Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 28

Morgunblaðið - 12.12.1997, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á TÓNLEIKUM Kammersveitar Reykjavíkur á sunnudag verða flutt verk Telemanns, Geminianis og Bachs. Qlafur Kjartan Sigurðarson söngnemi Hlýtur óperuverð- laun í Skotlandi „Um lífs- ins helgi- dóm“ KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur jólatónleika í Áskirkju sunnudaginn 14. desember kl. 17. Á tónleikunum verða flutt verk þriggja meistara barokk- timans, samtimamannanna Telemanns, Geminianis og Bachs. Eftir Georg Philipp Telem- ann verður fluttir tveir konsertar, konsert nr. 1 í D-dúr fyrir trompet og kammersveit og konsert í D-dúr fyrir fiðlu, trompet og kammersveit. Einleikarar í þessum verkum eru Ásgeir H. Steingrímsson, trompetleikari og Unnur María Ingólfsdóttir fiðluleikari. Eftir Francesco Geminiani, sem var nemandi Correllis, verða flutt tvö Concerti grossi, hið fyrra í e-moll op. 3, en hið síðara, í d-moll, samdi Gem- iniani um hin frægu La Follia tilbrigði Correlis. Þekktasta verk efnisskrár- innar á þessum tónleikum er Fiðlukonsert í E-dúr eftir Jo- hann Sebastian Bach. Einleik- ari er Rut Ingólfsdóttir, fíðlu- leikari. Með tónleikum sínum „um lífsins helgidóm" býður Kammersveitin tónleikagest- um sínum að hrífast með tón- list barokktimans inn í heim friðar og eftirvæntingar að- ventunnar, eins og segir m.a. í kynningu. Miðasala verður við inn- ganginn og á tónleikunum verður geislaplata Kammer- sveitarinanr „Jólatóneikar" til sölu á tilborðsverði. Fær norsku Ryvarden verðlaunin MYNDLISTARKONAN Kristín Þorkelsdóttir hefur verið valin úr hópi 18 umsækjenda um Ryvar- den-verðlaun Sveio bæjar í Vestur- Noregi. Styrk- veiting menn- ingarmiðstöðv- arinnar Ryvar- den var fyrst veitt árið 1993 og er þetta I fyrsta sinn sem íslenskur lista- maður verður fyrir valinu. Verðlaunaféð er 20.000 norskar krónur og auk þess gefst verðlaunahafanum kost- ur á að dvelja í 4-6 vikur í gestaí- búð og vinnustofu Ryvarden menn- ingarmiðstöðvarinnar og sýning á verkum listamannsins verður hald- in vorið 1999. Það var frá Ryvar- den sem Hrafna-Flóki lagði upp í för sína til Islands og markmiðið með verðlaununum er að auka tengsl staðarins við Island. Kristín segist hlakka til utanfararinnar, vesturströnd Noregs sé ákaflega fallegur og spennandi staðrn- og dvölin eigi eflaust eftir að vera ánægjuleg. -------------- Gallerí Island í Ósló NYTT gallerí, Gallerí ísland, verð- ur opnað í Ósló föstudaginn 12. desember. Galleríið er til húsa í gamalli byggingu við Youngstorgið í hjarta borgarinnar og mun eink- um verða sýnd list eftir íslenska listamenn. Eigandi og umsjónar- maður gallerísins er Hjördís Fig- enschou. Opnunarsýningin er á vatnslita- myndum eftir Hjörleif Sigurðsson. Við opnunina verður lesið úr nýrri ljóðabók, Listmálaraþankar, eftir listamanninn. Sýningin verður opin til 25. janú- ar. Galleríið er opið laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 12-16, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. -kjarnimálsins! BARÍTONSÖNGVARINN Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem stundar nám við óperudeild Royal Scottish Academy of Music and Drama (RSAMD) í Glasgow, hlaut á dögun- um óperuverðlaun olíufyrirtækisins Texaco. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í Duff House í Banff í Skotlandi. Ólafur segir verðlaunin koma þannig til að Texaco hafi frá því á síðasta ári styrkt óperudeild RSAMD og hluti af styrk þeirra sé að veita einum söngvara sem lokið hefur fyrra ári deildarinnar með góðum árangri viðurkenningu. Er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. „Eg var svo lánsamur að vera val- inn úr hópi minna ágætu samnem- enda eftir síðasta vetur. Stjórnend- ur deildarinnar sjá um tilnefningar en þar er tekið tillit til frammistöðu nemenda á sýningum sem og árang- urs á prófum. Þá hefur það örugg- lega ekki spillt fyrir tilnefningu minni að ég fékk góða dóma í skosku pressunni fyrir sýningar síð- asta vetur, sem og í tímaritinu Opera, sem er virt óperutímarit á heimsvísu." Ólafur kveðst líta á það sem mik- inn heiður að vera valinn úr hópi söngvara sem hann metur mikils og hefur haft mikla ánægju af að vinna með. Draumur og brúðkaup Ólafur hefur í mörg hom að líta þessa dagana. í skólanum era hafn- ar æfingar á Draumi á Jónsmessu- nótt eftir Britten, þar sem hann fer með hlutverk Bottoms. Segir hann hlutverkið leggjast vel í sig og vel gangi að „koma óperunni saman“. „Búningurinn verður örugglega erf- iðasti hluti rullunnar en hann krefst talsvert meiri líkamlegrar afhjúp- unar en ég er vanur! Það er svosem ágætur undirbúningur fyrir líf „nú- tímasöngvara“.“ Sýningar verða í lok janúar. Undirbúningur Brúðkaups Fíg- arós eftir Mozart er einnig hafinn í RSAMD en þar mun Ólafur fara með aðalhlutverkið. Sýningar verða í byrjun maí í Glasgow og Edin- borg. Olafur er einnig störfum hlaðinn utan skólans. Þannig mun hann taka þátt í flutningi á Messíasi í Islenskar ljósmyndir í Þýskalandi SÝNING á verkum Emils Þórs Sig- urðssonar ljósmyndara stendur nú yfir í ráðhúsinu í Abstatt í Suður- Þýskalandi. Á sýningunni eru 42 landslagsmyndir frá Islandi, sumar hverjar teknar úr lofti. Sýningin var sett upp í september síðastliðnum að frumkvæði Rúnars Emilssonar, skólastjóra tónlistar- skólans í Abstatt, sem er um fjögur þúsund manna byggðarlag, ekki langt frá Stuttgart. Mun hún standa fram yfir áramót. Þetta er fyrsta sýning Emils Þórs á erlendri grundu. Segir hann sér hafa verið vel tekið í Abstatt og áhugi á íslandi sé augljóslega mikill þar um slóðir. „Að kvöldi opnunar- dagsins efndi heimamaður nokkur til sýningar á litskyggnum frá ís- landi í ráðhúsinu. Spurði hann við það tækifæri hve margir viðstaddra hefðu komið til íslands og rétti á að giska þriðjungur upp höndina. Þama voru á milli áttatíu og níutíu manns,“ segir Emil Þór. Rúnar Emilsson tekur í sama streng - sýningin hafi gengið von- um framar. „Hér er mikill áhugi á íslandi eins og almennt í Þýskalandi leyfi ég mér að fullyrða." 1.1 ' Ww, ■ ýflii ; \ r f Ljósmynd/Bill W. Bain ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson (t.h.) tekur við verðlaununum úr hendi Joe Gascas hjá Texaco. fimmta sinn á þessu hausti í Aber- deen á þriðjudag. Gert er ráð fyrir um 1.200 áheyrendum. Þá mun söngvarinn koma fram á Opera Gala-tónleikum með Royal Scottish National Orchestra að kveldi nýársdags. Verða tónleikam- ir í Royal Concert Hall í Glasgow. „Undirbúningur fyrir tónleikana gengur vel og æfingar með hljóm- sveitinni verða milli jóla og nýárs sem kemur, því miður, í veg fyrir að ég komist heim til íslands um jólin. íslenskur jólamatur er hins vegar kominn á sinn stað í frystinum svo okkur er ekkert að vanbúnaði að halda skosk-íslensk jól að þessu sinni.“ Ólafur mun Ijúka prófi frá RSAMD næsta sumar. Er hann þegar farinn að undirbúa prufu- söng, aðallega í Þýskalandi, auk þess sem hann er að kanna mögu- leika á að komast til kennara á ítal- íu þegar náminu í Skotlandi lýkur. Gangi það eftir hyggst hann nýta þann tíma til frekari prufusöngs í Evrópu. „Þrátt fyrir að ég reyni að gera áætlanir fram í tímann og undirbúa hlutina vel þá má ekki gleyma því að tækifærin geta skotið upp kollin- um með skömmum fyrirvara. Fram- tíðin er spennandi og ég sé enga ástæðu til að hafa áhyggjur. Þetta er vissulega erfiður „bransi“ að komast inn í en ef maður er tilbúinn þegar tækifærin gefast er leiðin greið.“ EMIL Þór Sigurðsson ásamt frú Hartmann, frv. ræðismanni ís- lands í Stuttgart. Rúnar kveðst vera að vinna í því að fá sýningu Emils Þórs flutta í banka í Stuttgart eftir áramót og jafnvel víðar. Sýningin var sett upp í tengslum við tónleikaröð sem Rúnar hrinti af stokkunum í haust. Er fyrirhugað að hún verði árviss viðburður í framtíð- inni og hefur tveimur íslendingum verið boðið til Abstatt á næsta ári: Gunnari Kvaran sellóleikara, sem halda mun tónleika í febrúar, og Ás- geiri Smára myndlistarmanni, sem setja mun upp sýningu næsta haust. Hluti verkanna á sýningu Emils Þórs í Abstatt hanga uppi í verslun Hans Petersens í Austurveri. Kristín Þorkelsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.