Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 27.11.1997, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM jfeííl/lí! Morgunblaðið/Hinrik Bjarnason „FRUMSÝNINGIN fór fram í rúmlega 18 alda gömlu útileikhúsi Heródesar Attíkusar, þar sem bakhliðin er bergveggur Akrópólishæð- ar en loftið himinhvolfin víð.“ GYÐJA viskunnar Isabella Rosselini. ARMAND Assante er í hinu krefjandi hlutverki Odysseifs. hlutverk á sannfærandi hátt. Fyrir- fram er ekki með öllu ljóst hvernig haldið verði saman persónugervingi þessa þrautakonungs á ótrúlegri ferð hans um rúm og tíma, en Odysseifur Assantes er trúverðugur og hann, svo sem aðrir leikarar verksins, virðist nálgast með virð- ingu og skilningi það sem álíta má hinn hómerska anda þess. Greta Scacchi er Penelópa drottn- ing í Iþöku og stendur mynduglega af sér ágengni vonbiðla og búsorgir hvers konar í langri bið og einlægii trú á endurkomu bónda síns. Hún er sterk í túlkun sinni á einni frægustu kvenhetju sígildra bókmennta, en það eru fleiri myndugar konur á ferð: Isabelle Rosselini er Aþena, gyðja viskunnar, Vanessa L. Willi- ams leikur sædísina Kalypsó, en tálmeyna Kirku túlkar Bernadette Peters. Síðast en ekki síst skulu nefnd til sögunnar Irene Papas, sem er Antíklea móðir Odysseifs, Ger- aldine Chaplin í hlutverki Evrýkleu, hinnar dyggu fóstru hans, og svo Al- an Stenson í hlutverki Telemakkusar Odysseifssonar. Frumsýning kvikmyndarinnar um Odysseif eftir 2.700 ára gömlum ljóðaflokki Hómers var áhrifamikil og eftir- minnileg. Kvöldið var stillt og svalt og yfir magnaðri myndsögu fornkvæðisins á tjaldi hins aldna sviðs hreykti sér fullur máni í austri, forkláraður eftir tunglmyrkva gær- kvöldsins, en stjarnan Venus var ráðandi á vesturhlið leikhúss- hvelfingarinnar. Litlu austar undir vegg Akrópólis en leikhús Heródesar Attíkusar eru bogagöng Evmení- usar; undir þeim var að sýningu lokinni reidd- ur fram bízanskur náttverður. Það var létt yfirbragð á gestum þeirrar samkomu og kátast- ar voru þær jarðnesku stjörnur, sem áttu hvað mestan þátt í þessu eftir- minnilega sjónarspili. Sjónvarpsmyndin Odysseifskviða er í tveim hlutum og er hvor 90 mín- útna langur. Hún er gerð af banda- rísku fyrirtækjunum Hallmark og American Isotrope og framleiðendur eru Robert Halmi Sr. og Francis Ford Coppola. Evrópskir meðfram- leiðendur eru Beta Film, Mediaset og Prosieben í Þýskalandi og Skai í Grikklandi. Myndatakan fór fram í Tyrklandi, á Möltu og í breskum myndverum og verkið kostaði u.þ.b. 2,3 milljarða ísl. króna. Frumsýning- in í maí sl. á NBC í Bandaríkjunum laðaði að sér metfjölda áhorfenda. Fyrir Islendinga er sérstök ástæða til að muna einstakar þýðingar Svein- bjai’nar Egilssonar á kviðum Hó- mers, bæði Ilíonskviðu og Odysseifs- kviðu, og vandaða útgáfu Menningar- sjóðs á þeim. I þýðingu Sveinbjamar öðlast þessir homsteinar vestrænnar menningar ekki aðeins líf í nýju um- hverfi, heldur verða hluti af sígildum bókmenntum íslenskum. Færi vel ef sýningin endui'vekti áhuga á lestri Hómersþýðinga hans. Odysseifskviða verður sýnd í Sjón- varpinu á fóstudags- og laugardags- kvöldi 2. og 3. janúar 1998. Höfundur er dagskrárstjóri inn kaupadeildar Sjónvarpsins. . : ‘ . y GERALDINE Chaplin leikur fóstru Odysseifs. Odysseifur á hvíta tjaldinu Sjónvarpsmyndin um Odysseif konung er sú dýrasta sem gerð hefur verið. Evrópu- frumsýning myndarinnar var eftir því. Hinrik Bjarnason var á staðnum og fjallar um það sem fyrir augu bar. LÖNG og ströng var ferð Odysseifs konungs heim til íþöku úr Tróju- stríði; ógnvænlegir og undraverðir voru þeir atburðir, sem urðu á leið- um hans um hafið þann áratug og ótrúleg staðfesta og hetjulund kon- ungsins. Heim komst hann þó að lok- FLOTT FÖT Cþú getur verið viss um að finna jakkafötin þín í Herra- garðinum. Við bjóðum vönduð jakkaföt frá heimsþekktum framleiðendum eins og Nino Danielli, Benvenutto og Strellson Mundu að gæði eru góð kaup. ' GARÐURINN -klæðirþigvel Laugavegi 13 • KRINGLUNNI um tii sinnar elskuðu Penelópu drottningar, sonarins Telemakkusar og tryggra þegna sinna. Þá heim- komu gerði skáldið og fræðaþulurinn Hómer ódauðlega, svo sem alla ferð Odysseifs, í kvæðum sínum um þrautagöngu hans, Odysseifskviðu, þar sem gullaldarskáld Grikkja lýsir þolgæði hetjunnar í viðskiptum við guð og menn og hinni verðugu umbun að lokum fyrir það einkum að halda ró sinni og láta ekki hugfallast. Allt frá þessum tíma er Odysseifur á sífelldri heimleið, - og endurkoman gerist undir vökulum augum nýrra áhorfenda með hverri kynslóð. Síðasta heimkoma Odysseifs varð 17. september í haust, að vísu ekki til íþöku, heldur Aþenu. í þetta sinn laumaðist hann ekki til hirðar sinnar einn og sér í gervi fórumanns, heldur var brugðið upp á feikimikið tjald. Þennan dag var Evrópufrumsýning tveggja þátta sjónvarpsmyndar, þeirrar dýrustu, sem gerð hefur ver- ið: Odysseifskviðu, og til frumsýn- ingarinnar boðið 250 fulltrúum þeirra sjónvarpsstöðva, sem þegar höfðu tryggt sér sýningarrétt á verkinu, auk 1.700 grískra gesta. Sýningarsalir gerast ekki glæsi- legri enda þótt salarkynnin séu nokkuð komin til ára sinna, því frum- sýningin fór fram í rúmlega 18 alda gömlu útileikhúsi Heródesar Attíkusar, þar sem bakhliðin er bergveggur Akrópólishæðar en loft- ið himinhvolfin víð. Mikið hátíða- kvöld, margar tilfinningaþrungnar ræður, en fyrst og fremst áhrifamikil sýning á afbragðsvel gerðu mynd- verki, þar sem saman fer hugmynda- flug og myndugleiki leikstjóra og handritshöfundar, Rússans Andrei Konsjalovskýs (sem hlaut Emmy verðlaunin fyrir leikstjórn sína á Odysseifskviðu), framúrskarandi leikur heimsþekktra leikara og eftir- minnileg tilþrif og tæknibrögð í svið- setningu. Armand Assante leikur Odysseif og tekst á við erfitt, margslungið Atson seðlaveski -peninganna virði LEÐURIÐJAN ehf. Verilun: Laugavegl 15,101 Reykjavík 5imi: 561 3060 Skrifstofa: Hverfisgötu 52, 101 Reykjavik, Simi: 561 0060, Fax: 552 1454 KRiSTiN DVELUR MEBAL HiRBINGJA m GestarHstiérfc Stgaríw finarsson arkíiekt MEÐAL EFNIS: • Þrír frakkar og þrír fiskar hjá Úlfari. • Spænsk hönnun. • Skondin teppi. • Pottapiöntur. • Cappuchino. • Tölvurí hönnun. ÞRJÚ HBMIU: • Raðhús fær andlitlyftingu. • Stál í stái ásamt viði og hlýlegum húsbúnaði. • Andlegt líf í Þingholtunum. ÁSKRIFTARSÍMI511 3099 € í c í ( i í i i : í í i ( i i i i i i i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.