Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 39 MENNTUN Ritþjálfi Nýtt íslenskt kennslutæki hefur náð vinsældum í skólum landsins. Gunnar Hersveinn prófaði rítþjálfa sem er notaður til að kenna vélritun og er líka hjálpartæki við kennslu í stafsetningu, stærð- fræði, íslensku og öðrum tungumálum. Tækið er fístölva með ákveðnum kennsluforritum. Kennslutæki sem kemst í skólatösku • Tækið pípir við villum og mælir vélritunarhraða og villufjölda. • Kennari og nemandi rafsenda hvor öðrum ritsmíðar. VÉLRITUNARKENNSLA í skólum var komin í ógöngur eftir að tölvur ruddu ritvélum af borðum landsmanna og þörfm til að kenna börnum fingrasetningu á lyklaborð fyrr en áður óx. Tölvur eru dýr fjár- festing og ekki beinlínis hagkvæmt að kenna börnum að vélrita á tölv- ur. Viggó Benediktsson rafeinda- virki velti þessu vandamáli fyrir sér og fékk hugmynd að nýju kennslu- tæki. Það er létt og svo fyrirferðarlítið að hægt er að stinga því í skólatösk- una. Það umbreytir ekki yfirbragði skólastofunnar en er samt fjölhæft skólatæki. Nafn þess er ritþjálfinn og er einkum ætlað yngri börnum til að læra fingrasetningu, fá grunn- þjáifun í tölvunotkun og að vera hjálpartæki í öðrum námsgreinum eins og íslensku, stærðfræði og i tungumálakennslu. Ritþjálfinn er einskonar fistölva með ákveðnum kennsluforritum. Hver nemandi vinnur á sitt tæki sem öll eru tengd tölvu kennarans og getur hann fylgst þar með vinnu nemenda. Sér- stök vélritunarbók N ámsgagnastofnun- ar fylgir með og vél- rita nemendur verk- efnin á ritþjálfann. Tækið pípir þegar villur eru gerðar og mælir hraðann. í lok æfingar segir það nemandanum strax um villufjölda og stafafjölda á mínútu. Engan pappír þarf lengur til að æfa sig í vélritun. Annað forrit er með stafsetningaræfíngum, það þriðja með stærðfræðidæmum og fjórða með minnisæfingum. Einnig er hægt að stofna skjöl og vélrita tímarit- gerðir sem kennarinn getur svo prentað út og geymt. Nemandinn fær strax að vita um röng og rétt svör Viggó segir að hugmyndin hafi verið að skapa einfalt tæki sem nýt- ist við einfalda skólavinnu og hafi hann fengið Sighvat Pálsson verk- fræðing til liðs við sig og farið í samstarf við menntamálaráðuneytið, Námsgagnastofnun og Fræðslumið- stöð Reykjavíkur um það. Fyrstu tækin voru notuð við til- raunakennslu í Álftamýrarskóla vor- ið 1995 og um haustið bættust Ár- túnsskóli og Fellaskóli við. Þróun þess hélt svo áfram meðal annars í samvinnu við Kennaraháskóla Is- lands og ljóst var að hægt var að nota það til íslenskukennslu líka, bæði í málfræði og bókmenntum. Einnig eru forrit til að æfa börnin í reikningi, ensku og dönsku. Einn helsti kostur þess er að nemandinn fær að vita jafnóðum hvort hann gerir rétt eða rangt. Núna hafa 1.000 tæki verið framleidd fyrir ís- lenska skóla og nýlega varð Mela- skóli fimmtugasti skólinn sem fékk ritþjálfann og stefnan er að tækin verði til staðar í öllum skólum borg- arinnar. Fyrirtæki Viggós og Sighvats heitir Hugfang og er það nú orðið hlutfélag nokkurra fjárfestingarfyr- irtækja og einstaklinga. „Við sáum fram á að innlendi markaðurinn væri of lítill fyrir þessa fjárfestingu og höfum við leitað á erlenda mark- aði því ekkert hliðstætt kennslutæki er til í heiminum," segir Viggó og upplýsir að tæki hafi verið seld í norska skóla. Heimsókn í Breiðholtsskóla „Það er gaman að fá nýja tækni í skólastofuna," segir Kolbrún Hjaltadóttir kennari sem hefur notað ritþjálfann í kennslu í Breiðholts- skóla, „það hefur gagnast vel og krökkunum líkar það.“ Hún segir að nemendur hafi ver- ið mjög viljugir að nota það og að fin- grasetning þeirra sé orðin góð — og að auðvelt sé að fylgjast með ár- angrinum því rit- þjálfinn er tengdur hennar tölvu í stof- unni með netteng- ingu. En hægt er að tengja heilan bekk við PC tölvu. Á veggjum í kennslustofunni eru til dæmis ljóð eftir krakkana í sjö- unda bekk sem þau höfðu samið á ritþjálfann og flutt svo skjölin yfir í sýslu- og sóknalýsingum er að finna yfirgrípsmiklar lýsingar á landgæðum, veðurfarí, fiskigöngum, fuglalífi, íþróttaiðkunum, fornleifum, lestrarkunnáttu og siðferði f Skaftafellssýslum um miðja síðustu öld. NOKKUR æfingarforrit eru í tækinu og hægt er að nettengja það tölvu kennarans. Morgunblaðið/Ásdís .AUÐVELT er að fylgjast með árangri nemenda," segir Kolbrún Hjaltadóttir kennari. í aðrar tölvur, sett upp og prentað út. María Lind Ingvarsdóttir nemandi í 7B sagði að það væri auðvelt að gera tilraunir til að auka vélritunar- hraðann, því tækið mældi hann jafn- óðum. Helgi Helgason sagðist hafa bætt sig í fingrasetningunni, en þau hafa notað tækið frá því í haust. Hraðinn hjá krökkunum í bekknum virtist vera frá 60 stöfum upp í 168 á mínútu. Kolbrún sagðist hafa prófað tækið á sjö ára krökkum með góðum ár- angri en að 10-12 ára krakkar fengju að nota það alveg. Kennsluforritin Forritin sem eru í ritþjálfanum heita ritkennsla, ritvísir og spyrill. í Spyrli geta kennarar til dæmis búið til verkefni í PC forriti og sent nem- endum í ritþjálfann með nettenginu. Ritvísir er textaforrit og getur kenn- arinn til dæmis farið yfir ritgerðir nemenda í sinni tölvu og sent þær aftur í ritþjálfann til nemenda með athugasemdum. Ritkennluforritið er kennsla í vélritun og getur kennarinn búið til ný verkefni og sent þau til nemenda sinna með nettengingu. „Vid erum ágætlega sctt scm þjtSð, scm bctut fcr, cn cf við viljum þróast á harrri mið, þá þyrftum við að taka til á ýmsum stöðum. Þá koma upp ýmsar samviskuspurningar. Er örugglcga r<Stc af rfldsstjórninni að krcfjast þcss að mcnga loftið mcira á mcðan hclstu þjóðir hcims cru að rcyna að forða mannkyninu frá umhvcrfisslysi scm gæti lagt þjóðina í eyði ef spár veðurfræðinga cru réttar? Það er gaman að grilla á nýju „MÍNÚTU-SNERTIGRILLUNUM" Nýju „mínútu-snertigrillin" frá Dé Longhi eru tilvalin þegar þig langar í gómsætan grillmat, kjöt, fisk, grænmeti eða nánast hvað sem er. Þú getur valið um 2 stærðir á stórgóðu jólatilboðsverði, kr. 7.990,- - eða kr. 8.990, - Sértilboð til 6. janúar frá kr. 39.960 Heimsferðir bjóða nú nokkur við- bótarsæti í janúar á hreint ótrúlegu verði. Nú getur þú stungið af í sól- ina í beinu leiguflugi Heimsferða og komið aftur endurnærður þann 13. janúar. Einnig höfúm við nú fengið viðbótargistingu á ensku ströndinni þann 13. janúar ( 3 vikur sem við bjóðum á ffábærum kjörum og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 3 vikur 13. janúar Verð kr. 42.630 M.v. hjón með 2 börn. Verð kr. 49.960 M.v. 4 fullorðna í íbúð með 2 svcfnher- bergjum, 13. janúar. Verðkr. 59.960 M.v. 2 í íbúð, 13. janúar, 3 vikur. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 Vikuferð 6. janúar Verð kr. 39.960 M.v. 2 í íbúð í viku, Volcanes. /rOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SfMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.