöldið var stillt og svalt og yfir magnaðri myndsögu fornkvæðisins á tjaldi hins aldna sviðs hreykti sér fullur máni í austri, forkláraður eftir tunglmyrkva gær- kvöldsins, en stjarnan Venus var ráðandi á vesturhlið leikhúss- hvelfingarinnar. Litlu austar undir vegg Akrópólis en leikhús Heródesar Attíkusar eru bogagöng Evmení- usar; undir þeim var að sýningu lokinni reidd- ur fram bízanskur náttverður. Það var létt yfirbragð á gestum þeirrar samkomu og kátast- ar voru þær jarðnesku stjörnur, sem áttu hvað mestan þátt í þessu eftir- minnilega sjónarspili. Sjónvarpsmyndin Odysseifskviða er í tveim hlutum og er hvor 90 mín- útna langur. Hún er gerð af banda- rísku fyrirtækjunum Hallmark og American Isotrope og framleiðendur eru Robert Halmi Sr. og Francis Ford Coppola. Evrópskir meðfram- leiðendur eru Beta Film, Mediaset og Prosieben í Þýskalandi og Skai í Grikklandi. Myndatakan fór fram í Tyrklandi, á Möltu og í breskum myndverum og verkið kostaði u.þ.b. 2,3 milljarða ísl. króna. Frumsýning- in í maí sl. á NBC í Bandaríkjunum laðaði að sér metfjölda áhorfenda. Fyrir Islendinga er sérstök ástæða til að muna einstakar þýðingar Svein- bjai’nar Egilssonar á kviðum Hó- mers, bæði Ilíonskviðu og Odysseifs- kviðu, og vandaða útgáfu Menningar- sjóðs á þeim. I þýðingu Sveinbjamar öðlast þessir homsteinar vestrænnar menningar ekki aðeins líf í nýju um- hverfi, heldur verða hluti af sígildum bókmenntum íslenskum. Færi vel ef sýningin endui'vekti áhuga á lestri Hómersþýðinga hans. Odysseifskviða verður sýnd í Sjón- varpinu á fóstudags- og laugardags- kvöldi 2. og 3. janúar 1998. Höfundur er dagskrárstjóri inn kaupadeildar Sjónvarpsins. . : ‘ . y GERALDINE Chaplin leikur fóstru Odysseifs. Odysseifur á hvíta tjaldinu Sjónvarpsmyndin um Odysseif konung er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Evrópu- frumsýning myndarinnar var eftir því. Hinrik Bjarnason var á staðnum og fjallar um það sem fyrir augu bar. LÖNG og ströng var ferð Odysseifs konungs heim til íþöku úr Tróju- stríði; ógnvænlegir og undraverðir voru þeir atburðir, sem urðu á leið- um hans um hafið þann áratug og ótrúleg staðfesta og hetjulund kon- ungsins. Heim komst hann þó að lok- FLOTT FÖT Cþú getur verið viss um að finna jakkafötin þín í Herra- garðinum. Við bjóðum vönduð jakkaföt frá heimsþekktum framleiðendum eins og Nino Danielli, Benvenutto og Strellson Mundu að gæði eru góð kaup. ' GARÐURINN -klæðirþigvel Laugavegi 13 • KRINGLUNNI um tii sinnar elskuðu Penelópu drottningar, sonarins Telemakkusar og tryggra þegna sinna. Þá heim- komu gerði skáldið og fræðaþulurinn Hómer ódauðlega, svo sem alla ferð Odysseifs, í kvæðum sínum um þrautagöngu hans, Odysseifskviðu, þar sem gullaldarskáld Grikkja lýsir þolgæði hetjunnar í viðskiptum við guð og menn og hinni verðugu umbun að lokum fyrir það einkum að halda ró sinni og láta ekki hugfallast. Allt frá þessum tíma er Odysseifur á sífelldri heimleið, - og endurkoman gerist undir vökulum augum nýrra áhorfenda með hverri kynslóð. Síðasta heimkoma Odysseifs varð 17. september í haust, að vísu ekki til íþöku, heldur Aþenu. í þetta sinn laumaðist hann ekki til hirðar sinnar einn og sér í gervi fórumanns, heldur var brugðið upp á feikimikið tjald. Þennan dag var Evrópufrumsýning tveggja þátta sjónvarpsmyndar, þeirrar dýrustu, sem gerð hefur ver- ið: Odysseifskviðu, og til frumsýn- ingarinnar boðið 250 fulltrúum þeirra sjónvarpsstöðva, sem þegar höfðu tryggt sér sýningarrétt á verkinu, auk 1.700 grískra gesta. Sýningarsalir gerast ekki glæsi- legri enda þótt salarkynnin séu nokkuð komin til ára sinna, því frum- sýningin fór fram í rúmlega 18 alda gömlu útileikhúsi Heródesar Attíkusar, þar sem bakhliðin er bergveggur Akrópólishæðar en loft- ið himinhvolfin víð. Mikið hátíða- kvöld, margar tilfinningaþrungnar ræður, en fyrst og fremst áhrifamikil sýning á afbragðsvel gerðu mynd- verki, þar sem saman fer hugmynda- flug og myndugleiki leikstjóra og handritshöfundar, Rússans Andrei Konsjalovskýs (sem hlaut Emmy verðlaunin fyrir leikstjórn sína á Odysseifskviðu), framúrskarandi leikur heimsþekktra leikara og eftir- minnileg tilþrif og tæknibrögð í svið- setningu. Armand Assante leikur Odysseif og tekst á við erfitt, margslungið Atson seðlaveski -peninganna virði LEÐURIÐJAN ehf. Verilun: Laugavegl 15,101 Reykjavík 5imi: 561 3060 Skrifstofa: Hverfisgötu 52, 101 Reykjavik, Simi: 561 0060, Fax: 552 1454 KRiSTiN DVELUR MEBAL HiRBINGJA m GestarHstiérfc Stgaríw finarsson arkíiekt MEÐAL EFNIS: • Þrír frakkar og þrír fiskar hjá Úlfari. • Spænsk hönnun. • Skondin teppi. • Pottapiöntur. • Cappuchino. • Tölvurí hönnun. ÞRJÚ HBMIU: • Raðhús fær andlitlyftingu. • Stál í stái ásamt viði og hlýlegum húsbúnaði. • Andlegt líf í Þingholtunum. ÁSKRIFTARSÍMI511 3099 € í c í ( i í i i : í í i ( i i i i i i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.