Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
FISKVEIÐISTEFNAN
Fiskveiðistjórnunartæki eða hagsmunaverndun?
Inngang'ur
MARGT hefur verið talað og rit-
að um „kvótakerfið" í íslenskum
sjávarútvegi síðan það var tekið
upp og sýnist sitt hverjum, eins og
vænta mátti, en eitt er víst, að þeir
sem fengu á sínum tíma úthlutað
leyfi til þess að nýta auðlind þjóð-
arinnar eins og þeir nánast vildu
eru þessu kerfi mjög hlynntir og
segja það það besta sem völ er á en
aftur á móti þeir sem ekki njóta
þeirra forréttinda að fá úthlutað á
hverju ári nokkrum tugum millj-
óna, af sameiginlegri eign þjóðar-
innar (skv. 2. gr. stjórnarskrárinn-
ar), hafa aðra skoðun á „kvótakerf-
inu“ og finna því flest til foráttu.
En eitt geta landsmenn gefið
sér; að ekki verði hróflað við
„kvótakerfinu", til þess eru hags-
munasamtökin allt of sterk og því
miður virðast þessi hagsmunasam-
tök hafa það sterk ítök hjá stjórn-
völdum, að stjómarherrunum sé
nánast stjórnað eins og strengja-
brúðum og ekkert sem bendir til að
þar verði breyting á. Nú er svo
komið að þessi „þjóðareign" sem er
víst „kvótinn" er komin í hendurn-
ar á örfáum stórum útgecðaraðil-
um og það er nánast ógerlegt fyrir
nýja aðila að komast inn í útvegs-
geirann.
Útgerðarmenn sem hafa þannig
fengið úthlutað veiðiheimildum að
virði margra tuga milljóna, hafa
leigt þennan sama „kvóta“ og sent
skip sitt á veiðar á fjar-
læg mið og þannig fjár-
magnað smíði á nýjum
skipum.
Aðrir hafa byggt upp
stórútgerðarveldi og
ber í því sambandi að
nefna að „kvótaúthlut-
unin“ átti þar stærstan
þátt í þeirri uppbygg-
ingu sem þar hefur
orðið, en þetta dæmi
verður tekið fyrir síðar.
Að margra áliti
stöndum við á tíma-
mótum en á þessum
tímamótum verðum við
að staldra við og
ákveða hvemig lífskjörin í þessu
landi eiga að vera. A að verða hér
forréttindastétt, sem verður leyft
að athafna sig, næstum því að eigin
vild, í auðlegð þjóðarinnar, eða ætl-
um við að koma upp réttlátara
„fiskveiðistjórnunarkerfi“ og þá
um leið að gera mönnum mögulegt
að horfast í augu við næsta mann
og geta segja: „Eg hef komist
áfram á eigin forsendum, ekki
vegna þess að ég fæddist inn í viss-
an forréttindahóp." En þannig er
„fiskveiðistjórnunarkerfið" í dag.
Kvótakerfíð og það sem það
hefur gert
Margir hafa velt fyrir sér hvert
sé hið raunverulega markmið
„kvótakerfisins“ og hvort það þjóni
í raun og veru hagsmunum allrar
þjóðarinnar eða hvort
verið sé að þjóna hags-
munum örfárra aðila.
• Upphaflegt markmið
„kvótakerfisins" var að
sjálfsögðu að vemda
fiskistofnana við landið
og að bæta sóknar-
stjórnunina.
• „Kvótakerfið" átti að
vera til þess að vemda
byggð í landinu, þannig
að smærri byggðarlög
áttu ekki að verða af-
skipt. Með öðrum orð-
um sagt þá átti „kvóta-
kerfið“ að verða eitt
verkfæra byggðastefn-
unnar svokölluðu.
• „Kvótakerfið" átti að auka mikið
afrakstur fiskimiðanna, allur afli
átti að koma að landi og menn áttu
að auka sóknina í „verðmætari"
fisktegundir.
Með því að stýra sókninni átti að
verða hagkvæmara að vinna aflann
og það átti að auka útflutnings-
verðmæti aflans mikið og mikil
hagkvæmni átti að nást við vinnslu
hans. En hver varð raunin? Náðist
að uppfylla þær væntingar, sem
vom gerðar til fiskveiðistjómunar
og hver varð svo fórnarkostnaður-
inn?
Að hluta til verður að viðurkenn-
ast að það hefur tekist að vemda
fiskistofnana gegn ofveiði, ekki er
hægt að segja að „kvótakerfið"
sjálft hafi bmgðist heldur verður
Jóhann
Elíasson
að segjast eins og er að það er út-
færslan á því, sem hefur verið hvað
alvarlegust, að mínu mati og
kannski annarra. Tekist hefm- að
mestu að koma í veg fyrir ofveiði á
helstu fiskistofnunum við landið,
þó ekki hafi verið farið alveg eftir
tillögum fiskifræðinga. Þá var búið
til nýtt batterí, til þess að fýlgja
eftir þeim reglum og lögum sem
stjórnvöld settu, þetta nýja batterí
er fiskistofa. Til þess að fiskistofa
njóti virðingar og réttlætis, verður
stofnunin að skoða hvert tilvik,
sem inn á borð hennar kemur, sem
einstakt mál en ekki að hengja sig
of mikið í reglur.
En hefur tekist að bæta sóknar-
stjórnunina og nýtingu aflans? Að
hluta til hefur sóknarstjórnunin
orðið önnur, en á öllum málum em
tvær hliðar, t.d. að skip sem á lítinn
Því miður virðast
þessi hagsmuna-
samtök hafa það
sterk ítök hjá
stjórnvöldum, segir
Jóhann Elíasson, að
stj órnarherrunum
er nánast stjórnað
eins og strengja-
brúðum og ekkert
sem bendir til að
þar verði breyting á.
„kvóta“ eftir af einni fisktegund,
þar er reynt að forðast þá staði þar
sem von gæti verið á umræddri
fisktegund, en ef sú tegund slæðist
með í aflanum þá er þeirri tegund
bara fleygt í hafið til þess að hún
komi ekki til frádráttar á þeim litla
„kvóta“ á þeirri tegund, sem eftir
er. Undirritaður var mörg ár til
sjós og aldrei upplifði ég það að að-
eins ein tegund af fiski kæmi í
trollið eða önnur veiðarfæri eða þá
að fiskurinn bærist eftir fyrirfram
gerðri pöntun.
Það er á margra vitorði að vegna
þess hvernig verðlagið á fiski er, þá
er það gert t.d. á netaveiðum að að-
eins er komið með fisk að landi,
sem er lifandi þegar hann kemur
innfyrir borðstokkinn, að öðram
kosti er hann of verðlítill og það
verður að ná hámarksafrakstri af
„kvótanum“ þar af leiðandi er hon-
um því kastað aftur í sjóinn.
Hvemig sem á því stendur þá er
ekki lengur landað tveggja nátta
fiski.
Hefur „kvótakei-fið“ orðið til
þess að þjappa saman byggð í land-
inu og vemda þau byggðarlög, sem
stóðu höllum fæti gagnvart stærri
byggðarlögum? Um þetta atriði
hljóta að vera skiptar skoðanir og
ætla ég að leyfa mér að viðra mína
skoðun á því máli.
Ekki er nokkur vafi á því að
„kvótinn" hefur beint og óbeint
orðið til þess að margar byggðir
þessa lands eru að leggjast í auðn
og aðrar að stækka og eflast eins
Dósapressan
EÍÍMMIA
GLUGGATJOLD
Síðumúla 35 ♦ Sími 568 0333.
og t.d. Akureyri. En þar á bæ hafa
t.d. Samherjamenn verið mjög
duglegir að kaupa upp „kvóta“ á
minni stöðum og flutt hann (kvót-
ann) til Akureyrar, en aftur á móti
hafa þeir skilið þau byggðarlög,
þar sem „kvótinn" var keyptur, eft-
ir í sámm og ekkert þar fyrirliggj-
andi annað en að leggja upp
laupana og að fara frá verðlausum
eignum og byrja lífið frá gmnni á
þeim stöðum sem enn hafa „kvóta“
t.d. Akureyri. Fyrst verið er að tala
um Samherja þá er kannski ekki úr
vegi að rifja það aðeins upp hvert
var upphafið að því stórveldi. Eins
og öllum er kunnugt þá keyptu þeir
frændm-, Þorsteinn Már Baldvins-
son, Þorsteinn Vilhelmsson og Kri-
stján Vilhelmsson, skuttogarann
Guðstein GK, sem hafði verið lagt í
höfninni í Hafnarfirði. Þessum
skuttogara breyttu þeir síðan, í
Slippstöðinni á Akureyri, í frysti-
togara. Þegar þessurn breytingum
var að verða lokið var „kvótakerf-
inu“ skellt á. Þorsteinn Vilhelmsson
hafði áður en þetta ævintýri byrjaði
og aðeins eftir það verið mjög feng-
sæll skipstjóri hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa og á þeirri forsendu
fóm þeir frændur fram á að sá
„kvóti“ sem það skip, sem Þor-
steinn Vilhelmsson hafði verið skip-
stjóri á og vissulega átt þátt í að
skipið hlaut, fylgdi honum yfir á
Akureyrina (en það höfðu þeir
frændur skírt Guðstein eftir breyt-
inguna). Þessi krafa var samþykkt
en ekki er mér kunnugt um hvort
Útgerðarfélagi Akureyringa var
bættur „kvótamissirinn". I dag er
Samherji hf. eitthvert stærsta og
öflugasta útgerðarfyrirtæki lands-
ins, ekki er hægt að segja að fram-
ganga þeirra frænda sé eingöngu
vegna „kvótans“ þeir hafa sýnt það
að þeir hafa rekið fyrirtæki sitt af
mikilli skynsemi og ekki skemmir
það fyrir að aðstæður hafa verið
þeim afskaplega hagstæðar svo
ekki sé nú fastar að orði kveðið.
Annan útgerðarmann veit ég um
sem fékk nokkuð stóran „kvóta“ af
rækju. Þessi úthlutun varð eins og
stór happdrættisvinningur fyrir
hann því hann var að láta smíða
fyrir sig einn fullkomnasta rækju-
togara landsins, í stað þess að láta
skipið sem hann átti fyrir veiða
þennan „kvóta“ var það sent á
„Flæmska hattinn" á rækjuveiðar
en „kvótinn" var leigður, til að fjár-
magna smíðina á nýja skipinu.
Sjálfsagt em dæmin um svona ráð-
stöfun á „kvótaúthlutuninni“ mörg,
að gera svona lagað er alveg lög-
legt en það er spurningin hvort
þetta sé siðlaust.
En hefur sóknin í verðmætari
tegundir aukist?
Svarið við þessari spurningu er
tvímælalaust já, en ekki tel ég að
hægt sé að þakka það „kvótakerf-
inu“, heldur hafa aðstæður breyst
og þá sérstaklega með tilkomu
þess að flutningatækni hefur tekið
miklum breytingum þannig að við
íslendingar getum gefið meiri
gaum að sjávarfangi, sem selst fyr-
ir hátt verð á fjarlægum mörkuð-
um, eins og t.d. beitukóngur sem
fer á markað í S-Kóreu og selst þar
á góðu verði.
Leiðir tU úrbóta
En er þá „kvótakerfið" alvont og
er þá ekkert annað með það að
Bætt kjör kvenna
skila sértil barnanna
og samfélagsins.
Munið gíróseðlana.
HJÁLMRSTOFNUN
- Vnp/ KIRKJUNNAR
- heima og hciman