Morgunblaðið - 07.12.1997, Page 43

Morgunblaðið - 07.12.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 43 ELDRI borgarar eru orðnir skipulagðari í pólitískri baráttu og í auknum mæli farnir að gera kröfur um hvernig þjónustu við þá er háttað. Pólitískar kröfur eldri borgara Ef myndin af gömlu fólki úti í homi, barma- fullu af þakklæti yfír að eiga sér samastað, hefur einhvem tíma veríð raunveruleg, þá er hún það varla lengur. Ungír kröfuseggir breytast í kröfuharða eldri borgara, er gera sér ekki að góðu staðlaða þjónustu og marg- ir þeirra hafa líka fé til að greiða fyrir góða þjónustu. Sigrún Davíðsdóttir rekur um- ræður í Danmörku um málefni eldri borgara. SJÓNVARPSMYNDIR af ósjálfbjarga hlandblautu gömlu fólki með drep í leg- usárum og án baðs vikum saman munu vart _gleymast á næst- unni í Svíþjóð. I Danmörku eru menn áhyggjufullir yfír að það var ekki fyrr en farið var að athuga fjár- reiður á elliheimili í Kaupmannahöfn að athyglin beindist að ógnarhárri dánartíðni á einni deildinni og grun- ur vaknaði um að starfsmaður hefði flýtt fyrir dauða vistmannanna. Hvað segir þetta um aðbúnað gam- als fólks í velferðarparadísinni nor- rænu? Vísast að þrátt fyrir góðan aðbúnað á pappírnum þá eru elli- heimili og sjúkrastofnanir fyrir gam- alt fólk lokaður heimur, þar sem ýmislegt getur verið á huldu. En það er líka vaxandi hópur eldri borgara, sem tekur vopn þrýstihópa sér í hönd og tekur ekki með þökkum hveiju sem að þeim er rétt. Vaxandi hópur tekur í tæka tíð að undirbúa elliárin með því að leggja inn á eftir- launareikninga og flytja á besta aldri úr stórum húsum, sem áður hýstu fjölskylduna, í minna og hentugra húsnæði. En kannski verður aukið sjálfboðastarf það sem verður mesta byltingin hvað eldri borgarana varð- ar. Eldri borgarar á alnetinu „Kannski af því ég er Dani með H.C. Andersen í veganesti að mér eru ævintýri töm viðmiðun - en samtökin „Ældre sagen“ eru ævin- týri lífs míns,“ segir Bjarne Hastrup af alkunnum krafti, þegar hann lýk- ur spjalli sínu við nokkra norræna blaðamenn. Það er varla það manns- barn í Danmörku, sem á annað borð megnar að fylgjast með fréttum, sem ekki þekkir þennan knáa og hressilega mann á besta aldri af tíð- um viðtölum og athugasemdum í fjölmiðlum. Fyrir tíu árum stofnaði hann samtökin „Ældre sagen“, „ekki nein eftirlaunaþegasamtök", undirstrikar hann, heldur samtök fyrir unga jafnt sem aldna er hafa áhuga á málefnum aldraðra. Þess vegna geta allir, sem orðnir eru full- veðja, gengið í samtökin. Félagarnir eru um 400 þúsund og þetta eru ein stærstu dönsku félagssamtökin. Hann er framkvæmdastjóri þeirra, en kennir annars hagsögu við Hafn- arháskóla. Auk margskonar starfsemi fyrir meðlimina stuðla samtökin að rann- sóknum á málefnum eldri borgar- anna. Nú eru samtökin einnig komin á netið: www.danage.dk og Hastrup er ekki í vafa um að upplýsinga- tæknin eigi einnig eftir að gjörbylta aðstæðum eldri borgaranna. Það er þegar farið að móta fyrir því. Eldri borgarar kaupa sér tölvu og mótald og halda út á alnetið af miklum krafti. Þetta á efalaust eftir að auka möguleika eldri borgara á vinnu á efri árunum, en meira um það síðar. Ný uppgötvun: Eldri borgarar eru ekki allir eins Þegar hugað er að stefnu í mál- efnum aldraðra í framtíðinni er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir hvern- ig sá hópur verði samsettur. Hér áður fyrr - og kannski enn í ein- hverjum mæli - var eldra fólk oft áberandi auðmjúkt og fór ekki fram á mikið. En þegar núverandi kröfu- seggir eldast munu þeir halda kröfu- gerðinni áfram. Eldri borgarar munu ekki einkennast af framtaksleysi og trú á yfirvöld sem hjálpandi hönd, heldur af framtakssemi og vantrú á yfírvöld. Þeir munu ekki hegða sér eftir staðlaðri ímynd þjóðfélagsins af eldri borgurum, heldur mun aldur í æ ríkari mæli verða skilgreiningar- atriði. Maður hættir ekki að renna sér á hjólaskautum eða fara á kaffí- hús bara af því hann verður sextug- ur, heldur heldur uppteknum lifnað- arháttum svo lengi sem heilsan end- ist. Hópurinn verður ekki einsleitur og honum henta ekki tilboð, sem byggjast á staðnaðri og staðlaðri írnynd eldri borgara. Þetta er að verða og mun í aukn- um mæli verða hin pólitíska stað- reynd, sem hlýtur að vera undirstaða umræðna um hvernig velferðarkerf- ið verði sem best sniðið að þörfum hinna öldruðu. Norðurlandaþjóðirn- ar, einkum Norðmenn, Svíar og Danir, hafa gjarnan þá hugmynd að þeirra eigin velferðarkerfí sé hið besta í heimi, þó í öllum löndum hafa komið upp hrikaleg dæmi um vanrækslu í umhirðu hinna eldri. Það kom dönskum velferðarpostulum á óvart þegar samanburðarkönnun á þjónustu við aldraða í bæ á Norður- Italíu og í Danmörku sýndi að ít- alska þjónustan kom í raun betur út, því danska þjónustan einkenndist af stöðluðum tilboðum, sem fólu í sér að þeir öldruðu urðu annaðhvort að taka allt tilboðið eða fengu ekk- ert, en ítalska þjónustan bauð aftur á móti upp á fjölbreytni. Fjölskyldusamsetningin hefur breyst mikið á undanfarinni öld og mun halda áfram að breytast. Um síðustu aldamót voru að meðaltali í danskri fjölskyldu einn eldri borgari yfír sextugt, fjórir fullorðnir á aldr- inum 25-59 ára, tveir ungir 15-24 ára og þijú börn. Þegar kom fram á síðasta áratug var samsetningin orðin tveir eldri borgarar, fimm full- orðnir, einn ungur og tvö börn. Á þessum árum fór það í fyrsta skipti að tíðkast í fjölskyldunni að tvær kynslóðir væru á eftirlaunum. í kringum 2025 má búast við að sam- setningin verði þrír eldri borgarar, ijórir fullorðnir, einn ungur og tvö börn. Þessar breytingar hljóta að endurspegla hvar velferðarkerfið þarf að einbeita sér. Tvær kynslóðir eftiriaunaþega í sömu fjölskyldu er merkileg nýjung. En það er ljóst að þótt heilsufar eldri borgara sé gott, þá eru og verða hópar, sem þurfa mikla umönnun. Það heyrist æ oftar talað um hve hve mikla íjármuni þjónustan við eldri borgara gleypi. Bjarne Hastrup er ekki trúaður á að eftirlaunin og umönnunin almennt verði höfuð- vandinn, heldur fyrst og fremst umönnun þeirra, sem eru yfir áttr- ætt. Þar hljóti markmiðið að vera að fínna forsendur fyrir mannsæm- andi lífi þess aldurshóps. En grund- völlur allra framkvæmda á þessu sviði er að átta sig á að eldri borgar- arnir eru fjölbreyttur hópur, er hvorki þurfi né vilji allir hið sama. Þeir sem hafa unnið og sparað og þeir sem hafa ekki unnið og ekki sparað Hér áður máttu eldri borgarar reikna með minnkandi tekjum við eftirlaunaaldur. Ellilaunin voru uppi- staðan og svo hugsanlega einhver eftirlaun. Aðeins örlítill hópur átti ríflegar eignir. Langflestir stigu yfir ellimörkin með lítið í skjattanum. í nýrri skýrslu frá danska skattaráðu- neytinu er bent á að með vaxandi eftirlaunaspamaði muni efnahagur eftirlaunaþega í æ ríkari mæli endur- spegla efnahag þeirra meðan þeir voru á vinnumarkaðnum. Á síðasta áratug fóru bæði danska stjómin og verkalýðshreyfíngin markvisst að hvetja fólk til að spara til elliáranna. Síðan hefur sú stefna haldist að ýta undir eftirlaunasparnað með alls kyns frádráttar- og uppbótarboðum og bankar og fjármálafyrirtæki um leið snaraukið tilboð um eftirlaunaspam- að. Þá em eftirlaun framtíðarinnar fjármögnuð smátt og smátt, en ann- ars hafa þau yfirleitt verið álitin tif- andi tímasprengja undir velferðar- kerfínu, þegar stórir árgangar eldri borgara stíga á eftirlaunaþrepið. Um leið verður þessi hópur áhugaverður í augum þeirra, sem selja þjónustu og vömr og vísast á þessi markaður eftir að stækka gríðarlega. Á móti kemur að þessi sparnaðart- ilboð nýtast aðeins þeim, sem hafa þokkalegar tekjur og stöðuga vinnu. Því álíta ýmsir að þarna sé í raun verið að skapa hóp homkerlinga og -karla, sem muni eiga fjárhagslega mjög bága elli. Það mun því reyna á velferðarkerfið að hjálpa þeim sem þannig er ástatt um. Eins og er em dönsk ellilaun rétt tæpar milljón krónur íslenskar á ári, en flestir fá auk þess húsnæðis- og hitabætur og fá því 1,5 milljónir í heildarbætur, sem samsvarar atvinnuleysisbótum. Það hefur lengi verið trúarsetning í Danmörku að ellilaunin væm og yrðu fyrir alla, óháð tekjum, þótt bætum- ar séu tekjutengdar. Spurningin er hversu lengi verður hægt að halda því til streitu, ef tekjumunur ellilíf- eyrisþega mun aukast verulega. Hug- myndin um sama tilboð til allra er einnig hluti af þeirri trúarsetningu að allir eigi að borga hið sama eða ekkert. Með stómm fjársterkum hóp- um eftirlaunaþega og kröfum um fjölbreytt tilboð má einnig hugsa sér að eldri borgarar muni eiga kost á ókeypis gmnnþjónustu, en geti síðan keypt sér annað og meira og greitt það þá úr eigin vasa, þó að það sé vart á næsta leiti. Að viðbættri opinberri örvun til spamaðar er einnig mjög sennilegt að breyttar væntingar fólks til elli- áranna örvi áhuga á að leggja til hliðar til þeirra. Æ fleiri sjá í hendi sér að geta notað elliárin til að ferð- ast og gera annað það sem bamaupp- eldi og starfsannir hafa ekki gefið svigrúm til. Hrikaleg mismunun á vinnumarkaðnum gagnvart eldri borgurum Önnur leið til að vinna sér inn peninga til elliáranna er að draga það að fara á eftirlaun. í Danmörku ligg- ur vemleg Qárhagsleg hvatning í að hætta ekki að vinna fyrr en 65 ára í stað sextugs, sem iðulega er mögu- legt. Þjóðhagslega séð er það líka hagkvæmt að halda fólki í vinnu og sú hugmynd að hinir eldri eigi sem fyrst að rýma til á vinnumarkaðnum fyrir hinum yngri nýtur minnkandi stuðnings. En flestir sem hafa kynnt sér málefni elstu aldurshópanna á vinnumarkaðnum em ekki í vafa um að eldri borgarar mæti hrikalegri mismunun þar. Hvemig er staðið að því að reka fólk, þegar stórfyrirtæki segja upp hundmðum og þúsundum starfsmanna? Það er byijað ofan frá í aldurshópnum og rekið niður eftir honum og ef það er gert með sjálf- viljugum uppsögnum og góðum fjár- hagsskilyrðum þá em hinir eldri á vinnustaðnum oft beittir grófum þrýstingi af hinum yngri. Hér gæti upplýsingatækni komið hinum eldri til hjálpar. Það reikna flestir með að vinna heima muni aukast og þá sér enginn hvort það er ungur eða gamall, sem situr við tölvuna og sendir vinnu sína vítt og breitt um tölvurýmið. Bjame Hastmp er vongóður um að það muni smám saman renna upp fyrir yfirmönnum fyrirtækja að það kemur öllum til góða að hafa breiða aldursdreifíngu í starfsmannahópnum. Þetta koma æ fleiri auga á og spá vaxandi eftir- spum eftir eldri borgumm á vinnu- markaðnum. Þjónustufyrirtæki með tilboð til eldri borgara eru ömgglega grein í stórvexti í takt við batnandi efnahag þeirra. Eldri borgarar gera sér varla að góðu að hitta bara fyrir komungt fólk, sem varla talar sama mál og það sjálft. -< - Sjálfboðaliðar: byltingin, sem beðið er eftir í Bandaríkjunum og Bretlandi em sjálfboðaliðastörf dijúgur hluti þjóð- lífsins. Á Norðurlöndum og víðar er myndin af sjálfboðaliða iðulega eldri frú með hatt, sem náðarsamlegast sinnir þurfandi, af því hún hefur ekkert annað og betra að gera. Þessi mynd er eins íjarri raunvemleikanum og hugsast getur. Æ fleiri á Norður- löndum em að átta sig á því að sjálf- boðaliðastörf em ekki aðeins gagnleg þjóðfélaginu, heldur veita lífsfyllingu ' og skapa sambönd. „Ældre sagen" eyðir dijúgum kröftum í að skipu- leggja sjálfboðaliðastörf og þurfa ekki að kvarta undan undirtektunum. Samtökin em til dæmis með skipu- lagða starfsemi til að létta undir með þeim, sem hafa það 24 klukkustunda starf á hendi að annast elliæra ætt- ingja og það þarf ekki að taka það fram að það er þakklátt starf. Svo er það 72 ára málarameistari, sem daglega heimsækir gamla ná- grannakonu sína, les fyrir hana blöð- in, fer með hana í gönguferðir og þiggur einu sinni í viku hjá henni viskíglas, þvi að hún komst að því að það fannst honum reglulega gott. Eða verkfræðingur, jafnaldri málara- I meistarans, sem heimsækir daglega lamaðan verkfræðing, er skortir and- lega upplyftingu. Þeir ræða þá saman um það sem verkfræðingar hafa áhuga á. Fjölmargir meðlimir sam- takanna byija daginn á að hringja í eins og 10-25 eldri borgara, sem búa einir og eiga engan að, til að heyra hvemig viðkomandi hafí það. Það er kannski eina upphringin þann dag- inn. Allt eru þetta dæmi um sjálfboð- aliða, sem fylla í göt í velferðarkerf- inu. i Sálarlegt gjaldþrot velf er ðarkerfisins? Ein reynslusaga úr danska velferð- arkerfínu segir meira en mörg orð um að þótt tilgangurinn sé hinn besti þá getur þjónustan við eldri borgar- ana oft verið skelfilega tilfínninga- laus. Gömul kona og mjög sjóndöpur býr ein og fær daglega heimilishjálp, sem sinnir hreingemingum, innkaup- um, þvær gömlu konunni og hjálpar henni í háttinn. Tíð mannaskipti ollu henni miklu hugarangri. Hún treysti sér þó ekki til að kvarta, því að hún var sannfærð um að enginn tryði sér, þar til henni datt í hug það heill- aráð að biðja þá sem komu að hjálpa henni að skrifa nafnið sitt og dag- «s setningu í hvert skipti. Eftir að hafa haldið slíka skýrslu í 160 daga fannst. henni hún loksins komin með nægi- legt efni í hendur til að kvarta. Á 160 dögum hafði hún haft heimsókn- ir 37 einstaklinga! ímyndið ykkur hvemig það er að vera gömul og sjóndöpur kona, sem þarf að standa í sturtunni alls nakinfyrir framan stöðugan straum af ókunnu fólki. Maður þarf ekki að vera gamall og sjóndapur til að átta sig á að það er vægast sagt skelfilega óþægilegt. Það kostar ekki endilega fé að kippa þessu í liðinn en það kostar skilning á tilfmningum þeirra, sem þjónustuna fá. Og viðbrögð gömlu konunnar segja líka sitt um tilfinninguna um < að vera ekki tekin alvarlega. Hvað skyldu annars þeir, sem sitja og skipuleggja þjónustuna við gömlu konuna, segja ef það væri aldrei sama fóstran eða kennarinn, sem tæki á móti börnunum þeirra í leikskólanum eða skólanum? En er það þá til marks um gjald- þrot velferðarkerfisins að það sinnir aðeins brýnustu umönnun eldri borg- aranna, en skilur þá eftir einangraða og aleina í heiminum? Kannski að hluta, ef það er velferðarkerfínu að kenna að yngra fólk álíti sem svo að kerfið hugsi um mömmu og pabba, 1 afa og ömmu og það hafí sjálft eng- um skyldum að gegna. En það bætir ekki ástandið að hefja upp stórfelldar ásakanir. Yngra fólkið er á kafí upp fyrir haus í vinnu og barnauppeldi. Það skiptir meira máli að huga að þörfunum og reyna að uppfylla þær á vitlegan og hlýlegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.