Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á TÓNLEIKUM Kammersveitar Reykjavíkur á sunnudag verða flutt verk Telemanns, Geminianis og Bachs. Qlafur Kjartan Sigurðarson söngnemi Hlýtur óperuverð- laun í Skotlandi „Um lífs- ins helgi- dóm“ KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 14. desember kl. 17. Á tónleikunum verða flutt verk þriggja meistara barokk- timans, samtimamannanna Telemanns, Geminianis og Bachs. Eftir Georg Philipp Telem- ann verður fluttir tveir konsertar, konsert nr. 1 í D-dúr fyrir trompet og kammersveit og konsert í D-dúr fyrir fiðlu, trompet og kammersveit. Einleikarar í þessum verkum eru Ásgeir H. Steingrímsson, trompetleikari og Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari. Eftir Francesco Geminiani, sem var nemandi Correllis, verða flutt tvö Concerti grossi, hið fyrra í e-moll op. 3, en hið síðara, í d-moll, samdi Gem- iniani um hin frægu La Follia tilbrigði Correlis. Þekktasta verk efnisskrár- innar á þessum tónleikum er Fiðlukonsert í E-dúr eftir Jo- hann Sebastian Bach. Einleik- ari er Rut Ingólfsdóttir, fíðlu- leikari. Með tónleikum sínum „um lífsins helgidóm" býður Kammersveitin tónleikagest- um sínum að hrífast með tón- list barokktimans inn í heim friðar og eftirvæntingar að- ventunnar, eins og segir m.a. í kynningu. Miðasala verður við inn- ganginn og á tónleikunum verður geislaplata Kammer- sveitarinanr „Jólatóneikar" til sölu á tilborðsverði. Fær norsku Ryvarden verðlaunin MYNDLISTARKONAN Kristín Þorkelsdóttir hefur verið valin úr hópi 18 umsækjenda um Ryvar- den-verðlaun Sveio bæjar í Vestur- Noregi. Styrk- veiting menn- ingarmiðstöðv- arinnar Ryvar- den var fyrst veitt árið 1993 og er þetta I fyrsta sinn sem íslenskur lista- maður verður fyrir valinu. Verðlaunaféð er 20.000 norskar krónur og auk þess gefst verðlaunahafanum kost- ur á að dvelja í 4-6 vikur í gestaí- búð og vinnustofu Ryvarden menn- ingarmiðstöðvarinnar og sýning á verkum listamannsins verður hald- in vorið 1999. Það var frá Ryvar- den sem Hrafna-Flóki lagði upp í för sína til Islands og markmiðið með verðlaununum er að auka tengsl staðarins við Island. Kristín segist hlakka til utanfararinnar, vesturströnd Noregs sé ákaflega fallegur og spennandi staðrn- og dvölin eigi eflaust eftir að vera ánægjuleg. -------------- Gallerí Island í Ósló NYTT gallerí, Gallerí ísland, verð- ur opnað í Ósló föstudaginn 12. desember. Galleríið er til húsa í gamalli byggingu við Youngstorgið í hjarta borgarinnar og mun eink- um verða sýnd list eftir íslenska listamenn. Eigandi og umsjónar- maður gallerísins er Hjördís Fig- enschou. Opnunarsýningin er á vatnslita- myndum eftir Hjörleif Sigurðsson. Við opnunina verður lesið úr nýrri ljóðabók, Listmálaraþankar, eftir listamanninn. Sýningin verður opin til 25. janú- ar. Galleríið er opið laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 12-16, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. -kjarnimálsins! BARÍTONSÖNGVARINN Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem stundar nám við óperudeild Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow, hlaut á dögun- um óperuverðlaun olíufyrirtækisins Texaco. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í Duff House í Banff í Skotlandi. Ólafur segir verðlaunin koma þannig til að Texaco hafi frá því á síðasta ári styrkt óperudeild RSAMD og hluti af styrk þeirra sé að veita einum söngvara sem lokið hefur fyrra ári deildarinnar með góðum árangri viðurkenningu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. „Eg var svo lánsamur að vera val- inn úr hópi minna ágætu samnem- enda eftir síðasta vetur. Stjórnend- ur deildarinnar sjá um tilnefningar en þar er tekið tillit til frammistöðu nemenda á sýningum sem og árang- urs á prófum. Þá hefur það örugg- lega ekki spillt fyrir tilnefningu minni að ég fékk góða dóma í skosku pressunni fyrir sýningar síð- asta vetur, sem og í tímaritinu Opera, sem er virt óperutímarit á heimsvísu." Ólafur kveðst líta á það sem mik- inn heiður að vera valinn úr hópi söngvara sem hann metur mikils og hefur haft mikla ánægju af að vinna með. Draumur og brúðkaup Ólafur hefur í mörg hom að líta þessa dagana. í skólanum era hafn- ar æfingar á Draumi á Jónsmessu- nótt eftir Britten, þar sem hann fer með hlutverk Bottoms. Segir hann hlutverkið leggjast vel í sig og vel gangi að „koma óperunni saman“. „Búningurinn verður örugglega erf- iðasti hluti rullunnar en hann krefst talsvert meiri líkamlegrar afhjúp- unar en ég er vanur! Það er svosem ágætur undirbúningur fyrir líf „nú- tímasöngvara“.“ Sýningar verða í lok janúar. Undirbúningur Brúðkaups Fíg- arós eftir Mozart er einnig hafinn í RSAMD en þar mun Ólafur fara með aðalhlutverkið. Sýningar verða í byrjun maí í Glasgow og Edin- borg. Olafur er einnig störfum hlaðinn utan skólans. Þannig mun hann taka þátt í flutningi á Messíasi í Islenskar ljósmyndir í Þýskalandi SÝNING á verkum Emils Þórs Sig- urðssonar ljósmyndara stendur nú yfir í ráðhúsinu í Abstatt í Suður- Þýskalandi. Á sýningunni eru 42 landslagsmyndir frá Islandi, sumar hverjar teknar úr lofti. Sýningin var sett upp í september síðastliðnum að frumkvæði Rúnars Emilssonar, skólastjóra tónlistar- skólans í Abstatt, sem er um fjögur þúsund manna byggðarlag, ekki langt frá Stuttgart. Mun hún standa fram yfir áramót. Þetta er fyrsta sýning Emils Þórs á erlendri grundu. Segir hann sér hafa verið vel tekið í Abstatt og áhugi á íslandi sé augljóslega mikill þar um slóðir. „Að kvöldi opnunar- dagsins efndi heimamaður nokkur til sýningar á litskyggnum frá ís- landi í ráðhúsinu. Spurði hann við það tækifæri hve margir viðstaddra hefðu komið til íslands og rétti á að giska þriðjungur upp höndina. Þama voru á milli áttatíu og níutíu manns,“ segir Emil Þór. Rúnar Emilsson tekur í sama streng - sýningin hafi gengið von- um framar. „Hér er mikill áhugi á íslandi eins og almennt í Þýskalandi leyfi ég mér að fullyrða." 1.1 ' Ww, ■ ýflii ; \ r f Ljósmynd/Bill W. Bain ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson (t.h.) tekur við verðlaununum úr hendi Joe Gascas hjá Texaco. fimmta sinn á þessu hausti í Aber- deen á þriðjudag. Gert er ráð fyrir um 1.200 áheyrendum. Þá mun söngvarinn koma fram á Opera Gala-tónleikum með Royal Scottish National Orchestra að kveldi nýársdags. Verða tónleikam- ir í Royal Concert Hall í Glasgow. „Undirbúningur fyrir tónleikana gengur vel og æfingar með hljóm- sveitinni verða milli jóla og nýárs sem kemur, því miður, í veg fyrir að ég komist heim til íslands um jólin. íslenskur jólamatur er hins vegar kominn á sinn stað í frystinum svo okkur er ekkert að vanbúnaði að halda skosk-íslensk jól að þessu sinni.“ Ólafur mun Ijúka prófi frá RSAMD næsta sumar. Er hann þegar farinn að undirbúa prufu- söng, aðallega í Þýskalandi, auk þess sem hann er að kanna mögu- leika á að komast til kennara á ítal- íu þegar náminu í Skotlandi lýkur. Gangi það eftir hyggst hann nýta þann tíma til frekari prufusöngs í Evrópu. „Þrátt fyrir að ég reyni að gera áætlanir fram í tímann og undirbúa hlutina vel þá má ekki gleyma því að tækifærin geta skotið upp kollin- um með skömmum fyrirvara. Fram- tíðin er spennandi og ég sé enga ástæðu til að hafa áhyggjur. Þetta er vissulega erfiður „bransi“ að komast inn í en ef maður er tilbúinn þegar tækifærin gefast er leiðin greið.“ EMIL Þór Sigurðsson ásamt frú Hartmann, frv. ræðismanni ís- lands í Stuttgart. Rúnar kveðst vera að vinna í því að fá sýningu Emils Þórs flutta í banka í Stuttgart eftir áramót og jafnvel víðar. Sýningin var sett upp í tengslum við tónleikaröð sem Rúnar hrinti af stokkunum í haust. Er fyrirhugað að hún verði árviss viðburður í framtíð- inni og hefur tveimur íslendingum verið boðið til Abstatt á næsta ári: Gunnari Kvaran sellóleikara, sem halda mun tónleika í febrúar, og Ás- geiri Smára myndlistarmanni, sem setja mun upp sýningu næsta haust. Hluti verkanna á sýningu Emils Þórs í Abstatt hanga uppi í verslun Hans Petersens í Austurveri. Kristín Þorkelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.