Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Mikilvægur fundur! VIÐ í stjórn Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni (FEB) höfum undanfarin tvö ár verið að leita að nýju húsnæði fyrir starfsemi félagsins. Starfsemin hefur farið sífellt vax- andi og skapast oft vandræði og leiðindi þegar húsnæði er ekki •P* fyrir hendi fyrir hið víð- tæka félagsstarf sem þarf að fara fram á þeim tíma sem hentar öllu því fólki sem vinnur sjálfboðaliðastarf í þágu félagsins. Við höfum skoðað milli 10-15 staði en ekki fundið neinn stað sem gæti hæft vegna staðsetningar og bílastæða. Þetta er Félagsfundur FEB fjallar á morgun um kaup á Glæsibæ fyrir framtíðarstarfið. Páll ? Gfslason segir að at- hugun hafi leitt í ljós að kaupin séu hagstæð og framkvæmanleg. mjög mikilvægt, því hluti félags- manna kemur í eigin bifreiðum. Einnig var tekið tillit til verðs og fjármögnunar. Við höfum síðan í vor staðnæmst ^ við Glæsibæ - veitingahúsið þar. Það er u.þ.b. 1500 fm. Þar af u.þ.b. 500 fm. salur sem skipta má í þrennt svo að margskonar starf getur farið fram samtímis. Staðsetningin í borginni er mjög góð, með góðu að- gengi á jarðhæð og mjög ríflega er séð fyrir bílastæðum. í upphafí þótti okkur þetta of dýrt og félagið hefði ekki efni á þessu. Við höfum átt í samningum við borgaryfirvöld um aðstoð við þessi kaup. Hefur nú verið samþykkt í borg- arráði Reykjavíkur fjárframlag, þar sem borgarsjóður leggur fram 5 milljónir króna á ári næstu fjögur ár. Auk þess ættum við að eiga rétt á framlagi úr Framkvæmdasjóði aldraða. Allt byggist þetta á að seljendur taki núver- andi húsnæði okkar upp í kaupin, svo skulda- byrði félagsins eykst minna. Eftir vandlega yfír- ferð á fjárreiðum og fjárhagsáætlun félagsins, sem Rún- ar B. Jóhannsson, lögg. endurskoð- andi og rekstrarhagfræðingur, hef- ur gert, er þessi samningur fram- kvæmanlegur og hagstæður fyrir rekstur félagsins, sem sífellt eykst. I Glæsibæ gæfist tækifæri til frekari samvinnu um þjónustu í þessu borgarhverfi í svipaða veru og er í Þorraseli í Skerjafirði, þar sem rekstur hefur farið vel af stað frá því í haust. Þrátt íyrir þetta hafa einstaka fé- lagar lýst sig mótfallna þessari ráðagerð og á síðasta félagsfundi, þann 22. nóv. sl., fengu þeir sam- þykkta tillögu í lok fundarins þegar flestir voru farnir um andmæli og óbeinar vítur á stjórn félagsins, þar sem taka átti frumkvæði frá stjórn FEB. Þessa tillögu verður að túlka sem vantraust á stjórn félagsins, svo að ég og aðrir, sem gengist hafa fyrir þessu máli yrðum að segja af okkur og aukaaðalfundur að kjósa nýja stjórn. Félagsfundur FEB verður hald- inn um þetta mál á laugardaginn kemur kl. 13:30 í Glæsibæ. Það er því mikilvægt að sem flestir félagar mæti á fundinn, skoði húsakynnin og taki afstöðu í þessu mikilvæga máli. Höfundur er formaður Félags eldri borgara f Reykjavík og nágrenni. Páll Gíslason James Bnnci leikurinn Þ>ú getur unniú glæsilegan BMW 31 Ei frá B&L Hlustadu eftir svarinu á FIVI957. klipptu auglýsinguna út og geymdu á vísum stað. Alla virka útgáfudaga Morgunblaðsins fram til 24. desember birtist ný spurning. Með síðustu spurningunni 24. desember birtist svarseðill sem þú fyllir út, heftir hin svörin þín við og sendir inn. M) JSMlLl HÁSKÓLABIÓ ÁLFABAKKA Barnaskór Rautt og svart leður, lakk. St. 22—37. Verð frá kr. 3.995 til kr. 5.990. Mikið úrval í st. 22-25. Smaskor sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen. Náttúruleg læknisfræði NÁTTÚRULEG lækning hefur síðustu misseri verið töluvert í þjóðfélagsumræðunni. Finnst mér það nokkuð ríkjandi skoðun meðal félaga minna í læknastétt að dæma allt skottulækningar sem fellur ekki að því sem þeir hafa lært í námi sínu og hefur fengið löggildingu opinberra aðila sem einhvers konar stóri sannleikur fagsins. Allt of oft gera þeir það án þess að hafa kynnt sér viðkomandi náttúrulæknisfræðilegu aðferð eða viðhaft vísindaleg vinnubrögð, nota þess í stað auðveldustu leið þess sem er í vörn, þá að hæðast að tilrauninni og kalla aðferðina skottulækningu. Eitt fyrsta skilyrði fyrir vísindalegri vinnu er að vera opinn íyrir skoðunum annarra, afla sér upplýsinga og síðan gera prufur sjálfur til þess að sjá hvort hlutirnir séu eins og sagt er, áður en maður fordæmir. Þegar sagan er skoðuð er það sem kallað er nútíma og/eða tæknivædd læknisfræði ekki nema nokkurra áratuga gömul. Margt af því sem ég kýs að kalla náttúrulega lækningu, „skottulækningu", hefur lifað með fóikinu á jörðinni frá fyrstu tíð. Reynslan er jú besti kennarinn. Hvað skyldi nú vera helsti munurinn á þessum tveimur aðferðum, þ.e.a.s. náttúrulækningum og svo kallaðri nútíma læknisfræði. I náttúrulæknisfræðinni er það allm- einstaklingurinn sem er sjúkur, aldrei eitt líffæri eins og í nútíma lækningum. í náttúrulæknisfræðinni eru einkennin notuð til þess að sjá hvað er að og hvernig við eigum að nota einkennin til þess að auka heilbrigðj einstaklingsins. í nútímanum er reynt að minnka eða eyða einkennunum í þeirri trú að þau séu sjúkdómurinn sjálfur og komast þannig aldrei að því í raun og veru hvað líkaminn er að segja okkur. Markmið þeirra sem stunda náttúrulækningar er það að skapa heilbrigðari einstakling með því að reyna að breyta skilyrðum sem einstaklingurinn hefur lifað við. Það verður að hjálpa líkamanum við að hreinsa sig, breyta um mataræði, láta einstaklinginn breyta hugarfari og hugsun sinni, það byggist því mildð á því að veita aðstoð og fræðslu, en láta líkamanum það eftir að sjá um viðgerðina sjálfúm. Best er að horfa til náttúrunnar sjálfrar hvað hún hefur upp á að bjóða, t.d. í mat Hallgrímur Magnússon R fyrir ræflarokk? HUNDRAÐ ár eru nú liðin síðan franski rithöfundurinn Zola tók sér penna í hönd og mótmælti gyðingahatri, múgsefjun og ofsóknum er beindust m.a. gegn einum saklausum manni. í formi lífstíðarfangeis- isdóms fyrir iandráð. Zola skrifaði sjálfum forseta lýðveídiSins dpið mótmælabréf á forsíðu dagblaðsins „L’Aurore“ undir yfirskriftinni „Ég ákæri...!“ Ekki verður gengið svo langt hér að væna samtökin um R- listann um landráð, heldur látið nægja að fullyrða að með ræflarokkstöktum sínum í skipulags- og byggingar- málum höfuðborgarinnar hafi sam- tökin svikið loforð sín til kjósenda um að bæta úr slæmu atvinnuleysis- ástandinu í Reykjavík: Svikin eru fólgin í því að sniðganga samkeppn- islög landsins á mannvirkjamark- aðnum og að viðhalda atvinnuleysi í stétt hönnuða, en hygla samtímis fámennum viðhlæjendum samtak- anna. Hvaða orð yfir slíka breytni valdhafa borgarinnar á tímum góð- æris og velferðar á upplýstu fólki 20. aldarinnar er betra en orðið ræflarokk? Að ræna og rupla Reynsla arkitekta á stjómartíma- bili samtakanna um R-listann er sú, að byggingar- og skipulagsmálum Reykjavíkurborgar hefrn- verið stjómað algjörlega á skjön við sam- keppnislög landsins með fákeppni, íyrirgreiðslu, verktöku fastráðinna borgarstarfsmanna og hentistefnu að leiðarljósi: Afleiðingamar hafa heldur ekki látið á sér standa: Skuldasöfnun, örvænting, langvar- andi atvinnuleysi og jafnvel gjald- þrot meðal þeirra arkitekta sem ekki hafa með nokkru móti fengið að komast inn á þennan stærsta atvinnu- og samkeppnismarkað höfuðborgarinnar. Heimilisfólk margra arkitekta hefur gengið í gegnum þá erfiðu lífs- reynslu síðan R-listinn tók við vöídum, að horfa upp á árangurs- lausa sókn þeirra á verkefnamið borgar- innar til þess eins að mæta þar áhugaleysi, ábyrgðarleysi og höfn- un hjá stjórnsýslu borgarinnar. Það er því ekki að undra að í augum margra arki- tekta, fjölskyldna þeirra og vina og vandamanna, hafi bókstafurinn R fengið nýja og dýpri merkingu en orðið ræflarokk; að í þeirra huga standi R-listinn fyiir rangindi, réttleysi og rányrkju. íshús eða Ráðhús Reykjavíkur? Þjóðin og þar með taldir íbúar Reykjavíkur er þeirrar skoðunar að stjórnsýslu höfuðborgarinnar og opinberum starfsmönnum eigi alls ekki að lýðast að sníða landslög að eigin hagsmunum og svara fyrir- spurnum almennings með þeim orð- um, að sér sé ekki skylt að veita upplýsingar þótt þeim sé það heim- ilt. Þjóðin er einnig þeirrar mein- ingar að hún eigi heimtingu á að fá upplýsingar um hvernig borgar- stjórn ráðstafi almannafé og at- vinnutækifærum hjá borgarstofn- unum. Reykvíkingar óska ekki eftir því að upplifa Ráðhús Reykjavíkur sem íshúsið við Tjörnina; skjala- safnið sem risavaxinn frystiskáp; innsendar fyrirspurnir skv. upplýs- ingalögum ýmist lagðar þar á ís, léttfrystar, djúpfrystar eða úðaðar frostúða þar til þær hverfa og sam- einast ískristöllunum í umhverfinu; oer síðast en ekki síst óska Revkvík- Páll Björgvinsson íyrir okkur, eins og ávexti, grænmeti, kom, spírur, fræ, baunii-, hnetur, jurtir. Nota eingöngu fæðubótarefni sem koma beint úr náttúrunni sjálfri eins og afurðh- býflugunnai1 og afurðir úr þangi og þai’a. Nútímalækningar snúa sér að því að eyða einkennum með lyfjum og skurðaðgerðum. Það er verið að skipta sér af starfsemi líkamans, notuð er við það tækni sem er framleidd af manninum, lyf sem framleidd eru úr efnum sem koma frá olíuiðnaðinum, frá úrgangi dýra, notuð era vítamín og steinefni í pillum sem fi-amleidd eru í verksmiðjum. Mikið af aukaverkunum og jafnvel dauði Skilyrði fyrir vísindalegri vinnu telur Hallgrímur Magnússon að sé að vera opinn fyrir skoðunum annarra og fordæma ekki að órannsökuðu máli. getur orsakast af þessum aðferðum. Sjúkdómai1 verða til vegna þess að líkaminn verður óhi’einn og þess vegna verðu að hreinsa og afeitra líkamann, leggja upp að nýju með lífrænum mat. Við verðum að taka það með í reikninginn að við erum andlegar verur og verðum að styrkja okkur þar með bænum og hugleiðslu. Við verðum þannig að breyta því hveming við lifum lífinu í leik og starfi. Allar breytingar eru gerðar með jákvæðu hugarfari með von um meiri styrk og betri heilsu. Þannig finnum við að við erum partur af ingar sér ekki borgarstjóra sem í raun er viljalaus frystihússstjóri vegna þess að fýrirmælunum sem borgarstjóri gefi til undirmanna sinna um að veita upplýsingar og svör við fyrirspurnum eða jafnvel fyrirmælum um að útvega verkefni sé ýmist breytt í ískristalla eða snarlega úðuð frostúðanum góða! Ábyrgðarfælni Segja má að keyrt hafi um þver- bak í baráttu arkitekta fyrir bætt- um kjörum þegar lagðar voru sann- anir fyrir borgarstjóra og borgar- ráð í maímánuði sl. um yfirgengi- iega fákeppni aðila á einkamarkaði innan borgarstofnana og ómælda verktöku fastráðinna borgarstarfs- manna í hönnunarstéttum án þess að stjórnsýslan svo mikið sem depl- * I hugum margra, segir Páll Björgvinsson, stendur R-listinn fyrir rangindi, réttleysi og rányrkju. aði augum. Það má með sanni segja að miklu valdi fylgi mikil ábyrgð og ekki er hægt að segja að samtökin um R-listann séu starfinu vaxin á meðan þau eru haldin þvíiíkri ábyrgðarfælni og höfnun þrátt fyrir innlagða kæru greinarhöfundar um fákeppni borgarinríar til Samkeppn- isstofnunar. En sannleikurinn er lagður af stað og ekkert fær stöðvað hann, eins og Zola hélt fram fyrir hundrað árum: Ákærur hins al- menna borgara munu skila sér á kosningaseðlunum n.k. vor: Kjósendur láta ekki bjóða sér slíka stjórnun annað kjörtímabil til við- bótar. Kjósendur í arkitektastétt og allir þeir fjölmörgu sem að þeim standa segja burt með valdhafa rányrkjunnar, og kjósa þann flokk til stjórnunar sem er tilbúinn til þess að leiðrétta kjör arkitekta til jafns við tæknimenn, uppræta verk- töku borgarstarfsmanna á vinnu- stað og fákeppni borgarstofnana á hönnunarmarkaðnum, og koma á fót embætti borgararkitekts! Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.