Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 33
Syngjandi jól í
Hafnarborg
I HAFNARBORG, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, hefst
dagskrá sem ber yfirskriftina
Syngjandi jól í Hafnarborg og mun
flutningur tónlistar standa fram á
kvöld. Dagskráin er samvinnuverk-
efni Hafnarborgar og Skólaskrif-
stofu Hafnarfjarðar, en Egill Rúnar
Friðleifsson hefur annast undirbún-
ing hennar. Tuttugu og tveir kórar
og sönghópar, sem í eru alls um
800 meðlimir, flytja tónlist. Dag-
skráin hefst laugardaginn 13. des-
ember kl. 13.
Barnakór frá Hvammi hefur
sönginn kl. 13-13.20. Barnakór frá
Garðavöllum kl. 13.20-13.40. Litli
kór Öldutúnsskóla kl. 13.40-14.20.
Kór Hafnarfjarðarkirkju kl. 14.20-
14.40. Kór Álftanesskóla kl.
14.40- 15. Kór Hvaleyrarskóla kl.
15- 15.20. Kór Setbergsskóla kl.
15.20-15.40. Barna- og unglinga-
kór Hafnarfjarðarkirkju kl.
15.40- 16. Kór Víðistaðaskóla kl.
16- 16.20. Barnakór Fríkirkjunnar
í Hafnarfirði kl. 16.20-16.40. Kór
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl.
16.40- 17. Barna- og unglingakór
Víðistaðakirkju kl. 17-17.20. Gafl-
arakórinn kl. 17.20-17.40. Söng-
hópurinn hitt og þetta kl. 17.40-18.
Karlakórinn Þrestir kl. 18-18.20.
Skátakórinn kl. 18.20-18.40.
Kammerkór Hafnarfjarðar kl.
18.40- 19. Kvennakór Hafnarfjarð-
ar kl. 19-19.20. Karlakór eldri
Þrasta kl. 19.20-19.40. Kór Víði-
staðakirkju kl. 19.40-20 og Kór
Flensborgarskóla kl. 20.-20.20.
Listamenn
segja frá
verkum
sínum
Á SÝNINGUNNI „Aðföng 1997“
á Kjarvalsstöðum hefur undanf-
arnar tvær vikur verið boðið upp
á stutta kynningu eða leiðsögn
undir yfirskriftinni „skyndikynni
við listamenn". Fjallað er um eitt
verk á dag og eru það listamenn
sem tala um eigin verk. Næstkom-
andi sunnudag, 14. desember kl.
16, munu listamenn sem tekið
hafa þátt í „skyndikynnunum"
vera þátttakendur í almennri leið-
sögn um sýningar safnsins. Þá
tala um eigin verk þau Jóhann
Torfason, Jónína Guðnadóttir, Erla
Þórarinsdóttir, Bjarni H. Þórarins-
son og Kristinn E. Hrafnsson.
{ austursal er sýning á verkum
úr Kjarvalssafni og á sýningarvegg
byggingardeildar í austurforsal eru
sýndar húsateikningar sem deildin
hefur fengið til varðveislu á þessu
ári.
Opið er á Kjarvalsstöðum frá
kl. 10-18 alla daga vikunnar og
eru kaffistofa og safnverslun opin
á sama tíma. Sýningunum lýkur
21. desember.
.—...---------
Jólavaka
í Hlégarði
JÓLAVAKA Karlakórsins Stefnis
og Leikfélags Mosfellsbæjar verð-
ur haldin í Hlégarði sunnudaginn
14. desember kl. 17, og á að endur-
vekja þennan gamla sið sem við-
hafður var til margra ára í Mos-
fellssveit og síðar Mosfellsbæ.
Á jólavökunni flytja Stefnis-
félgar nokkur lög af efnisskrá
sinni, Leikfélagið flytur einþátt-
ung og verður með ljóðalestur,
kórinn syngur síðan nokkur jóla-
lög og sóknarpresturinn flytur
hugvekju.
-----» ♦ ♦----
Norsk kvik-
mynd í Nor-
ræna húsinu
KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
börn eru í Norræna húsinu alla
sunnudaga kl. 14. Nú á sunnudag
verður sýnd norsk fjölskyldumynd,
Reisen til julestjernen.
Á jólanótt er Gullintoppa prins-
essa lokkuð af frænda sínum, sem
er grimmur og undirförull greifi,
út í skóg að leita að jólastjörn-
unni. Árin líða og ekkert spyrst til
prinsessunnar. Drottningin og
kóngurinn eru búin að missa alla
von um að finna dóttur sína, en
skyndilega Ieysist málið.. .
------♦ » ♦----
Sýningum
lýkur
Gallerí
Ingólfsstræti 8
SÝNINGU Toon Michiels lýkur
sunnudaginn 14. desember.
Galleríið er opið fimmtudag til
sunnudag frá kl. 14-18, og eftir
samkomulagi.
Nýlistasafnið
Sýningu Guðjóns Ketilssonar,
Kristínar Blöndal, Gunnars Árna-
sonar og Rúnu Gísladóttur lýkur
nú á sunnudag. Þetta eru jafn-
framt síðustu sýningar ársins í
safninu.
Sýningarnar eru opnar daglega
frá kl. 14-18.
------» ♦ ♦----
Gallerí Barm-
ur á Gráa
kettinum
SÝNINGIN í Gallerí Barmi í
desember verður í fonni dreifi-
bréfs.
Höfundur sýningarinnar er Ráð-
hildur Ingadóttir, og er Margrét
Blöndal berandi gallerísins.
Fyrstu bréfunum verður dreift
á Gráa Kettinum við Hverfisgötu
á kl. 16-18 laugardaginn 13.
desember.
------» ■♦ ♦---
Upplestur
í Lista-
skálanum
SKÁLDKONURNAR Didda, Elín
Ebba Gunnarsdóttir, Friðrika
Benónýs, Kristín Maija Baldurs-
dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Stein-
unn Sigurðardóttir, Vilborg Dav-
íðsdóttir og Þórunn Valdimars-
dóttir lesa upp úr nýútkomnum
bókum sínum í Listaskálanum í
Hveragerði sunnudaginn 14. des-
ember kl. 15.
------♦ ♦ ♦----
Opin vinnu-
stofa á Lauga-
vegi 23
HELGA Magnúsdóttir listmálari
mun opna vinnustofu sína alla eft-
irmiðdaga og lengur um helgar,
fram að jólum. Þar verða til sýnis
og sölu vatnslitaverk og olíumál-
verk.
KÓR Hafnarfjarðarkirkju.
Gloria eftir Vivaldi í Hafnarfjarðarkirkju
KÓR Hafnarfjarðarkirkju
flytur Gloriu eftir Vivaldi á
jólavöku sunnudaginn 14. des-
ember kl. 20.30. Stjórnandi er
Natalía Chow.
Gloria er sjálfstætt verk, en
ekki gloriu-þáttur úr messu.
Verkið samanstendur af 12
sjálfstæðum þáttum. Hvað stíl
verksins varðar þá líkist það
mjög Iítilli messu. Margir þátt-
anna eru með strengja- og
continuo undirleik (orgel).
Eina undantekningin er meg-
inþáttur verksins, Domine
Deus, sem hefur kammermúsík-
yfirbragð og er skrifaður fyrir
sópran, óbó og continuo. Vi-
valdi notar einnig óbó og
trompet til að gefa nokkrum
þáttum verksins hátíðlegt yfir-
bragð, en það er í upphafs-
þættinum, Quoniam og loka-
þættinum.
Jólatónleikar
skólanna
Tónlistarskóli Kópavogs
JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla
Kópavogs hefjast í Kópavogskirkju
laugardaginn 13. desember kl. 11,
og hefur forskóladeildin leikinn.
Mánudaginn 15. desember kl. 18
verða tónleikar í Hjallakirkju.
Fimmtudaginn 18. desember kl.
18 leika strengjasveitirnar aðal-
hlutverkið í Hjallakirkju. Föstu-
daginn 19. desember kl. 18 verða
tónleikar í tónleikasal skólans
Hamraborg 11. Tónver tónlistar-
skólans lýkur svo jólatónleikaröð-
inni að þessu sinni laugardaginn
20. desember kl. 17 og verða þeir
haldnir í tónleikasal skólans.
Jólatónleikar
Kársneskóranna
Jólatónleikar Kársneskóranna
verða í Digraneskirkju laugar-
daginn 13. desember. Fram koma
fimm kórar með 250 nemendum
á aldrinum 8-16 ára úr Kársnes-
og Þinghólsskóla. Stjórnandi er
Þórunn Björnsdóttir og undirleik-
ari er Marteinn H. Friðriksson.
Tónleikarnir hefjast kl. 17, að-
gangseyrir er kr. 500 fyrir full-
orðna en ókeypis fyrir börn.
Tónlistarskólinn í Grindavík
Þrennir jólatónleikar verða á
vegum Tónlistarskóla Grindavík-
ur, en hann á 25 ára afmæli á
þessu skólaári. Tónleikar nem-
enda forskóladeilda og yngri nem-
endur skólans verða mánudaginn
15. desember og þriðjudaginn 16.
desember í „Kvennó“, menning-
armiðstöð við Víkurbraut, og hefj-
ast kl. 17. Fimmtudaginn 18. des-
ember verða tónleikar eldri nem-
enda og samspilshópar koma fram
í Grindavíkurkirkju kl. 20.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
Jólatónleikar nemenda verða
haldnir mánudaginn 15. desem-
ber kl. 20 í Grensáskirkju.
Tónlistarskóli ísafjarðar
Á ísafíi’ði verða femir tónleikar
í sal grunnskólans á ísafírði.
Fimmtudagskvöldið 11. desember
kl. 20, föstudagskvöld kl. 20,
sunnudaginn 14. desember kl. 15
og kl. 17.
Á tónleikunum verða um 160
mismunandi tónlistaratriði, allt
frá endurreisnartímanum til
popptónlistar þessa áratugar.
Hljómsveit skólans leikur verk
eftir Mozart og ,jólarokksveit“
kemur fram í fyrsta sinn.
Á Suðureyri verða tónleikar í
nýjum sal Verkalýðsfélagsins
Súganda laugardaginn 13. des-
ember kl. 17.
Á Súðavík verða tónleikar mið-
vikudagskvöldið 17. desember og
verða þeir á sama tíma og jólahá-
tíð grunnskólans, þar sem verður
samfelld dagskrá með tónlist og
söngatriðum, upplestri ogjólagríni.
Árleg listaverkakaup
ríkis og borgar
12 milljóna
fjárveitíng
hjá hvoru
safnanna
í YFIRLITI listaverkakaupa
Listasafns íslands sl. 10 ár sem
Gallerí Fold gefur út kemur fram
að árleg fjárveiting safnsins til
kaupa er 12 milljónir króna. Ólaf-
ur Kvaran, forstöðumaður Lista-
safnsins, segir ekki rétt að safnið
hafí einungis ráðstafað um 6 millj-
ónum á þessu ári, fjárveitingin sé
þegar á þrotum og því sé verið
að birta gamlar upplýsingar frá
safninu.
Ólafur segir að Listasafni ís-
lands hafi undanfarið ár verið út-
hlutað 12 milljónum í fjárlögum
til listaverkakaupa og í fjárlögum
fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir
sömu upphæð.
Listasafn Reykjavíkur hefur
einnig 12 milljónir til ráðstöfunar
fyrir listaverkakaup árlega. Að
sögn Eiríks Þorlákssonar, for-
stöðumanns Kjarvalsstaða hefur
verið um sömu fjárhæð að ræða
sl. 2 ár en árið 1995 var fjárveit-
ing Reykjavíkurborgar 15
milljónir. Fjárlög borgarinnar
fyrir næsta ár hljóða áfram upp
á 12 milljónir.
Ballettmyndin
„Spartakus“ í
MÍR
BALLETTKVIKMYN DIN „Spart-
akus“ verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, kl. 15 og verður
þetta síðasta sunnudagssýningin
á þessu ári. Ballettinn var saminn
við tónlist Arams Katsjatúijans á
sjötta áratugnum og frumsýndur
í Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu, en
kvikmyndin gerð nokkrum árum
síðar. Höfundar handrits, dans-
höfundar og stjórnendur eru Vad-
im Derbenév og Júrí Grigorovits,
en með aðalhlutverkin fara Vlad-
imír Vassiliév, Natalia Bes-
smertovna, Maris Liepa og Nina
Timofejeva. Aðrir dansarar og
hljóðfæraleikarar frá Bolshoj-
leikhúsinu í Moskvu. Aðgangur
er ókeypis.
Elizabeth Arden
Mikið úrval af
fallegum gjafa-
pakkningum frá
Elizabeth Arden
Verið velkomin
Snyrtivöruverslun
Hamraborg, simi 564 2011