Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 62
] 62 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 K í * c h cs n/k i d' DRAUMAVÉL HEIMILANNA! KM90: Verð frá kr. 29.830 stgr. m/hakkavél. Margir litir. Fæst um land allt. 50 ára frábær reynsla. //// Einar WmW Farestvdt&Cohf. Borgartúni 28 S S62 2901 og 542 2900 Metsölubók sem Bretar þora ekki að gefa ut Á tilboðs- verði í fymundsson Konurnarí lífi Arafats Kaflamir hér á eftir em úr ævisögu Arafats „Kempan með kafíuna“ eftir Janet og John Wallach, sem út er komin hjá Fjölvaútgáf- unni í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur og Þorsteins Thorarensen. Kaflamir em hér styttir og samandregnir. FYRST er gripið niður í kafla sem segir frá einni af kon- unum í lífi Arafats, Nada Yashruti og hvemig hún missti lífið: Vinum jafnt og fjandmönnum Arafats verður tíðrætt um viðhorf hans til kvenna, en af þeim konum sem Arafat kann að hafa verið í tygjum við, hafði Nada Yashruti varanlegust áhrif á hann. En ástar- ævintýri þeirra var svo samtvinnað pólitík, að það gat ekki gengið. Nada var ljóngáfuð, efst í sínum árgangi í bandaríska háskólanum í Beirút og gerðist hermaður PLO. Hún hafði vingast við áhrifafólk í Líbanon, svo sem Franji, hinn kristna forseta Líbanons. Arafat kynntist Nödu skömrpu eftir að PLO var úthýst frá Jórdaníu og þeir fluttu sig til Beirút 1971. Nada var lágvaxin, dökkhærð með ljósa húð, um hálfþrítug, þegar Ara- fat játaði henni ást sína. Eiginmaður hennar Khaled var verkfræðingur og var að reisa stóra íbúðablokk í Beirút. Hann lést við það að se- mentspoki datt á hann á byggingar- stað. Vegna vináttu sinnar við Franji forseta var Nada kjörinn tengiliður við kristna menn. Hún var beðin um að tala við hann og fá hann til að létta umsátrinu um PLO-menn í Beirút. Hún fór til hans í forseta- höllina og átti við hann langar sam- ræður. Þegar hún kom heim síðla kvölds, var setið fyrir henni við úti- dymar og hún myrt. Sumir segja að Nada hafi verið send til að njósna um Franji forseta og komist hafl upp um það. En Khaled al-Fahoum lýsir því svo: „Hún átti marga vini í höllinni. Ég frétti að hún hefði átt marga fundi með Franji forseta. Dag hokkum, þegar hún var að fara þaðan, heyrði hún samræður í einu herbergjanna. Hún nam staðar og hlustaði, en svo illa vildi til að samræðurnar áttu að vera háleynilegar. Líbanskir leyni- þjónustumenn urðu hennar varir, fóm heim til hennar, hringdu dyra- bjöllunni. Þegar hún opnaði dyrrtar, skutu þeir hana.“ Jamil Hilel, talsmaður PLO, segir að morðinginn hafi verið kristinn Líbani: „Kristnu falangistamir vom að undirbúa borgarastyijöld. Ef til vill drápu þeir hana til að kynda undir hatrinu. Þeir vissu að hún var ástfangin af Arafat og þóttust geta náð sér niðri á honum með því að drepa hana.“ Arafat vom færð tíðindin um lát Nödu, þar sem hann sat á fundi með yfirmönnum líbanska hersins. Ara- fat fölnaði upp og varð miður sín. „Hann grét eins og barn,“ rifjar Sdid Kamal upp og segist ekki hafa vitað hvað hann hafí átt af sér að gera þegar hann sá leiðtoga PLO lemja höfðinu hvað eftir annað í vegginn. „Það er rétt,“ svaraði Arafat mild- um rómi, þegar ég spurði hann hvort hann hefði verið ástfanginn af Nödu Yashrati. „Hún var forkunnarfög- ur,“ segir hann. „Við ætluðum að gifta okkur. Hún hafði tekið bónorði mínu og svo var hún myrt.“ Súha - ljóshærða eiginkonan Súha Tawil hafði vitað um, en ekki þekkt, Yasser Arafat síðan hún var fjögurra ára gömul. Faðir henn- ar Daud Tawil var efnaður palest- ínskur bankastjóri í Nablus. Móðir hennar hét Raymonda og var kröft- ug kona, greind, hreinskiptin og sjálfstæð, dóttir menntaðrar arabískrar konu fæddrar í Banda- ríkjunum og Palestínumanns af háum stigum. Þau hjón eignuðust fímm börn og var Raymonda fyrst mjög upptekin af uppeldi bamanna, en í kringum 1964 fór hún að koma meira fram. Eftir ósigurinn í Sexdagastríðinu varð Raymonda mjög virk í mót- spyrnunni gegn hemámsliði ísraela. Þegar Súha litla ólst upp, heyrði hún móður sína stöðugt tala af brenn- andi sannfæringu gegn hemáminu. Þar á heimilinu vora stjórnmál dag- legt brauð. Hvað eftir annað stýrði móðir hennar mótmælafundum gegn hernaðarofbeldi ísraela og efndi til viðnáms gegn útþenslu ísraelskra nýbyggða. Aðrir foreldrar bægðu ungum dætram sínum frá þátttöku í mót- mælagöngum stúdenta, en Raym- onda hvatti sín böm þvert á móti til að vera með. Tíu ára gömul mót- Aloe Vera huð- og hársnyrtivörur frá Jason 84% Aloe Vera — gera aðrir betur? ÚTSÖLUSTAÐIR: APÓTEKIN, KAUPFÉLÖG, VERSLANIR KÁ OG ÝMSAR SÉRVERSLANIR DREIFING: NIKO ehf. Sími 568 0945 MORGUNBLAÐIÐ Ljósm. Reuters. Arafat með ungu eiginkonunni sinni, hinni ljóshærðu Súhu Taw- U. Hún er helmingi yngri en hann, palestínskrar ættar en krist- innar trúar, þótt nú hafi hún gengið til Islams. í fyrstu varð að halda hjónabandinu leyndu, en síðar vann Súha hug og hjörta Palestínuþjóðar, ekki síst eftir að þau eignuðust dótturina Zöhwu sumarið 1995. mælti Súha hemáminu, með gijót í annarri hendi og mynd af Arafat í hinni. Hún fór í göngur, hrópaði og henti gijóti, reyndi að víkja sér und- an og leita skjóls fyrir kúlum ísrael- skra hermanna og var orðin vön táragasinu. Þessi lífsreynsla stapp- aði í hana stáli: „Væri ég ekki dótt- ir Raymondu Tawil, hefði ég víst aldrei gifst Yasser Arafat.“ Mörgum árum síðar, 1989, þegar Intifada-uppreisnin var að byija flutti Raymonda til Parísar og gerð- ist tilsjónarmaður Intifada í útlegð. Þá gerðist Súha tengiliður móður sinnar við Arafat og meðan formað- urinn var á ferð og flugi, flaug Súha á eftir honum með nýjustu upplýs- ingar og úrlausnarefni. Það var ekki að sökum að spytja, að Arafat leist ljómandi vel á þessa glæsilegu ungu konu. En hann þorði aðeins að segja henni það í síma: „Væri ég yngri, myndi ég giftast þér!“ Svo var það að formaðurinn fór til Frakklands í opinbera heimsókn og hélt til á Crillon hóteli í París. Þá var Súha beðin um að skipu- leggja dagskrá Arafats og fylgjast með tímaáætlun hans. „Við löðuðumst þá mjög hvort að öðra, það fór ekki á milli mála. Og í París gekk það allt upp,“ sagði hún, „bara sí sona.“ Einn ættingi hennar segir: „Þetta var reglulegt ástarævintýri." Þau töluðu saman, þau borðuðu, þau töluðu og þau töluðu meira. Það kom á daginn að þau voru bæði svo einstaklega bamelsk, en helsta gönguskón Meindl Island herra- og dömuskór Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex í innra byrði og góð útðndun. Vibram Multigriff sóli. ■góölr I lengri gönguferðlr. Dömust 37-43 Kr. 16.640.- Herrast 41-46 Kr. 16.900,- Stærðir 47-48 Kr. 17.900.- ’feröin gengur vel é Meindl SSÚTILÍFmm aiÆsmm ■ stm tta i ssxa áhugamál þeirra annars var stjömu- speki og friðarsamningar. Einhvers staðar, einhvem veginn dönsuðu þau meira að segja saman tangó í tilhugalífinu, sem annars fór mjög leynt. Súhu fannst formað- urinn viðfelldinn, kurteis, skemmti- legur og gáfaður og langtum áhuga- verðari en þeir „hversdagslegii“ smáborgaralegu menn sem hún hafði kynnst fram að þessu. Með þeim yrði líflð hundleiðinlegt. En líf með Abu Amar (annað heiti Ara- fats) yrði eins og að sitja á fremsta bekk og horfa á sjálfa mannkynssög- una renna framhjá. Þau töluðu um hjónaband og Arafat lagði til að hún kæmi til Túnis, þar væri starf fyrir hana á fjármálaskrifstofunni. Ástar- ævintýrið fór lengi leynt. Svo var það 17. júlí 1990 á tuttug- asta og sjöunda afmælisdegi Súhu að þau vora gefin saman í hjóna- band. (Það var tveimur mánuðum eftir heimsókn Steingríms til Túnis). Eins og aðrar ungar brúðir vildi Súha deila gleði sinni og hamingju með umheiminum. En þá stóð blóðug Intifada-uppreisnin sem hæst og Arafat var hræddur við afleiðingarn- ar af því. „Á öllum heimilum ríkti sorg og fólkið grét. Og alls staðar bjuggu menn við kúgun. Það var ekki rétti tíminn til að útbásúna hamingju okkar," útskýrði Súha síð- ar. Og aðeins hálfum mánuði síðar réðst Saddam Hússein inn í Kúveit. Heimurinn bjóst til stríðs og enginn tími var fyrir brúðkaupsveislur. í meira en ár bjuggu Arafat-hjón- in saman í kyrrþey. Súha skýldi sér í villunni í Túnis, umkringd af tugum lífvarða sem munduðu Kalshnikov byssurnar. Hún hélt sig lengstum í einu herbergi, þótt það væri bæði kalt og óvistlegt. Eiginmaðurinn varð eins og venjulega að vera sí- fellt á faraldsfæti milli húsa. Þeir Palestínumenn sem vinna að félagsmálum, hafa einkum veitt því athygli, hve afskipti Súhu hafa orðið til mikillar blessunar. Þegar hjóna- bandið var gert opinbert, var hún byijuð að skipuleggja viðtöl hans, koma á fundum og hafa áhrif á dagskrár hans. Heilsugæsla, sjúkra- hús og kvenréttindi vora ofarlega á lista hjá henni. Og Súha átti ekki í miklum vanda með að orða pólitískar hugmyndir sem hún hafði alist upp við frá blautu barnsbeini: „Við verðum að búa með ísraelsmönnum og getum lært margt af þeim, t.d. í Iandbúnaði, efnahagsmálum og kvenréttindum," segir hún. 0Bóknrheiti er Kempnn með kafíunn. Útgefnndi er Fjölvi en liöfundar Jnnet ogJohn Wallnch. Bókin er 544 bls. með mvndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.