Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI orð sagði framkvæmdastjóri Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga í október í fyrra er hann tilkynnti undir- rituðum og áhöfn hans að búið væri að selja Hoffell SU-80 til Namibíu. Það var ekk- ert annað en innantómt gjálfur, enda kom það fljótt í ljós því skipið lá í reiðileysi við bryggju í Reykjavík i fimm mán- uði eftir að það kom þangað til afhendingar. Að þeim tíma liðnum var skipið leigt til Vest- manna- eyja og keypt svo seinna meir af sama leigutaka. Var þá um eitt ár liðið frá því áhöfninni var sagt upp störfum á þeim forsendum að búið væri að selja skipið til Namibíu. Eftir uppsagnim- ar sagði framkvæmdastjórinn orð- rétt. „Eftir þessa aðgerð verður Fá- skrúðsfjörður einn blómlegasti bær á íslandi, því kaupa á nótaskip eða fjölveiðiskip í staðinn fyrir Hoffellið." Nú er komið á annað ár síðan þessi orð voru sögð og ekki er komið neitt nótaskipið eða fjölveiðiskipið enn og kemur aldrei meðan þessir snillingar ráða ferðinni, enda eiga þeir engan möguleika á því lengur að komast yfír kvóta í uppsjávarfiski og geta því ekkert keypt. Nei, salan á Hoffell- inu var ekkert annað en nauðvöm, það sjá allir sem vilja, a.m.k. var ekkert gert til þess að reyna að halda skipinu. Aldrei mátti minnast orði á . kvótakaup á þeim tíma meðan fyrir- tækið hafði bæði getu og alla burði til þess að auka aflaheimildir sínar og styrkja þannig betur rekstrarstöð- una. Erfitt verður að minnsta kosti fyrir þessa snillinga að bera það af sér, að þeim hafi ekki verið boðinn nógur kvóti úr þessu byggðarlagi. Þeir klúðruðu því sem öðru og létu þannig allt frá sér fara. Snillingamir í kaupfélaginu á Fá- skrúðsfirði þurftu ekkert á auknum kvóta að halda, þeir kunnu sko að reka fyrirtæki. Það fer heldur ekki hátt um gróðann af sölunni á Hoffell- inu, enda hrekkur það trúlega skammt í allt það rugl sem búið er að vera í gangi og sér ekki fyrir sndann á enn. Á hverju hausti var ■->- spurt þegar allir firðir voru svartir af síld og hægt var að dæla henni nánast beint af bryggjunni og inn í hús, af hvetju menn tækju ekki þátt í þessu ævintýri og um leið að auka fjölbreytnina í rekstri fyrirtækisins og efla atvinnuna enn meira? Alltaf var sama svarið, við þurfum ekk- ert á þessu að halda það gengur svo vel hjá okk- ur. Það passaði greini- lega ekki í þeirra munstur að vinna svo- leiðis skítfisk. Núna er annar tónn í þessum sömu mönnum. Allt er lagt undir til þess að komast í þessa síldar- vinnslu, en seinheppnin fylgir þeim nú sem endranær, allt búið. Á þeim árum þegar síldin var að veiðast hér inni á fjörðum, var góð karfaveiði í Rósagarðinum og hefði verið hægt að láta togarana vera þar á veiðum og sigla með aflann, eða setja hann í gáma á meðan síldarver- Allt er lagt undir til þess að komast í þessa síldarvinnslu, segir Högni Skaftason, en seinheppnin fylgir þeim nú sem endranær, allt búið. tíðin stóð yfir. Nei, þeir þurftu ekkert á því að halda, það gekk allt svo ve! hjá þeim. Undirritaður minnti fram- kvæmdastjórann, fulltrúa hans og einn stjómarmanninn á þessa tíma í brúnni á Hoffellinu, þegar hann var að fara með skipið til Reykjavíkur og skila því af sér á sama stað og hann tók við því tuttugu árum áður. Heldur var nú lágt á þeim risið og fátt um svör, enda ekki von á öðm frá þessum snillingum því þeir vom ekkert í takt við tímann þá frekar en nú. Lifðu bara i einhveijum drauma- heimi. Bátur sem keyptur var með stóran rækjukvóta var seldur aftur með öllum aflaheimildum rétt áður en rækjuverðið rauk upp úr öllu valdi. Bátur þessi var reyndar ekki keyptur með það fyrir augum að auka atvinn- una á sínum tíma. Nei, þetta var eitt- hvert snjallræði í skattamálum sem endurskoðandi fyrirtækisins hafði ráð- lagt þeim að gera. Þegar gagnrýnis- raddir fóm að heyrast vegna sölunnar á bátnum, rétt áður en uppsveiflan varð sem mest í rækjunni og verðið á kvótanum margfaldaðist, vom ráð snillinganna þau að benda bara á end- urskoðandann. Jú, það var nefnilega hann sem mælti með sölunni. Nei, þeir gerðu víst enga vitleysu þá frekar en fyrri daginn, heldur var það endur- skoðandinn. Þetta er vesældarleg til- raun til að snúa sig út úr klúðrinu og lágkúmlegt að kenna öðmm um. Halda því svo blákalt fram að enginn kvóti hafí verið seldur frá fyrirtækinu. Það er augljóst að rækja er ekki kvóti í þeirra augum. Stjómendur kaupfé- lagsins em alltaf jafn seinheppnir í öllu sem þeir gera, samanber með Loðnuvinnsluna hf. en það er kapítuli út af fyrir sig. Stjómarformaðurinn í kaupfélaginu virðast ekki hafa mikið álit á Loðnu- vinnslunni hf. ef marka má þau orð sem hann lét bóka eftir sér á hrepps- nefndarfundi ekki alls fyrir löngu. Þessa bókun ætti framkvæmdastjórinn og hinir snillingamir að kynna sér og krefjast nánari skýringa frá stjómar- formanni. Kaupfélagið er nefnilega stærsti hluthafínn og er stjómarfor- maðurinn fulltrúi þeirra framsóknar- manna í hreppsnefnd Búðahrepps. Enda er passað vel upp á það, að inn í stjóm kaupfélagsins fari aðeins rétt eyrnamerktir, en það er önnur saga. Það er rétt að vissu leyti sem bókað er eftir stjómarformanninum, hvers virði er einhver bræðsla sem hefur engan kvóta yfír að ráða og ekkert skip til að veiða. Síðan kemur fulltrúi framkvæmdastjóra, sjálfur aðalsnill- ingur fyrirtækisins í sjónvarpsfrétta- tíma og er spurður hvort menn séu ekki pirraðir, að geta ekki verið að framleiða á fullu. Því verð á mjöli og lýsi hefur sjaldan eða aldrei verið hærra en nú. Svör fulltrúa voru orð- rétt: „Þetta er nú kannski svipað ástand og við bjuggumst við. Haust- veiðin hefur nú aldrei verið öragg og við í okkar áætlunum héma hjá Loðnu- vinnslunni höfum ekki gert ráð fyrir mikilli loðnu í haust.“ Vissulega er þetta rétt, hvernig er hægt að reikna með mikilli loðnu, þar sem enginn kvóti er til og ekk- ert skip? Fróðlegt væri að heyra og sjá hveijar áætlanir þeirra era, ef þær byggjast ekki á hráefnisöflun fyrir verksmiðjuna? Þrátt fyrir allt saman, halda þess- ir snillingar vísvitandi áfram að blekkja fólk og þykjast vera að kaupa nótaskip með kvóta, en ættu í raun að skammast sín því þeir vita að þeir eiga enga möguleika á slíku. Því er sorglegt að horfa upp á hvern- ig þeir eru búnir að klúðra öllum þeim gullnu tækifærum sem þeir fengu. Því hér var hægt að gera stóra og góða hluti. Væru orð fram- kvæmdastjórans því við hæfi nú, að Fáskrúðsfjörður væri einn blómleg- asti bær á Islandi í dag, ef hér hefðu stjómað áræðnir og framsýnir menn. Menn sem hefðu bragðist við vandan- um í tíma, en ekki alltaf sofíð og beðið þar til allt var búið eins og þessi nátttröll hafa gert alla tíð. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. FYRIR skemmstu gerði Baldur Pétursson viðskiptafræðingur í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu í athyglis- verðu viðtali hér í Morgunblaðinu grein fyrir úttekt Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) á sam- keppnishæfni þjóða. Fjallaði Baldur um út- tekt sem birtist nú ný- lega í árbók OECD fyr- ir árið 1997 (World Competitive Yearbook). Samkeppnisstaða ís- lands var talin hafa batnað og ísland hafði færst upp um fjögur sæti úr 25. sæti árið 1996 í 21 sæti 1997. Hins vegar ef skoðuð er sér- staklega staða rannsókna og þróun- arstarfsemi, hefur ísland fallið úr 23. sæti í 31. sæti árið 1997. Við mat á rannsóknum og þróun- arstarfi var m.a. litið sérstaklega til verndar eignarréttar á sviði iðnaðar og hversu mörg einkaleyfi hefðu verið veitt aðilum búsettum í við- komandi landi. Niðurstaðan er at- hyglisverð fyrir okkur íslendinga. Slæleg frammistaða okkar við öflun einkaleyfa dregur samkeppnishæfni rannsókna og vísinda niður og þar með heildarsamkeppnishæfni þjóð- arinnar. Einkaleyfi era ekki algildur mælikvarði í þessu sambandi og síst ætla ég að gera of mikið úr þætti þeirra. Hitt er þó staðreynd að veit- ing einkaleyfa er einn fárra alþjóð- legra samanburðarmælikvarða á árangur rannsókna og þróunar- starfs. Skilyrði fyrir veitingu einka- leyfa er að um sé að ræða uppfinn- ingu sem er hagnýtanleg í atvinnu- skyni, hún sé ný og verulega frá- brugðin því sem þekkt er. Markmið einkaleyfa er eins og rannsókna- og þróunarstarfsemi, að tryggja og styrkja samkeppnisstöðu þeirra sem hlut eiga að máli. Það sem hefur þó vakið athygli mína, er hversu lítið hefur farið fyr- ir umræðu um versnandi samkeppn- isstöðu rannsókna og þróunarstarf- semi hér á landi síðan grein Baidurs birtist. Við nánari skoðun úttektar OECD vekursérstaka athygli hversu litla áherslu íslendingar leggja á að vernda niðurstöður rannsókna og þróunarstarfsemi með einkaleyfum. Veitt hafa verið að meðaltali tvö einkaleyfí á ári til aðila búsettra hér á landi. Borið saman við lönd sem við gjarnan miðum okkur við, svo sem Danmörku, Svíþjóð og Noreg og að teknu tilliti til höfðatölu, ætti að veita 20-40 einkaleyfi til ís- Ienskra aðila á ári. Við hljótum að spyija hvers vegna árangur rannsókna og þróunarstarf- semi mældur með mælistiku einka- leyfa er ekki betri. Getur verið að árangurinn sé ekki meiri? Því trúi ég ekki. Sé hins vegar niðurstaðan að árangurinn sé góður, en við hirð- um ekki um að tryggja eignarréttinn á niðurstöðunum, þegar það á við, jfc |loppSTög ^ handk'íæði ^ x * DESCAMPS SfíHIIMA GLUGCATJOLD Siðiimúla 35 ♦ Sími 568 0333. er það mjög alvarlegt. Ekki einvörðungu vegna mælinga Efna- hags- og framfara- stofnunarinnar, heldur ekki síður vegna þess að lagðir eru u.þ.b. 7 milljarðar króna árlega til rannsókna og þró- unarstarfa hér á landi. Ef skoðuð eru veitt einkaleyfi til Islendinga á síðustu tveimur ára- tugum má leiða rök að því að þau séu í undan- tekningartilfellum til- komin vegna skipu- lagðra rannsókna og þróunarstarfsemi. Með því að skoða umsóknir um einkaleyfi hér á landi og erlend- is í nafni íslenskra aðila má áætla Stór hluti rannsókna og þróunarstarfs hér, segir •• Gunnar Orn Harðar- son, fer fram hjá opin- berum aðilum. að lagðar séu innan við 10 milljónir króna á ári til að tryggja eignarrétt á niðurstöðum rannsókna og þróun- arstarfsemi. Það er harla lítið þegar litið er til þess hversu hagsmunirnir eru miklir. Þótt einkaleyfi séu ekki algildur mælikvarði á árangur, verð- ur vart horft framhjá þeirri stað- reynd að frammistaða okkar er afar slök. Varla er hægt að reikna með því að fjárfestar hafi áhuga á að leggja aukið fjármagn til rannsókna og þróunarstarfsemi, ef þeir hafa ekki betri tryggingu fyrir því, að þeir geti notið afraksturs fjárfestinga sinna umfram aðra sem ekki hafa lagt fram fjármuni. En það eru ekki bara fjárfestar sem gera auknar kröfur á þessu sviði. Evrópusam- bandið gerir nú einnig aukar kröfur um vernd eignarréttar á niðurstöð- um þeirra rannsókna sem það er að styrkja. Eins og áður hefur komið fram má með góðum árangri nota mat á einkaleyfishæfni uppfinninga sem einn af fleiri mælikvörðum á árang- ur rannsókna og þróunarstarfs. Þetta gerir OECD í áður tilvitnaðri úttekt og þetta gerir Evrópusam- bandið í auknum mæli og ber sig þar saman við árangur Bandaríkja- manna og Japana til að meta eigin samkeppnishæfni. Er ekki tímabært að þeir aðilar hérlendis, sem standa straum af kostnaði við rannsóknir, nýti þá möguleika sem felast í einka- leyfiskerfmu og slái þannig tvær flugur í einu höggi - vinni að því að tryggja eignarréttinn á niðurstöð- unum og geri kröfur um skýrt og alþjóðlega samanburðarhæft mat á árangri rannsókna og þróunarstarf- seminnar? Stór hluti rannsókna og þróunar- starfs hér á landi fer fram hjá opin- berum aðilum. Hlutur atvinnulífs er u.þ.b. 30% en hlutur opinberra aðila 70%. Hvetja þarf sérstaklega til þess að opinberir aðilar sem m.a. eru háskóla- og rannsóknastofnanir tryggi eignarétt á niðurstöðum vinnu sinnar. Athyglisvert er að skoða „módel" sem notuð hafa verið víða erlendis með góðum árangri. Má þar sérstak- lega nefna svokallað „Stanford mód- el“ en það var tekið upp við Stan- ford-háskólann í Bandaríkjunum um 1970. Sala og leiga eignaréttar skv. einkaleyfum skilar skólanum nú u.þ.b. 2 milljörðum ísl. króna á ári. Þar af skila uppfinningar Cohen og Boyer á sviði DNA-genatenginga rúmlega helmingi þessara tekna þó svo að aðeins hafi tekist að trvgena Fáskrúðsfj örður » - einn blómlegasti bær á Islandi! Högni Skaftason Bætt samkeppnis- staða rannsókna og þróunarstarfsemi Gunnar Örn Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.