Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 31 LISTIR B A R N ABÆICUR Flækt í vef táknanna L TÁKNAVEFURINN á sýningu Gabríelu. MYIVPLIST Gallerf 20 fermetrar SKÚLPTÚR/INNSETNING GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR Opið 15-18 alla daga nema mánu- daga og þriðjudaga. Sýningin stend- urtil 14. desember. PEGAR kviknar á umferðarljósun- um á morgun verða þau blá, söng Jimi Hendrix einu sinni og orðin túlka sterkan byltingaranda, einmitt vegna þess að táknheimurinn sem við búum við er svo ótrúlega fastákveð- inn. Jimi hefði alveg eins geta sagt að þegar Reykvíkingar vakni á morgun þá verði Esjan horfín. Gulu, rauðu og grænu umferðarljósin eru óumbreyt- anleg eins og náttúrulögmál og það á við um svo margt í hversdagsveröld okkar, hvort sem það er yfirborð hlutanna eða hegðun fólksins sem umgengst þá. Sýning Gabríelu Friðriksdóttur í Gallerí tuttugu fermetrum er svo ein- faldlega framsettt að hún blekkir áhorfandann gersamlega við fyrstu sýn. Þegar komið er inn í sýningar- rýmið verða fyrir áhorfandanum nokkrir hlutir sem eru sagaðir út í tré með mjúkum brúnum, stíflakkað- ir í hvítum og ljósum litum og tengdir saman með ofnum nælonþráðum. „Á,“ hugsar áhorfandinn, „nú hef ég villst inn í leikfangaverslun." En þeg- ar betur er að gáð kemur ýmislegt í ljós sem orkar tvímælis. Spaðarnir sem hanga á veggnum og virtust vera leikfóng eru hauskúpur og í þeim hanga bein. Risastór vefur fyllir hornið og yfir miðjum salnum hangir stór og ógnvekjandi köngurló og heldur í spotta úr vefnum. Þetta eru að minnsta kosti ekki leikföng fyrir nein venjuleg börn. Á hnútunum í vefnum eru trébútar með ámáluðum táknum sem að því er virðist eru valin af handahófi en gefa vísbendingu um inntak sýningarinn- ar. Þetta er táknavefurinn og áhorf- andinn getur dæmt af eigin viðbrögð- um við sýningunni hve rækilega fast- ur hann er í þessum vef og hve auð- velt er að blekkja hann ef spilað er með þær táknmyndir yfirborðsins sem hann umgengst í hugsunarleysi á hverjum degi. Gabríela gerir þetta með verkum sem eru húmorísk og blátt áfram. Hún virðist gera sér sér- staklega far um að hafa verkin ein- föld - svo einföld að það getur jafn- vel verið erfitt að taka þau fullkom- lega alvarlega. Það er engu líkara en að í uppbroti sínu á táknveruleikan- um sé hún að reyna við töfrabragðið sem er erfiðast allra. Ekki að láta Esjuna hverfa, heldur að láta listina hverfa úr listaverkinu. Þetta er lítil en nokkuð vel ígrund- uð sýning sem er til sóma, sérstak- lega þegar til þess er litið að Gabríela hefur nýlokið námi. Hugmyndir af þessu tagi gætu komið henni langt. Jón Proppé i JLíí?í ti Nú eru bækumar um Alla Nýjasta bókin m., "Strokufanginn" h er æsispennandi j. M. sagaumþrjá13 # ára krakka, sem mr m UPf$i • uppgötva leyndardóma eyöibýlisins. M0MH sími 567 1024 Heimasíða: www.isholf.is/utgafa Jóhús Batduvss sson 4? LYFJA Lágmúla 5 Opið alla daga kl. 9-24 / ▼ I dag er 25% afsláttur af nýjasta nikótínlyfinu frá Nicorette: NICORETTE innsogslyf IBM Aptiva E 30) 189 900 -") Úrgjörvi Intel Pentium 200MHz MMX. Vinnsluminni 32MB 5DRAM. Harðdiskur: 4.2GB. Skjár 15" IBM. Skjákort: ATi 3D Rage 11+ með 2 MB SGRAM. Margmiðlun: 24 hraöa geisladrif, hljóðkort, hátalarar og bassabox. Samskipti: 33.600 baud mótald. Hugbúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite 97, Simply Speakíng, IBM Antivirus. Aptiva-tölvurnar hafa á að skipa sérstaklaga öflugum véf- og hugbúnaði. Þessar einstöku tölvur eru hannaðar með það í huga að vinnslan sé skemmtileg, auðveld eg hröð. Glæsilegt útlit þeirra á sér enga hliðstæðu og hljóðgæðin eru lík því sem þú átt að venjast í kvikmyndahúsum. Láttu drauminn rætast og festu kaup á IBM Aptiva - tölvu sem á sér engan líka! pentlum 11 oTt n Sound by IBM Aptiva S 45) "T308.qdb,-L, Örgiörvi: Intel Pentlum II 233MHz. Vinnsluminnt: 32MB SBRAM, má auka I 384. Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is Netfang: nyherji@nyherji.is Harðdiskur: 4.2GB. Sk}ár: 17" IBM meö Bose hátölurum. Skjákort: ATi 3D Rage Pro meö 2 MB SGHAM. Margmiðlun: 24 hraða geisladrif, hljóökort og bassabox. Samskipti 33.600 baud mótald. Hugbúnaður: Wlndows 95, Lotus SmartSuite 97 og 28 önnur forrit (hjálparforrit, fræösla og lelkir. <Q> NÝHERJI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.