Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KETILL HLÍÐDAL JÓNASSON + Ketill Hlíðdal Jónasson fædd- ist á Hlíð, Vatns- nesi, Vestur-Húna- vatnssýslu, 4. 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónas Jónasson, bóndi í Hlíð, fædd- ur 11. júlí 1850, dáinn 13. maí 1925, og Margrét Þor- steinsdóttir, fædd 21. apríl 1874, dáin 15. mars 1965. Alsystkini Ketils voru Páll, Þorsteinn, Jón Ragn- ar, Þorvaldur, Gróa og Ragn- hildur, en hálfsystkini voru Guðmundur, Jónas, Ingibjörg, Sigurður, Ragnhildur og Sigu- björn, þau eru öll látin. Hinn 14. febrúar 1943 giftist Ketill eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Ingunni Ólafs- dóttur, fædd 16. ágúst 1923. Börn þeirra eru fjögur: 1) Unn- ur Gréta, fædd 10. október 1947, maki Hrólfur S. Gunnarsson, stjúpbörn Unnar Grétu og börn Hrólfs eru Sigríður Alda, Jónas Sævar, Gunnar, Rögnvald- ur Arnar og Anna Rún. 2) Ólöf Guð- rún, fædd 1. júlí 1949,; maki Harald- ur A. Bjarnason, sonur þeirra Ólafur Agúst og sonur Ól- afar og Ágústs Ragnarssonar er Hrafn Aðalsteinn. 3) Jónas Ingi, fæddur 29. febr- úar 1956, börn hans með Geir- þrúði Geirsdóttur eru Margrét Ingunn og Davíð Geir, og fóst- urdóttir Silja Vilhjálmsdóttir. 4) Eggert, fæddur 23.12. 1958. Ketill var bifvélavirkja- meistari og starfrækti til margra ára Lúkas verkstæðið í Reykjavík. Útför Ketils fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar í örfáum orðum að minnast Ketils afa míns_ sem nú hefur lokið jarðvist sinni. Ég kynnt- ist honum afa mínum snemma á lífs- leiðinni og var það heppinn að fá að búa á sama stað um tíma og njóta leiðbeininga hans um lífið og tilveruna. Mér var það snemma ijóst að hann afi minn var skörungur mikill og mannvinur. Sérstaklega finnst mér það merkilegt hve dýr löðuðust að honum afa mínum en í raun var það ofur eðlilegt því dýr virtust fínna það strax að þennan mann þurfti ekki að óttast. Afi náði ótrúlega góðu sambandi við þrestina sem verptu ár eftir ár í kringum sumar- bústaðinn hans við Þingvallavatn. Alveg var með ólíkindum hvemig þeirra vinskapur þróaðist á hveiju sumri og náði svo hámarki þegar þrestimir smöluðu ungum sýnum í átt til hans, svona rétt til að sýna hvernig ánamaðkagjafirnar hefðu komið að notum. Afi gaf ekki aðeins þröstunum ánamaðka heldur gaf hann okkur bræðmm nokkra maðka og veiðistangir og kenndi okkur að laða dyntóttar Þingvallableikjurnar á önglana og í leiðinni tengja okkur óijúfanlegu sambandi við veiðigyðj- una og kenna okkur að meta hina öflugu náttúm landsins. Það fór ekki milli mála að sumarbústaðurinn var sá staður í jarðríki sem afi vildi helst dvelja á. Hann var eins og kóngur í ríki sínu, ávallt að Iaga, bæta, stækka, gróðursetja, smíða og mála. Sumarbústaðinn notaði afí ekki til afslöppunar, þarna var byggður upp draumastaður svo af- komendur gætu fengið að dvelja þar í afslöppun. Nú er afi kominn á betri stað og er ég viss um að í paradís er að finna annað Þingvallavatn jafnvel í aðeins hlýrra loftslagi svo trén vaxi betur, þar er ég viss um að hann afi hafí nú þegar sótt um lóð svo smíðinni verði lokið þegar við hin förum yfír. Hrafn Aðalsteinn Ágústsson. Milli Þorvaldsfjalls og Hlíðarfjalls á Vatnsnesi er gróið og grösugt landsvæði er nefnist Hlíðardalur. Á öðmm áratug þessarar aldar var búið á þremur bæjum í dalnum, Hlíð, Tungukoti og Dalkoti. Þá voru um 25-30 manns í dalnum, flest ungt fólk. Þrátt fyrir vegleysur og þægindasnautt líf undi fólk þarna vel hag sínum. Á vetrum var veður- hamurinn oft mikill og viðhafa þurfti ýmsa varúð en sumrin gátu verið sólrík og heit. Ketill Hlíðdal, föðurbróðir minn, fæddist í Hlíð á Vatnsnesi. Hann var yngstur af 7 börríum hjónanna Margrétar Þorsteinsdóttur og Jón- asar Jónassonar er þar bjuggu. Öll eru þau nú horfin yfir móðuna miklu. í Hlíð var stórbú á þeim tíma sem byggðist aðallega á sauðfjárrækt. Hlíðarsystkinin voru orðlögð fyrir dugnað og verklagni enda uppalin við reglusemi og snyrtimennsku. Jónas, faðir Ketils, lést árið 1928 og skömmu seinna var jörðin seld. Ketill flutti þá með móður sinni til Hvammstanga og síðar til Reykja- víkur. Þegar foreldrar mínir bjuggu í Kirkjuhvammi dvaldist Ketill, sem þá var unglingur, oft hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Hann var í sérlegu uppáhaldi hjá fjölskyldunni enda kátur og skemmtilegur. Hann passaði okkur eldri systkinin og aðstoðaði við úti- og inniverk. Unga fólkið sótti upp í hvammana á síðkvöldum og farið var í alls konar leiki. Davíð Sigurðsson, sem síðar varð íþróttakennari, var besti vinur Ketils og brölluðu þeir margt saman. Útvarp var komið í bæinn svo og sími og þótti mönnum þessi tæki hið mesta galdraverk. Ketill og Davíð voru fljótir að tileinka sér ýmsar tæknibrellur. Lagðir voru hátalarar um allt húsið og eiginlega höfðu þeir sina eigin útvarpsstöð. Þeir ákváðu að leggja hlustunar- kerfi í bakbæinn, þar sem virðuleg, eldri hjón bjuggu. Þegar það tókst voru vinirnir stoppaðir af og þeim skipað að fjarlægja alla hátalara. Úm 1939 bjuggu foreldrar mínir í svokölluðu Fúsahúsi á Hvamms- tanga. Góður brunnur var á lóðinni sem nágrannar höfðu líka afnot af. Við krakkarnir tókum eftir sérlega laglegri ungri stúlku sem kom á morgnana úr Vertshúsinu og sótti vatn í brunninn. Við spurðum mömmu hver þetta væri þvi við þekktum alla í þorpinu. Mamma gat leyst úr spurningu okkar. Stúlkan hét Margrét Olafsdóttir, kölluð Unna, nýkomin frá Akureyri. For- eldrar hennar voru Guðrún og Olaf- ur Dýrmundsson, sem lengi bjuggu á Sigríðarstöðum á Vatnsnesi. Móð- urafí Unnu var Stefán Jónasson, bróðir Jónasar í Hlíð. Ketill frændi var nýkominn úr Reykjavík þar sem hann var við nám og störf. Hann flutti með sér ýmsar nýjungar í þorpið, var smart í klæða- burði, kunni alla nýjustu dansana og var eftirsóttur dansherra á böll- unum. Ketill átti einkennilega oft erindi að brunninum á sama tíma og Unna. Hann sökkti fötunni ofan í brunninn og reyndi að aðstoða þessa fallegu frænku sína. Ekki veit ég hve langan tíma það tók hjá Katli að ná ástum Unnu en þegar þau fóru að leiðast í gegnum þorpið, ákváðum við að það hefði tekist. Margrét föðuramma mín sem þá bjó í þorpinu var sérlega ánægð með ráðahag sonar síns. Unna og Ketill reyndust henni líka mjög vel og ung systurdóttir Ketils, Jónína Sisí Bender, sem var í fóstri hjá ömmu, leit alltaf á þau sem sína fósturforeldra. Ketill og Unna bjuggu um tíma á Hvammstanga en fluttu svo til Reykjavíkur. I mörg ár hafa þau átt fallegt heimili á Kleppsvegi 42 og þar hafa vinir og ættingjar ætíð mætt hlýju og gestrisni. Ketill var bifvélavirki að mennt og vann við þá iðn mestan hluta ævinnar. Síðast rak hann Lúkas- verkstæðið. Viggó, bróðir minn, vann þar með honum og kunni vel að meta vandvirkni Ketils og ná- kvæmni með alla hluti. Jónas, elsti bróðir minn, sem nú býr í Pensacola í Flórída, bjó um tíma ásamt Kolbrúnu konu sinni á Kleppsvegi 42. Mikil vinátta og sam- gangur var á milli ljölskyldnanna. Seinna urðu Ketill og Unna kær- komnir gestir í Pensacola og Jónas sonur þeirra var þar lengi við nám. Eftir að fjölskylda mín fluttist til Hveragerðis komu Unna og Ketill oft í heimsókn. Þau áttu lítinn bú- stað við Bláskóga og dvöldu þar með börnin á sumrin. Áður bjó amma þarna með Sísí. Oft fóru hjón- in í útilegur, einkum að Laugar- vatni eða Þingvöllum. Það var vin- sælt hjá okkur Hirti að tjalda í nám- unda við þau. Gott var að leita til þeirra ef eitthvað vantaði en þau voru alltaf vel útbúin. Amma og Sísí voru líka oft með og hjá þeim var alltaf heitt á könnunni. Hjörtur og Ketill voru mjög góðir vinir, báðir kátir og skemmtilegir. Þeir stunduðu mikið útivist, fóru í langa göngutúra og veiðiferðir. Seinna byggðu Unna og Ketill sér bústað við Þingvallavatn og dvöldu þar mikið hin síðari ár, umkringd börnum og barnabömum. Öllu var þar haganlega fyrir komið og meira að segja lítið viðgerðarverkstæði í útiskúr. Ég er ekki frá því að þar hafi líka leynst gamalt útvarpstæki á hillu. Nágrannarnir leituðu til Ketils ef eitthvað fór úrskeiðis varð- andi vatnsveitu o.fl. Ég held að frændi minn hafí ver- ið heilsuhraustur framan af ævi en eftir hjartaskurðaðgerð í London fór starfsþrekið að minnka. Síðustu árin átti hann við vanheilsu að stríða, þó gáfust góðar stundir inni á milli. Unna og börnin reyndust honum sérlega vel í veikindunum og vöktu yfir honum til hinstu stundar. Við fjölskyldan, móðir mín og systkini sendum innilegar samúðar- kveðjur með þakklæti fyrir liðin ár. Margrét Þorsteinsdóttir. Seiglan í þessari kynslóð er alveg ótrúleg. Þegar ég kynntist Katli fyrst vegna vináttu okkar sonar Jónasar Inga fyrir um 17 árum héldu allir að hann væri að syngja sitt síðasta, en hann var þá að koma heim eftir mikla hjartaaðgerð frá London. En það var nú eitthvað annað. Hann gafst nú ekki svo auðveldlega upp. Síðan hefur á ýmsu gengið í heilsuf- ari Ketils en mörg góð tímabil hafa komið á milli. En lokaspretturinn var erfiður. Það var gott að dóttursonur- inn var kominn heim. Það var gott og gaman að kynn- ast Katli. Hann var hrókur fagnaðar í góðra hópi. Velviljaður og heið- arlegur og ráðagóður. Faðir minn man Ketil fyrir langa löngu sem ungan starfsmann á bifreiðaverk- stæði Sambandsins. Þar var hann umtalaður fyrir kunnáttu og dugn- að. Þannig var hann alla tíð. Og fátt var J>að sem hann vissi ekki um bíla. Eg get sagt eins og ónefnd- ur fyrrum strærðfræðikennari minn að ég gæti skrifað niður alla þekk- ingu mína á bílum aftan á eldspýtu- stokk. Reyndar þótti Katli þessi fá- fræði mín ekki fín. Ekki var ónýtt að eiga að sérfræðing í Katli þegar kaupa átti bíl. „Hann mun duga vel þessi þótt hann sé gamall“— og það gekk eftir. Ketil var góður heim að sækja og alltaf var notalegt að koma á Kleppsveginn þar sem hann bjó alla tíð sem við þekktumst. Þetta heim- ili var eitt af föstu punktunum í til- verunni. Þar hefur líka alltaf verið öruggt opið afdrep fyrir alla fjöl- skyldu Ketils. Ekki var dónalegra að taka hús á honum á Þingvöllum. En þar átti hann sinn unaðsreit og velbúinn verkfæraskúrinn þar hlýt- ur að teljast draumastaður hagleiks- mannsins. Alls ekki tróð Ketill sinn ævistíg einn. Kona hans Margrét í 54 ár er óvenjulega glæsileg og vel gerð dugnaðar- og mannkostakona. Er tæplega hægt að hugsa sér að Ket- il! hefði getað eignast betri og traustari lífförunaut. Við Helga Lilja kveðjum Ketil með þökkum fyrir góð kynni og biðj- um Hinn góða að styðja Margréti og fjölskyldu hennar í sorg sinni. Tryggvi Agnarsson. Ekki veit ég hvort það er viðtek- in venja þegar setið er hjá sjúkum að spjalla um dægurmál og reyna að dreifa huga þess sem rúmfastur er. Þannig fór þó á með okkur Katli tengdaföður mínum þessa fyrstu daga desembermánaðar, sem ég sat hjá honum í veikindum hans. Meira að segja veðurfar og gróðurhúsa- lofttegundir bar á góma. Kannski er þetta vegna þess að maður vill jú láta eins og ekkert sé að, og við munum hittast á ný að þessari veiði- ferð minni lokinni eins og endranær. En nú þegar Ketill hefur kvatt þessa jarðvist sé ég eftir því að hafa eytt þessum dýrmæta tíma svo illa. Við hefðum betur riljað upp skemmtilegar samverustundir, jóla- boð liðinna ára og náttúrufegurð Þingvallasveitar, sem var honum svo kær. Ég hefði viljað þakka hon- um fyrir alla umhyggjuna og ástina sem hann veitti sonum mínum Hrafni og Ólafí og þátttökuna í uppeldi þeirra. Ketill hefur eignast sína eigin „Hörpu hljóma þíða“, les hann þetta kannski yfir öxlina á mér og fyrir- gefur fálætið. Margréti Ingunni tengdamóður minni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Ágúst Bjarnason. Stöku sinnum deyr fólk sem hef- ur verið svo snar þáttur í lífsvef manns að nær ógerningur er að kveðja það. Tómt mál að tala um fyrr en maður sjálfur gefur upp öndina. Þannig er því farið um yngsta móðurbróður minn, Ketil Hlíðdal, sem í dag er lagður til hinstu hvílu. Það var alla tíð afar kært með systkinunum og hans góða nærvera tengist mínum fyrstu bemskuminningum. Ketill sleit barnsskónum við ysta haf í Hlíð á Vatnsnesi, yngstur seinnikonubarna föður síns, í stórum hópi systkina og hálfsystkina. For- eldrar hans bjuggu þar stórbúi á þess tíma mælikvarða, enda Vatns- nesið vel fallið til sauðfjárræktar, sem mannlífið byggðist aðallega á og hjónin þrekmikil, áræðin og framfarasinnuð við að nýta landsins gæði. Elsti sonurinn, Jónas, var hug- vitsmaður og orðlagður þúsund- þjalasmiður, Guðmundur verkfræð- ingur, síðar póst- og símamálastjóri og elsta dóttirin, Ingibjörg, ljósmóð- ir. Heimilið var mannmargt og at- hafnasamt, heimur út af fyrir sig. Veröld sem var. Húsakostur var betri í Hlíð en gerðist, því feðgarnir réðust snemma í að reisa rúmgott steinhús, meira að segja með gesta- herbergi, sem þá taldist til tíðinda. Barnaskóli var sóttur til athafnak- lerksins í Hindisvík, séra Sigurðar Norland, og verksvitið var í háveg- um haft við bústörfin. Systkinin gátu því talist vel að heiman búin til þess að takast á við líf og störf í frumstæðu samfélagi, sem á öllum sviðum kallaði á framfarir. Þáttaskil urðu í lífi frænda míns við fráfall föðurins árið 1928. Eldri systkinin höfðu þá flest stofnað heimili. Hlíð var því seld og yngstu börnin fylgdu móður sinni á mölina, eins og það nefndist þegar flutt var til Reykjavíkur. Þá tók við ókyrrt og öfgafullt líf kreppuáranna í fram- andi og rótlausu umhverfi höf- uðborgar, sem varla gat staðið und- ir nafni. En hvarvetna blöstu samt við óleyst verkefni, sem kölluðu á vinnufúsa og haga hönd. Hugur Ketils beindist snemma að viðfangs- efnum á vélfræðilegu og tæknilegu sviði. Hann lærði því bifvélavirkjun og starfaði lengst starfsævi sinnar við þá grein. Bræðurnir voru með þeim fyrstu, sem eignuðust bíla sem þá voru sjaldséðir og þótti okkur smáfólki mikið tii þess koma. Fyrsti bíltúr sem ég man eftir var með Katli í fínu drossíunni hans. Svo kom hann með ungu, fallegu kærustuna sína, hana Margréti Ing- unni, og heimili þeirra hefur frá fyrstu tíð borið vott um þeirra far- sæla samband og virðingu hvors fyr- ir öðru. Þau hafa átt miklu heimilis- og bamaláni að fagna og mikil sam- heldni og hlýja hefur ríkt innan fjöl- skyldunnar. Gestrisnara heimili var vandfundið og oft var þöng á þingi. Ketill varð fyrir mörgum þungum heilsufarsáföllum á síðari hluta ævinnar, en það birti upp á milli. Hann var athafnamaður að eðlis- fari, glaðlyndur, útivistarmaður, náttúruunnandi og dýravinur. Fjöl- skyldan átti sér sælureit við Þing- vallavatn og þegar sumargrös voru farin að gróa og vorloftið tók að óma var haldið þangað með bát á bíl og samvista notið við móður jörð og stóru samhentu fjölskylduna, ekki síst barnabörnin. Honum var eðlilegt að sýna umhyggju og gefa öðrum það rými sem þeir þurftu, börn og ungmenni eru næm á slíkt og hændust því alla tíð mjög að honum, fundu hvatningu, hlýhug og umburðarlyndi, sem okkur öllum sem þekktu hann og áttu hann að, fínnst gott að minnast við leiðarlok. Það er fyrir margt að þakka og það geri ég. Ljóssins hátíð sem nú fer í hönd mun lýsa upp minningarn- ar. Samúðarkveðjur til Margrétar Ingunnar og fjölskyldunnar. Hulda Jósefsdóttir. Ég var sjö ára þegar ég kynntist Katli og þótt undarlegt megi virðast þá varð hann mjög fljótlega afi minn. Móðir mín hafði látist nokkru áður og faðir minn hafði kynnst nýrri konu, Unni Grétu, dóttur Ket- ils. Ég eignaðist þannig stjúpmóður og heila fjölskyldu í kaupbæti. Ég man vel hvernig mér leið þegar fundum okkar Ketils bar fyrst sam- an. Unnur Gréta hafði farið með mig í heimsókn á Kleppsveginn til að kynna mig fyrir foreldrum sínum. Það getur verið erfitt og nokkuð vandræðalegt fyrir litla stúlku _að hitta nýjan „afa“ og „ömmu“. Ég var feimin og í rauninni dauðhrædd. En Ketill og Margrét tóku svo vel á móti mér að þær tilfínningar hurfu mjög fljótt. Ég var umlukin hlýju og ástúð frá fyrstu stundu. Það varð strax mjög vinsælt að vera sett í pössun hjá afa og ömmu á Kleppsveginum þegar foreldrarnir voru erlendis eða í veiði. Jafnvel enn vinsælla var að fara með afa og ömmu í sumarbústaðinn á Þingvöll- um. Þar höfum við átt góðar stund- ir saman í gegnum árin. Veikindi Ketils afa eru búin að standa nokkuð lengi og smám sam- an minnkaði bæði þrek og þor. Það hefur verið erfitt fyrir þennan sterka og sjálfstæða mann að verða sífellt veikari og meira upp á aðra kom- inn. Það hefur líka verið erfítt að horfa á elskulegan afa minn líða illa og þjást. En í gegnum veikindin þróaðist samband okkar í nýjan far- veg. Við töluðum mikið saman um lífíð og tilveruna, og jafnframt um dauðann. Ég gat tekið utan um hann og þakkað honum fyrir hlýjuna og umhyggjuna í gegnum árin. Ég gat sagt honum sjálfum umbúða- laust hve vænt mér þykir um hann. Þegar ég hugsa til Ketils afa fyilist hjarta mitt kærleika og í hjarta mínu á hann eilífan samastað. I einlægni bið ég Drottin, Föður okkar á himnum, að taka vel á móti afa mínum og umlykja hann eilífum kærleika sínum. Anna Rún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.