Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HLJÓMSVEITIN „One man band“ slær hvert vinsældametið af öðru með laginu „Svona gera menn ekki“. Viðmiðunarverð bílaumboða til umfjöllunar SAMKEPPNISRÁÐ hefur fjallað um kvörtun sem barst frá Hákoni Stefánssyni á Dalvík sem taldi bif- reiðaumboð geta stjórnað verði á notuðum bílum með því að gefa út viðmiðunarlista. Var niðurstaðan að ekki væri ástæða til frekari af- skipta ráðsins. Einnig var fjallað um erindi frá Verðlagseftirliti Neytendasamtak- anna, Alþýðusambandi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja þar sem samkeppnisstofnun var beðin að kanna hvort bifreiða- umboð hefðu með sér verðsamráð. Var niðurstaðan á sömu lund og í máli Hákonar. Ráðið segir að notkun umboð- anna á viðmiðunarverðlistum beri ekki merki um samantekin ráð. Hagkvæmni fyrir fyrirtækin, hag- ræði og öryggi neytenda virðist ráða þar mestu. Einnig segir að erlendis sjái sums staðar sérstök fyrirtæki um útgáfu lista af þessu tagi. Greint er frá því að verðlagning á notuðum bílum sé flókið mál og margt verði þar að taka með í reikn- inginn, ástand ökutækis og fleira. Samkeppnisráð beinir þeim tilmæl- um til bifreiðaumboðanna að þau láti koma skýrt fram að um leið- beinandi verðlista sé að ræða. Svæðisskipulag miðhálendis Níutíu at- hugasemd- ir bárust RÚMLEGA 90 athugasemdir bár- ust Skipulagi ríkisins við tillögur um svæðisskipulag Miðhálendisins, en frestur til að skila inn athuga- semdum rann út 10. desember. Fyrr á þessu ári voru kynntar tillögur samvinnunefndar um svæð- isskipulag fyrir Miðhálendi Islands. Skipulagið lýtur að framtíðamýt- ingu landsvæðisins til ársins 2015. Samkvæmt upplýsingum Skipu- lags ríkisins var þegar hafist handa við að fara yfir tillögurnar. Sam- vinnunefndin fundaði í gær og verð- ur þeim fundi fram haldið í dag. Óvíst er hvenær umfjöllun Skipu- lagsins um athugasemdirnar lýkur. Ef þú lieíur smakkað Jólasíklina liá Islenskum matvælum veistu að jólin eru ekki langt undan -þú kcm.il í .mnnkallad jóla.ikap! ÍSLENSK MATVÆLI Líknarfélagið Risið tuttugu ára Enn þörf fyrir áfangaheimili Líknarfélagið Risið er tuttugu ára um þessar mundir en það hefur frá upphafi rekið áfanga- heimilið Risið fyrir þá sem eru að feta sig á ný út í samfélagið eftir að hafa verið í áfengismeðferð. Ólafur Grímsson geð- læknir er einn af stofn- endum félagsins og hefur verið í stjóm þess frá upp- hafl „Árið 1977 var að framkvæði Stefáns Jó- hannssonar félagsráðu- nauts ákveðið að fara í að útvega húsnæði fyrir þá áfengissjúklinga sem höfðu verið í meðferð vegna áfengissýki en áttu ekki afturkvæmt til heim- ilis. Stefán starfaði þá á Vífils- stöðum sem var á þessum tíma aðal meðferðarheimili áfengis- sjúklinga. Auk Stefáns og mín komu að stofnun líknarfélagsins Valgarð Breiðfjörð og fleiri menn. Að heimilinu var ráðinn mat- reiðslumaður, Guðlaugur Sveins- son, sem æ síðan hefur verið starfandi á heimilinu og veitt því forstöðu." Ólafur segir að fyrir hafi verið eitt áfangaheimili, Skjöldur, en það var stofnsett árinu áður en Risið varð til. Stefán Jóhannsson var einnig hvatamaður að stofnun þess heimilis. „Fyrstu árin var heimilið til húsa í Brautarholti. Þar bjuggu bæði karlar og konur en þar sem ýmsir vankantar voru á því var síðar ákveðið að einungis karl- menn yrðu búsettir á heimilinu. Starfsemin var um skeið í Tryggvagötu en hefur frá árinu 1981 verið til húsa í Stakkholti 3.“ - Hvernig hefur starfsemin verið fjármögnuð um árin? „Heimilismenn hafa fengið mánuð til að útvega sér vinnu og standa sjálfir í skilum með leigu og fæði. Þann tíma hafa bæjarfé- lög hlaupið undir bagga með okk- ur. Þetta hefur alla jafna gengið upp en hafi menn þurft lengri tíma til að átta sig hafa bæjarfé- löginn sýnt skilning og við leitað eftir styrkjum ef þannig stendur á.“ - Hefur starfsemin gengið vei? „Alla jafna hefur starfsemin gengið vel þó auðvitað komi eitt- hvað upp á af og til. Þetta er ekki eftirmeðferð sem verið er að bjóða mönnum upp á hjá Ris- inu heldur stuðningur til að menn- irnir geti sjálfir komist út í samfé- lagið á ný.“ - Eru heimilismenn margir hverju sinni? _________ „Þeir hafa verið frá tuttugu og upp í tutt- ugu og fímm þegar mest lætur. í upphafi var ætlunin að menn byggju hjá okkur í þijá til sex mánuði meðan þeir væru að ná fótfestu. Þetta hefur ekki alltaf gengið eftir og mörgum dugði þessi tími ekki til að standa á eigin fótum. Það hefur líka komið fyrir að mennimir hafi verið orðn- ir rosknir og kosið að búa í örygg- inu áfram. Við tókum þá ákvörð- un að láta það standa ef málum væri þannig háttað og það eru dæmi um að menn hafi búið hjá okkur til dauðadags." Ólafur segir að Guðlaugur Sveinsson matreiðslumaður hafí haldið utan um alla daglega starf- semi frá upphafi Rissins en hlut- Ólafur Grlmsson ►Ólafur Grímsson hefur starf- að sem geðlæknir síðustu tvo áratugina, aðallega við áfeng- is- og vímuefnaskor geðdeildar Landspítalans. Hann hefur verið í stjórn líknarfélagsins Rissins frá upp- hafi en Risið á tuttugu ára af- mæli um þessar mundir. Eiginkona Ólafs er Fanney Arthursdóttir og eiga þau fimm börn. Iðulega biðlisti eftir plássi verk Ólafs hefur verið að koma inn til aðstoðar sem læknir og leiðbeinandi þegar eitthvað fer úrskeiðis. „Guðlaugur hefur get- að leitað til mín ef eitthvað hefur farið aflaga. Þá hafa mennirnir einnig þurft að leyfa mér að fylgj- ast með lyfjatöku sinni en algjört framskilyrði fyrir dvöl í Risinu er auðvitað að mennirnir haldi sig frá áfengi og lyfjamisnotkun hverskonar.“ - Hefur orðið mikil breyting á starfseminni frá upphafi? „Nei, hún hefur verið í svipuðu formi öll árin. Við höfum þó neyðst til að vera aðgangsharðari í að fá tryggingu fyrir leigu og fæði. Hluti af heimilismönnum er öryrkjar og þá era örorkubæturn- ar trygging okkar.“ - Þurfa heimilismenn að hlíta einhveijum reglum? „Það eru mjög fáar reglur sem þeir þurfa að fara eftir en þær era skýrar. Heimilismenn þurfa að vera ábyrgir fyrir gerðum sín- um og taka tillit til annarra. Mennirnir ganga frjálsir ferða sinna en leyfa forstöðumanni að fylgjast með hvemær þeir komi og fari. Það hefur myndast náin samstaða með heimilismönnum og við höfum tekið eftir því að ef einn vantar þá verða hinir óró- legir.“ - Eru dæmi um að sömu mennirnir komi til ykkar aftur og aftur? „Það kemur fyrir og við höfum gefíð þeim kost á að sækja um dvöl hjá okkur aft- ur eftir að þeir hafa tekið sig á og farið á ný í með- ferð.“ Ólafur segir að þörfin fyrir áfangaheimili eins og Risið sé ekki minni nú en fyrir tuttugu áram þegar heimilið var stofnað. Hann segir Risið ávallt fullnýtt og færri komist að en vilja. „Við eram iðulega með biðlista og þó fleiri áfangaheimili hafí risið upp með árunum hefur ekkert dregið úr þörfinni fyrir pláss hjá okkur." Ólafur segist vilja koma þakklæti til allra þeirra sem í þessi tuttugu ár hafa stutt við bakið á starfsem- inni og gert kleift að halda henni áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.