Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 71
BREF TIL BLAÐSIIMS
Þrýstihópur aldraðra
Húsbréf
Frá Gyðu Jóhannsdóttur:
ELDRI borgarar hafa undanfarið
látið mikið að sér kveða og gera
nú kröfur um stærri sneið af kök-
unni sem þjóðarbúið hefur til úthlut-
unar. Þrýstihópar eru að verða
áberandi í íslensku samfélagi. Þeir
gera kröfu til hærri launa og meiri
þjónustu frá því opinbera án þess
að koma með tillögur um hvar eigi
að fá fjármagnið sem til þarf.
Er almenningur fús til þess að
greiða hærri skatta? Þar sem eldri
borgarar eru að verða einn af
þrýstihópunum er ekki úr vegi að
rifja upp ýmis hlunnindi sem þeir
njóta.
Sjúkraþjálfun er töluvert mikið
niðurgreidd eins og er, eða kr. 460
fyrir fyrstu íjögur skiptin og ekkert
eftir það, en einhver breyting mun
vera fyrirhuguð á því eftir áramót.
Ef við þurfum að vitja læknis og
sá kostnaður fer yfir þijú þúsund
krónur á ári fáum við afsláttarkort
og þurfum þá ekki að greiða nema
eitt til tvö hundruð krónur, en ung
hjón með nokkur börn þurfa að
greiða fimm hundruð krónur í hvert
skipti sem þau fara með eitthvert
barnanna til læknis.
Við fáum afslátt af vörum, þjón-
ustu, leikhúsferðum og fieiru. Við
höfum frían aðgang að sundstöðum
borgarinnar. Félags- og þjónustu-
miðstöðvar sem Reykjavíkurborg
hefur byggt víðsvegar um borgina
munu nú vera 15 talsins og með
búnaði sem til heyrir hafa þær ekki
kostað skattgreiðendur undir 15
milljörðum króna. Á þessum stöðv-
um fáum við niðurgreiddar máltíð-
ir, föndur, leikfimi og margvíslega
afþreyingu. Fleiri hundruð konur
eru í störfum við heimiiisaðstoð og
umönnun aldraðra, þar sem sumir
greiða ekki neitt og aðrir brot af
raunverulegum kostnaði.
Á vegum Félags eldri borgara og
íþrótta- og tómstundaráðs er leik-
fími með tónlist tvisvar í viku í fim-
leikasal Víkings, en íþróttasvæði
þeirra er staðsett í Traðarlandi 1 í
Fossvogi. Þessa leikfimi sækja að
staðaldri 65 til 70 manns. Kennsluna
LEIKFIMI fyrir eldri borgara í Víkingsheimilinu.
annast Edda Baldursdóttir og æfing-
ar sem hún hefur sett saman skila
sýnilegum árangri.
Konur, 74 ára og eldri sem hafa
stundað þessa leikfími undanfarin
þrjú ár, hafa náð ótrúlegri mýkt í
hreyfingum og losað sig við nokkur
aukakíló.
Þátttaka sem er fyrir 67 ára og
eldri er ókeypis.
Meirihluti eldri kynslóðar nútím-
ans sem ólst upp við sparnað og
gat aukið eignir sínar á tímum verð-
bolgu hefur góð fjárráð. Dæmi um
það eru nærtæk. Markaður fyrir
dýrar og fínar þjónustuíbúðir fyrir
aldraða er stöðugt fyrir hendi.
í utanlandsferðir fyrir eldra fólk
þarf að panta með góðum fyrirvara
til _þess að fá pláss.
I 70 manna hóp sem er nýlega
kominn úr heimsreisu voru fáir
undir 65 ára aldri og kostnaður við
slíka ferð mun hafa numið allt að
einni og hálfri milljón króna fyrir
hjón.
Pólitískir þrýsti- og aðgerðahóp-
ar í röðum eldri borgara ættu að
beita kröftum sínum til þess að
koma fram endurskipulagningu á
þjónustu við aldraða og sjúka. Má
í því sambandi vísa í athyglisverða
grein sem birtist í Morgunblaðinu
Sjómannaskólinn
og Yélskólinn!
Frá Jens Hinrikssyni:
HVAÐ halda þingmenn eða ráð-
herrar að þeir geti gert í umboði
þeirra sem kusu þá, en munu ekki
gera aftur?
Haustið 1945 fórum við í Vél-
skólann í lokabekk. Við vorum bún-
ir að vera tvo vetur í gamla skólan-
um á Öldugötu. Þá var hugsun
okkar sú, að Sjómannaskólinn á
Rauðarárholtinu væri svo stór, að
ekki þyrfti að byggja næstu 100
r
1NW00D KULDASKÓR
Bucktex vatnsvörn
Fendoff bakteríuvörn
Þykkt Dlíuborið leður
Mótað innlegg
5 fallegir litir
Stærðir 3G-4B
Verð
kr. 6.980
Tilboð m Qon
meðan birgóir endast kr. 4.9Ou
Laugavegi 74, sími 561 7388 J
fyrir skömmu eftir Ólaf Örn Arnar-
son, lækni, um sóun í heilbrigðis-
þjónustu. Fleiri mánaða bið eftir
bæklunaraðgerðum er nokkuð sem
enginn í okkar alþekkta neysluþjóð-
félagi ætti að þurfa að búa við.
GYÐA JÓHANNSDÓTTIR,
Miðleiti 7, Reykjavík.
PIPERITA
HÖNNUN:
M.ZILIANI
VERÐ KR. 13.200
Mörkinni 3 ♦ sími 588 0640
E-mail: casa@islandia.is ♦ www.cassina.it
www.zanotta.it ♦ www.artemide.com
Innlausnarverð
húsbréfa í
4. flokki 1992
4. flokki 1994
2. flokki 1995
Innlausnardagur 15. desember 1997.
4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.412.092 kr. 1.482.418 kr. 148.242 kr. 14.824 kr.
4. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 6.184.530 kr.
1.000.000 kr. 1.236.906 kr.
100.000 kr. 123.691 kr.
10.000 kr. 12.369 kr.
2. flokkur 1995: Nafnverð: Innlausnarverð:
5.000.000 kr. 5.928.286 kr.
1.000.000 kr. 1.185.657 kr.
100.000 kr. 118.566 kr.
10.000 kr. 11.857 kr.
Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands
Suðurlandsbraut 24.
cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI S69 6900
árin! Þetta var svo góð og táknræn
bygging með turni og siglingaljós-
um, í stað þeirrar gömlu við höfn-
ina. Nú talar ráðherra fyrir því að
flytja skólana, Vélskóla íslands og
Stýrimannaskólann langt í burtu.
Nei takk. Við kjósum ekki aftur
svona menn.
JENS HINRIKSSON,
vélstjóri,
Langholtsvegi 8, Reykjavík.
IM
Fjölbreytt úrval af góðum fatnaði
m.a. dragtir, blússur, heimagallar,
gallafatnaður og peysur.
Á tilboði
25% afsláttur af buxna- og
pilsdrögtum, blússum og vestum
frá Feminella
Opið laugardag frá kl. lOtil 18,
sunnudag frá kl. 13 til 17.
Tískuvörurfyrir allan aldur
\Æ
Breytum fatnaði frd okkur
yður að kostnaðarlausu
Reykjavíkurvegur 64 • 220 Hafnarfjörður,
sími 565 1147
Jl