Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF AÐVEIMTA Lúsíuhátíð í Hafnar- fjarðarkirkju 13. DESEMBER er víða um heim haldinn hátíðlegur í minningu heil- agrar Lúsíu, er lét lífið fyrir trú sína á 4. öld eftir Krist. Á Norður- löndum stendur þessi hátíð traust- um fótum, sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku. Nafnið Lúsía þýðir ljós og um leið og menn minnast Lúsíu sjálfrar með Lúsíuhátiðinni, þá bendir hún til ljóssins sem er að koma í heiminn, ljóssins sem er Jesús Kristur. Slík Lúsíuhátíð verð- ur nú haldin í fyrsta sinn í Hafnar- fjarðarkirkju, laugardaginn 13. desember og hefst hún kl. 11. Börn úr Hvaleyrarskóla og Setbergs- skóla ganga Lúsíugönguna, en einnig munu fermingarbörn sýna helgileik er tengist aðventu og jól- um. - kjarni mílsins! Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 SAFNAÐARSTARF Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag 13. des. kl. 15. Jólahlað- borð á Hótel Loftleiðum. Jólaljósin í bænum skoðuð að lokinni máltíð. Þátttaka tilkynnist kirkjuverði í síma 551 6783 kl. 16-18. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Langholtskirlqa. Opið hús kl. 11-14. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Sjöunda dags aðventistar á ís- Iandi: Á laugardag: Aðventkirkj- an, Ingólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíurannsókn að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Derek Beardsell. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíu- skóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Harpa Theodórsdóttir og Frode Jakobsen. Aðventkirkjan, Brekastig 17, Vestmannaeyjum. Hvíldardags- skóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Steinþór Þórðarson. Gaulveijabæjarkirkja. Aðventu- kvöld kl. 21. Ræðumaður Jón R. Hjálmarsson. Sóknarprestur. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 11 kyrrðarstund á heimilinu að Hraunbúðum í umsjá sr. Önundar Björnssonar héraðsprests og Stein- unnar Einarsdóttur. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma á morgun kl. 14. Bænastund á þriðjudag kl. 20.30. JT INNLENT Jólaverslun- in hafin í miðborginni BÍLALEST frá Coca Cola ekur frá Hlemmi og niður í Kvos laugardag- inn 13. desember. Bílalestin sam- anstendur af 5 stórum vörubílum, ljósum prýddum ásamt hjálpar- sveit skáta og lögreglu sem ann- ast öryggisgæslu ef á þarf að halda. Farþegar með lestinni eru jólasveinar, mörgæs, fíll og ísbjöm, segir í fréttatilkynningu frá Mið- borgarsamtökum Reykjavíkur. „Lestin verður á Laugaveginum kl. 16.45 og í Austurstræti kl. 17.45 þar sem verður höfð við- dvöl og jólasveinar munu syngja jólalög og dreifa góðgæti til barn- anna. Milli kl. 14 og 16 verða jólasveinar á ferð í fjallajeppa, í hestvagni og gangandi um mið- borgarsvæðið. Um kvöldið mun kór Öldutúns- skóla, Frændkórinn og Álafos- skórinn syngja jólalög og Lúðra- sveitin Svanur ásamt lúðrakvart- ett leika víðsvegar á miðborgar- svæðinu," segir þar jafnframt. Jólasýning á Eyrarbakka JÓLASÝNING Byggðasafns Ár- nesinga verður opin almenningi í Húsinu á Eyrarbakka sunnudag- inn 14. desember ki. 14 og 17. Þar hefur verið sett upp sýning á safngripum sem tengjast jóiahaldi fyrri tíma. Á sýningunni eru göm- ul jólatré, jólakort frá fyrri hluta aldarinnar og jólasveinabrúður safnsins. í fréttatilkynningu segir: „Merkasti gripurinn er elsta varð- veitta jólatré landsins sem er spýtujólatré frá 1873. Elín Stein- dórsdóttir Briem í Oddgeirshólma gaf jólatré á safnið árið 1955 en hún fékk það úr búi foreldra sinna, sr. Steindórs og frú Kamiltu Sig- ríðar Briem í Hruna. Kamilla mun hafa látið smíða jólatréð þegar hún fluttist í Hruna árið 1873 en hún var dóttir Rasmusar Hall veitingamanns í Reykjavík. Það er grænmálað, smíðað úr tré af hagleikssmiðnum Jóni Jónssyni í Þverspyrnu. Á stofni þess eru 38 göt þar sem greinum trésins var stungið í. Greinamar og stofninn eru alsett smáum götum þar sem stungið er í krækilyngi til skrauts. Kerti eru fest á enda hverrar greinar og eitt á toppinn." Jólamarkaður Kolaportsins opinn alla daga JÓLAMARKAÐUR í Kolaportinu verður opinn alla virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 11-17 til jóla. Fjöldi seljenda býður fatn- að, leikföng, gjafavöru, verkfæri, sælgæti, geisladiska, skartgripi, búsáhöld, jólamat, jólatré, íslenskt og erlent handverk og fleira. „Á jólamarkaði Kolaportsins er boðið upp á ótrúlegt verð á nýjum bókum. Sem dæmi kostar bóka- pakki með 9 nýjum bókum og 5 gömlum aðeins 1.900 kr. Annað dæmi um ótrúlegt verð er að boð- ið er upp á nýja geisladiska frá 99 kr. og alla nýjustu geisladisk- ana á lægra verði en hægt er að fínna annars staðar," segir í fréttatilkynningu. Finnland 80 ára ÞJÓÐHÁTÍÐ Suomi-félagsins (fínnska félagsins) verður haldin laugardaginn 13. desember kl. 19 í húsi Kiwanis- klúbbsins, Engjateigi 11. Kvöldið byijar með því að ung- ir stúdentar munu spila og syngja fínnsk þjóðlög að nútímalegum hætti, sendiherra Finnlands á ís- land, herra Tom Söderman, flytur ræðu og finnski harmonikusnill- ingurinn Tato Kantomaa spilar fyrir gesti. Eftir dagskrá er þriggja rétta kvöldverður. Efnt verður til happdrættis eins og að undanförnu og í lokin gefst líklega tækifæri til að dansa. Aðgöngumiðar kosta 1.500 kr. (fyrir félagsmenn og stúdenta). Fyrir utanfélagsmenn kostar mið- jnn 1.900 kr. Suomi félagið er vinátttufélag Finna og íslendinga. Félagið var stofnað árið 1949 og félagsmenn eru nú u.þ.b. 130, flestir íslending- ar. Landspítal- inn á veraldar- vefinn HEIMASÍÐA Landspítalans verð- ur formlega opnuð í dag. Um nokkurt skeið hefur bókasafn spítalans verið eina deildin sem hefur verið á vefnum en nú í upp- hafí verða þær um níu. Efni vefsins verður aðallega af þremur toga: Ýmsar almennar upplýsingar um starfsemi spítal- ans, handbækur og leiðbeiningar ætlaðar starfsfólki innan heilbrigð- isgeirans og fræðsluefni fyrir al- menning og þá sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Vefslóðin er www.rsp.is R A U G (fl > J I I M G A R ATVIMIMU- AUGLÝSING AR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Isafirði, þriðjudaginn 16. desember 1997 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Aðalgata 14B, Suðureyri, þingl. eig. Halldór Karl Hermannsson, gerðar- beiðendur Tryggingastofnun ríkisins og Vátryggingafélag islands hf. Aðalstræti 42, Þingeyri, þingl. eig. ísafjarðarbær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR rFÉIAG ELDIÍI BORGAHA Félagsfundur veröur haldinn um kaup á veitingahúsinu Glæsibæ laugardaginn 13. desember kl. 13.30. Fundurinn fer fram í Glæsibæ. Félagar sýni félagsskírteini. Félaga eldri borgara í Reykjavík og nágrenni i Reykjavík eru 29 almennir grunnskólar og 5 sérskólar. Nemendur eru alls rúmlega 14.000. Stöðugt er unnið að þróun á skólastarfi í borginni og unnið er að einsetningu allra grunnskóla borgarinnar. Endurmenntunartilboð til kennara og skólastjórnenda eru mörg og fjölbreytt. Leitað er eftir kennara frá 1. janúar 1998. Árbæjarskóli, með 770 nemendurí 1. —10. bekk, sími 567 2555. Almenn kennsla í líffræði, ensku og samfélags- fræði á unglingastigi. Upplýsingar um stöðuna gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skólans og Ingunn Gísla- dóttir á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í síma 535 5000, netfang ingunng@rvk.is. • Fríkirkjuvegi 1 • lS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr®rvk.is Eyravbakki — Eyrarbakki Bladberar óskast til að sjá um dreifingu á Morgunblaðinu. Upplýsingar í síma 483 1112 eða 569 1344. Árvellir 26, ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæjar, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Dalbraut 1A, Isafirði, þingl. eig. Benedikt Bjarni Albertsson og Guðrún Guðbjartsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarjsóður verkamanna og Vátryggingafélag Islands hf. Dalbraut 1B, 0102, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Drafnargata 9, Flateyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd ísafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Fjarðarstræti 2, 0101, ísafirði, þingl. eig. Jens Friðrik Magnfreðsson, gerðarbeiðandi Byggignarsjóður verkamanna. Fjarðarstræti 4, 0101, ísafirði, þingl. eig. Brynja Gunnarsdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Grundarstígur 11, Flateyri, þingl. eig. Óli Þór Einarsson, gerðarbeið- andi Innheimtustofnun sveitarafélaga. Hjallavegur 21, neðri hæð, Suðureyri, þingl. eig. Sveinbjörn Jónsson og HöskuldurÁstmundsson, gerðarbeiðandi Bygging'arsjóður ríkis- ins, húsbréfadeild. Hlíðarvegur 7, 0301, Isafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðandi Byggignarsjóður verkamanna. Mánagata 6A, 0101, Isafirði, þingl. eig. Mánagata 1 og 6, ísafirði ehf., gerðarbeiðendur ísafjarðarbær, fslandsbanki hf., útibú 556 og Lands- banki Islands, lögfræðideild. Mjallargata 6A 0101, ísafirði, þingl. eig. Þórir Guðmundur Hinriksson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, ísafjarðarbær og Lands- banki íslands, lögfræðideild. Túngata 23, Suðureyri, þingi. eig. ísafjarðarbær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Sýslumaðurinn á ísafirði, 11. desember 1997. Aðalfundur Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudag- inn 17. desember nk. kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. PJÓNUSTA Handverksmarkaður Handverksmarkaður verður á Garðatorgi laugardaginn 13. desemberfrá kl. 10—18. Á milii 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 - 17812128V2 3 Jy. Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21.00 heldur Karl Sig- urðsson erindi um Secret Doc- trine í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15.00-17.00 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Elínar Steinþórsdóttur. Sunnudag kl. 14 verður sýnt myndband með Krishnamurti. Umsjón Halldór Haraldsson og Gísli Jónsson. Á sunnudögum kl. 15.30—17.00 er bókasafn félagsins opið til út- láns fyrir félaga og kl. 17.00— 18.00 er hugleiðslustund með leiðbeiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónusta opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Guðspekifélagið er 122 ára alþjóð- legt félag um andleg mál, hið fyrsta sem byggði á hugmyndinni um algert frelsi, jafnrétti og bræð- ralag meðal mannkyns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.