Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum leggur áherslu á jöfnuð
Morgunblaðið/Kristinn
BENGT Lindqvist, umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Með því að búa
saman uppræt-
um við fordóma
Bengt Lindqvist umboðsmaður fatlaðra hjá
Sameinuðu þjóðunum, var hér í heimsókn í
vikunni og flutti fyrirlestur um grandvallar-
reglur SÞ um málefni fatlaðra. Karl
Blöndal ræddi við hann um stöðu þeirra í
heiminum.
BENGT Lindqvist, umboðs-
maður fatlaðra hjá Sam-
einuðu þjóðunum, sinnir
málefnum fatlaðra um
allan heim. Hans meginmarkmið er
að tryggja fötluðum jafnan aðgang
í þjóðfélaginu í samræmi við grund-
vallarreglur Sameinuðu þjóðanna.
„Starf mitt var afrakstur þess að
Sameinuðu þjóðirnar samþykktu
grundvallarreglurnar," sagði Lindq-
vist. „Þar er sérstakur kafli um
eftirlit með grundvallarreglunum
þar sem segir að skipa eigi sér-
stakan umboðsmann til að starfa í
þijú ár. í mars 1994 bauð Boutros
Boutros-Ghali, þáverandi fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
mér að taka starfíð að mér.“
Hann sagði að hann hefði í raun
tekið við starfinu þegar haldin var
alþjóðleg ráðstefna um grundvallar-
reglur SÞ í Reykjavík.
Fyrsta ræðan var í Reykjavík
„Það var fyrsta ráðstefnan og
fyrsta ræða mín um reglumar,"
sagði hann. „Og því er það mér sönn
ánægja að koma hingað aftur nú,
þremur og hálfu ári síðar, til að segja
fólki hvað ég hef verið að gera.“
Lindqvist var hér í boði Mannrétt-
indaskrifstqfu íslands, Öryrkja-
bandalags íslands. Þroskahjálpar og
Blindrafélagsins. í tilefni af komu
hans var haldin ráðstefna á Hótel
Sögu um reglur Sameinuðu þjóð-
anna í málefnum fatlaðra.
Hann kvaðst aðeins hafa kannað
yfirborðið á málefnum fatlaðra á
Islandi.
„Islendingar hafa svarað einni
aiþjóðlegri könnun um lagasetningu
og aðgengi," sagði hann. „Ég hef
lesið svör ríkisstjórnarinnar og
tveggja samtaka og veit því eitthvað
um málið. Miðað við þessi svör eru
íslendingar vel á veg komnir en það
eru margar eyður þar sem gera
þarf meira. Stefnan, sem hér er
fylgt í málefnum fatlaðra, er hins
vegar ekkert, sem ástæða er til að
skammast sín fyrir. En þið eigið
margt ógert.“
Hann sagði að það væri full-
snemmt fyrir sig að draga fram ein-
staka þætti, en þó væri áberandi
að efnahagsþátturinn væri nefndur.
„Þegar ég hlusta á fólk
virðist efnahagslegt ör-
yggi og fyrirkomulag líf-
eyrisgreiðslna vera tals-
vert áhyggjuefni. Ég
heyrði hér að útskrifaðist
ungur, fatlaður maður úr skóla og
fengi ekki vinnu fengi hann örorku-
lífeyri. Gangi hann hins vegar í
hjónaband missir hann nánast allan
lífeyrinn og verður þá meira eða
minna háður makanum. Ég á auð-
velt með að skilja áhyggjur þeirra
og margir hafa rætt þetta við mig
hér.“
Hitti ráðamenn að máli
Lindqvist ræddi á mánudag við
félagsmálaráðherra og hugðist tala
við fleiri ráðamenn _hér á landi, þar
á meðal forseta Íslands, forseta
Alþingis, formenn þingnefnda og
þingflokka.
„Ég átti góðan fund með félags-
málaráðherra,“ sagði Lindqvist.
„Hann sýndi mikla athygli. Hann
sagði mér ýmislegt um áætlanir sín-
ar.“
Hann kvaðst sjá fyrir sér að ís-
lendingar gætu látið að sér kveða
erlendis með tvennu móti.
„Mér skilst að íslendingar hafí
þróað samband við Litháa og tel _að
það sé góð byijun,“ sagði hann. „Ég
mundi meta það mikils ef íslending-
ar tækju málefni fatlaðra einnig upp
á grundvelli þess samstarfs. Ástæð-
an er sú að Litháen hefu líkt og
önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi,
staðið sig illa í málefnum fatlaðra.
Þar er því mikið að gera. Það væri
einnig gott út frá grundvallarregl-
unni því að við erum að beita okkur
fyrir því ’að málefni fatlaðra verði
sjálfsagður hluti af stjórnarstefnu,
ekki undantekning eða eitthvað sér-
stakt, heldur eðlilegur hluti. Ef ríki
kemur nálægt félagslegri þróun á
að liggja í hlutarins eðli að málefni
fatlaðra séu hluti af því. Og ég vil
bæta því við að sé nægilegt fé fyrir
hendi væri ánægjulegt að Islending-
ar létu einnig að sér kveða í málefn-
um fatlaðra í þróunarríkjunum."
íslendingum boðið verkefni
Lindqvist kvaðst einnig hafa sér-
stakt verkefni, sem hann vildi bjóða
íslendingum að taka þátt í.
„Ég ætla að bjóða íslensku stjórn-
inni að vera meðal þeirra, sem styðja
eftirlit með að farið sér eftir grund-
vallarreglunum í málefnum fatl-
aðra,“ sagði hann. „Þetta verkefni
stendur fyrir utan aðalíjárhagsáætl-
un Sameinuðu þjóðanna, sem reynd-
ar á einnig við um flest önnur mál
á félagslega sviðinu. 11 ríki lögðu
fé af mörkum til fyrstu þriggja ár-
anna, þar á meðal öll Norðurlöndin
nema Island. Ég hef gefið til kynna
að mér þætti vænt um að íslending-
ar slægjust í hópinn.“
Hann sagði að Páll Pétursson
hefði sýnt málinu áhuga, en þetta
mál væri á könnu utanríkisráðu-
neytisins. Ef íslendingar ákvæðu
að taka þátt yrði aðeins um fjár-
framlag að ræða. Ríki hefðu látið
allt frá tveimur milljónum
til 14 milljóna króna af
hendi rakna fyrir þriggja
ára tímabil.
„Öllum framlögum er
hins vegar fagnað," sagði
hann. „Því að hér er auðvitað um
að ræða vísbendingu um stuðning
við það að grundvaliarreglum Sam-
einuðu þjóðanna sé beitt um allan
heim. Það má einnig nefna að við
höfum séð róttækar breytingar á
löggjöf í um 20 ríkjum þar sem byggt
er á grundvallarreglunum. Þar á
meðal er Indland, en einnig má nefna
Úganda, Ghana og Mexíkó."
Lindqvist játti því að gagnrýna
mætti ríki á borð við Indland, sem
settu umfangsmikla löggjöf, en ættu
síðan í mestu erfiðleikum með að
framfylgja henni.
„Indveijar hafa nú eina fram-
sæknustu löggjöf í málefnum fatl-
aðra í heiminum," sagði hann. „Bil-
ið á milli laga og framkvæmdar er
gífurlegt. A hinn bóginn er það
þannig að séu lögin fyrir hendi hafa
þeir sem beijast fyrir umbótum
ákveðinn stuðning. Annað dæmi er
Ghana þar sem gerð hefur verið
ótrúleg breyting á stjórnarskránni.
Ég held að frá sjónarmiði fatlaðra
sé þar á ferð ein sterkasta stjómar-
skrá sem ég þekki. Ghana er einnig
í hópi fátækustu landa heims, en
um leið geta þau samtök, sem beij-
ast fyrir mannréttíndum og þátttöku
fatlaðra, stutt sig við lögin og farið
í þingið og spurt hvers vegna svona
lítið sé gert og hvers vegna þing-
menn gleymi þeim þegar lagagrunn-
urinn er svona sterkur."
Var ráðherra í sex ár
Bengt Lindqvist kenndi fram á
sjöunda áratuginn. Hann hefur
starfað mikið í samtökum fatlaðra
í Svíþjóð. Hann var forseti samtaka
blindra í Svíþjóð og leiddi einnig
heildarsamtök fatlaðra. Hann var
þingmaður en lét _af þingsetu í upp-
hafi síðasta árs. í sex ár var hann
félagsmálaráðherra Svíþjóðar.
„Eg hef tekið virkan þátt í alþjóð-
legu starfi í þágu fatlaðra frá 1969
og ég býst við að það sé mikilvæg-
asti grunnurinn, sem ég bý að í því
starfi, sem ég gegni nú,“ sagði
hann. „Ég þekki margt fólk og hef
tengsl. Ég var til dæmis hluti af
sænsku nefndinni, sem undirbjó ár
fatlaðra árið 1981. Ég hef helgað
mig þessu til langframa."
Lindqvist þarf að taka á marg-
breytilegum málum. Verkefnin eru
ekki þau sömu í Belgíu og Bangla-
desh.
„Markmiðið er hins vegar það
sama,“ sagði hann. „Það er að gera
fötluðum kleift að taka fullan þátt.
Þátt í hveiju? í því þjóðfélagi, sem
þú tilheyrir. Þannig að búi fatlaður
maður í fátæku þorpi í Mósambík
er spurningin hvernig eigi að gera
honum mögulegt að taka fullan
þátt í þorpslífinu, þannig að hann
geti axlað ábyrgð og gert eitthvað
nytsamlegt fyrir þorpið og frjölskyld-
una og sýnt að hann geti lagt sitt
af mörkum. Og það sama á við hér
á íslandi. Ég geri ráð fyrir því að
ætli kona eða karl í hjólastól að
fara út á vinnumarkaðinn sé það
erfitt.“
Hann sagði að ekkert land væri
sér á báti í þessum efnum þótt
munurinn milli þeirra gæti verið
mikill.
„Það er alltaf þannig, hvar sem
er í heiminum, að fatlaðir geta kom-
ið umheiminum á óvart,“ sagði
hann. „Því að við getum alltaf gert
meira, en menn hafa trú á að við
getum. Og það á enn við í þróuðum
ríkjum á borð við ísland þótt sam-
hengið geti verið annað.“
Hann sagði að markmiðið væri
vitaskuld jöfn þátttaka: „Ekkert ríki
getur sagt að því markmiði hafi
verið náð, sérstaklega ekki þegar
atvinnuleysi er annars vegar. Ekk-
ert vestrænt ríki hefur leyst at-
vinnuleysisvandann. Það á reyndar
einnig við um önnur ríki, en vestræn
ríki líta svo á að þau séu fyrirmynd-
in. Þetta er hin raunverulega áskor-
un á hendur heiminum og það á við
lönd á borð við Bandarík-
in, Norðurlönd, Ástralíu
og Japan.“
Hann sagði að innan
Evrópusambandsins væru
ríkin í suðri sennilega
lengst á eftir, einkum Portúgal,
Spánn og Grikkland. Þá væri
munurinn milli borga og sveita mik-
ill. í borgunum væru aðstæður yfir-
leitt sýnu betri. Fremst væru Norð-
urlöndin og að mörgu leyti Banda-
ríkin og Kanada. Þjóðveijar stæðu
vel að vígi hvað varðaði félagslegu
hliðina og greiðslu örorkulífeyris,
en væru á eftir í að uppfylla skil-
yrði um jafna þátttöku.
Vandi Þjóðverja
„Nú er þetta að breytast í Þýska-
landi, en þeir hafa íjárfest í dýrum
stofnunum og það er erfitt að eiga
við breytinguna frá stofnunum til
þjónustu sem er lausari í reipun-
um, “ sagði hann. „Það er spurning
um virðingu manna, átök við hóp
menntaðra starfsstétta og fleira.
Ég hef bent á það í sumum fyrir-
lestra minna að auðveldara sé að
ræða framkvæmd grundvallarregln-
anna í þróunarríki en í rótgrónu
markaðshagkerfi eins og þau gerast
í Evrópu. Ástæðan er sú að í Evr-
ópu hefur verið flárfest í flóknu
kerfí og erfitt getur verið að upp-
ræta þau þótt þau bijóti í bága við
grundvallarregluna um jafna þátt-
töku.“
Hann sagði að með aukinni vald-
dreifingu á íslandi kæmi einnig
verkefni sem mundi varða málefni
fatlaðra.
„Valddreifing ætti að vera góð
fyrii' fólk þegar talað er um fulla
þátttöku í þjóðfélaginu," sagði hann.
„Það ætti að hjálpa fólki að búa
áfram í þorpinu sínu í stað þess að
leita til Reykjavíkur. En ég sé fyrir
mér tvo vandamálaþætti sem ég
vildi leggja áherslu á. í fyrsta lagi
Ijárveitingar. Eignist foreldrar veru-
lega fatlað barn er vitað hvað hægt
er að gera fyrir það, en það mun
kosta mikið. í litlu þorpi gæti það
farið illa með flárhagsáætlunina.
Þörfum þessa barns yrði stillt upp
á móti mörgum hlutum, sem fólk
hefur hug á að gera og það er ógern-
ingur að nokkur maður þurfi að
taka slíka ákvörðun. Mitt ráð er að
á fjárlögum verði gert ráð fyrir því
að slíkt gerist vegna þess að það
er óhjákvæmilegt. Fatlað fólk fæðist
og slys eiga sér stað og fólk verður
veikt.
Hitt atriðið snýst um meðhöndl-
un. Til eru fátíðar fatlanir og þær
þarf að annast á öðru framkvæmda-
stigi. Það þarf að yfirstíga þessar
hindranir til að nýta sér kosti vald-
dreifingar."
Hefur ekki lagavald sér til
fulltingis
Lindqvist sagði að allajafna væri
vel tekið á móti sér þegar hann
kæmi til hinna ýmsu ríkja til að
kanna ástand mála. Það væri til
trafala að hann hefði ekkert laga-
vald sér til fulltingis, en sér hefði
til dæmis tekist að auka áhrif sín
með því að hafa samband við sam-
tök fatlaðra í viðkomandi landi, þótt
það væri oft ekki vel séð af ríkis-
stjórnum. Einnig gæti hann verið
hvatinn að því að ríkisstjórnir og
samtök settust að samningaborðinu.
Ein helsta hindrun fatlaðra í öll-
um þjóðfélögum er fordómar. Lindq-
vist kvaðst ekki hafa neina formúlu
fyrir því hvernig beijast ætti gegn
þeim.
„Við verðum alls staðar fyrir for-
dómum,“ sagði Lindqvist, sem hefur
verið blindur frá 15 ára aldri. „Fólk
heldur að blint fólk eða fatlað fólk
sé svona og svona. Fordómar geta
einnig verið_ einstaklega viður-
styggilegir. Á Vesturlöndum veit
fólk að opinberlega eru fordómar
ekki liðnir. Fólk hefur því fordóma,
en felur þá. Þú rekst ekki á fordóm-
ana þegar þú hittir fólk fyrst, en
þegar dýpra er seilst koma þeir
fram.
Lindqvist stjómar nefnd, sem ijall-
ar um afstöðu fólks gagnvart fötluð-
um í Svíþjóð. „Ég hélt að við væmm
lengra komnir en raun ber
vitni,“ sagði hann. Rétt
fyrir neðan yfirborðið leyn-
ast fordómamir. Meira að
segja meðal sérfræðinga,
sem annast fatlaða er þá
að finna. Hvert er svarið? Ég held
að fatlaðir séu sínir eigin sendiherr-
ar. Við verðum að gera fólki grein
fyrir réttindum sínum, að fatlaðir
þurfi ekki að beygja sig, þeir þurfi
ekki að betla, þannig að fatlað fólk
geti barist gegn fordómum þegar það
verður fyrir þeim. Hluti svarsins er
aukin þátttaka í þjóðfélaginu og auk-
in réttindi. Einnig held ég að lög
hjálpi. Lög veita ekki aðeins efnisleg
gæði, heldur em einnig viðurkenning
á réttinum til að vera maður með
jafnan rétt. Ég hef ekki mikla trú á
því að uppræta megi fordóma með
upplýsingum og bæklingum, en með
því að búa saman, lifa saman vinnum
við að því að fordómar hverfi.“
Fordómar eru
helsta hindr-
un fatlaðra
íslendingar
eiga enn
margt ógert