Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 33 Syngjandi jól í Hafnarborg I HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, hefst dagskrá sem ber yfirskriftina Syngjandi jól í Hafnarborg og mun flutningur tónlistar standa fram á kvöld. Dagskráin er samvinnuverk- efni Hafnarborgar og Skólaskrif- stofu Hafnarfjarðar, en Egill Rúnar Friðleifsson hefur annast undirbún- ing hennar. Tuttugu og tveir kórar og sönghópar, sem í eru alls um 800 meðlimir, flytja tónlist. Dag- skráin hefst laugardaginn 13. des- ember kl. 13. Barnakór frá Hvammi hefur sönginn kl. 13-13.20. Barnakór frá Garðavöllum kl. 13.20-13.40. Litli kór Öldutúnsskóla kl. 13.40-14.20. Kór Hafnarfjarðarkirkju kl. 14.20- 14.40. Kór Álftanesskóla kl. 14.40- 15. Kór Hvaleyrarskóla kl. 15- 15.20. Kór Setbergsskóla kl. 15.20-15.40. Barna- og unglinga- kór Hafnarfjarðarkirkju kl. 15.40- 16. Kór Víðistaðaskóla kl. 16- 16.20. Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl. 16.20-16.40. Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl. 16.40- 17. Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju kl. 17-17.20. Gafl- arakórinn kl. 17.20-17.40. Söng- hópurinn hitt og þetta kl. 17.40-18. Karlakórinn Þrestir kl. 18-18.20. Skátakórinn kl. 18.20-18.40. Kammerkór Hafnarfjarðar kl. 18.40- 19. Kvennakór Hafnarfjarð- ar kl. 19-19.20. Karlakór eldri Þrasta kl. 19.20-19.40. Kór Víði- staðakirkju kl. 19.40-20 og Kór Flensborgarskóla kl. 20.-20.20. Listamenn segja frá verkum sínum Á SÝNINGUNNI „Aðföng 1997“ á Kjarvalsstöðum hefur undanf- arnar tvær vikur verið boðið upp á stutta kynningu eða leiðsögn undir yfirskriftinni „skyndikynni við listamenn". Fjallað er um eitt verk á dag og eru það listamenn sem tala um eigin verk. Næstkom- andi sunnudag, 14. desember kl. 16, munu listamenn sem tekið hafa þátt í „skyndikynnunum" vera þátttakendur í almennri leið- sögn um sýningar safnsins. Þá tala um eigin verk þau Jóhann Torfason, Jónína Guðnadóttir, Erla Þórarinsdóttir, Bjarni H. Þórarins- son og Kristinn E. Hrafnsson. { austursal er sýning á verkum úr Kjarvalssafni og á sýningarvegg byggingardeildar í austurforsal eru sýndar húsateikningar sem deildin hefur fengið til varðveislu á þessu ári. Opið er á Kjarvalsstöðum frá kl. 10-18 alla daga vikunnar og eru kaffistofa og safnverslun opin á sama tíma. Sýningunum lýkur 21. desember. .—...--------- Jólavaka í Hlégarði JÓLAVAKA Karlakórsins Stefnis og Leikfélags Mosfellsbæjar verð- ur haldin í Hlégarði sunnudaginn 14. desember kl. 17, og á að endur- vekja þennan gamla sið sem við- hafður var til margra ára í Mos- fellssveit og síðar Mosfellsbæ. Á jólavökunni flytja Stefnis- félgar nokkur lög af efnisskrá sinni, Leikfélagið flytur einþátt- ung og verður með ljóðalestur, kórinn syngur síðan nokkur jóla- lög og sóknarpresturinn flytur hugvekju. -----» ♦ ♦---- Norsk kvik- mynd í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Nú á sunnudag verður sýnd norsk fjölskyldumynd, Reisen til julestjernen. Á jólanótt er Gullintoppa prins- essa lokkuð af frænda sínum, sem er grimmur og undirförull greifi, út í skóg að leita að jólastjörn- unni. Árin líða og ekkert spyrst til prinsessunnar. Drottningin og kóngurinn eru búin að missa alla von um að finna dóttur sína, en skyndilega Ieysist málið.. . ------♦ » ♦---- Sýningum lýkur Gallerí Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Toon Michiels lýkur sunnudaginn 14. desember. Galleríið er opið fimmtudag til sunnudag frá kl. 14-18, og eftir samkomulagi. Nýlistasafnið Sýningu Guðjóns Ketilssonar, Kristínar Blöndal, Gunnars Árna- sonar og Rúnu Gísladóttur lýkur nú á sunnudag. Þetta eru jafn- framt síðustu sýningar ársins í safninu. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18. ------» ♦ ♦---- Gallerí Barm- ur á Gráa kettinum SÝNINGIN í Gallerí Barmi í desember verður í fonni dreifi- bréfs. Höfundur sýningarinnar er Ráð- hildur Ingadóttir, og er Margrét Blöndal berandi gallerísins. Fyrstu bréfunum verður dreift á Gráa Kettinum við Hverfisgötu á kl. 16-18 laugardaginn 13. desember. ------» ■♦ ♦--- Upplestur í Lista- skálanum SKÁLDKONURNAR Didda, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Friðrika Benónýs, Kristín Maija Baldurs- dóttir, Kristín Ómarsdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir, Vilborg Dav- íðsdóttir og Þórunn Valdimars- dóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum í Listaskálanum í Hveragerði sunnudaginn 14. des- ember kl. 15. ------♦ ♦ ♦---- Opin vinnu- stofa á Lauga- vegi 23 HELGA Magnúsdóttir listmálari mun opna vinnustofu sína alla eft- irmiðdaga og lengur um helgar, fram að jólum. Þar verða til sýnis og sölu vatnslitaverk og olíumál- verk. KÓR Hafnarfjarðarkirkju. Gloria eftir Vivaldi í Hafnarfjarðarkirkju KÓR Hafnarfjarðarkirkju flytur Gloriu eftir Vivaldi á jólavöku sunnudaginn 14. des- ember kl. 20.30. Stjórnandi er Natalía Chow. Gloria er sjálfstætt verk, en ekki gloriu-þáttur úr messu. Verkið samanstendur af 12 sjálfstæðum þáttum. Hvað stíl verksins varðar þá líkist það mjög Iítilli messu. Margir þátt- anna eru með strengja- og continuo undirleik (orgel). Eina undantekningin er meg- inþáttur verksins, Domine Deus, sem hefur kammermúsík- yfirbragð og er skrifaður fyrir sópran, óbó og continuo. Vi- valdi notar einnig óbó og trompet til að gefa nokkrum þáttum verksins hátíðlegt yfir- bragð, en það er í upphafs- þættinum, Quoniam og loka- þættinum. Jólatónleikar skólanna Tónlistarskóli Kópavogs JÓLATÓNLEIKAR Tónlistarskóla Kópavogs hefjast í Kópavogskirkju laugardaginn 13. desember kl. 11, og hefur forskóladeildin leikinn. Mánudaginn 15. desember kl. 18 verða tónleikar í Hjallakirkju. Fimmtudaginn 18. desember kl. 18 leika strengjasveitirnar aðal- hlutverkið í Hjallakirkju. Föstu- daginn 19. desember kl. 18 verða tónleikar í tónleikasal skólans Hamraborg 11. Tónver tónlistar- skólans lýkur svo jólatónleikaröð- inni að þessu sinni laugardaginn 20. desember kl. 17 og verða þeir haldnir í tónleikasal skólans. Jólatónleikar Kársneskóranna Jólatónleikar Kársneskóranna verða í Digraneskirkju laugar- daginn 13. desember. Fram koma fimm kórar með 250 nemendum á aldrinum 8-16 ára úr Kársnes- og Þinghólsskóla. Stjórnandi er Þórunn Björnsdóttir og undirleik- ari er Marteinn H. Friðriksson. Tónleikarnir hefjast kl. 17, að- gangseyrir er kr. 500 fyrir full- orðna en ókeypis fyrir börn. Tónlistarskólinn í Grindavík Þrennir jólatónleikar verða á vegum Tónlistarskóla Grindavík- ur, en hann á 25 ára afmæli á þessu skólaári. Tónleikar nem- enda forskóladeilda og yngri nem- endur skólans verða mánudaginn 15. desember og þriðjudaginn 16. desember í „Kvennó“, menning- armiðstöð við Víkurbraut, og hefj- ast kl. 17. Fimmtudaginn 18. des- ember verða tónleikar eldri nem- enda og samspilshópar koma fram í Grindavíkurkirkju kl. 20. Tónlistarskólinn í Reykjavík Jólatónleikar nemenda verða haldnir mánudaginn 15. desem- ber kl. 20 í Grensáskirkju. Tónlistarskóli ísafjarðar Á ísafíi’ði verða femir tónleikar í sal grunnskólans á ísafírði. Fimmtudagskvöldið 11. desember kl. 20, föstudagskvöld kl. 20, sunnudaginn 14. desember kl. 15 og kl. 17. Á tónleikunum verða um 160 mismunandi tónlistaratriði, allt frá endurreisnartímanum til popptónlistar þessa áratugar. Hljómsveit skólans leikur verk eftir Mozart og ,jólarokksveit“ kemur fram í fyrsta sinn. Á Suðureyri verða tónleikar í nýjum sal Verkalýðsfélagsins Súganda laugardaginn 13. des- ember kl. 17. Á Súðavík verða tónleikar mið- vikudagskvöldið 17. desember og verða þeir á sama tíma og jólahá- tíð grunnskólans, þar sem verður samfelld dagskrá með tónlist og söngatriðum, upplestri ogjólagríni. Árleg listaverkakaup ríkis og borgar 12 milljóna fjárveitíng hjá hvoru safnanna í YFIRLITI listaverkakaupa Listasafns íslands sl. 10 ár sem Gallerí Fold gefur út kemur fram að árleg fjárveiting safnsins til kaupa er 12 milljónir króna. Ólaf- ur Kvaran, forstöðumaður Lista- safnsins, segir ekki rétt að safnið hafí einungis ráðstafað um 6 millj- ónum á þessu ári, fjárveitingin sé þegar á þrotum og því sé verið að birta gamlar upplýsingar frá safninu. Ólafur segir að Listasafni ís- lands hafi undanfarið ár verið út- hlutað 12 milljónum í fjárlögum til listaverkakaupa og í fjárlögum fyrir næsta ár sé gert ráð fyrir sömu upphæð. Listasafn Reykjavíkur hefur einnig 12 milljónir til ráðstöfunar fyrir listaverkakaup árlega. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, for- stöðumanns Kjarvalsstaða hefur verið um sömu fjárhæð að ræða sl. 2 ár en árið 1995 var fjárveit- ing Reykjavíkurborgar 15 milljónir. Fjárlög borgarinnar fyrir næsta ár hljóða áfram upp á 12 milljónir. Ballettmyndin „Spartakus“ í MÍR BALLETTKVIKMYN DIN „Spart- akus“ verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 15 og verður þetta síðasta sunnudagssýningin á þessu ári. Ballettinn var saminn við tónlist Arams Katsjatúijans á sjötta áratugnum og frumsýndur í Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu, en kvikmyndin gerð nokkrum árum síðar. Höfundar handrits, dans- höfundar og stjórnendur eru Vad- im Derbenév og Júrí Grigorovits, en með aðalhlutverkin fara Vlad- imír Vassiliév, Natalia Bes- smertovna, Maris Liepa og Nina Timofejeva. Aðrir dansarar og hljóðfæraleikarar frá Bolshoj- leikhúsinu í Moskvu. Aðgangur er ókeypis. Elizabeth Arden Mikið úrval af fallegum gjafa- pakkningum frá Elizabeth Arden Verið velkomin Snyrtivöruverslun Hamraborg, simi 564 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.