Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 65

Morgunblaðið - 16.12.1997, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 65 ' FRÉTTIR Islenskir jólasveinar ájólakorti Hjá forsetanum LANDSBÓKASAFN íslands - Há- skólabókasafn - gefur fyrir jólin út jólakort með teikningum úr safni handritadeildar af íslenskum jóla- sveinum eftir Tryggva Magnússon (1900-1960). í myndaröðinni eru 15 teikningar sem upphaflega voru gerðar sem myndskreyting við jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma sem kom fyrst út 1932. Ætlunin er að gefa út allar mynd- irnar í röðinni. Um þessi jól eru komin út fimm kort. A hinu fyrsta er teikning af jólasveinunum 13 á leið til byggða en síðan koma þeir einn af öðrum Stekkjastaur, Gilja- gaur, Stúfur og Þvörusleikir. í fréttatilkynningu segir: „Þótt hugmyndir um jólasveina eigi sér fornar rætur í íslenskri þjóðtrú voru fyrstu myndir sem vitað er um af íslenskum jólasveinum ekki gerðar fyrr en á þriðja áratug þessarar aldar. Myndir Tryggva eru á meðal þeirra fyrstu og samræmast þær hugmyndum sem ríktu um útlit jóla- sveinanna um og eftir síðustu alda- mót. Tryggvi teiknar jólasveinana í mannsmynd og íklæðir þá göml- um, íslenskum bændabúningi. Hingað til hafa teikningarnar einungis birst sem myndskreytingar í bókum sem misjafniega vel hefur verið vandað til. Við vinnslu jóla- kortanna var hins vegar lögð áhersla á að ná fram eiginleikum blýantsteikninganna. Myndirnar birtast nú í fullri stærð sem ná- kvæm eftirmynd frumteikning- anna.“ Jólakortin eru með texta þar sem gerð er stuttlega grein fyrir lista- manninum og íslenskri jólasveina- hefð bæði á íslensku og ensku. Kortin eru fáanleg í afgreiðslu Landsbókasafns í Þjóðarbókhlöðu og í nokkrum bókaverslunum. Samkeppnisstofrmn Alit sent samgöngu- ráðuneyti SAMKEPPNISSTOFNUN hefur óskað eftir að koma á framfæri athugasemd vegna ummæla Hall- dórs Blöndal samgönguráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar sagði ráðherra að álit stofnunarinn- ar vegna innheimtu eldsneytisgjalds hefði ekki borist samgönguráðu- neytinu. Álit stofnunarinnar var boðsent til samgönguráðuneytisins og var kvittað fyrir móttöku þar fyrir há- degi föstudaginn 12. desember. Fjölmiðlar fengu álitið í hendur síð- degis þennan dag. Er það í sam- ræmi við þá reglu hjá stofnuninni að reyna að birta aðilum máls niður- stöður áður en þær fara til fjölmiðla. ---------» ♦ ♦---- Jólahald á Hótel Örk HIÐ árlega jólahald verður haldið á Hótel Órk yfir jólin og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Hin hefðbundna skata verður á Þorláksmessu, á aðfangadag verður gengið til kirkju og að því joknu tekur við veislukvöldverður. Á jóla- dag verður margt á dagskrá og þá sérstaklega fyrir börnin. 2. í jólum verður hefðbundið jólaball fyrir börnin, jólasveinar koma og dansað verður í kringum jólatréð. Um kvöldið verður síðan jóladansleikur fyrir fullorðna fólkið. Boðið verður upp á hinar ýmsu kynnisferðir um nágrennið eftir óskum gesta alla dagana. í TILEFNI útgáfu bókarinnar Stafakarlarnir ámargmiðlunar- diski tók forseti Islands á móti Bergljótu Arnalds höfundi verks- ins á Bessastöðum. -,Bergljót kynnti verkið fyrir ■ NYR eigandi hefur tekið við Hársnyrtistofunni Hjá Stellu, Hraunbæ 102, og heitir hún nú Hársport. Við stofunni tók Díana Ólafi Ragnari en þetta er fyrsta íslenska margmiðlunarbókin sem lifnar við með hreyfimyndum, tónlist og leik,“ segir i fréttatil- kynningu. Vera Jónsdóttir. Auk þess að bjóða hársnyrtingu býður stofan upp á ásetningu gervinagla og förð- un. STARFSFÓLK Hársports, Hraunbæ 102. Islendingarnir þnr á heimsmeistaramótinu í skák í Groningen allir fallnir úr keppni Johann tapaði í bráðabana SKÁK Groningcn HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Heimsmeistaramótið í skák fer fram í Hollandi 8.-30. desember. Þrír Islendingar tóku þátt i mótinu en eru allir fallnir úr keppni. JÓHANN Hjartarson féll úr keppni á heimsmeistaramótinu á laugardaginn. Hann tefldi tvær atskákir við Hvítrússann Alexej Alexandrov, eftir að tvær kapp- skákir þeirra höfðu endað með jafntefli. Fyrri atskákin var jafn- tefli, en í síðari skákinni teygði Jóhann sig of langt og mátti játa sig sigraðan. Einvígi Jóhanns og Alexandrovs gekk þannig fyrir sig, að í fyrstu skákinni, þar sem Jóhann hafði svart, komst hann í endatafl, með peði meira, sem dugði ekki til vinn- ings. Önnur skákin varð stutt jafn- tefli. Á laugardaginn varð að knýja fram úrslit, með því að tefla skák- ir með styttri umhugsunartíma. Fyrst skyldu tefldar tvær atskákir, þar sem hvor keppandi hafði 25 mínútur til að Ijúka skákinni, en auk þess bættust við 10 sekúndur fyrir hvern leik. Þessi háttur á tímatöku í skák er hugmynd Roberts Fischer, fyrr- um heimsmeistara, og er ætlað að draga úr vægi klukkunnar á skák- mótum. Keppendur geta þannig unnið sér inn tíma með því að leika hratt, ef svo ber undir. Það getur hins vegar verið nokkuð varasamt að treysta á þetta. Eyddi of miklum tíma Fyrri atskák Jóhanns og Alex- androvs lauk með jafntefli, eftir að Jóhann hafði haft eitthvað betra tafl. Þá var komið að hinni örlaga- ríku skák. Jóhann hafði svart og fékk strax betra tafl og hafði betri tíma. Ekki tókst honum þó að auka yfirburðina, enda var staða Alex- androvs að vanda nokkuð traust. Jóhann eyddi miklum tíma í að reyna að finna vinningsleið. Hann missti þolinmæðina og lagði út í tvísýnar aðgerðir með mjög lítinn umhugsunartíma, ef til vill í trausti þess, að hann fékk 10 sekúndur til baka við hvem leik. Alexandrov er greinilega mjög agaður skákmaður, eins og títt er um skákmenn frá Sovétríkjunum sálugu. Hann hafði fram að þessu í einvíginu haldið sér fast og gætt þess að eyða ekki of miklum tíma. Nú nýtti hann sér tækifærið, sem bauðst. Hann komst út í drottning- arendatafl með peði meira, sem reyndist vonlaust fyrir Jóhann að halda jafnvæginu í, a.m.k. með svo lítinn umhugsunartíma. Þar með var Jóhann fallinn úr keppni, og þátttöku íslendinga á heimsmeist- aramótinu lokið. Af öðrum úrslitum í bráðabana í 2. umferð má nefna þessi: Short- Kortsnoj, 3Vi - 2‘/2; Andersson- Milov, 3-4; Salov-Tkatsíjev, 0-2; Ehlvest-Sadler, 1-2; Slobodjan- Azmajparsvílí, 'h - IV2. Meðal þeirra skákmeistara, sem máttu sætta sig við sömu vonbrigði og Jóhanni í 2. umferð eru Tim- man, Kortsnoj, Topalov, Andersson, Georgadze, I. Sokolov, Salov, Ivan- sjúk, Nikolic, Júdít Polgar og Ehlvest. Eftirfarandi úrslit í 3. umferð lágu fyrir, þegar þetta er ritað: Lautier-Gelfand, 1-1; Oll-Tkatsíjev, 1-1; Zvaginsjév-Seirarwan, 1-1; Vaganjan-Akopjan, 1-1; Azmajp- arsvílí-Alexandrov, IV2 -‘/2; Barejev-Krasenkov, >/2- U/2; Beljavskíj- Rúblevskíj, 1-1; Adams- Tiviakov, 1 ‘/2 -‘/2; Svidler-Epísjín, U/2 -‘/2, Jusupov -Almasi Vi - U/2; Short - -Sokolov, W2-V2; Dreev - Sadler, IV2-V2; Khalifman - Anand, 1-1; Milos - Shirov, 1-1; Georgiev - Milov, 1-1. Hvítt: Alexandrov Svart: Jóhann Hjartarson Nimzoindversk vörn I. d4 - Rf6 2.c4 - e6 3.Rc3 - Bb4 4.e3 - 0-0 5.Rf3 - d5 6.Be2 - b6 7.0-0 - Bb7 8.a3 - Bd6 9.b4 — dxc4 10.Bxc4 — a5 II. Hbl?! - - Fram til þessa hefur skákin fylgt troðnum slóðum. Að undanförnu hefur hvítur oftast leikið 11.b5 og hefur það gefist honum vel, t.d. Il.b5 - Rbd7 12.Bb2 - e5 13.Rxe5 — Rxe5 14.dxe5 — Bxe5 15.De2 - De7 16.Hacl o.s.frv. Leikur Alexandrov er slakur, því að með honum gefur hann eftir yfírráð á a-línunni og bindur menn sína við að valda peðið á b4. 11.-- — axb4 12.axb4 — Rbd7 13.Be2 - De7 14.Rb5 - Be4 15.Bd3 - c6 16.Rxd6 - Dxd6 17.Bxe4 - Rxe4 18.Dc2 - Dd5 19.Rd2 - Rxd2 20.Bxd2 - Ha2 21.Hb2 - Hfa8 22.Hcl - b5 23.Bel - Hxb2 24.Dxb2 - Rb6 25.Hal - Hxal?! Það virðist sjálfsagt fyrir Jóhann að leika 25... — Ha4!?, því að hvít- ur getur ekki drepið hann, vegna þess að þá fær svartur frípeð á a-línunni. Eftir þann leik getur svartur betur notfært sér holuna á c4, annað hvort með því að leika þangað drottningu eða riddara. 26.Dxal - Ra4 27.Dcl - f5 28.Dc2 - Kf7 29.h3 - g6 30.f3 - Ke7 31.Kfl - Kd7 32.Bg3 - Dc4+!? Hvítur hefur stillt mönnum sín- um upp á besta máta og staða hans er traust, þótt óvirk sé. Jó- hann sér ekki aðra leið en að fara í drottningakaup, en eftir það er erfitt að benda á vinningsleið fyrir hann. 33.Dxc4 - bxc4 34.Ke2 - Kc8 35.Kd2 - Kb7 36.Kc2 - Ka6 37.Bd6 - Kb5 38.e4 - fxe4 39.fxe4 - Kb6 40.Be5 - Ka6 41.Bc7 - Kb5 42.Bd6 - - Þessi leikur lítur vel út, en reyn- ist illa. Jóhann hugsaði sig lengi um áður en hann fór út í þessa leið. Hann hafði af þeim sökum engan tíma til að leysa þau vanda- mál, sem upp komu á borðinu í framhaldinu. Varlegra hefði verið að taka jafntefli með þrátefli, en Jóhann hafði fengið nóg af þeim skotgrafahernaði, sem ríkt hafði í einvíginu til þessa. Því má bæta við hér, að óskastaða svarta ridd- arans væri á f6, en hvítur kemur auðveldlega í veg fyrir það með Be7 eða g2-g4-g5. 43.Kb3 - c2 44.Bf4 -Rb6 45.Rxc2 - Kc4 46.Be5 - Ra4 47.Kd2 - Kxb4 48.Kd3 - Rb2+ 49.Ke2 - Rc4 50.Bg7- Kb3 51. Kd3 - Rb2+ Öruggara hefði verið að láta riddarann ekki standa á skálín- unni, sem hvíti biskupinn er á. Riddarinn á b2 veldur því, að hvít- ur hótar í vissum tilvikum að leika d4-d5. 52. Ke3 - Rc4+ 53.Kf4! Kc2 54.Kg5 - Kd3 55.Kh6 - Kxe4 56.Rxh7 - e5 Jóhann eyddi því, sem eftir var af umhugsunartímanum á þennan leik og átti aðeins 35 sekúndur eftir, þegar hann lék. Eftir leikinn lendir hann í drottningaendatafli, sem hann tapar, þótt hann verjist af alefli. Vandinn er sá, að svartur getur ekki komið í veg fyrir, að g-peðið renni upp í borð og verði að nýrri hvítri drottningu. Ein að- alástæðan er sú, að hann má aldr- ei fara í drottningakaup. Eina von svarts í þessari stöðu er að leika 56. - g5 57.Kg6 g4!? með þeirri hugmynd, að reyna að fórna ridd- aranum fyrir bæði hvítu peðin á kóngsvæng og ná síðan uppskipt- um á síðasta peði hvíts. 57. dxe5 — Rxe5 58.Bxe5 — Kxe5 59.Kxg6 - c5 60.h4 - c4 61.h5 - c3 62.h6 - c2 63.h7 - elD 64.h8D+ - Ke6 65.Df6+ - Kd7 66.g4 - Ke8 67.Df7+ - Kd8 68.g5 - Dd2 69.Df6+ - Ke8 70.De6+ - Kd8 71.Df5 - Ke8 72.Df7+ - Kd8 73.De6 - Dcl 74.De5 - Dbl+ 75.Df5 - Dcl 76.Kg7 - Ke8 77.De6+ - Kd8 78.g6 - Dbl 79.Kf7 - Db7+ 80.Kg8 - Dbl 81.g7 - Dal 82.Kf7 - Da7+ 83.Kf6 - Dal + 84.De5 Dfl+ 85.Kg6 Dbl+ 86.Df5 - Da2 87.Df8+ Kd7 88.Df7+ og svartur gafst upp. Bragi Kristjánsson l'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.