Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 35 Orð konunga BÆKUR T r ú a r r i t SPEKI JESÚ KRISTS í samantekt Philips Law. Biblran, Hið íslenska Bibiíufélag ísienskaði. Inngang ritaði Sigurður Pálsson. Utgefandi er Skálholtsútgáfan. Hvor bók er 48 bls., innbundin. Leiðbeinandi verð hvorrar bókar um sig er 690 kr. ÞETTA litla kver er safn orða Jesú um 30 þemu, auk formála og eftirmála. Um er að ræða beinar tilvitnanir í orð hans í Nýja testa- mentinu. Dæmi um þemu eru: Sönn speki, tvöfalda kærleiksboðorðið, afneita sjálfum sér, sönn hamingja, Guð bænheyrir og sönn elska. í inngangi segir m.a.: „Sértu að leita að lífsspeki ertu með réttu bókina í höndunum. - Hvaðan kom Jesú þessi speki? Eitt er víst. Hann var alinn upp við þá speki sem birt- ist í heilögum ritningum Gyðinga. - Þessi speki er ekki lífsfjarlæg og óræðin, heldur speki sem talar beint inn í mannlegt líf. Hún er - tímalaus, vegna þess að hún tal- ar um dýpstu spurn- ingar mannsins á öllum tímum“ (bls. 8). Speki Jesú Krists er hentugt kver fyrir þá sem finnst Biblían stór og óaðgengileg. Hér hefur mörgum helstu kjarnaorðum Jesú ver- ið safnað saman. Lest- ur þessa kvers getur verið ágætur inngang- ur að meiri biblíulestri. Utlit bókarinnar er mjög vandað. Hún er skreytt mörgum fornum helgimyndum í lit auk þess sem hver blaðsíða meginmálsins hefur smekklegan bakgrunn. SPEKI DAVÍÐSSÁLMA Þetta kver er svipað úr garði gert og Speki Jesú Krists. Því er ætlað að auðvelda óvönum biblíulesurum aðgang að sálmum Davíðs konungs sem hafa alla tíð verið svo handgengnir kristinni kirkju. Astæðan fyrir því að þeir hafa verið í svo miklum metum er ef til vill sú, að „þeir segja satt um manninn og líðan hans við breytilegar aðstæður í lífinu, og um Guð. Ef til vill er það vegna þess að þar hafa menn fundið samhljóm með þörf sinni fyrir til- beiðslu og ákall í gleði og hryggð“ (bls. 6-7). Nokkrir þekktustu Davíðssálmarnir hafa verið valdir eða hlutar úr þeim og þeim raðað um fimm þemu: Til- beiðslu, íhugun, játningar, þjáningu og von og blessun og fögnuð. Bókin er fagurlega skreytt á sama hátt og Speki Jesú Krists. Kjartan Jónsson Sigurður Pálsson Séð með augnm fjárhirðisins _____________BÆKUR____________________ Barnabók NÓTTIN SEM STJÖRNURNAR DÖNSUÐU AFGLEÐI Höfundur: Bob Hartman. Myndskreyting: Tim Jonke. Þýðandi: Hreinn S. Hákonarson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Staerð: 32 bls., innbundin. Viðmiðunarverð: 1.190 kr. UNDRIÐ í Betlehem er séð með augum eins fjárhirð- anna, konu hans og sonar. Þetta er dálitið óvenjulegt sjónarhorn en það er tilbreyting að heyra jóiafrásöguna á þennan hátt og það varpar nýju ljósi á hana að nálg- ast hana frá annarri hlið en venjulega. Hirðirinn og fjölskylda eru úti í haga á Betlehemsvöllum. Þau vaka ásamt mörgum öðrum hirðum yfir kindum sínum og berjast við að halda sér vakandi um nóttina sem er eins og aðrar nætur, ósköp venjuleg. Á slíkum stundum er nægur tími tii að láta hugann reika um lífið og tilver- una. Skyndilega gerist eitthvað sem er öðru vísi en allt sem þau höfðu kynnst og allt breytist. Fæðing frels- arans er uppfylling langana þeirra. Bókin er í stóru broti. Fallegar myndskreytingar uppfylla textann mjög vel og skapa söguna ekki síður en textinn. Bókin hent- ar vel til lestrar á aðventunni. Barnabók MÚSIN OG EGGIÐ Höfundur: William Mayne. Myndskreyting: Krystyna Turska. Þýðandi: Hreinn S. Hákonarson. Útgefandi: Skálholtsútgáfan. Stærð: 32 blaðsíður. Viðmiðunarverð: 490 kr. AFI og amma lifa fábreyttu lífí og hafa aldrei liðið hungur þótt stundum hafi verið þröngt í búi því að dop- pótta hænan hefur alltaf verpt einu eggi á dag og þann- ig séð fyrir þeim. En dag nokkurn verður afi óánægður með hlutskipti sitt og fer að kvarta. Hann vill fá eitt- hvað annað í matinn. Hænan reynir að gera honum til hæfis en það tekst ekki sem skyldi og afi lærir að meta það sem hann hafði. Eins og góð ævintýri hefur sagan um músina og eggið lærdóm fyrir lesendurna, bæði unga og eldri. Myndskreytingarnar eru hrein listaverk og gera söguna ljóslifandi fyrir lesandanum. Bókin er góð bók fyrir for- eldra, afa og ömmur til að lesa fyrir litlu börnin. Kjartan Jónsson Fyrst og fremst fugl BÆKUR Barnabækur LEITIN AÐ FJÁR- SJÓÐNUM LINDA HITTIR VETUR KONUNG RASMUSKLUMPUR OG MÓRI LITLI VÆNGUR eftir Susannah Leigh og Brendu Haw; Harald Sonesson; Mats Wán- blad og Per Gustavsson. Útgefandi: Vaka-Helgafell, 1997. SVO SEM ráða má af nafni fyrstu bókarinnar, Leitinni að fjársjóðn- um, fjallar hún um leit að fjár- sjóði, nokkuð sem vekur örugglega áhuga barna. Þessi bók hefur þá sérstöðu að á hverri opnu er þraut sem börnunum er ætlað að leysa og vekur það auðvitað enn frekari áhuga þeirra. Lausnirnar á þraut- unum eru síðan aftast í bókinni. Lausnablaðið er ekki nógu ná- kvæmt því myndir hafa ruglast, það vantar eina mynd og blaðsíðut- al við eina myndina er ekki rétt. Að öðru leyti er bókin ágæt og myndirnar skemmtilegar. Linda hittir Vetur konung er bók um litla stúlku sem öllum vill hjálpa og leysa hvers manns vanda. Henni tekst meira að segja að bræða ískaldar hjartarætur Vetrar kon- ungs. Teikningarnar eru fallegar og boðskapurinn svolítið gamal- dags, allir eru góðir við kjarkaða bjargvættinn því hann er svo góður við alla. Þetta er sem sé lítil og skemmtleg hetjusaga. Þriðja bókin er eftir sama höf- und og bókin um Lindu, Harald Sonesson. Það er bókin um Ras- mus klump og Móra. Þeir félagar fara í tívolí og það finnst öllum börnum spennandi. Draugagang- urinn í tívolíinu er krydd sem bragð er að. Myndirnar eru fallegar og smellnar en sá sem þekkir ekki vel til söguhetja bókarinnar er nokk- urn tíma að klóra sig fram því hver er hver á myndunum. Fjórða og skemmtilegasta bókin er Litlivængur. Teikningarnar í þeirri bók eru fallega barnalegar og sögurþráðurinn reglulega heill- andi. Bókin segir frá litlum far- fugli, Litlavæng, sem fæðist með of litla vængi til að geta flogið. Eftir mikla þrautagöngu verða þau mæðginin að sætta sig við örlög Litlavængs. Hann verður eftir þeg- ar fjölskyldan flýgur á brott að hausti og verður að spjara sig sjálf- ur. Upp úr stendur að hvort sem fugl hefur litla vængi eða stóra er hann fyrst og síðast fugl og af því er hann stoltur. María Hrönn Gunnarsdóttir fV-i WcV Tilboð 20% afsláttur Verð frá kr. 2.450. Sníðum þaer í gluggann þinn. Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333. Þreyta? BÆKUR Barnabók GOTT HJÁ ÞÉR, SVANUR! eftir Sören Olsson og Anders Jacobs- son í þýðingu Jóns Daníelssonar. Myndir: Sören Olsson. Bókaútgáfan Skjaldborg 1997 - 148 síður. TELJIST mér rétt, þá er þetta sjötta bókin um Svan, og bendir slíkt til, að höfundum þyki efnið snjallt og útgefendum líka. Hér segir af 10 ára snáða, hug- myndaríkum hrekkjalómi, sprelli hans - tilburðum til þess að sýnast maður. Hann á eldri systur, sem augljóslega, að mati drengsins, þyrfti í stillingu, eins og bílskijóður föður hans, því stelpubjálfinn hefir áhuga á bikkjum og strákum. Kannske skiljanlegt með strákana, en þetta með gangandi brauðálegg, það hlýtur að vera rannsóknarefni sálfræðinga! Nú, svo á snáðinn yngri bróður, herfilega missmíð skaparans. Sjálfur er hann „gull og gersemi", stúlkum slíkt augna- yndi, að annað þekkist ekki meir - að hann álítur. Höfundar reyna að telja lesenda trú um, að Karl Svan- ur Rúdolf, það er pjakkurinn, hafí aðaláhuga á stelpum, en það er algjör misskilningur, því hann er kvæntur Soffíu, gengur með bréf upp á það í vasa. Þó hann fái svona „sinadrátt" í augun, þegar ein og ein „gellan“ gengur hjá, þá er það ekki sönnun eins eða neins, gæti verið ættgengt og höfundum viss- ast að hampa því ekki um of. Nú, Svanur er brellinn heima - í skóla, ja, svona í trúnaði: ALLS STAÐAR! Þessu lýsa höfundar, leggja sig alla fram, en ná ekki háu flugi - reyna að vera fyndnir, en það mis- tekst líka. Hér ber mér að minna á, að það er ekki víst, að sama atvik veki mér og þér hláturs, það hefir lífið kennt mér. Þú verður því sjálf(ur) að lesa og dæma. Heimtu- frekja er það sjálfsagt að ætlast til, að höfundar hafi tamið sér slík stílbrögð er Astrid Lindgren náði. Það sem prýðir þessa bók, í mínum huga, eru bráðfyndnar myndir og svo þýðing Jóns, hann fer á kostum. Sig. Haukur TIIJJOÐ j£já>mynd(u)tafa (junna’tí Jnyitnatómncut Suöurveri, sími 553 4852 SKILAFRESTUR HANDRITA FRAMLENGDUR Ert þú með liandrit að barnabók í skúiTunni eða i huganum? Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest handrita í samkeppninni um íslensku barnabókaverðlaunin til 15.febrúar 1998. Til mikils er að vinna því verðlaunin nema 200.000 krónum auk höfundarlauna fyrir bókina sem kemur út hjáVöku-Helgafelli á árinu 1998. íslensku barnabókaverðlaunin hafa á undanförnum árum greitt mörgum nýjum höfundum leið út á rithöfunda- brautina og orðið um leið til þess að auka úrval góðra bókmennta fyrir börn og unglinga. Stjórn Verðlaunasjóðsins hvetur jafnt þekkta sem óþekkta höfunda til þess að taka þátt í samkeppninni um íslensku bamabókaverðlaunin. í ár hlaut Þorgrímur Þráinsson verðlaunin fyrir bók sína Margt býr í myrkrinu. Skila á útprentuðu handriti að sögu fyrir börn eða unglinga og skal hún vera a.m.k. 50 vélritaðar blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir að sögumar séu myndskreyttar. Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í umslagi Utanáskriftin er: Verðlaunasjóður íslenskra bamabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík VAKA-HELGAFELL • Síðumúla 6 • 108 Reykjavík • Sími 550 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.