Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 15 AKUREYRI Smíði rannsóknarskips fyrir Hafrannsóknastofnun fari ekki út fyrir landsteinana Tilboði Slippstöðvar- innar verði tekið ODDUR Halldórsson fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyra lagði á fundi bæjarráðs í gær fram tillögu um að skorað verði á ríkisstjóm íslands að leita allra leiða til að verkefni við smíði nýs rannsóknarskips fyrir Haf- rannsóknastofnun fari ekki út fyr- ir landsteinana, heldur verði tilboði Slippstöðvarinnar á Akureyri tek- ið. Tilboð í smíði skipsins voru opn- uð í síðustu viku og bárust fimmt- án tilboð, þar af eitt innlent, frá Slippstöðinni á Akureyri en það hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna. Lægsta tilboðið var frá skipa- smíðastöð í Kína, 918 milljónir króna, en það hæsta var frá skipa- smíðastöð í Bandaríkjunum, 2,2 milljarðar króna. Áætlað var að kostnaður við smíði skipsins yrði 1,3 til 1,4 milljarðar króna. Um 60 ársstörf Oddur sagði að ánægjulegt væri að á Akureyri væri svo stórt og öflugt fyrirtæki eins og Slippstöðin sem hefði getu, þekkingu, þor og vilja til að bjóða í svo stórt og krefjandi verkefni sem smíði rann- sóknarskipsins væri. Það yrði mik- il lyftistöng fyrir bæinn og stærra svæði í rauninni því um yrði að ræða kringum 60 ársstörf vegna smíðinnar meðan á henni stæði auk ýmissa hliðaráhrifa. Oddur sagði að leiða mætti að því rök að af þessum 1.600 milljón- um króna sem smíðin kostar fái ríkissjóður allt að 500 milljónum króna í formi staðgreiðsluskatta, annarra skatta og gjalda, þannig að þegar allt kæmi til alls væri munurinn kannski ekki svo ýkja mikill. Nefndi Oddur einnig að störf við smíði þessa skips hefðu margföldunaráhrif, ávinningurinn yrði mjög mikill, ekki bara fyrir Akureyri heldur iðnaðinn og landið í heild. Morgunblaðið/Kristján Skrifað undir styrktarsamning BÚNAÐARBANKINN á Akureyri hefur skrifað undir styrktarsamning við íþróttafélagið Þór. Styrkurinn er veittur í tengslum við endurskipu- lagningu á fjárhag félagsins og gerð skuldaskilasamninga við aðra lánar- drottna, bæði fyrirtæki, stofnanir (áðrar en ríkisstofnanir) og einstakl- inga. Ásgrímur Hilmisson, útibússtjóri Búnaðarbankans, t.v. og Guðmund- ur Sigurbjömsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, skrifuðu undir samninginn fyrir helgina. Fyrir aft- an þá standa stjórnarmenn Þórs, Gísli Kristinn Lórenzson, varafor- maður, Andri Gylfason, formaður körfuknattleiksdeildar, Bjarni Krist- insson, gjaldkeri aðalstjómar, og Þórarinn B. Jónsson, meðstjórnandi. Morgunblaðið/Kristján DANÍEL Snorrason í rannsóknardeild lögreglunnar á Akur- eyri, Ólafur Guðmundsson formaður Félags íslenskra fíkniefna- lögreglumanna, Ingjaldur Arnþórsson forstöðumaður í Varp- holti og Gunnlaugur Valtýsson, gjaldkeri Félags íslenskra fíkni- efnalögreglumanna. Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna Unglingaheimilum gefnar tölvur Miðaldra hjón á Akureyri duttu í lukkupottinn Fengu 35 milljóna króna happdrættisvinning FULLTRÚAR Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna færðu íbú- um á Varpholti, meðferðarheimili fyrir unglinga, tölvu ásamt tilheyr- andi búnaði og áskrift að Netinu í hálft ár. Þeir komu einnig færandi hendi að heimilinu Árbót í Aðaldal, sem einnig er fyrir unglinga en það eignaðist einnig nýja tölvu og búnað í gær. Áður hafa fíkniefnalögreglu- menn gefið meðferðarheimilinu að „JÓLABÆRINN Akureyri" er átak sem nú stendur yfir, en Ferðamála- miðstöð Eyjafjarðar hefur umsjón með því. „Ákureyri er þekktur jóla- bær og með þessu átaki ætlum við að negla það skilti dálítið fastar á bæinn,“ sagði Guðmundur Heiðar Birgisson forstöðumaður þegar átakið var kynnt. Bærinn byggir á sterkri jólahefð og auka miklar jólaskreytingar enn frekar á stemmninguna sem jafnan skapast í bænum og dregur að sér fjölda gesta hvaðanæva af iandinu. Fjölmargt verður á dagskrá fram að jólum, en hápunktur aðventunnar verður án efa jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar og Mótettukórs Hall- grímskirkju í Ákureyrarkirkju um næstu helgi. Þá flytur Kammersveit Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Messías, auk þess sem nefna má jólatónleika Kórs Akureyrarkirkju Bakkaflöt í Skagafirði tölvubúnað. Félag íslenskra fíkniefnalög- reglumanna gaf í fyrra út bækling með almennum upplýsingum um fíkniefni og hefur hann nú verið gefinn út öðru sinni. Ágóðinn af útgáfunni var að hluta til notaður til að fjármagna tölvukaupin. Vænta lögreglumenn þess að tölv- urnar muni nýtast unglingunum bæði í námi og leik. og ljóðakvöld á Sigurhæðum. Sýn- ingin „Desember 97“ verður opnuð í Deiglunni um næstu helgi og þá verður ,jóladjass“ þar í næstu viku. Jólaball á Ráðhústorgi Efnt verður til jólaballs á Ráðhús- torgi á fimmtudagskvöld í næstu viku, 18. desember. Allir helstu tón- listarmenn landsins koma fram og leika lög af nýjustu hljómdiskum sínum, kórar koma fram, jólasveinar fara á kreik og þá verður dansaður línudans. í lokin verður dansað í kringum jólatréð frá Randers. Flesta daga fram að jólum verða sönghópar, kórar, blásarasveitir og aðrir tónlistarmenn á ferð um miðbæinn og kaupmenn leggja sér- staka áherslu á að kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða á jólaföst- unni, en m.a. verður sungið og lesið upp í verslunum. MIÐALDRA hjón á Akureyri, sem ekki vilja láta nafn síns getið, duttu heldur betur í lukkupottinn er dregið var í Happdrætti Háskóla íslands í fyrradag og fengu alls 35 milljónir króna í vinning. Hæsti vinningur kom á miða númer 15012 og áttu tveir við- skiptavinir miða með því núm- eri. Akureyrsku hjónin eiga trompmiða og tvo einfalda miða, sem gáfu þeim 35 millj- ónir króna en hinn miðinn var keyptur á Eskifirði og fékk eigandi hans 5 milljónir króna í sinn hlut. Omnya 6N-0621 í Deiglunni SÝNINGIN Omnya 6N-0621 verður opnuð í Deiglunni í Kaupvangsstræti á morgun, laugardaginn 13. desember kl. 16, en um er að ræða samsýn- ingu 6 listamanna. Sýningin er tileinkuð samnefndum rúss- neskum togara sem liggur við Torfunefsbryggju við rætur Listagils en togarinn er eitt af verkum sýningarinnar. Þeir sem þátt taka í sýning- unni eru Jón Laxdal Halldórs- son, Jónas Viðar Sveinsson, Sólveig Baldursdóttir, Laufey Margrét Pálsdóttir, Hrefna Harðardóttir og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. Sýningin verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga og frá kl. 14 til 22 á Þorláksmessu sem er síðasti sýningardagur. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag, 13. desember kl. 11 og sama dag kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kyrrðar- og bænastund verður í Grenivíkur- kirkju næstkomandi mánu- dagskvöld, 15. desember kl. 21. Aðventukvöld verður í Greni- víkurkirkju kl. 20.30 á sunnu- ^ dagskvöld, 14. desemb»r. Gísli Jónsson, umboðsmað- ur HÍ á Akureyri, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að vinn- ingurinn kæmi sér vel fyrir hjónin en þetta er stærsti vinningur sem komið hefur á happdrættismiða á Norður- landi. Hæsti vinningur sem Gísli hafði áður greitt út var 10 milljónir króna. 50 milljónir í desember „Akureyringar eru ekkert að spila meira en gengur og gerist á landsvísu en þeir hafa verið einstaklega heppnir. MIKIÐ verður um að vera í Gamla bænum í Laufási á sunnudag, 14. desember en þá mun hópur fólks dusta rykið af gömlum siðum og venjum sem einkenndu undirbún- ing jólanna hér á landi fyrir einni öld. í baðstofu mun fólkið sitja við útskurð laufabrauðs sem steikt verður á hlóðum og í gamla eldhús- inu verður soðið hangikjöt sem gestir fá að smakka. Tólgarkerti verða gerð og George Hollanders BÚNAÐARBANKINN á Akureyri verður opið hús í afgreiðslum bankans að Geislagötu 5 og í Sunnuhlíð laugardaginn 13. des- ember frá kl. 13-16. Þar gefst bæjarbúum og nær- sveitarmönnum kostur á að kynna s4r starfsemi bankans, rn.a. Með þessum stóra vinningi er umboðið á Akureyri að borga út um 50 milljónir króna í vinninga nú í desember, sem þýðir 90-100 milljónir króna á ársgrundvelli.“ Hæsti vinningurinn í HÍ í desember í fyrra, 5 milljónir króna, kom á miða á Akureyri og í nóvember sl. kom hæsti vinningurinn í Heita pottinum, 2 milljónir króna, til Akureyrar. „Þannig að við höfum verið mjög heppin á þessu ári eins og svo oft áður,“ sagði Gísli. leikfangasmiður útbýr leikföng úr tré. Jólaskraut verður búið til, jóla- tré sett upp og það skreytt. Eldri nemendur grunnskólans á Grenivík verða með heitt kakó og piparkökur til sölu svo gestir fái í sig yl og loks má geta þess að ís- lenskir jólasveinar heimsækja Laufás og verða á ferðinni um kl. 14.30, en dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 15. Aðgangseyrir er 200 krónur fyrir þá sem eru eldri en 12 ára. Heimabankann á Internetinu, Heimilislínuna, Hlutabréfasjóðinn, Æskulínuna og Herkúles. Þá verð- ur gestum kennt á hraðbankann og þjónustusímann. Snæfinnur snjókarl kemur í heimsókn og heitt verður á könn- unni.KPR> Átakið „Jólabær- inn Akureyri“ Gamli bærinn í Laufási Jólahald fyrir einni öld Búnaðarbankinn með opið hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.