Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 35 LISTIR Reuters ARKITEKTINN Richard Meier fyrir framan hönnun sína, Getty- safnið, sem verður opnað á þriðjudag. Lögsókn gæti spillt opnun Getty-safnsins Los Angeles. The Daily Telegraph. Nýsköpun tónlistar Hannover. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson ELSBETH Moser Vagnsson prófessor í harmóníkuleik. BRESKUR safnvörður hefur sett allt á annan endann í J. Paul Getty-safninu í Los Angeles, sem verður opnað formlega í dag. Hefur maður- inn höfðað mál á hendur safn- sljórninni vegna kynferðislegr- ar áreitni sem hann segist hafa orðið fyrir og fullyrðir auk þess að einhver verkanna í safninu kunni að vera fölsuð. Maðurinn, fimmtugur Breti, starfaði áður hjá British Museum en er nú yfirmaður teikningadeildar safnsins. Hann hóf ástarsamband við eina starfskonuna skömmu eftir komuna. Þegar hann sleit sambandinu við hana hóf hún að ofsækja hann og hrella á ýmsa lund og þegar hann bað GEISLAPLATA Jóns Rósmanns Mýrdals hefur að geyma 10 gömul íslensk sönglög. „Lög sem voru vin- sæl þegar pabbi og mamma og afi og amma voru ung, ætluð þeim sem komnir eru til vits og ára“ eins og Jón Rós- mann segir sjálf- ur. Titillinn, Nátt- úrunnar börn, er tileinkaður kyn- slóðunum sem skemmtu sér við að hlusta á þessi lög og Jón segir að kominn sé tími til þess að leyfa lögum eins og Litli vin, Sólbrúnir vangar, Blómin sofa og Dalakofinn að hljóma aftur. safnstjornina um aðstoð, var ekkert gert, að hans sögn. Þá fullyrðir hann að fjárframlög til deildar hans hafi verið skor- in niður í kjölfarið, komið hafi verið í veg fyrir að hann sinnti ýmsum rannsóknum, og að hann hafi komist að því að vafi léki á uppruna margra teikn- inga. Mál þetta er afar óþægilegt fyrir yfirmenn safnsins, þar sem athyglin beinist nú að því. Safnið er hið glæsilegasta og kostaði bygging þess um einn milljarð Bandaríkjadala, um 70 milljarða. Mun safnið hýsa eitt merkasta listaverkasafn Bandaríkjanna sem var í eigu auðkýfingsins sem það heitir eftir. „Þessar perlur liðins tíma eru allar í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef flutt lögin við ýmis tækifæri við góðar undirtektir og það var hvatn- ing til þess að hljóðrita lögin,“ segir Jón Rósmann. „Annars hef ég gam- an af allri tónlist. Allt frá klassík til popps, svo maður snúi þessu nú einu sinni við.“ Þetta er fyrsta geislaplata Jóns Rósmanns sem lauk 8. stigi frá Söngskóla Reykjavíkur vorið 1995. Tónlistarmennirnir sem leggja hon- um lið eru Sigurður Flosason, Ólafur Vignir Albertsson, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, Ólafur Flosason og Pétur Hjaltested, sem jafnframt annaðist útsetningu á lögunum. Rósa Kristín Baldursdóttir úr Tjarn- arkvartettinum syngur dúett með Jóni í laginu Sólbrúnir vangar. NYLEGA fór fram orðuveiting þýsku heiðursorðunnar „Bundesdienstkre- uz“ í forsetahöllinni Schlo Bellevue í Berlín. Roman Herzog Forseti Þýska- lands tók á móti orðuhöfum og gest- um í höllinni og ávarpaði viðstadda. Elsbeth Moser Vagnsson prófessor í harmóníkuleik við Tónlistarháskól- ann í Hannover var ein þeirra sem hlaut heiðurinn, en hún er eiginkona Hrólfs Vagnssonar harmóníkuleikara og hljóðupptökumanns. Elsbeth var heiðruð sérstaklega fyrir störf sín með ungum tónlistarmönnum og fyr- ir að hafa rutt brautina hvað varðar möguleika á námi og námsefni á hljóðfærið í Þýskalandi. Elsbeth hóf að kenna á harmóníku við Tónlistarháskólann í Hannover árið 1974. Á níu árum byggði hún upp harmóníkunámið og var veitt prófessorsstaða við sama skóla 1983. „Ég sáði fræjunum mínum hér í Hannover, greinilega í góðan jarðveg, en það tók langan tíma þar til jurtirn- ar festu rætur,“ sagði Elsbeth í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í tilefni orðuveitingarinnar. „Ég vann mikið með ungum nemendum sem síðan urðu fyrstu nemendurnir til að hljóta inngöngu í Tónlistarháskólann í Hannover og margir þeirra hafa því fylgt mér í gegnum allt sitt nám.“ Elsbeth hefur einnig skrifað kennslu- bók í harmóníkuleik sem nú er notuð víða um heim. Elsbeth Moser kom til Hannover frá Trossingen í Suður-Þýskalandi þar sem hún hafði stundað nám. „Trossingen var háborg harmóník- unnar í Þýskalandi á þeim tíma, en þar er einmitt Hohner-verksmiðjan fræga. Á þessum tíma voru nokkrir háskólar í Þýskalandi þegar farnir að meta hljóðfærið sem fullgilt í sí- gildri tónlist og skoða þann mögu- leika að bjóða upp á nám í harmón- íkuleik. Tónlistarháskólarnir í Dort- mund, Weimar og Hans Eisler- háskólinn í Berlín voru þegar löngu byijaðir að kenna á hljóðfærið og svo auðvitað Trossingen. Hannover bættist síðan í hópinn. Harmóníkan var lítið sem ekkert þekkt hér þegar ég byrjaði nema í tengslum við skipaferðir og sjómennsku líkt og á íslandi þannig að ég byijaði hér með báðar hendur tómar sem í sjálfu sér var ekki svo slæmt því það voru engar hugmyndir fyrir um kennsl- una, ég hafði algerlega fijálsar hendur til að skapa eitthvað nýtt. Það kostaði stundum baráttu en hefur greinilega gengið vel.“ Nem- endur Elsbethar taka þátt í keppnum viða um heim og oftar en ekki koma þeir til baka með verðlaunapeninga. Nýverið fór fram ein virtasta harm- óníkukeppni heims í Castelfidardo á Italíu og lenti kínverskur nemendi hennar í fyrsta sæti. Stuttu síðar hlotnaðist henni staða heiðurspró- fessors við einn virtasta tónlistarhá- skóla Kína í Tianjing. Einn nemenda hennar í Hannover var ungur Bolvíkingur, Hrólfur Vagnsson. Hann stundaði nám hjá Elsbeth í mörg ár og var fyrsti nem- andinn til að hljóta inngöngu í ein- leikaradeild skólans í harmóníkuleik. Samband þeirra var dýpra en geng- ur og gerist milli kennara og nem- anda og árið 1989 gengu þau í hjónaband. Komið víða fram í gegnum kennslustörf sín og harmóníkuleik hefur Elsbeth komist í samband við flöldann allan af tón- listarfólki. Hún hefur komið fram á tónleikum með Gidon Kremer, Maria Kliegel, Heinrich Schiff og unnið með fjölda tónskálda. Elsbeth er meðal annars í nánu sambandi við Sofiu Gubaidulinu, eitt frægasta samtíma- tónskáld Rússlands og hefur frum- flutt fjölda verka hennar sem mörg hafa verið_ samin sérstaklega fyrir Elsbeth. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að þróa sjálfan mig sem einleikara og mér finnst óhugsandi að kenna án þess að vera sjálf virkur flytj- andi. Ég er svo heppin að geta sam- einað kennslu og einleik og að finna þannig jafnvægi í áð gefa af sér í kennslu og fá til baka í að fást sjálf við verkin og að veita öðrum og sjálfri mér ánægju með því að koma fram. þetta er það sem ég hef alltaf óskað mér. í gegnum tónleikaheiminn komst ég í samband við fjölda áhuga- verðra tónlistarmanna sem síðan hafa samið fyrir mig og verið mér innblást- ur. Ég vil sérstaklega nefna Sofiu Gubaidulinu, en í gegnum hana og hennar verk sem hún hefur skrifað fyrir harmóníkuna, bæði sem ein- leikshljóðfæri og I samleik, komst ég í snertningu við hinn alþjóðleg heim tónlistarinnar. Nú er harmóníkan orðið eitt af vinsælustu hljóðfærunum sem samtímatónskáld skrifa fyrir og þannig fjölgar auðvitað þeim verkum sem eru sérstaklega samin fyrir hljóð- færið. Það er ólýsanleg tilfinning fyr- ir mig að taka beinan þátt í nýsköp- un hljóðfærisins, að standa ekki til hliðar og fylgjast með sögunni gerast heldur að vera virk.“ Elsbeth hóf nám á píanó en skipti síðan yfir á harmóníkuna. „Það blundar í mér einhver brautryðjandi, ég hef aldrei fylgt fjöldanum og vissulega er til nóg af frábærum píanistum. Ég var ekki nema fimm ára þegar ég fékk harmóníku í jóla- gjöf. Afi minn var bakari en spilaði mikið af svissneskri þjóðlagatónlist á harmóníku og mamma hvatti mig að læra á þetta hljóðfæri. Ég fór í nám og kennarinn minn, sem var einkavinur afa, áttaði sig fjótt á því að ég hef fullkomið tóneyra og ég spilaði af lífi og sál.“ Þegar Elsbeth var tíu ára „varð“ hún, eins og hún orðar það sjálf, að læra líka á píanó og fór í tónlistarskóla „eiginlega gegn vilja mínum því píanóið var ekki tengt sálinni minn. Litla harm- óníkan mín var einkavinur minn. Þó að ég hafi lært á píanó í næstum tuttugu ár og í stofunni minni í háskólanum sé fínn flygill þá snerti ég hann varla. Það sem mér finnst svona heillandi við harmóníkuna er að hún hefur með andardrátt að gera. Þetta er blásturshljóðfæri og Sofia Gubaidulina hefur sagt um mig að ég elski hljóðfærið af því að það andar með mér. Ég er með hljóð- færið í fanginu og faðma það að mér þegar ég spila, það er þétt við líkamann í beinum tengslum við öll líffærin, það nemur líkamshita minn og líkamssveiflur. Það er erfitt að lýsa því í orðum en þegar ég vinn með belginn þá hef ég á tilfinning- unni að ég sé að vinna með mína eigin þind.“ Elsbeth hefur ekki áhyggjur af framtíð harmóníkunnar. Hún tekur eftir auknum áhuga tónleikagesta, tónskálda og útgáfufyrirtækja og þetta nýja hljóðfæri, sem þó er svo gamalt, hefur verið skilgreint upp á nýtt og verið boðið velkomið í hóp hefðbundnari hljóðfæra sígildrar tónlistar. íslensk sönglög Ég, um mig, frá mér, til mín LEIKUST Sunnudagslcikhúsið EINS OG ÉG SAGÐI eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Baltasar Kormakur. Aðalhlutverk: Benedikt Erlingsson, Halldór Gylfa- son, Inga María Valdimarsdóttir og Þrúður Vill\jálmsdóttir. Stjóm upp- töku: Hákon Már Oddsson. Aðstoð við stjóm upptöku: Kristín Ema Amar- dóttir. Myndataka: Einar Páll Einars- son, Dana F. Jónsson, Páll Reynisson, Gylfí Vilberg Ámason, Einar Rafns- son og Halldór Friðriksson. Hljóð: Vilmundur Þór Gislason. Hljóðsetn- ing: Agnar Einarsson. Lýsing: Ellert Ingi Harðarson. Búningan Stefanía Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdótt- ir. Leikmynd: Ólafur Engilbertsson. Tónlist: Botnleðja. Myndblöndun: Guðmundur Einarsson og Ragnheið- ur Valdimarsdóttir. Samsetning: Ein- ar Steingrímur Sverrisson og Ólafur Tryggvi Magnússon. Ríkissjónvarpið, sunnudagur 14. desember. ÞRIÐJA og síðasta verk Þorvaldar Þorsteinssonar í Sunnudagsleikhús- inu, Eins og ég sagði, er best lýst með því að kalla það harða ádeilu á yfirborðsmennsku, sjálfselsku og til- finningalega fötlun ungs fólks í dag. Verkið segir frá fjórum „vinurn" sem hittast á kaffihúsum og þykjast vera að tala saman en eru í raun bara að tala um sjálf sig. Öll eru þau upptekin af því hvernig þau „koma fyrir", hvernig þau líta út í augum annarra, á síðum glanstímaritanna, í viðtölum o.s.frv. Upp úr þeim renna innihaldslausar klisjur, endurtekn- ingar og merkingarleysur þannig að áhorfanda rennur smám saman kalt vatn milli skinns og hörunds. Þrír af ijórum leikurunum eru nýútskrifuð úr Leiklistarskóla Is- lands, Halldór Gylfason, Inga María Valdimarsdóttir og Þrúður Vil- hjálmsdóttir, og með fjórða aðalhlut- verkið fer Benedikt Erlingsson. Ný- græðingarnir pössuðu vel inn í hlut- verk ungmennanna: útlit, aldur og fas vel við hæfi. Þrúður Vilhjálms- dóttir var sérstaklega fráhrindandi sem sjálfsupptekin og frek fjölmiðla- kona (kannski dálítið klisjukennd persóna). Inga María Valdimarsdótt- ir var óhugnanleg þegar hún ræddi „dauðans alvörumál" eins og ban- vænan sjúkdóm bróður síns og kyn- ferðislega misnotkun á sjálfri sér sem barni. Þessi umræðuefni virtust ekki hreyfa meira við henni en um- ræða um veðrið! Benedikt Erlingsson var tilgerðarlegur sem sjálfsupptek- inn leikari, en það hæfði vel rullunni. Hlutverk Halldórs Gylfasonar var dálítið frábrugðið hinum. Hann hafði sig minna í frammi, virtist ekki eins upptekinn af sjálfum sér og þau hin og ekki eins sneyddur tilfinningum og samúð. Hann á við vanda að stríða sem „vinir" hans virðast ekki vilja vita af, hvað þá ræða. Þegar hann fyrirfer sér þykjast þau þó öll hafa skynjað harm hans og séð enda- lokin fyrir. Þau minnast hans í lokin með að drekka honum til heiðurs te, sem þau fullyrða að hann hafi alltaf drukkið - en áhorfandinn veit að hér vaða þau í villu rétt eins og í flestu öðru. Halldór fór vel með hlut- verkið og var sú persóna sem maður fann helst til samúðar með. Þetta leikrit er eitt af þeim best heppnuðu sem Sunnudagsleikhúsið hefur sýnt fram að þessu. Efnið er áleitið og á fullt erindi til samtímans þar sem menn eru á sífelldum villi- götum í sjálfsmyndarleit sinni. Hér er um að ræða óvenjulega bein- skeytta ádeilu á innihaldsiaust og tilfinningalega gelt líf þar sem mannlegir harmleikir skipta litlu máli - eða eru í besta falli ágæt söluvara. Kaffihúsaumgjörðin hæfði verkinu fullkomlega og það sama má segja um tónlist Botnleðju. Soffía Auður Birgisdóttir Bókakvöld í Súfistan- um Hafn- arfirði FIMM rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í Súfistanum, Strandgötu 9, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. desember kl. 20.30. Vilborg Davíðsdóttir les úr skáldsögu sinni Eldfórnin; Páll Kr. Pálsson les úr bók- inni Góðra vina fundur - Minningar Kristins Hallsson- ar; Guðjón Arngrímsson les úr bókinni Nýja Island - Ör- lagasaga vesturfaranna í máli og myndum; Haraldur S. Magnússon les úr ljóðabókinni Gegnum einglyrnið og Gyrðir Elíasson les úr bók sinni Vatnsfólkið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.