Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Porkell ATKVÆÐI um kjarasamning lækna voru talin í gær. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var mjög góð og mest á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þar sem samningurinn var felldur. Læknar SHR felldu kj arasamninginn Læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur felldu nýgerðan kjarasamning með tveggja atkvæða mun. Sjúkrahúslæknar á öðrum spítölum samþykktu samninginn. Blóð úr Breta með Creutzfeldt-Jakob- sjúkdóm notað í greiningarefni Aldrei sýnt fram á smit við blóðgjöf „ALDREI hefui- verið sýnt fram á að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur smitist við blóðgjöf, né við svipaðar aðstæður og hér um ræðir,“ segir Olafur Olafsson landlæknir. Grein- ingarefni sem unnið er úr blóð- plasma var innkallað þegar í ljós kom að sjúkdómurinn Creutzfeldt- Jakob dró breskan mann til dauða, en blóð úr honum var notað við gerð efnisins. Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðumaður Lyfjaeftirlits ríkis- ins, segir að greiningarefnið verði ekki notað af siðferðilegum ástæð- um, en tekur undir með landlækni að mjög ólíklegt sé að sjúkdómur- inn geti smitast með þessum hætti. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn veldur andlegri hrörnun og sjúk- lingurinn missir stjóm á vöðva- hreyfingum með þeim afleiðingum að hann heldur ekki jafnvægi. Sjúk- dómurinn getur einnig valdið blindu og málleysi. Það getur tekið sjúk- dóminn áratugi að koma fram, en eftir að einkenni koma í Ijós dregur hann menn til dauða á þremur mán- uðum til ári. Lyfjaeftirlit ríkisins fékk upplýs- ingar frá útlöndum 18. nóvember sl. um að Creutzfeldt-Jakob heila- hrörnunarsjúkdómurinn hefði greinst í breskum manni, en sjúk- dóminn er ekki hægt að greina með óyggjandi hætti nema með krufn- ingu. „Bretar hafa mjög öruggt kerfi, svo hægt er að rekja allar blóðgjafir," segir Guðrún. „Þessi UM tuttugu manns, íbúar í grennd við fyrirhugaða staðsetningu fjar- skiptamasturs, mættu á fund með byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar og aðstandendum Islenska farsíma- félagsins, sem vilja reisa mastrið á lóð við Síðumúla 28. Ákvörðun um hvort mastrið verður reist á þessum stað verður tekin á fundi bygginga- nefndar næstkomandi fimmtudag. Alls höfðu 99 íbúar á svæðinu skrifað undir mótmælaskjal gegn byggingu mastursins. „Við kynntum fólkinu málavöxtu og hvað væri búið að gera. Staðsetn- ingu mastursins hefur verið breytt. maður reyndist hafa verið bióðgjafi til margra ára og blóð úr honum hafði verið notað í greiningarefni, sem notað er við ísótóparannsóknir. Við könnuðum hvort eitthvað af þessu efni væri til hér á landi og reyndist svo vera. Það hefur nú ver- ið afturkallað. Sú afturköllun bygg- ist á siðferðilegum grunni, því það er mjög ólíklegt að sjúkdómurinn geti smitast með þessum hætti. Það er erfitt að rannsaka þetta, því með- göngutími Creuzfeldt-Jakob getur verið nokkrir áratugir.“ Ekki ástæða til að elta sjúklingana uppi Landlæknir sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær, þar sem segir að heilbrigðisyfirvöld hafi fylgst með þessu máli í samvinnu við heilbrigð- isyfirvöld annarra landa. „Efnið var innkallað hér á landi og annars staðar en í ljós kom að um 35 hettuglös höfðu verið notuð af þeim 50 sem tilheyrðu þeim tveimur lot- um sem höfðu verið fluttar til lands- ins,“ segir í tilkynningunni. „Hér var fyrst og fremst um varúðarráð- stöfun að ræða. Ekki hefur verið talin ástæða til að elta uppi þá sjúk- linga sem hafa fengið efnið þar sem aldrei hefur verið sýnt fram á að Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur smit- ist við blóðgjöf, né við svipaðar að- stæður og hér um ræðir. Heilbrigðisyfirvöld munu áfram fylgjast með málinu.“ Einnig voru rædd mál eins og hætta frá geislun og bréf frá Geislavörnum ríksins en stofnuninni er ekki kunn- ugt um hættu frá farsímakerfum. Menn skiptust almennt á skoðunum um málið,“ sagði Magnús. Ibúðabyggð er ekki í Síðumúla en mótmælin koma frá íbúum í Fells- múla og við Háaleitisbraut. Mastrið er í 58 metra fjarlægð frá húsi í Fellsmúla þar sem styst er milli þess og íbúðabýggðar. Magnús kveðst hafa beðið fulltrúa umsækjenda um byggingu masturs- ins að flytja mastrið tÖ og verður það tekið til skoðunar. ÓLJÓST er hvemig samningsaðil- ar, þ.e. Læknafélagið og Reykja- víkurborg, bregðast við þessari stöðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist ekki sjá hvað Reykjavíkurborg geti gert fyrir lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, umfram aðra sjúkrahúslækna í landinu. Atkvæði um kjarasamninginn voru greidd í femu lagi. Samning- ur sem Læknafélagið gerði við rík- ið var samþykktur með 55% at- kvæða, en þátttaka í atkvæða- greiðslunni var 87,5%. Samningur við Reykjalund var samþykktur með 75% atkvæða og þátttaka var 70,5%. Þá samþykktu læknar við St. Fransiskusspítalann í Stykkis- hólmi með öllum greiddum at- kvæðum. Samningur sem Reykja- víkurborg gerði við Læknafélagið fyrir hönd lækna sem vinna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var hins vegar felldur með 86 atkvæðum gegn 84. 90,4% lækna á spítalanum tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Samtals var 601 læknir á kjörskrá og greiddu 530 atkvæði. Vantar herslumuninn Guðmundur Bjömsson, formað- ur Læknafélags íslands, sagði að þessi niðurstaða sýndi að sú meg- instefna sem var lögð í kjarasamn- ingnum nyti stuðnings meirihluta lækna. Það vantaði hins vegar herslumuninn til þess að hann nyti meirihlutastuðnings á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Vera kynni að breyt- ingar á vinnutíma- eða vinnufyrir- komulagi nægðu til að hægt væri að fá samninginn samþykktan þar. Hann sagði að næsta skref í málinu væri að skoða hvaða þættir samn- ingsins yllu mestri óánægju og hvaða möguleika menn hefðu til að laga þá. Samninganefnd ríkisins kemur ekki með beinum hætti að gerð kjarasamnings fyrir lækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur heldur er samningsgerð í höndum Reykja- víkurborgar, sem á spítalann. Óll laun, sem eru ákvörðuð í nýjum samningi, eni hins vegar greidd úr ríkissjóði. Gunnar Bjömsson, for- maður samninganefndar ríkisins, sagði að þeir sem bæru ábyrgð á ríkissjóði yrðu tæplega viljugir til að leggja spítalanum til meiri fjár- muni svo hann gæti greitt hærri laun en greidd eru til lækna sem vinna á öðrum spítölum. Ef Reykjavíkurborg gerði samning sem fæli í sér aukin launaútgjöld myndi ríkið trúlega gera kröfu til þess að spítalinn skæri niður út- gjöld á móti. Æ erfiðara fyrir borgina að eiga SHR Ingibjörg Sólrún kvaðst ósátt við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. „I raun- inni sé ég ekki hvað við getum gert fyrir lækna þar, umfram aðra sjúkrahúslækna. Við eigum ekki margra kosta völ miðað við fjár- hagsstöðu sjúkrahússins.“ Borgarstjóri sagði ómögulegt að segja til um hvað hefði valdið því að læknar á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur hefðu einir fellt samninginn. „Læknar hafa búið við sömu launa- kjör á öllum spítölum. Það kann að vera að almenn óánægja með að- búnað á sjúkrahúsinu skipti máli, því það hefur búið við þröngan kost. Atburðir undanfarið renna fleiri stoðum undir þá skoðun mína að það verði æ erfiðara fyrir borg- ina að eiga og reka þennan spítala. Við erum háð fjárveitingavaldinu með framlög til hans. Nú er fyrir- séð að við eigum ekki fyrir óbreytt- um rekstri og því ljóst að við höf- um ekkert svigrúm til að gera bet- ur við lækna þar en annars staðar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Uppsagnir ungra lækna á SHR standa Helgi H. Helgason, formaður Félags ungra lækna, sagði að fé- lagið væri undirfélag Læknafélags íslands og ætti því ekki formlega aðild að kjarasamningnum. „Mér þykir líklegt miðað við þessa niður- stöðu að unglæknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur muni standa við upp- sagnir sínar, sem flestar taka gildi í þessari viku,“ sagði hann. „Hins vegar er óljóst hvað unglæknar á Landspítalanum gera. Ég bendi líka á, að það eru ekki eingöngu unglæknar sem eru óánægðir með stöðu sína því læknar á minni sjúkrahúsunum eru margir mjög ósáttir.“ Félag ungra lækna hélt félags- fund í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðu mála. „Fundurinn tekur ekki afstöðu til uppsagna unglækna enda eru þær persónu- bundnar. Hins vegar er sjálfsagt að menn hittist og ræði saman.“ Minni stofur borga sig ekki í kjarasamningnum er svokallað helgunarálag hækkað úr 17% í 30%, en það fá þeir læknar sem eingöngu vinna á sjúkrahúsum. Mun fleíri læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru einnig með læknastofur samhliða störfum á spítalanum en á Landspítalnum. Þetta er talið eiga mikinn þátt í að samningurinn var felldur á SHR. Sérfræðingur, sem Morgunblað- ið talaði við, sagði að ef læknir stundaði fáa sjúklinga á stofu sinni myndi borga sig fyrir hann að hætta þeirri starfsemi og fá helg- unarálagið. „Einungis þeir, sem sinna mjög mörgum sjúklingum á stofu, sjá sér hag í að halda því áfram,“ sagði sérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann kvaðst smeykur um að helg- unarálagið gæti haft það í fór með sér að margir hættu að reka stofur. „Sjúklingarnir verða þá að leita á göngudeildir sjúkrahúsanna, þar sem ekki er aðstaða til að taka á móti þeim öllum. Auk þess eru göngudeildirnar ekki reknar á jafn hagkvæman hátt og einkastofur." Sérfræðingurinn sagði að svo gæti farið að læknar myndu skipt- ast í tvo hópa, þá sem fyrst og fremst væru á eigin stofum og þá sem störfuðu á spítölum. „Þetta væri andstætt faglegri þróun. Læknar á stofum myndu einangr- ast frá kollegum sínum og sjúkra- húslæknar gætu ekki fylgt sjúk- lingum sínum eftir. Það væri alvar- legast í tilfelli sjúklinga með langvarandi sjúkdóma, eins og gigt, lungna- og hjartasjúkdóma." Skipst á skoðunum um fj arskiptamastri ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.