Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ •Rúmlega þriðjungur 17 ára unglinga reykir daglega*Stúlkur reykja þrátt fyrir að vera meðvitaðri um áhættuna»Vinahópurinn hefur áhrif á reykingar • Drekka oft 5 glös eða meira*Niðurstöðurnar gætu nýst í forvömum Almenn drykkja 17 ára unglinga Dr. Sigrún Aðalbj amardóttir, prófessor við Háskólann, hefur undanfarin ár unnið að langtímarannsókn á áhættu- hegðun unglinga. Sigrún fylgdist með sama hópi reykvískra unglinga frá 1994 til 1996. Fyrsta rannsóknin var gerð þegar unglingamir voru 14 ára í 9. bekk vorið 1994,þá 15 ára í10.bekk í upphafi árs 1995 og loks þegar þeir voru flestir orðnir 17 ára síðla árs 1996. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Sigrúnu og kynnti sér niðurstöðumar. Morgunblaðið/Kristinn DR. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla íslands. | Könnuð viðhorf til tóbaksreykinga Hefur þú prófað að reykja sígarettur? Aldur Aldrei 1-2 sinnum 3-5 sinnum 6-9 sinnum Oftar Samtals Fjöldi svara 14 ára 45% 18% 6% 5% 26% 100% 1.281 15ára 38% 14% 7% 6% 35% 100% 1.099 17 ára 22% 11% 7% 5% 55% 100% 926 Könnuö viðhorf til áfengisneyslu eftir neysluhópum Mjög á móti því að fólk drekki... ... öðru hverju Spurð 14 L I|41% E l 30% ara Drekka ekki 17 ára Drukku fyrst 16-16 ára Drukku fyrst 15 ára Drukku fyrst 14 ára Spurð I I | 24% 15 ára ■S 4% : Fjöldi þeirra sem svöruðu Spurð 17 ára I □ 16% 123 r~~i6% B1% 11% 115 223 403 C ... einu sinni í viku Spurð 14 ára ]82% 3 81% i 66% I 50% Spurð 15 ára Spurð 17 ára U84% 384% j 56% 147% □ 69% 3 68% I 43% I 33% UNGLINGARNIR voru öll árin spurðir um tóbaks- reykingar, áfengis- neyslu og hassreyking- ar, en síðasta árið voru þeir einnig spurðir um neyslu annarra ólög- legra vímuefna. Auk þess að kanna neyslu unglinganna voru þeir sér- staklega spurðir um viðhorf sitt til neyslunnar. Rannsóknin náði til allra unglinga í þessum aldurshóp- um og svöruðu 90% þeirra, eða 1.293 nemendur, fyrsta árið. Árið á eftir náðist til 85% þessa hóps eða 1.103 unglinga og í lokakönn- uninni svöruðu 65% upphaflega hópsins, eða 928 unglingar. Sigrún hefur gefið niðurstöður sínar út í ritinu Áhættuhegðun reykvískra unglinga og eru með- höfundar hennar Sigurlína Davíðs- dóttir og Eyrún M. Rúnarsdóttir. Niðurstöðurnar eru greindar í nokkra þætti og verður í þessari grein sérstaklega litið til tóbaks- reykinga og áfengisneyslu. Stúlkur fyrri til að reykja Hafa ber í huga, að flestir ungl- inganna reyktu ekki daglega. Þeg- ar þeir voru 14 ára reyktu 82% þeirra ekki, 77% þeirra reyktu ekki við 15 ára aldur og 66% við 17 ára aldur. Hin hliðin á málinu er sú, að tæpur fimmtungur 14 ára unglinga reykti daglega. Þetta hlutfall var komið í tæpan fjórðung ári síðar og við 17 ára aldur reykti rúmlega þriðjungur unglinganna daglega. Þannig fjölgar þeim milli ára sem reykja. Í ljós kom að algengara er að 14 ára stúlkur reyki daglega en 14 ára piltar, en sá kynjamunur var horfinn síðar. Stúlkurnar bæði prófa að reykja og hefja daglegar reykingar yngri en piltar. Ef þeir reykja, þá reykja þeir fleiri sígar- ettur á dag en stúlkurnar við 14 og 15 ára aldur, en þessi munur var horfinn þegar unglingarnir voru orðnir 17 ára. Niðurstöðurnar gætu gagnast við forvarnir Um leið og reykingar ungling- anna aukast hröðum skrefum með hveiju árinu linast afstaða þeirra til tóbaksreykinga fólks og mat þeirra á áhættu, sem fylgir tóbaks- reykingum. Það er athyglisvert, að í hópi þeirra unglinga sem ekki reykja 14 ára má merkja eftir við- horfum þeirra til reykinga almennt hveijir eru líklegir til að hefja reyk- ingar á næstu árum. „Þessar niður- stöður gætu gagnast við forvarn- ir,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir. „Með því að greina afstöðu ungl- inganna snemma er spurning hvort ekki megi grípa til sérstakra ráð- stafana til dæmis í hópi þeirra, sem eru linari í afstöðunni gegn reyk- ingum, því sá hópur er mun lík- legri til að hefja reykingar síðar.“ Eftir að reykingar hefjast verður viðhorf unglinganna til reykinga fólks svipað, hvort sem þeir byij- uðu að reykja 14 ára eða síðar. Piltar voru hlutfallslega fleiri mót- fallnir því að fólk prófi að reykja, en stúlkur voru mótfallnari því að fólk reyki pakka á dag. Það vekur hins vegar athygli, að stúlkur meta áhættu af reykingum meiri en pilt- ar, þrátt fyrir að þær reyki ekki síður. „Þannig er eins og ímynd reykinga sé jákvæðari fyrir stúlk- urnar en piltana, þótt þær séu meðvitaðri um áhættuna. Hugsan- legt er að áróður tóbaksframleið- enda nái betur til stúlkna en pilta. Til dæmis er hugsanlegt að það freisti þeirra meira en piltanna að verða grannar með tilstyrk tóbaks- reykinga, eða að þeim finnist það merki um jafnrétti að taka þátt í þeirri áhættuhegðun. Þessi munur kynjanna á viðhorfum og mati á áhættu er athyglisverður með til- liti til forvarnastarfs," segir í sam- antekt Sigrúnar á niðurstöðum rannsóknanna. Félagslegir þættir Félagslegt umhverfi hefur áhrif á reykingar unglinga. Þeir eru lík- legri til að reykja ef vinir þeirra gera það og einnig ef foreldramir reykja. Vinahópurinn hefur þó mun meira að segja í þessu tilviki en foreldrarnir. Fjölskyldugerð teng- ist ekki reykingum pilta, en stúlkur sem búa hjá föður og móður eru ólíklegri til að reykja daglega en þær sem búa við aðrar fjölskyldu- gerðir. Ekki kom hins vegar fram munur á reykingum unglinga eftir stéttarstöðu foreldra þeirra. Sigrún segir erfitt að bera ná- kvæmlega saman hlutfall þeirra unglinga sem reykja samkvæmt þessari rannsókn við fyrri kannan- ir hér á landi. Niðurstöðurnar bendi þó til að reykingar séu að verða almennari á síðustu árum. Það sé Ijóst, að mun fleiri í hópi 17 ára unglinga árið 1996 hafi reykt en í hópi jafnaldra þeirra 1986 og 1989. „Það er því áhyggjuefni hve hátt hlutfall unglinga reykir og hve reykingar þeirra virðast hafa auk- ist á síðustu árum. Sú ánægjulega þróun sem varð á 9. áratugnum, þar sem jafnt og þétt dró úr reyk- ingum, virðist vera að snúast við. Ljóst er því að þjóðin verður að halda vöku sinni í þessu efni,“ seg- ir Sigrún. Mörg glös af sterku áfengi íslenskir unglingar drekka mik- ið ef þeir neyta áfengis á annað borð. Um 30% 14 ára unglinga sem neyta áfengis segist drekka 5 glös eða fleiri þegar þeir drekka og tæpur helmingur þeirra segist oft- ast eða næstum alltaf verða fullur þegar hann drekkur. Við 15 ára aldur eru þessi hlutföll komin upp í um 40% og 60% og við 17 ára aldur drekka 60% þeirra sem neyta áfengis 5 glös eða meira og 70% þeirra segjast oftast eða næstum alltaf verða full. í hópi 17 ára stúlkna sem neyta áfengis drekka 48% fimm glös eða meira hveiju sinni, en 69% piltanna. Aðeins 12% 17 áraunglinga hafa aldrei prófað áfengi Ekki neyta þó allir unglingar áfengis. Rúmlega 40% 14 ára ungl- inganna sögðust aldrei hafa prófað áfengi, um 30% þegar þeir voru orðnir 15 ára, en það hlutfall var komið niður í 12% við 17 ára ald- ur. Áfengisneysla er því orðin al- menn við 17 ára aldur. Þá er svo komið að 60% þeirra sem neyta áfengis hafa drukkið 10 sinnum eða oftar á liðnu ári, en það á við um 30% þeirra sem neyta áfengis 15 ára og 15% 14 ára. Bjór og sterkir drykkir eru ráð- andi hjá þeim unglingum sem drekka. Stúlkur drekka fremur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.