Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Eiguleg bók fyrir fluguveiðimenn BÆKUR Fluguhnýtingar VEIÐIFLUGUR ÍSLANDS -HANDBÓKFLUGU- VEIÐIMANNSINS eftir Jón Inga Ágústsson, Reykholt 1997. ÚT ER komin bókin Veiðiflugur íslands eftir Jón Inga Ágústsson, fluguhnýtara og leiðsögumann er- lendra stangaveiðimanna. Þetta er mikil bók og á sér nokkurra ára forsögu, en sjálfur er höfundur aðeins rétt yfir tvítugt. Bókin er alfarið stíluð á stangaveiðimenn, einkum og sér í lagi þá sem gaman hafa af fluguveiði og hnýtingum. Bókin er í stóru broti, A4, og að sögn útgefenda prýða hana lit- myndir af 800 flugum. Eru það bæði hérlendar flugur og erlendar flugur sem hafa gengið vel við ís- lenskar aðstæður og oft eftir að hafa verið „lagfærðar" lítið eitt með tilliti til aðstæðna. Flugusíð- urnar skiptast í hina ýmsu flokka, allt frá silungapúpum til sjóflugna eða örtúba til klassískra laxa- fiugna. Aðrir veigamiklir kaflar eru „Fæðan“ þar sem Jón S. Ólafsson líffræðingur hefur tekið saman myndskreytta samantekt um skor- dýrin sem margar flugurnar taka mið af, kaflinn „Leiðbeiningar um val á flugum“ er þarna einnig en þar hefur Sigurður Pálsson önglað saman upplýsingum úr „viðtölum við fjölda manns“ um hvaða flugur ganga vel á einstökum veiðistöðum og er komið afar víða við. Þá er veigamikill kafli sem ber heitið „Fluguhnýtingarefni" og saman- stendur af litmyndum af öllu mögulegu og ómögulegu efni sem menn nota við fluguhnýtingar. Þá er þarna að finna myndsíður af frumskógi önglategunda, net- fangaskrá yfír aðila sem eru með stangaveiði á alnetinu, listi yfir þjónustuaðila stangaveiðimanna o.fl. Ef við snúum okkur að bókinni þá er hún kynleg blanda handbók- ar og stofustáss. Brotstærðin og sú staðreynd að bókin er öll lit- Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatiIboðsverði, kr. 7.990,-eða kr. 8.990, - /FDnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 prentuð gerir hana að dæmigerðri stórafmælis- og jólagjöf stanga- veiðimannsins, en kemur einnig í veg fyrir að hún verði alfarið notuð sem handbók. Á hinn bóginn er erfítt að hugsa sér hvernig öllu þessu efni verði komið fyrir í minni handhægari útgáfu sem menn gætu stungið í veiðitöskuna þó margur myndi eflaust kjósa sér að geta notað bókina á þann hátt. Og þó þeim fjölgi jafnt og þétt sem hnýta sínar eigin flugur, eru eftir sem áður fjölmargir stanga- veiðimenn sem hnýta ekki og þessi bók á að mörgu leyti ekki síður erindi til þeirra. Svo er m.a. fyrir að þakka ýmsum skemmtilegum upplýsingum sem er að finna um tilurð og notagildi flugna sem sagt er frá. Bókin er aðgengileg. Flugna- myndirnar skýrar. Menn hefðu getað sparað með því að hafa allar flugurnar á nokkrum litsíðum og haft annað í svarthvítu. Það hefði hins vegar verið óaðgengilegra og hér hafa menn ekki kosið að spara á kostnað notagildis. Stórar litmyndir, stemmnings- myndir frá ýmsum veiðistöðum, prýða bókina og í ríkum mæli. Ég sakna þess þó mjög að hvergi er stafkrókur sem segir manni hvar myndirnar eru teknar. Undirritaður hefði einnig viljað einhvern texta með kaflanum „Sjó- flugur". Allir flugnakaflarnir út- skýra sig nokkurn veginn sjálfír. En fluguveiði í sjó er eitthvað sem fáum sögum fer af hér á landi þó slík veiði sé mjög vinsæl í ýmsum útgáfum víða erlendis. En hér eru sýndar nokkrar sjóflugur án nokk- urs formála. Hvaða fiskur tekur þessar flugur? Hvar eru veiðistað- irnir? Frá landi eða báti? Hvaða línur? Hvaða tæki? O.s.frv. Kaflinn „Val á flugum" er einn- ig athyglisverður og rétt að benda á að yfír honum stendur: „Eflaust verður aldrei hægt að hafa hann svo öllum líki, og það vanti ein- hveijar flugur að mati sumra.“ Þetta eru orð að sönnu og áður en menn lesa umrædda samantekt verða þeir að meðtaka þessi orð rækilega, því að öðrum kosti gætu Nýjar bækur • BLÁ nóttfram írauða bítíðer eftir Helga Ingólfsson. Helgi Ingólfsson sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Andsælis af svip- uðum toga; en þetta er þriðja bók höfundar. I kynningu segir: „Þetta er æsispennandi, áleitin og bráð- fyndin saga af samviskusömum en seinheppnum rithöfundi sem vili gjama kynnast nætur- og undir- heimalífi Reykjavíkur af eigin raun, en kynnist því talsvert nánar en hann hafði hugsað sér“ Skáldsaga Helga, Letrað í vindinn - Samsærið, hlaut Bókmenntaverð- laun Reykjavíkurborgar 1994. Bókin er 212 bls., prentuð í Sví- þjóð. Verð: 990 kr. 0 Útlendingurinn er eftir Albert Camus í þýðingu Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi. í kynningu segir: „Höfundurinn beitir látlausum og óvægnum stíl af mikilli list og dregur lesandann inn í innstu myrkur manngerðar sem telja mætti einkennandi fyrir nútímann. Að lokum er ekkert ljóst um sekt eða sakleysi, gott eða illt.“ Albert Camus (1913-1960) var franskur rithöfundur og heimspek- ingur, fæddur í Alsír. Hann er einn frammámanna hinnar svokölluðu tilvistarstefnu og hlaut Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 1957. þeir orðið á stundum örlítið undr- andi. Listinn er tekinn saman eftir samtöl við fjölmarga og sannast á lestrinum að besta flugan hvetju sinni er sú sem menn hafa trú á hveiju sinni. Það er í samræmi við þetta nokkuð sérstakt að leiðbeina mönnum um val á flugum, t.d. í Flekkudalsá, Gljúfurá, Fáskrúð, Breiðdalsá og Haukadalsá án þess að minnast á svarta eða rauða Frances. Á sama hátt er stórgaman að renna í gegnum flugnavalið og sjá mælt með því að nota hvíta Franc- es í Laxá í Kjós, afbrigði sem und- irritaður vissi ekki einu sinni að væri til, hvað þá gjöfult í á sem hann þekkir vel til. Miklu fremur er listinn staðfest- ing á því að það veiðist á fleiri flug- ur en Frances. Af þessu má ráða að samantektir af þessu tagi verða alltaf umræðuefni veiðimanna á meðal og það er í raun eitt af því sem gerir fluguveiði svo heillandi sem raun ber vitni, að fluguveiði- menn geta endalaust rætt sín á milli um kosti og galla endalausra flugutegunda. Kaflinn er því skemmtilegur útgangspunktur, en ekki neinn stóridómur, eins og höfundur bendir réttilega á. Einn smágalli á umræddum fluguvalslista er skortur á auð- kenningu á veiðisvæðum þar sem fleiri eri eitt heita sama nafni. Dæmi: Tvö Eldvötn eru tínd til og ólíkt flugnaval. En hvort á við Eld- vatn á Brunasandi og hvort á við Eldvatn í Meðallandi? Undirritaður gat sagt sér það sjálfur á flugnav- alinu, en geta það allir lesendur? Tvær Svartár eru nefndar og er önnur augljóslega laxveiðiáin þekkta. En er hin sú í Bárðardal eða hin sem rennur í Hvítárvatn? Það kemur ekki fram. Á öðrum stöðum, s.s. þar sem tvær Selár eru nefndar til sögunnar, eru þær kenndar við Steingrímsfjörð og Vopnafjörð. Svona lagað hefði mátt vera regla í kaflanum þannig að efnið kæmist betur til skila. En þó hér sé getið fáeinna galla breytir það ekki því að hér er um mjög svo eigulega bók að ræða fyrir stangaveiðimenn. Guðmundur Guðjónsson Helgi Guðmundur Ingólfsson Andri Thorsson B6kinerl38 bls., prentuð íSví- þjóð. Verð: 799 kr. 0 ÍSLANDS- FÖRINer eftir Guðmund Andra Thorsson. Þessi skáldsaga er lögð í munn enskum aðalsmanni sem heldur til íslands á síðari hluta 19. aldar. Söguhetjan sér landið í ljóma hugsjóna sinna, en innra með sér veit hann að eitthvað persónulegra og leyndardómsfyllra dregur hann á vit þessa hijóstruga eylands og tengist uppruna hans og skelfílegum atburðum í fortíðinni. Bókin var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1996. íslandsförin er 170 bls., prentuð íSvíþjóð. Verð: 899 kr. Utgefandi bókanna er Uglan - Islenski kiljuklúbburinn Albert Camus Ekki er allt sem sýnist BÆKUR Unglingasaga STROKUFANGINN eftir Jónas Baldursson. Myndir: Jón- as Baldursson. Bókaútgáfa Jónasar 1997,132 síður. ÞETTA er önnur bók höfundar um Alla, Aðalstein Sigurðsson, 13 ára gutta. Skóla er að ljúka, en snáðinn horfir með kvíða til sumar- daga, því vinur hans, bezti vinur hans, á að sendast til frændfólks í sveit. Hann aleinn eftir! En svo grimm reynast ör- lög drengnum ekki. Foreldrum hans býðst tækifæri til þess að láta gamlan draum rætast, eignast sælureit í sveit, kaupa sumarbústað í norðlenzkum dal. Alli á móður sinni það að þakka að Steini, það er vinurinn, fær að halda norður með þeim, í för er og Elsa, frænka Alla. í dalnum góða bíður unglinganna æsilegt ævintýr, svo þetta verð- ur sumar engu öðru líkt. Handan lækjar kúrir hrörlegur, dularfullur bær, og hann vekur áhuga, fyrst strákanna, síðan Elsu líka. Með tilburðum þjálfaðra rann- sóknarmanna, (segið svo að sjón- varpsskjár hafi ekki áhrif), dylst þeim ekki, að fleira er en sýnist á býlinu því. Eins og skuggar læðast þau um - komast að því, að þeir sem þar hafa búið hafa grafíð marg- an rangalann frá íbúðarhúsi til úti- húsa og til felustaðar í gili. Kænlega gert, svo minnir helzt á greni í hól. Krakkarnir læðast um draugaleg göngin, koma að hijótandi gaml- ingja; finna kýr hans; rekast á ógn- vekjandi náunga, ungan; fínna að í heystálinu er annað stál; og þau finna ... og þau finna ... Leyfum höfundi að segja ykkur frá afrekum unglinganna, því þeir verða lands- frægir fyrir og hann kann þá list að hlaða frásögnina spennu, svo bók verður vart borin til hillu, fyrr en lesin er öll. Já, stíllinn er léttur - málið tært og fallegt, enda segist höfundur hafa borið gátur sínar til stílistans Helga Sæmundssonar. Þar sem eg vænti fleiri bóka frá höfundi, börn eiga það skilið, þá langar mig að benda honum á: Framan á bókarkápu stendur: .. .eyðibýlisins. Hér hefði átt að setja gæsa- lappir, því ekki má gleyma gamlingjanum og kúnum hans. Kotið því ekki í eyði! Prent- villupúkinn er að glett- ast á síðu 34 (hellir) og 49 (grasviskinum) kk í stað kvk. Sem sveitamaður bar eg hey í jötu í Ijósi, en í garða í fjárhúsi (54); eg sótti hey í hlöðu eða tótt, þar sem það hafði verið sett til geymslu; kýr festi eg á bás með hálsbandi en ekki hlekk, þó gat hálsbandið verið úr járnhlekkjum gert, síðar kom klaf- inn. Eg tíni þetta til af því einu, að vænt þykir mér um gömlu orðin, vil að ungir læri og muni. Strokufanginn er vel skrifuð - spennandi saga, sem án efa á eftir að veita þeim gleðistundir er kynn- ast. Mættum við fá meira að heyra. Sig. Haukur Jónas Baldursson Utfyrir heima- hlaðið BÆKUB F r æð i r i t PÝRAMÍDAR Höfundur: Anne Millard. Ráðgjafi: George Hart. Ritstjóm: Molly Per- ham. Hönnun: John Jamieson. Um- sjón myndefnis: Valerie Wright og Su Alexander. Þýðing: Haraldur Dean Nelson. Útgefandi: Mál og menning, 1997,64 síður. TÖFRAR góðrar bókar leiða þig á kögunarhól sem veitir þér sjón- hring langt út fyrir heimahlaðið þröngt, fylla þig löngunar að kynn- ast nánar því sem fyrir augu bar. Sé þessi staðhæfing mín rétt, þá er eg með frábæra bók í höndum. Hér birtast þekking og list á síðum, leiða lesandann 4500-5000 ár aftur í ald- ir, svipta hulu af gleymdum fróðleik, tengja því sem er nær í tíma og rúmi. Já, reynt er að bregða birtu á siðu og háttu þeirrar þjóðar er pýr- amídana gerði, leita tilgangs að baki streðsins alls. Allt frá því er ferðalangar tóku að góna á og telja pýramídana með furðum veraldar, þá hafa spekingar talið sig eiga svarið við spumunum: Hvers vegna og hvernig? Mörg svar- anna ófu efnið þeirri dulúð, að hvorki svarandinn né aðrir rötuðu um þoku- vaðalinn, villan varð því verri en áður. Hér er farin sú leið, að þekking- arbrotum, sem finnast í rykslóð aid- anna, er raðað saman í mynd sem segir sögu þjóðar, er átti verkmennt slíka, að þriggja tonna hnullungum gat hún raðað upp í 147 metra hæð, og það af snilli sem tímanstönn hefír ekki molað, ræningjahendur manna einar rispað. Bókin undir- strikar, að menning rís og menning hnígur; - ieið finnst til þess að leysa gátuhnút; - þyrnagerði gleymsk- unnar hylur síðan svar, þar til nýir spekingar og völundar fínna það aftur, eða annað líkt. Trúiega eru þeir ekki þegnar sömu þjóðar, skilið geta höf og lönd, en þó er næring, til svarsins, sogin frá einni og sömu rót, þrá mannssálar til þess að skilja og skynja leyndardóm sköpunarinn- ar; - þránni til þess að klífa tind- inn, - sjá hvað handan fjallsins er. Þar er sú framtíð, er mannkyns bíð- ur. Við horfum ekki af „tindinum“ inn í blámóðu fjarskans, heldur inn í okkar eigin brjóst, því það er þar sem þræðir vefsins leynast, líka get- an til að vinna úr, - háð þeirri arf- leifð er bar okkur á tindinn. Víst getur hún virzt á stundum í tómið glötuð, eins og saga Egyptanna, sem rist var með hiróglífum í stein, öllum gáta, þar til flaga, rósettusteinninn, með grískum skýringum, fannst, og við það hlaut sagan varir, líf. Þessi bók varpar birtu á margt sem í rökkri var hulið, er því bók sem ætti að vera til á hveiju heim- ili, - fræðandi, - heillandi lesning. Höfundar hennar fullyrða, að þetta sé bezta bók sem um pýramída hafi verið gerð, ekki kann eg á því skil, en þekki ekki þá bók er fuliyrðingu þeirra gæti hnekkt. Þýðing Haraldar er mjög góð, og frágangur allur útgáfunni til mikils sóma. Orðskýringar hefði eg að vísu stytt, en sannarlega er fengur að þeim mörgum. Sig. Haukur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.