Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MYNDLIST IVýlistasafniít SKULPTUR GUÐJÓN KETILSSON Pússað og penslað Til 14. desember. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR gengið er inn í neðri sal Nýlistasafnsins þá blasa við tólf pör af skóm sem er snyrtilega raðað upp við vegg. Skórnir eru vandlega skornir úr tré, litaðir og fægðir, þannig að giansar af þeim. Verkið heitir „Staðgenglar", eftir Guðjón Ketilsson. Þeir hlutir sem Guðjón sker út eru yfírleitt hversdagslegir og auðþekkjanlegir. A þessari sýn- ingu eru skór áberandi, á þeirri síð- ustu, í Norræna húsinu, voru það lág- myndir af húsum. Kannski muna ein- hverjir eftir höfuðmyndum gerðum úr rótarendum trjástofna. En það sem bindur saman allt það sem Guð- jón gerir er einstaklega nákvæm, þolinmóð og hægferðug vinna. Alúð væri kannski viðeigandi orð. Engum hefði brugðið við að koma inn í Nýlistasafnið og sjá raunverulega, slitna og lúna skó standandi á gólf- inu, í staðinn fyrir þá útskomu. En það er engar skyndilausnir að fínna í verkum Guðjóns. Hann á það tii að lakka verkin með mörgum lögum og pússa þau síðan, þannig að undirlagið skín í gegn. I einu verki á sýningunni notfærir hann sér þetta út í æsar: tveir fletir, annar dökkur, hinn Ijós. Á dökka fletinum skín í ljóst undirlag og á því ljósa er dökkur díll þar sem Guðjón hefur pússað í gegnum lögin. Það má kannski segja að verk Guð- jóns veki spurningu sem hljómar undarlega í fyrstu og hefur lengi leg- ið óhreyfð: hvert er listrænt gildi hins fínpússaða? Með stórfenglegri einfóldun má segja að nútímalistin hafí einmitt byrjað sem andóf gegn fínpússuðu yfirborði saion málverks- ins. Erum við komin heOan hring? Guðjón er af þeirri íslensku konsept-kynslóð sem tileinkaði sér tvær meginreglur varðandi hand- bragð og útfærslu. I fyrsta lagi, að leggja aldrei meira á sig fyrir út- færslu verksins en nauðsyn krefur til að koma inntaki þess til skila, og í öðm lagi, að gefa verkinu forgang fram yfir listamanninn, og forðast það að þröngva persónu listamanns- ins upp á verkið, t.d. með því að gera það að leikvelli fyrir leikni hans og handbragð. Þessi prinsíp eiga sér sögulegar forsendur. Þær vom við- bragð við dýrkun og upphafningu á listamanninum, þar sem persóna listamannsins og snilldarlegt hand- bragð hans var metið ofar öllu og listaverkinu hampað sem einstökum dýrgrip. Hefur Guðjón þá brotið þessi tvö prinsíp, með því að leggja miklu meira á sig en inntakið virðist krefj- ast, og gera handbragðið og nálægð listamannsins aftur að þungamiðju athyglinnar? Ekki ef vinnan er inn- tak verksins, ef verkið er ekki um skó, heldur eru skórnir um verkið, ef svo má að orði komast. Hér er ekki verið að tala um leikni, tækni eða íþrótt, sem sviðsetur sig með látum, hér er engin snilld sem fær mann til að taka andköf af hrifningu, heldur frekar það sem mætti kalla iðju, sem er alltaf til staðar og sinnir öllu verki af sömu umhyggju. Þetta er einhvers konar tilfinning fyrir vinnu sem á frekar heima í tímalausum heimi klaustursins en skarkala tækni- heims. LÁGMYND eftir Guðjón Ketilsson. MÁLVERK KRISTÍN BLÖNDAL í SÚM sal og bjai-ta sal á miðhæð- inni sýnir Kristín Blöndal 19 olíu- málverk. Hún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Islands 1992 og hefur sýnt nokkrum sinnum síð- an, sfðast í Galleríi Greip 1996 (sem nú er lokað). Allar myndirnar eru fígúratívar uppstillingar með konunekt og ávöxtum, málaðar í hlýjum litum. Andrúmsloftið er dreymið, því rýmið sem hlutirnir eru staddir í er ekki skilgreint og bak- grunnur er enginn. Konulíkaminn, ávextir og skálar fljóta um í rauð- leitri móðu. Satt að segja er ýmis- legt athugavert við myndirnar sem kemur í veg fyrir að þær geti talist sannfærandi meðferð á viðfangsefn- inu. Mér sýnist Kristín ekki ráða al- mennilega við mótun líkamans, sem sést bæði af smáatriðum, eins og höndum og fótum, en einnig inn- byrðis hlutfóllum og stöðu. Nú er viðtekið að allt sé leyfilegt og allt mögulegt þegar mannamyndir eru annars vegar, og hver og einn tekur efnið eigin tökum. En það má ekki skilja svo að þar með séu ekki gerð- ar kröfur, eða allir geri hlutina vel á eigin forsendum. Þvert a móti þýðir þetta „frelsi" að það eru gerðar enn meiri kröfur til að finna trúverðuga leið til að nálgast formið, því að það eru engir sjálfgefnir mælikvarðar eða fyrirmyndir. En það er ekki aðeins líkaminn einn sem veldur vandræðum, óskýr sem Hallsteinn hefur átt í 24 ár. All- staðar þar sem blái Willys jeppinn er, þar er Hallsteinn, og allstaðar þar sem Hallsteinn er, þar er jeppinn, þeir eru óaðskiljanlegir. Ekki þarf annað en að nefna Willys R-35199 og þá kemur Hallsteinn upp í hugann, þ.e. svo framarlega sem maður er vel kunnugur Hallsteini og háttum hans - sjálfur hafði ég ekki hugmynd um að Hallsteinn ætti bláan jeppa. Nafnhvörf munu þetta í stílfræð- um, þ.e. Hallsteinn er nefndur, ekki með því að nefna hann beint, heldur með því að nefna eitthvað sem teng- ist honum náið og leiðir hugann að honum. Og eðlilega spyr maður sig að því hvað fær Gunnar til að nota slíkt stílbragð. Er jeppinn persónu- gervingur Hallsteins? Hann er gam- all og traustur, tilheyrir fortíðinni, fastur punktur í tilverunni, skemmti- lega fomfálegur og sveitó, þrjóskast áfram og neitar að láta sig hverfa - það er að segja Willys jeppinn, ekki Hallsteinn. Það er eitthvað skoplegt við það að hefja á stall lítið módel (ekki ósvipað þeim sem unglings- strákar hafa gaman af að líma sam- an) af gamalli bíldruslu, og baða það kastljósi í myi-kvuðum sal. En líklega segir þetta verk þó mest um vináttu þeirra Gunnars og Hallsteins, að Gunnar sé að taka ofan fyrir kollega sínum: hommage! MALVERK RÚNA GÍSLADÓTTIR „PORTRETT af inyndhöggvara", eftir Gunnar Árnason. tengsl milli hluta innan myndarinn- ar gera myndirnar ómarkvissar. Myndflöturinn er illa virkjaður, þannig að það myndast auð og tóm- leg svæði í kring. Skýringin kann að vera sú að það búi ekki nógu skýr hugmynd að baki. Akveðnum þáttum er stefnt sam- an, konulíkamanum, ávöxtum, „frjó- seminni", í von um að útkoman verði heild. En hvers konar heild? Öll verkin eru án titils, þannig að það eru fáar vísbendingar í hvaða átt myndirnar eru að leita, og það hefði ekki sakað að lauma að einu og einu stikkorði, svona rétt til áréttingar. SKÚLPTÚR GUNNAR ÁRNASON Nafni minn, Gunnar Árnason, sýn- ir eitt verk í svarta sal, sem hann kallar „Portrett af myndhöggvara". Þegar inn í svarta sal er komið sést álengdar hvar módel af bláum Willys jeppa stendur uppi á mannhæðarhá- um stöpli. Myndhöggvarinn, sem portrettið er af, er Hallsteinn Sig- urðsson, kollegi Gunnars. Af hverju er þá ekki andlitsmynd af Hallsteini, ef þetta á að vera portrett af Hall- steini, heldur nákvæm eftirmynd af jeppa? Jú, módelið er af jeppa Hall- steins, skráningarnúmer R-35199, Að lokum skal minnast á gest Nýlistasafnsins, Rúnu Gísladóttur, sem sýnir á pallinum, sem er nokk- urs konar forstofa eða millistofa milli allra salanna og skiifstofunnar. Rúna sýnir smáar myndir teiknaðar og málaðar á pappír, sem hafa yfir sér austrænan andblæ, rósemi og rytma. Þetta eru ósköp snotrar myndir sem eru meira í ætt við skreytingai- og ættu frekar heima á listmunasölu en í Nýlistasafninu. Eg er ekki alveg viss um hvernig eigi að skilja það að Rúna skuli vera sérstakur gestur Nýlista- safnsins. Er það listræn ákvörðun? Eða er það til að sanna að Nýlista- safnið sé safn allra listamanna og allra landsmanna, allar sannfæringar og allur smekkur eigi þar heima? Omögulegt að segja, því vegir Nýlistasafnsins geta verið svo órann- sakanlegir að það þarf sérstaka Kremlólóga til að ráða í þá. En varla verður sagt að Nýlistasafnið sé að gera gestum sínum sérstaklega hátt undir höfði með því að leyfa þeim að hengja upp myndir á pallinum, sem er líklega lakasti staðurinn í öllu safninu. Gunnar J. Árnason Við hjá Tæknivali bjóðum upp á margvíslega möguleika í tungumálanámi á tölvutæku formi. Um er að ræða létt og skemmtileg tungumálaforrit, aðgengileg fyrir byrjendur jafnt sem þá sem eru lengra komnir eða hafa áður lært erlent tungumál og langar til að endurnýja kynni sín af því. Hafir þú ekki tíma til að læra tungumál í þaula en þarft á góðri undirstöðu að halda á skömmum tíma eru tungumálaforritin frá Tæknivali kjörin lausn. Lærið ný tungumál - án óþarfa málalenginga. Tæknival Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími 5504000 Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Sfmi 550 4020 vvww.taeknival. is i i í I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.