Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins í Lúxemborg
Sögulegu stækkunar-
ferli hrundið af stað
Lúxemborg. Brussel. Reuters.
LEIÐTOGAFUNDI Evrópusam-
bandsins, ESB, sem markaði há-
punkt hálfs árs forsætistímabils
Lúxemborgar í ráðherraráði þess,
lyktaði sl. laugardag með því að ell-
efu tilvonandi nýjum aðildarríkjum
var boðið að hefja aðildarviðræður
á næsta ári, en með því er í sjón-
máli mesta stækkun ESB frá
stofnun þess fyrir fjórum áratug-
um.
Tyrkjum var hins vegar haldið
utan við þennan hóp þjóða sem nú
sjá fulla ESB-aðild færast nær. í
stað þess að verða við óskum Tyrk-
landsstjómar um að allur vafí verði
tekinn af um að Tyrkland sé talið
til tilvonandi aðildarríkja var því
boðið að taka þátt í ráðstefnu nú-
verandi og tilvonandi aðildarríkja
sem kalla á saman áður en hnitmið-
aðri aðildarviðræður við einstök
ríki hefjast.
Leiðtogar ESB hvöttu í lok
fundar síns Tyrklandsstjóm til að
gerast ekki afhuga Evrópu þótt
h'ða kynnu áratugir áður en hið
fjölmenna múslimaland yrði í stakk
búið að gerast fullur aðih að banda-
lagi Evrópuþjóða, Evrópusam-
bandinu.
Samið var um að sex ríkjum yrði
gefinn kostur á því að gerast aðilar
strax upp úr aldamótum og fimm
önnur ríki sem áður tilheyrðu
áhrifasvæði Sovétríkjanna austan
jámtjaldsins fengju að hefja aðild-
arviðræður samtímis en yrðu að
sýna meiri biðlund.
„Endursameining Evrópu“
,Að loknum Lúxemborgarfund-
inum getum við talað um meira en
stækkun Evrópu, við getum talað
um endursameiningu álfunnar,"
sagði Bronislaw Geremek, utanrík-
isráðherra Póllands, en Pólverjar
era stærstir þeirra Austur-Evr-
ópuþjóða sem fá hraðafgreiðslu á
aðildarviðræðunum.
„Fyrir fjölmarga af minni kyn-
slóð er þetta hinn raunverulegi
endir síðari heimsstyrjaldar," sagði
Geremek og bætti við að þetta
væra góðar fréttir fyrir Pólland og
fyrir Evrópu.
Aðildarviðræður hefjast af al-
vöra í vor við Pólverja, Ungverja,
Tékka, Slóveni og Eistlendinga.
Hin fimm ríkin í Mið- og Austur-
Evrópu sem bíða aðildar era
Búlgaría, Rúmenía, Slóvakía, Lit-
háen og Lettland. Þar sem þau era
ekki talin vera komin eins vel á veg
með að uppfylla skilyrðin fyrir að-
ildinni á að fara hægar í sakimar í
komandi viðræðum. Árlega verður
gerð úttekt á því hvemig hveiju
þessara fimm miðar á umbóta-
brautinni frá miðstýrðu kerfi
kommúnismans í fortíðinni til opins
og stöðugs markaðshagkerfis, lýð-
ræðis og skilvirks réttarríkis. Ut-
koman úr þessum úttektmn mun
stjóma því hvort ríki úr þessum
síðari hóp geta færzt í þann fyrsta
og orðið þannig fyrr aðilar en ella.
Á blaðamannafundi að loknum
fundinum sagði Helmut Kohl,
kanzlari Þýzkalands, stækkun
sambandsins verða „hápunkt í
sögu Evrópu eftir lok síðari heims-
styijaldar". Hann vakti athygh á
því að eftir stækkunina yrði Þýzka-
land umlukið bandalagsþjóðum
sínum í Evrópusambandinu.
„Sameining Evrópu hefur
mjakast einu mikilvægu skrefi
lengra fram á veg,“ sagði Jacques
Chirac Frakklandsforseti.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, forsætisríkis ESB
næsta hálfa árið, hvatti Tyrkiands-
stjóm til að þiggja boð um að sitja
hina svokölluðu Evrópuráðstefnu
núverandi og tilvonandi aðildar-
ríkja í febrúar næstkomandi og
fullyrti að „allt í kring um borðið“
gætti ríkulegs stuðnings við fram-
tíðaraðild Tyrklands að samband-
inu.
Ágreiningur um
myntbandalag
Tvö af fyrrverandi Austantjalds-
löndunum fimm sem var heitið
hraðafgreiðslu aðildarviðræðn-
anna, Eistland og Slóvenía, spáðu
því fullum fetum í gær að þau
myndu jafnvel vera fær um að taka
þátt í myntbandalagi Evrópu,
EMU, strax frá fyrsta degi fullrar
aðildar að ESB. Fyrri dag leið-
togafundarins lá við að djúpstæður
innri ágreiningur ESB-ríkjanna
um myntbandalagið varpaði hinu
sögulega samkomulagi um stækk-
un sambandsins í skuggann. Deilan
stóð milh þeirra ESB-ríkja sem nú
þegar vita að þau verða ekki meðal
stoftiaðila EMU eftir rúmt ár og
hinna sem vonast til að verða í
þeim hópi. Bretar fóra fyrir fyrr-
nefnda hópnum, en til hans, auk
Bretlands, teljast Danmörk, Sví-
þjóð og Grikkland. Frakkar fóra
fyrir hinum hópnum, sem vildi
koma á sérstölnim samráðsvett-
vangi aðildarríkja myntbandalags-
ins, svokölluðu evró-x-ráði. Að lok-
um náðist samkomulag um að full-
trúar ríkjanna sem taka saman upp
sameiginlega mynt, evróið, geti
hitzt óformlega um málefni sem
skilgreind eru sem mál sem aðeins
snerta ríki innan myntbandalags-
ins, en hvers konar ákvarðanir um
stefnu ESB í efnahags- og pen-
ingamálum verði áfram teknar með
þátttöku allra ESB-ríkjanna
fimmtán.
Reyna að sefa reiði Tyrkja
RÁÐAMENN Evrópusambandsins
(ESB) reyndu í gær að sefa reiði
Tyrkja yfir því að þeir skyldu hafa
verið settir aftast í biðröð þeirra
þjóða sem bíða þess að fá aðild að
sambandinu, þrátt fyrir að lengra sé
síðan Tyrklir sóttu um aðild en allra
hinna tilvonandi aðildarríkjanna eh-
efu.
Á fundi leiðtoga ESB-ríkjanna 15 í
Lúxeborg um helgina var ákveðið að
bjóða Kýpur og 10 Mið- og Austur-
Evrópuríkjum til aðildarviðræðna í
vor - en ekki Tyrklandi, sem lagði
fyrst inn aðhdarumsókn árið 1963.
í staðinn var Tyrkjum boðið að
taka þátt i ráðstefnu núverandi og
tílvonandi aðUdarríkja sambandsins,
en því boði höfnuðu stjómvöld í
Ankara strax. Klaus Kinkel, utanrík-
isráðherra Þýzkalands, hvatti Tyrki
tíl að endurskoða þessa afstöðu sína
en sagðist hafa skilning á vonbrigð-
um þeirra.
Endalok Kýpurviðræðna
Talsmaður tyrkneska utanríkis-
ráðuneytisins sagði hins vegar að
ákvörðun Tyrklandsstjómar um að
afþakka boðið á ráðstefnuna væri
upphafið að stöðnunartímabUi í sam-
sldptum Tyrklands og ESB.
I lokaályktun leiðtogafundarins
eru Tyrkir hvattir tU að bæta sig í
meðferð mannréttindamála, vemda
réttindi kúrdíska minnihlutans og
leggja sig meira fram um að leysa
ágreininginn við Grikki, þar á meðal
um hina skiptu eyju Kýpur.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, sagði i gær að ákvörðun
ESB um að hefja viðræður um aðild
Kýpur að sambandinu hefði í för
með sér endalok sáttaviðræðna þjóð-
emishópanna tveggja á eynni.
Reuters
Barist við fuglaflensu
VERKAMENN fjarlægja dauða
kjúklinga af stærsta
kjúklingamarkaði Hong Kong.
Markaðinum var lokað í gær til
þess að yfirvöld gætu gert
ráðstafanir til að koma í veg
fyrir útbreiðslu dularfiillrar
„fuglaflensu“ sem þegar hefur
orðið tveimur mönnum að bana.
Mikill títti hefur gripið um sig f
borginni vegna þessa og talið er
að yfirvöld fhugi nú að setja
sérstök lög sem banni innflutning
kjúklinga sem ekki uppfylli
ákveðin skilyrði.
Talsmenn WHO sögðu þé í gær
að engin ástæða væri til að setja
á ferðabann á svæðinu þar sem
ekki væri um faraldssjúkdóm að
ræða.
Khatami friðmæl-
ist við Bandaríkin
MOHAMMAD Khatami, hófsamur
forseti írans, lýsti á sunnudag yfir
vilja til þess að bæta samskipti Irana
og Bandaríkjamanna. Er það mesta
stefnubreyting meðal æðstu valda-
manna írans allt frá dögum íslömsku
byltángarinnar árið 1979.
Khatami sagðist áfram um að eiga
viðræður við „hina miklu bandarísku
þjóð“. Víst þykir að yfirlýsing hans
mælist vel fyrir meðal mikils meiri-
hluta írana, sem lengi hafa beðið eft-
ir leiðtoga sem hefði kjark til þess að
varpa andvestrænni arfleifð
Khomeinis erldklerks fyrir róða.
Hvort sem um er að ræða
popptónlist, tísku, skyndibita eða
gosdrykki eru ungir íranir fram úr
hófi hrifnir af landinu sem þeim hef-
ur verið innrætt að hata. Winston og
Marlboro eru uppáhalds vindling-
amir þeirra og helstu hótel landsins
taka ekki við öðrum gjaldmiðli en
dollar.
Khatami sagðist myndu „innan
ekki svo langs tíma“ flytja sögulegt
ávarp til Bandaríkjanna. Á blaða-
mannafundi í Tehran sagðist hann
gera sér vonir um að „með auknum
samræðum nálgist þjóðirnar frið.“
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði í samtali við CAW-sjónvarps-
stöðina í gær að sér fyndist yfirlýs-
ing íransforseta afar athyglisverð.
r
/7
ímoQrot? Ofifcí
Ferskt grœnmeti
..á góðu verði
Kolaportsíldin
gómsæta
Kr. 200
DOSIN
Kolaports
hókarlinn
..á bragðgóðu
verði
Gæðamalvæli á KolapoHsverði m
Leikföng -JU
Fatnaður ^
Skartgripir
Geisladiskar
Antikmunir
Giafavara
Matvæli
Sælgæti
Bækur
Skór
og
hvergi lægra verð
en í Kelaporlinu
'A' . ~k
~k
IOLA
Jmarkaður.
margt fleira KOLAPORTIÐ
?! <qm ®m
Helgar kl. 11-17- Virka daga kl. 12-18
i