Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meistaranám í tölvunarfræði við Háskólann samþykkt
Eykur áhuga og tekj-
ur fastakennara
BÆJAR- og sveitarstjórnarmenn
úr Garðabæ, Bessastaðahreppi og
Hafnarfirði hittust í gær í Hafnar-
firði til að ræða ýmis sameiginleg
málefni. Fulltrúar Hafnfirðinga
boðuðu til fundarins og var m.a.
rætt um sameiningarmál. Samein-
ing var þó ekkert aðalatriði í
fundinum að sögn Ingimundar
Sigurpálssonar, bæjarstjóra í
Garðabæ.
„Þarna var rætt um samstarf á
ýmsum sviðum sem við höfum átt
í mörg ár, svo sem vatnsveitu- og
raforkumál og síðan hugsanleg
sameiningarmál," sagði Ingi-
mundur ennfremur. Hann kvaðst
ekki eiga von á frekari fundum
um sameiningu en menn hefðu
orðið sammála um að gagnlegt
væri að hittast og ræða málin. „Ég
á von á því að sveitarstjórnar-
menn í þessum þremur sveitarfé-
lögum eigi eftir að hittast oftar
til ræða sameiginleg málefni. En
sameiningarumræðan er ekkert
atriði í þessu,“ sagði Ingimundur
ennfremur.
Ingimundur sagði að fram-
kvæmdastjórar sveitarfélaganna
hittust mánaðarlega til að fjalla
um sameiginleg mál en langt
væri síðan að allir bæjarfulltrúar
hefðu hist.
FJÁRLAGANEFND Alþingis leggur
til í áliti sínu í gær að framlag til
Háskóla íslands á fjárlögum næsta
árs hækki um 50 milijónir króna en
ekki 250 milljónir eins og skólinn
hafði farið fram á. Þar af hækkar
framlag til rannsóknarnáms um 35
milljónir króna, en farið var fram á
43 milljónir.
Háskólaráð samþykkti á fundi sín-
um í gær tillögu um að komið yrði
á skipulögðu meistaranámi í tölvun-
arfræðum sem mun geta aukið veru-
lega rannsóknarnám í skorinni.
skAk
Groningen
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ
í SKÁK
Heimsmeistaramótið í skák fer
fram í Hollandi 8.-30. desember
EINVÍGIN í annarri umferð á
heimsmeistaramótinu í skák hó-
fust í gær. 64 skákmeistarar sett-
ust niður til að tefla, en margir
sterkir skákmenn eru fallnir úr
keppni, þeirra á meðal bandarísku
stórmeistararnir Christiansen,
Benjamin, Gulko og Yermolinsky,
undrabörnin Leko frá Ungveija-
landi og Bacrot (Frakklandi),
Smyslov, fyrrverandi heimsmeist-
ari frá Rússlandi, danski stór-
meistarinn Curt Hansen og Mar-
geir Pétursson.
Jóhann Hjartarson og Helgi Áss
Grétarsson eru enn með í barátt-
unni, sem fer harðnandi, því að nú
eru nánast allir keppendur mjög
hátt skrifaðir, ef tekið er mið af
2. 600 stiga markinu á aljóðlega
listanum. Helgi Áss og kólombíski
stórmeistarinn Garcia hafa
langfæst stig þeirra, sem enn keppa
á mótinu. Það er þó engin ástæða
fyrir þá til að láta hugfallast, því
að gamla spakmælið er enn í fullu
gildi: „Það er ekki nóg að vera
sterkur skákmaður, það verður líka
að tefla vel!“
Jóhann hafði svart í skák við 24
ára stórmeistara frá Hvíta-Rúss-
landi, Alexej Alexandrov að nafni.
Hvít-Rússinn er lítið þekktur hér á
landi, en hann hefur þrisvar orðið
meistari lands síns, og hefur 55
stigum meira en Jóhann. Byijunin
Einnig var samþykkt að bjóða stúd-
entum í öllum deildum 30 eininga
nám í tölvunarfræði frá haustinu
1999. Að sögn Gunnlaugs Jónssonar
háskólaritara er skilyrðið að nægi-
legt fé fáist til að starfsins og nú
sé ljóst að það hafi verið tryggt.
„Mér sýnist að niðurstaða fárlaga-
nefndarinnar breyti engu um
ákvörðun okkar, séu frekar eindreg-
in skilaboð frá menntamálaráðu-
neytinu um að það vilji efla fram-
halds- og meistaranám og rannsókn-
ir við Háskólann. Ég tel að túlka
megi ákvörðun fjárlaganefndar
þannig."
Lengi hefur verið ljóst að hug-
búnaðarfyrirtæki hafa boðið mun
hærri laun en Háskólinn og því ver-
ið rætt um að tölvunarfræðiskorin
myndi ekki geta tryggt hæfa kenn-
ara til lengdar nema með því að
bæta aðstöðu og kjör, bjóða upp á
flóknari kennslustörf. Er einnig
bent á að hægt sé að styrkja B.S.-
námið í greininni með meistaranám-
inu. Nemendur í meistaranámi geti
verið með dæmatíma fyrir B.S.-
nemendur og kennarar geti nýtt
vinnu þeirra við rannsóknir og með
öðrum hætti.
Oddur Benediktsson, prófessor í
tölvunarfræði, fékk í vor launalaust
leyfi í eitt ár og lýsti mikilli óánægju
með kjör sín. Snorri Agnarsson pró-
fessor sagði stöðu sinni lausri í haust
en hyggst nú að sögn Jóhanns P.
Malmqvist, prófessors og deildarfor-
seta raunvísindadeildar, draga upp-
var nimzoindversk vörn og hafði
Jóhann þrönga stöðu framan af
skákinni. Honum tókst þó að losa
um sig og vann peð, sem ekki dugði
til sigurs í endatafli. Jafntefli var
samið, eftir 62 leiki.
Helgi Áss tefldi við hinn 37 ára
gamla Rússa Artúr Júsupov, sem
nú teflir undir þýskum fána. Helgi
eyddi miklum tíma í byijunina og
lenti í vandræðum, og greip þess
vegna tækifærið til að fórna manni
og þráskáka, þegar það bauðst.
Af öðrum úrslitum má nefna,
að ofurstórmeistarinn Vassilíj ívan-
sjúk tapaði fyrir Yasser Seirawan
í aðeins 22 leikjum. Önnur athyglis-
verð úrslit: Andersson-Milov, 1-0;
Adams-Georgadze, 1-0; Hracek-
Lautier, 0-1; Nikolic-Anand, 0-1;
Luther-Akopjan, 'A; Bologan-Vag-
anjan, 0-1; Barejev-Malanjuk, 1-0;
Svidler-Adianto, 1-0; Rozentalis-
Tiviakov, 0-1; Morozevistj-Oll, 0-1;
1. Sokolov-Episjin, 1-0.
Seinni skákirnar í einvígjunum í
2. umferð verða tefldar í dag, en
komi til bráðabana, verður hann
tefldur á morgun.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Artúr Júsúpov
Drottningarbragð
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 -
d5 4. Rc3 - Be7 5. Bg5 - h6 6.
Bh4 - 0-0 7. e3 - b6 8. Be2 -
Bb7 9. Bxf6 - Bxf6 10. cxd5 -
exd5 11. b4 - c6 12. 0-0 - a5
13. b5 - c5 14. Hcl - Rd7 15.
dxc5 - Rxc5 16. Rd4 — Hc8 17.
Bg4 - Hc7 18. Ra4 - Re4 19.
Dd3 -
Eðlilegast virðist að leika 19. Hxc7
- Dxc7 20. Dcl o.s.frv.
19. - Hc4! 20. Rb2 -
Ekki gengur 20. Hxc4 - dxc4 21.
sögnina til baka en sækja þess í stað
um launaiaust leyfi vegna annarra
starfa sem hann tók að sér. Mun
hann taka þátt í að undirbúa meist-
aranámið nú í desember ef af verð-
ur, að sögn Jóhanns.
Vonast eftir stuðningi
tölvufyrirtækja
Gunnlaugur sagði aðspurður að
menn vonuðu að tölvufyrirtækin
myndu styrkja meistaranámið með
einhveijum hætti, t.d. með tölvu-
kosti og öðrum búnaði. Einnig væri
ljóst að með því að efna til meistara-
náms væri hægt að bjóða áhugaverð-
ari aðstæður fyrir kennara, þeir
fengju aukna möguleika á að sækja
um ýmsa rannsóknastyrki.
Eins og aðrar ríkisstofnanir hefur
Háskólinn nú fengið meira svigrúm
en áður til að ráðstafa fé sínu í sam-
ræmi við þarfir á hveijum tíma.
Verða launakjör kennara í tölvunar-
fræði betri en annarra kennara við
skólann?
„Með auknum fjölda nemenda er
svigrúmið auðvitað meira,“ sagði
Gunnlaugur. „Almennt hefur nú
Háskólinn ekki tekið neina ákvörðun
um að mismuna mönnum í launum
eftir því hvaða starfi þeir eru. Ég
held því að menn ættu að fara var-
lega í að fullyrða eitthvað um það.
Ef aðstaða kennara batnar til rann-
sókna og þeir skila meiri afköstum
samkvæmt reglum vinnumatssjóðs
um árangursmat geta tekjur þeirra
hækkað."
Dxc4 - Rd2 og svartur vinnur
skiptamun.
20. - Hc5 21. Ra4 - Bxd4! 22.
exd4 -
Því miður má Helgi ekki drepa með
drottningu, því að þá fellur peðið
á b5.
22. - Hc4 23. Rc3 - Dc7 24. Re2
- f5 25. Bh3 - g5?!
Júsupov hefur náð varanlegum
stöðuyfirburðum, vegna þess, að
hann hefur góð tök á c-línunni og
menn hans standa flestir betur en
þeir hvítu, sérstaklega hrókurinn á
c4 og riddarinn á e4. Það er þess
vegna óþarfí hjá honum að veikja
kóngsstöðuna og gefa þannig
Helga kost á mannsfórn og þrá-
skák.
26. f3 - Rd6
27. f4! - g4 28. Bxg4! - fxg4
29. Dg6+ - Kh8
Svarta drottningin getur ekki tekið
þátt í vörninni, því að þá fellur ridd-
arinn á d6.
30. Dxh6+ - Kg8 31. Dg6+ -
Kh8 32. Dh6+ - Kg8 33. Dg6+
- Kh8 og keppendur sömdu um
jafntefli.
Bragi Kristjánsson
Utanlandspóstur Reykjanesbæjar
Sendur til Reykjavík-
ur og aftur til baka
EFTIR að pósthúsi Pósts og síma
hf. var lokað í Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar eftir síðustu áramót hef-
ur allur póstur frá Reykjanesbæ,
sem póstlagður er til útlanda, ver-
ið sendur til flokkunar í póstmið-
stöðinni í Ármúla í Reykjavík og
þaðan sendur til flugstöðvarinnar
í stað þess að vera sendur beint
frá Reykjanesbæ til flugstöðvar-
innar eins og áður.
Að sögn Harðar Jónssonar, for-
stöðumanns sölu- og þjónustu-
staða Pósts og síma hf., á þetta
nýja skipulag ekki að valda nein-
um töfum á utanlandspósti sem
póstlagður er í Reykjanesbæ, jafn-
vel þótt vegalengdin til Reykjavík-
ur og til baka sé 100 kílómetrar.
„Allur póstur sem þar er póst-
lagður fyrir lokun pósthússins í
Reykjanesbæ kl. 16.30 er sendur
sama dag til Reykjavíkur til flokk-
unar. Um kvöldið eða kl. 21 er
allur utanlandspóstur síðan sendur
til Keflavíkurflugvallar. Það fer
síðan eftir áætlunarflugi Flugleiða
hvenær pósturinn er sendur utan,“
segir Hörður. Þannig nær sá póst-
ur Reykjanesbæjar sem flokkaður
er í Reykjavík sama utanlandsflugi
og ef hann hefði verið sendur beint
frá Reykjanesbæ til flugstöðvar-
innar, að sögn Harðar.
Bæjarfulltrúar þriggja sveitarfélaga hittust í gær
Morgunblaðið/Golli
BÆJARFULLTRÚAR úr Hafnarfirði, Garðabæ og frá Bessastaða-
hreppi hittust og ræddu sameiginleg málefni á fundi í Hafnarfirði
í gær, meðal annars um vatnsveitu og raforkumál.
Ekki líkur á frekari
sameiningarumræðu
Helgi Ass og Jóhann tefla í 2. umferð á HM í skák
Helgi náði að þráskáka
í mjög erfiðri stöðu