Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.12.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 49 BREF TIL BLAÐSINS Óð Hagfræði- stofnun HÍ reyk? Frá Leó M. Jónssyni: ÞAÐ vakti athygli mína og fleiri þegar haft var eftir forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla íslands í fjölmiðlum fyrir nokkru, að íslensk stjórnvöld ofreiknuðu verðbólgu- stig. Þar með skildist manni að með því að ofreikna verðbólgustig væru skuldarar, t.d. húsnæðiskaupendur, látnir greiða hundruð milljóna ár- lega í verðbætur á lán, þ.e. að ver- ið væri að ofreikna verðbætur og dráttarvexti, sem almenningi er gert að greiða með valdboði eftir opinberum vísitölum. Það vakti ekki síður athygli þegar tveir „útvarða kerfisins"; Hagstofustjóri og for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, stukku til, næstum samstundis, og lýstu því yfir í fjölmiðlum að verðbólgan væri ekki ofmetin — lögðu meira að segja „þunga áherslu“ á að ummæli forstöðumanns Hagfræði- stofnunar HÍ ættu ekki við rök að styðjast, gott ef þau voru ekki einn- ig sögð vera ábyrgðarlaus og fleira í þeim dúr. Svo virðist sem enginn blaðamað- ur hafi veitt þessu stórmáli athygli eða haft bein í nefinu til að upplýsa það, en málið snertir grundvall- arhagsmuni hvers heimilis í landinu. Það er skoðun mín, byggð á reynslu, að þegar „varðhundar Kerfisins“ taka að „gelta fyrir hús- bóndann" með svo miklum gassa- gangi og litlum fyrirvara, sem þeir Ríkisforstjórar gerðu varðandi þetta mál, sé líklegast að maðkur sé í mysunni; eða eins og það heit- ir nú á tímum — að það sé skíta- lykt af málinu. Það var greinilegt að mikið lá við að „rekið væri úr túninu“. Eg og fleiri hafa beðið nógu lengi eftir því að forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla íslands gerði grein fyrir því opinberlega hvort hann fór með rétt mál eða fleipur. Mér finnst að hann, sem sérfræðingur og opinber starfsmað- ur, ætti að sýna almenningi, sem borgar milljarða í verðbætur og dráttarvexti árlega eftir útreikning- um Kerfisins, þá kurteisi að skýra sitt mál frekar — þó ekki væri nema í þeim sjálfsagða tilgangi að veija heiður Háskólans, æðstu mennta- stofnunar landsins. Því spyr ég for- stöðumann Hagfræðistofununar Háskóla íslands: Er það rétt eftir þér haft að verðbólgan sé ofreikn- uð? Ef svo er, í hve miklum mæli telur Hagfræðistofnun HÍ að það sé gert, hvernig og í hvaða til- gangi? (Þögn af þinni hálfu verður auðvitað túlkuð sem staðfesting á því sem ríkisforstjóramir sögðu, þ.e. áreiðanleiki HÍ verður dreginn í efa.) LEÓ M. JÓNSSON, Nesvegi 13, Höfnum. Luxor 100 riða sjónvörp á aðeins: 119£00? • 100Hz, 29" skjár, Black Invar myndlampi með Combi Filter (skarpari mynd) • Sjálfvirk stöðvaleitun og uppröðun • Tvö scart tengi • Upplýsingar á skjá er hægt að hafa á 12 mismunandi tungumálum • Hraðtextavarp án biðtíma. r lOOrið (lOOHz)-betri mynd Sjónvarpsmyndin byggist upp á kyrrmyndum. Því hraðar sem myndirnar eru sýndar þeim mun betri verður hreyfimyndin. Venjulegt sjónvarp hefur tíðnina 50 Hz og sýnir 50 myndir á sekúndu. Luxor 100Hz ertvöfalt hraðvirkari og sýnir 100 myndir á sekúndu. Þess vegna verður myndin stöðug og skörp. Velkomin(n) í Glæsilega verslun Tóneyru heimsins nema gæöin Sjónvarpsmiðstöðin [ 1 ) : • Umbobsmenn um land allt: VBTDMAM:HliónmAknsi. Kiivlélag Bomfiiílnoa. Boignsi. Blómslijrvellir. Hellissandi. Eiiin Hallgiinisson. Gnmdailuöi.VfSIFIMM: RafWJ Jónasai Þóis. PatieksfiiSi Póllinn. Isibli. NOHQURLAHD.Iif Sleingiímsliaróar. Hólmavík. tf V-Himvetninoa. Hvammstanga (f Hónvelninga. BIMsi. SkagluSingabóS. Sanðéikrófu. KA. Dalvik. BíkvalAkureyri Ijósgiafina Akuieyii. ðmti Húsavík. If pfngevinoa. Hiisavik Urð. Raisfarhöfn.AUSTUBLAIID Kf Héraðstióa. Egilsstöðinn.Verslunin Vik Heskaupsstað. kauptún. VopaWi. B Vonnliröinga. Vopnarirði kí Héraðslióa. Seyðisfirðl Tnbreöp Seyðisfirði H Páskróðsfiarðar. Fáskróðsfirði. IASI Djópavogi. KAS(.Höfn HnmaRiði. SUBURLAHD: Ralmagnsveikstasði (B, Hvnlsvelli. Maslelf Hellu Heimstsknl SeHossi. (1 Sellassi. flái PtHiákslröfn. Brímnes.Vestmannaerium BIUIABIS: Rafðorg. Grindavik. RaRagnavfimusl Sig Ingvarssnnar. Garöi Batiim Hafnarfirðt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.