Morgunblaðið - 07.12.1997, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
TÓNLISTARFÉLAGSKÓRINN, Kátir piltar og Hljómsveit Reykjavíkur. Fremst á myndinni eru einsöngvararnir og stjórnandinn, f.v. Arnór Halldórsson, Guðrún Ágústsdóttir (móðir
Kristins Hallssonar), stjórnandinn Páll ísólfsson, Gunnar Pálsson, Elísabet Einarsdóttir og Sigurður Markan. í hljómsveitinni má m.a. þekkja Björn Ólafsson, Karl 0. Runólfsson, Hauk
Gröndal, Indriða Bogason, Skafta Sigþórsson, Heinz Edelstein, Fritz Weiszshappel og Bjarni Böðvarsson.
Söngnrinn
hljómaði
í Forum
Steindórum
Nú er tími jólatónleikanna. Pétur Péturs-
son rifjar upp „merkasta tónlistarvlðburð-
inn“, Sköpun Haydns, á jólaföstu 1939. Sal-
urinn var fullskipaður, tónleikagestir nær
tvö þúsund enda stærsta verkefni sem ís-
lenskir tonlistarmenn höfðu leyst af hendi.
MARGT er nú rætt og ritað um ómi, „bumba sé knúð og bogi dreg-
nauðsyn þess að reisa hús við hæfi inn, blásinn lúður og málmgjöll
hljómlistar. Höll, þar sem söngvar slegin" eins og Einar Benediktsson
kvað í ljóði sínu - Dís-
arhöll.
Þessa dagana, um
miðjan desembermán-
uð árið 1939 voru reyk-
vískir hljómlistarmenn
og söngvarar, frægir
einsöngvarar og kórfé-
lagar ásamt hljóðfæra-
leikurum á hlaupum
um gjörvalla Reykja-
víkurborg, í því skyni
að flytja stóla og
bekki, auk palla og
hverskyns búnaðar.
Áfangastaður þeirra
var hús eitt mikið
„vestast í Vesturbæn-
um“, bifreiðaskáli
Steindórs Einarsson-
ar. I þessum rúmgóðu salarkynn-
um Steindórs átti að halda hljóm-
leika, einstæða í sögu tónlistar.
Svo mikill hugur var í forgöngu-
mönnum að þeim kom helst til
hugar að jafna hljómleikasalnum
við samkomuhöll í Kaupmanna-
höfn, sem víðkunn var. FORUM
STEINDORUM nefndu Tónhstar-
félagsmenn bifreiðaskála Stein-
dórs. Þrátt fyrir vætu og hvass-
viðri töldu tónlistarmenn ekki eftir
sér sporin. Haukur Gröndal og fé-
lagar hans stormuðu með stóla og
bekki, með storminn í fangið í bók-
staflegri merkingu. Ollum hljóp
Steindór Einarsson
bflakóngur.
Ásrún Sigurðardóttir,
eiginkona Steindórs.
kapp í kinn, að óskadraumur söng-
vísra íslendinga rættist. Að flytja
hið mikla tónverk „Sköpunina" eft-
ir Joseph Haydn.
Morgunblaðið segir frá því í
fréttagrein að þeir sem skoðað hafi
hið myndarlega hús Steindórs full-
yrði, „að það sé engu síðra, sem
konsertsalur, en Forum í Kaup-
mannahöfn, en þar syngja og spila
frægustu listamenn veraldar". Svo
segir blaðið frá æfingum, sem verði
um hundrað talsins. Kór Tónlistar-
félagsins og Kátir félagar, alls um
70 manns, syngja, en auk þeirra
nafnkunnir einsöngvarar. Hljóm-
sveit Reykjavíkur spilar en Anna
Pjeturs leikur á flygil.
Flestir þeirra, sem tóku þátt í
hljómleikunum í desembermánuði
1939 eru fallir frá. Árið 1989, þegar
hálf öld var liðin frá þessum ein-
stæðu og minnisverðu hljómleik-
um, gengust Guðrún Aradóttir,
Ágúst Bjamason og ýmsir góðir
hljómlistarmenn, söngvarar og
hljóðfæraleikarar, fyrir því að
minningartafla var sett á bílaskála
Steindórs, sem gegnt hafði hlut-
verki hljómleikahallar. Anna Haar-
de og Fjóla, dætur Steindórs Ein-
arssonar og Ásrúnar Sigurðardótt-
ur konu hans, áttu einnig drjúgan
þátt í því lofsverða framtaki. Anna
segir að sér sé enn í minni atorka
og dugnaður eldhuganna í fram-
varðasveit tónlistarmanna.
„Það er alveg ótrúlegt hvað
hægt er að fá fólk til að leggja á
sig, ef það finnur að eitthvað á að
gera sem það hefur áhuga fyrir.
Stundvísi og dugnaður þessa stóra
hóps hefur reynst með ágætum,
hvort sem það er kallað að.nóttu
eða degi, því að síðustu æfingarnar
sem eru í útvarpssalnum geta ekki
byijað fyrr en kl. 11 að kvöldi til að
hægt sé að ná hópnum saman,“
sagði Páll Isólfsson stjórnandi.
Myndin sem fylgir greininni var
enda tekin í útvarpssal á 4. hæð í
Landssímahúsinu.
Gott Nouveau-ár
BEAUJOLAIS Nouveau-vínin
eru komin í verslanir og eftir
því sem ég kemst næst er boðið
upp á fjögur mismunandi vín hjá
ATVR að þessu sinni, frá fram-
leiðendunum Georges Duboeuf,
Georges Blanc, Bouchard Ainé
og Piat. Verð þeirra er yfírleitt í
kringum eitt þúsund krónur.
Fleiri Nouveau-vín eru í umferð
á veitingastöðum en eru ekki fá-
anleg í ríkinu þar sem skilyrði
fyrir tímabundinni sölu víns er
að önnur tegund frá sama fram-
leiðanda sé í föstu úrvali ÁTVR.
Það hefúr verið mikið rætt og
ritað um árganginn 1997 og á
flestum víngerðarsvæðum Evr-
ópu iofar hann mjög góðu. Það á
við um bestu héruð Frakklands
en einnig t.d. Italíu. Þaðan ber-
ast fréttir um að vín ársins 1997
verði góð til framúrskarandi en
að framleiðslumagnið sé áð
meðaltali um 15% minna en á
síðasta ári og allt að 20% minna
í einstökum héruðum á borð við
Toskana. Sumir ftalskir sér-
fræðingar hafa raunar spáð þvi
að þetta verði besta vínár und-
anfarinnar hálfrar aldar þótt
reynslan eigi auðvitað eftir að
leiða t Ijós hvort að árgangurinn
standi undir slfkum væntingum.
Fyrstu vín ársins frá Evrópu
eru Nouveau-vínin sem í héruð-
um utan Beaujolais eru gjarnan
nefnd Primeur og á Italíu
Novello.
Þegar íjallað er um Nouveau-
vín verður ávallt að slá ákveðna
varnagla. Þetta er létt og þægi-
leg vín, sem veitt geta mikia
ánægju. Hins vegar eru þetta
ekki þungaviktarvín. Þau eru til
að mynda ekki til þess fallin að
bera fram með villibráð, lambi
eða þungum, bragðmiklum rétt-
um. Þetta eru vín sem ber að
drekka kæld og taka mátulega
alvarlega. Þau henta t.d. vel
með jólahlaðborðum eða í boð-
um í staðinn fyrir hið hræðilega
jólaglögg.
Þau Qögpir Nouveau-vín sem
eru í almennri sölu standa ágæt-
lega undir væntingum.
Bouchard-vínið einkennist af
þroskuðum rauðum berjum, það
hefur þokkalega þyngd og
minnti mig í fyrstu á nýbakað
beijapæ.
Piat Nouveau hefur hreinan
og þægilegan ávöxt í nefi, fersk
vínber og rauð skógarber. í
munni er það hreint og tært en
hefur ekki mikla endingu.
Nouveau-vín franska þriggja
stjörnu kokksins George Blanc,
sem í hjáverkum framleiðir hin
ágætustu vín í suðurhluta Bour-
gogne, er nokkuð þyngra með
sætum og Ijúfum ilm og kröft-
ugu nokkuð sýrumiklu bragði í
upphafi sem mildast fljótt og
verður að kremkenndu og
mjúku beijasælgæti.
Framleiðandinn George Du-
boeuf er gjaman nefndur kon-
ungur Beaujolais og hann klikk-
ar ekki nú frekar en fyrr. Raun-
ar er vínið ekki alveg saman-
burðarhæft við hin þijú, þar
sem að það er hið eina sem
flokkast sem Beaujolais-Villa-
ges, það er þrúgurnar koma af
betri svæðum Beaujolais-héraðs-
ins. Nouveau-vín Duboeufs er
hið þyngsta og mesta af þessum
fjórum. Stflhreint og glæsilegt
Nouveau-vín, er einkennist af
þéttum og ungum ávexti og
góðu jafnvægi allra þátta.