Morgunblaðið - 12.12.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 31
LISTIR
B A R N ABÆICUR
Flækt í vef táknanna
L
TÁKNAVEFURINN á sýningu Gabríelu.
MYIVPLIST
Gallerf 20 fermetrar
SKÚLPTÚR/INNSETNING
GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
Opið 15-18 alla daga nema mánu-
daga og þriðjudaga. Sýningin stend-
urtil 14. desember.
PEGAR kviknar á umferðarljósun-
um á morgun verða þau blá, söng
Jimi Hendrix einu sinni og orðin
túlka sterkan byltingaranda, einmitt
vegna þess að táknheimurinn sem við
búum við er svo ótrúlega fastákveð-
inn. Jimi hefði alveg eins geta sagt að
þegar Reykvíkingar vakni á morgun
þá verði Esjan horfín. Gulu, rauðu og
grænu umferðarljósin eru óumbreyt-
anleg eins og náttúrulögmál og það á
við um svo margt í hversdagsveröld
okkar, hvort sem það er yfirborð
hlutanna eða hegðun fólksins sem
umgengst þá.
Sýning Gabríelu Friðriksdóttur í
Gallerí tuttugu fermetrum er svo ein-
faldlega framsettt að hún blekkir
áhorfandann gersamlega við fyrstu
sýn. Þegar komið er inn í sýningar-
rýmið verða fyrir áhorfandanum
nokkrir hlutir sem eru sagaðir út í
tré með mjúkum brúnum, stíflakkað-
ir í hvítum og ljósum litum og tengdir
saman með ofnum nælonþráðum.
„Á,“ hugsar áhorfandinn, „nú hef ég
villst inn í leikfangaverslun." En þeg-
ar betur er að gáð kemur ýmislegt í
ljós sem orkar tvímælis. Spaðarnir
sem hanga á veggnum og virtust
vera leikfóng eru hauskúpur og í
þeim hanga bein. Risastór vefur fyllir
hornið og yfir miðjum salnum hangir
stór og ógnvekjandi köngurló og
heldur í spotta úr vefnum. Þetta eru
að minnsta kosti ekki leikföng fyrir
nein venjuleg börn.
Á hnútunum í vefnum eru trébútar
með ámáluðum táknum sem að því er
virðist eru valin af handahófi en gefa
vísbendingu um inntak sýningarinn-
ar. Þetta er táknavefurinn og áhorf-
andinn getur dæmt af eigin viðbrögð-
um við sýningunni hve rækilega fast-
ur hann er í þessum vef og hve auð-
velt er að blekkja hann ef spilað er
með þær táknmyndir yfirborðsins
sem hann umgengst í hugsunarleysi
á hverjum degi. Gabríela gerir þetta
með verkum sem eru húmorísk og
blátt áfram. Hún virðist gera sér sér-
staklega far um að hafa verkin ein-
föld - svo einföld að það getur jafn-
vel verið erfitt að taka þau fullkom-
lega alvarlega. Það er engu líkara en
að í uppbroti sínu á táknveruleikan-
um sé hún að reyna við töfrabragðið
sem er erfiðast allra. Ekki að láta
Esjuna hverfa, heldur að láta listina
hverfa úr listaverkinu.
Þetta er lítil en nokkuð vel ígrund-
uð sýning sem er til sóma, sérstak-
lega þegar til þess er litið að Gabríela
hefur nýlokið námi. Hugmyndir af
þessu tagi gætu komið henni langt.
Jón Proppé
i JLíí?í ti
Nú eru bækumar
um Alla
Nýjasta bókin m.,
"Strokufanginn" h
er æsispennandi j. M.
sagaumþrjá13 #
ára krakka, sem
mr m
UPf$i •
uppgötva
leyndardóma
eyöibýlisins.
M0MH
sími 567 1024
Heimasíða:
www.isholf.is/utgafa
Jóhús Batduvss
sson
4?
LYFJA
Lágmúla 5
Opið alla daga kl. 9-24
/ ▼
I dag er 25% afsláttur
af nýjasta nikótínlyfinu
frá Nicorette:
NICORETTE
innsogslyf
IBM Aptiva E 30)
189 900 -")
Úrgjörvi Intel Pentium 200MHz MMX.
Vinnsluminni 32MB 5DRAM.
Harðdiskur: 4.2GB.
Skjár 15" IBM.
Skjákort: ATi 3D Rage 11+ með 2 MB SGRAM.
Margmiðlun: 24 hraöa geisladrif, hljóðkort,
hátalarar og bassabox.
Samskipti: 33.600 baud mótald.
Hugbúnaður: Windows 95, Lotus SmartSuite
97, Simply Speakíng, IBM Antivirus.
Aptiva-tölvurnar hafa á að skipa sérstaklaga
öflugum véf- og hugbúnaði. Þessar einstöku
tölvur eru hannaðar með það í huga að
vinnslan sé skemmtileg, auðveld eg hröð.
Glæsilegt útlit þeirra á sér enga hliðstæðu og
hljóðgæðin eru lík því sem þú átt að venjast í
kvikmyndahúsum.
Láttu drauminn rætast og festu kaup á IBM
Aptiva - tölvu sem á sér engan líka!
pentlum
11 oTt n
Sound by
IBM Aptiva S 45)
"T308.qdb,-L,
Örgiörvi: Intel Pentlum II 233MHz.
Vinnsluminnt: 32MB SBRAM, má auka I 384.
Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700
Slóð: http://www.nyherji.is
Netfang: nyherji@nyherji.is
Harðdiskur: 4.2GB.
Sk}ár: 17" IBM meö Bose hátölurum.
Skjákort: ATi 3D Rage Pro meö 2 MB SGHAM.
Margmiðlun: 24 hraða geisladrif,
hljóökort og bassabox.
Samskipti 33.600 baud mótald.
Hugbúnaður: Wlndows 95, Lotus SmartSuite 97
og 28 önnur forrit (hjálparforrit, fræösla og lelkir.
<Q>
NÝHERJI