Morgunblaðið - 07.12.1997, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1997 49
BREF TIL BLAÐSINS
Óð Hagfræði-
stofnun HÍ reyk?
Frá Leó M. Jónssyni:
ÞAÐ vakti athygli mína og fleiri
þegar haft var eftir forstöðumanni
Hagfræðistofnunar Háskóla íslands
í fjölmiðlum fyrir nokkru, að íslensk
stjórnvöld ofreiknuðu verðbólgu-
stig. Þar með skildist manni að með
því að ofreikna verðbólgustig væru
skuldarar, t.d. húsnæðiskaupendur,
látnir greiða hundruð milljóna ár-
lega í verðbætur á lán, þ.e. að ver-
ið væri að ofreikna verðbætur og
dráttarvexti, sem almenningi er
gert að greiða með valdboði eftir
opinberum vísitölum. Það vakti ekki
síður athygli þegar tveir „útvarða
kerfisins"; Hagstofustjóri og for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, stukku
til, næstum samstundis, og lýstu
því yfir í fjölmiðlum að verðbólgan
væri ekki ofmetin — lögðu meira
að segja „þunga áherslu“ á að
ummæli forstöðumanns Hagfræði-
stofnunar HÍ ættu ekki við rök að
styðjast, gott ef þau voru ekki einn-
ig sögð vera ábyrgðarlaus og fleira
í þeim dúr.
Svo virðist sem enginn blaðamað-
ur hafi veitt þessu stórmáli athygli
eða haft bein í nefinu til að upplýsa
það, en málið snertir grundvall-
arhagsmuni hvers heimilis í landinu.
Það er skoðun mín, byggð á
reynslu, að þegar „varðhundar
Kerfisins“ taka að „gelta fyrir hús-
bóndann" með svo miklum gassa-
gangi og litlum fyrirvara, sem þeir
Ríkisforstjórar gerðu varðandi
þetta mál, sé líklegast að maðkur
sé í mysunni; eða eins og það heit-
ir nú á tímum — að það sé skíta-
lykt af málinu. Það var greinilegt
að mikið lá við að „rekið væri úr
túninu“.
Eg og fleiri hafa beðið nógu lengi
eftir því að forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskóla íslands
gerði grein fyrir því opinberlega
hvort hann fór með rétt mál eða
fleipur. Mér finnst að hann, sem
sérfræðingur og opinber starfsmað-
ur, ætti að sýna almenningi, sem
borgar milljarða í verðbætur og
dráttarvexti árlega eftir útreikning-
um Kerfisins, þá kurteisi að skýra
sitt mál frekar — þó ekki væri nema
í þeim sjálfsagða tilgangi að veija
heiður Háskólans, æðstu mennta-
stofnunar landsins. Því spyr ég for-
stöðumann Hagfræðistofununar
Háskóla íslands: Er það rétt eftir
þér haft að verðbólgan sé ofreikn-
uð? Ef svo er, í hve miklum mæli
telur Hagfræðistofnun HÍ að það
sé gert, hvernig og í hvaða til-
gangi? (Þögn af þinni hálfu verður
auðvitað túlkuð sem staðfesting á
því sem ríkisforstjóramir sögðu,
þ.e. áreiðanleiki HÍ verður dreginn
í efa.)
LEÓ M. JÓNSSON,
Nesvegi 13, Höfnum.
Luxor
100 riða sjónvörp
á aðeins:
119£00?
• 100Hz, 29" skjár, Black
Invar myndlampi með
Combi Filter (skarpari
mynd)
• Sjálfvirk stöðvaleitun
og uppröðun
• Tvö scart tengi
• Upplýsingar á
skjá er hægt að
hafa á 12
mismunandi
tungumálum
• Hraðtextavarp
án biðtíma.
r
lOOrið (lOOHz)-betri mynd
Sjónvarpsmyndin byggist
upp á kyrrmyndum.
Því hraðar sem myndirnar
eru sýndar þeim mun betri
verður hreyfimyndin.
Venjulegt sjónvarp hefur
tíðnina 50 Hz og sýnir
50 myndir á sekúndu.
Luxor 100Hz ertvöfalt
hraðvirkari og sýnir
100 myndir á sekúndu.
Þess vegna verður myndin
stöðug og skörp.
Velkomin(n) í Glæsilega verslun
Tóneyru heimsins
nema gæöin
Sjónvarpsmiðstöðin
[ 1 ) : •
Umbobsmenn um land allt:
VBTDMAM:HliónmAknsi. Kiivlélag Bomfiiílnoa. Boignsi. Blómslijrvellir. Hellissandi. Eiiin Hallgiinisson. Gnmdailuöi.VfSIFIMM: RafWJ Jónasai Þóis. PatieksfiiSi Póllinn. Isibli. NOHQURLAHD.Iif Sleingiímsliaróar. Hólmavík. tf V-Himvetninoa. Hvammstanga (f Hónvelninga. BIMsi. SkagluSingabóS. Sanðéikrófu. KA. Dalvik. BíkvalAkureyri Ijósgiafina Akuieyii. ðmti Húsavík. If pfngevinoa. Hiisavik Urð. Raisfarhöfn.AUSTUBLAIID Kf
Héraðstióa. Egilsstöðinn.Verslunin Vik Heskaupsstað. kauptún. VopaWi. B Vonnliröinga. Vopnarirði kí Héraðslióa. Seyðisfirðl Tnbreöp Seyðisfirði H Páskróðsfiarðar. Fáskróðsfirði. IASI Djópavogi. KAS(.Höfn HnmaRiði. SUBURLAHD: Ralmagnsveikstasði (B, Hvnlsvelli. Maslelf Hellu Heimstsknl SeHossi. (1 Sellassi. flái PtHiákslröfn. Brímnes.Vestmannaerium BIUIABIS: Rafðorg. Grindavik. RaRagnavfimusl Sig Ingvarssnnar. Garöi Batiim Hafnarfirðt