Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • VÍGDREKAR og vopna- gnýr - Hvalfjörður ogþáttur Islands í orrustunni um Atl- antshafið er eftir Friðþór Ey- dal. Hver var hlutur her- liðs og bæki- stöðva bandamanna á íslandi í heimsstyij- öldinni síð- ari? Hvar voru þessar bækistöðvar og hvernig var vörnum þeirra og landsins alls háttað? Hvaða ráðum beittu Þjóðvetjar gegn þeim og hver voru umsvif þeirra hér við land? Hvers vegna réðust þýskir kaf- bátaforingjar á skip íslendinga sem töldu sig hlutlausa? Þessum spumingum og mörgum fieiri er varpað fram í bókinni. í Hvalfirði reistu Bandaríkja- menn olíubirgðastöð fyrir Breta á láns- og leigukjörum. Smíði stöðvarinnar kostaði jafnvirði fjórðungs af landsframleiðslu Islendinga árið 1941. Aukin umsvif kröfðust vama gegn þýskum sprengjuflugvél- um. Loftvarnarbyssum var komið fyrir á nokkrum stöðum í Hvalfirði og víðar og ratstjár- stöðvar og orrustuflugvélar önnuðust loftvamir. Fyrsta flugvélin sem Bandaríkjaher grandaði í Evrópu var skotin niður undan Gróttu og hér tóku þeir fyrsta þýska flugliðann sem þeir handsömuðu í styrjöldinni. Útgefandi er Bláskeggur. I bókinni eru skýringarmyndir og 136 ljósmyndir úrsöfnum hers ogflota og einkasöfnum sem fæstarhafa birst áður. Bókin er 282 bls. Hönnun ogprent- vinnsla: Steindórsprent Guten- berg ehf. • GUÐMUNDUR frá Miðdal er ævisaga lista- og fjalla- mannsins Guðmundar Einars- sonar er Illugi Jökulsson skrá- setti. í bókinni rekur Illugi sögu Guðmundar, en einnig er vitnað til vina hans jafnt sem andstæð- inga og birtir kaflar úr skrifum hans. „Guðmundur Einarsson frá Miðdal fæddist árið 1895 og fór ungur til Þýskalands þar sem hann stundaði nám í listaháskól- anum í Munchen um fimm ára skeið. Að námi loknu gerðist hann umsvifamikill í íslensku listalífi og varð jafnframt braut- ryðjandi á sviði Ieir- munagerðar hér á landi.“ „Vegna tengsla sinna við Þýskaland var Guð- mundur ásakaður um nasisma og óvenjulegt einkalíf hans var tilefni til mikils pískurs og slúðursagna. Færri vissu um dulhyggju hans, en áhugi á dulrænum málefnum tengdist ríkri náttúruskynjun hnas og þekking á austrænum trúarbrögð- um o g laun- helgum," segir í kynn- ingu. Útgefandi er Ormstunga. Bókin er256 bls. ístóru broti, prýdd fjölda Ijósmynda. Bókin erprent- uð í Steindórsprent-Gutenberg og Félgsbókbandið-Bókfell sá um bókband. Verð: 4.890 kr. Guðmundur frá Miðdal Friðþór Eydal SIGURÐUR Karlsson (t.v.) í hlutverki sínu í Horft af brúnni sem frumsýna á í Vasa 3. janúar. í fyrsta sinn í verki eftir Miller Þegar Sigurður var búinn að vera í Vasa í þijár vikur fór leik- hússtjórinn að vekja máls á þvi að hann vantaði mann í nokkuð stórt hlutverk í Horft af brúnni. Sló Sigurður til en þetta verður fyrsta glíma hans við Miller á löngum ferli. Segir Sigurður dvölina í Finn- landi hafa verið ánægjulega og lærdómsríka en viðurkennir að töluvert púður hafi farið í að búa sig undir hlutverkin, sérstaklega í Horft af brúnni, þar sem hann fer með meiri texta en í Heima- eyjarfólkinu. Dvöl hans í Vasa hefur jafn- framt vakið nokkra eftirtekt og birti Vasabladet við hann viðtal nýverið. Kemur þar meðal ann- ars fram að íslendingar séu mik- il leikhúsþjóð og 400.000 manns sæki atvinnuleikhúsin þijú á ári hveiju. „Þetta er auðvitað alltof há tala,“ segir Sigurður, „og þeg- ar ég fékk að lesa viðtalið yfir, áður en það birtist, benti ég blaðakonunni á það. Hún harð- neitaði hins vegar að breyta þessu. Kvaðst hafa séð töluna í einhverri bók - og þar við sat!“ Fyrirhugað er að sýningar á Horft af brúnni standi fram í mars og þá mun Sigurður snúa til síns heima - hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann hyggst aftur á móti ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í formanns- kjörinu tveimur mánuðum síðar. En á hann eftir að leika meira í Wasa-Ieikhúsinu í framtíðinni? „Maður veit aldrei hvað verður!“ Sigurður Karlsson í leyfi frá LR SIGURÐUR Karlsson leikari mun fara með hlutverk í leikriti Arth- urs Millers, Horft af brúnni, sem frumsýnt verður í Wasa-leikhús- inu í Vasa í Finnlandi 3. janúar næstkomandi. Hefur Sigurður starfað við húsið í vetur og á dögunum lauk sýningum á Heima- eyjarfólkinu eftir August Strind- berg en í þeirri sýningu þreytti hann frumraun sína í erlendu leikhúsi. Leikið er á sænsku í Wasa-leikhúsinu. Sigurður er fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og reyndar formaður félagsins líka. í haust fékk hann leyfi frá störf- um til að kynna sér leikhúsmenn- ingu erlendis. „Eg byrjaði á því að hafa samband við nokkra leik- hússtjóra sem égþekkti, með það fyrir augum að fá að fylgjast með starfseminni í leikhúsum þeirra og sjá sýningar. Leikhússtjórinn í Vasa, Thomas Backlund, svaraði mér um hæl og kvaðst vi(ja vita um mínar ferðir því hann hefði hlutverk handa mér. Eg sagði bara já takk!“ Hlutverkið var í Heimaeyjar- fólkinu og fór Sigurður utan í byijun ágúst til æfinga. Hitti hann þar fyrir annan Islending, Borgar Garðarsson, sem um árabil hefur verið búsettur í Finnlandi. „Það SIGURÐUR bregður á leik í Heimaeyjarfólkinu. kom sér ágætlega að Borgar skyldi vera í hópi leikara og við skemmtum okkur vel á æfinga- tímanum, meðal annars við að „baktala" hina leikarana á ís- lensku," segir Sigurður og skellir upp úr. Glímir við Arthur Miller í Finnlandi Barokk- konsertar á aðventu TONLIST Áskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Kammersveit Reylqavíkur ásamt ein- leikurunum Asgeiri H. Steingríms- syni, Unni Maríu Ingólfsdóttur og Rut Ingólfsdóttur, sem einnig var konsertmeistari, flutti konserta eftir Telemann, Geminiani og J.S. Bach. Sunnudagurinn 14. desember 1997. ÞAÐ hefur um nokkurt árabil verið venja, að Kammersveit Reykja- víkur haldi aðventutónleika í As- kirkju og nú sem áður iögð sérstök rækt við konserta eftir síðbarokk- meistarana. Að þessu sinni voru fluttir konsertar eftir Telemann (1681-1767), Geminiani (1687- 1762), J.S. Bach (1685-1750) og reyndar kemur Corelli (1653-1713) einnig við sögu, því síðasti konsert- inn er umritun Geminiani á La Folia tilbrigðunum eftir Corelli. Tónleikamir hófust á Trompet- konsert eftir Telemann, eitt af af- kastamestu tónskáldum sögunnar og er haft eftir Hándel, sem kunni TÓNLIST Illjómdiskar KRISTINN ÁRNASON LEIKUR Á GÍTAR verk eftir J.S.Bach: Suite in E Major (BWV 1006a), Chaconne in d minor (BWV 1004), Suite in a minor (BWV 997). Upptaka og hljóðvinnsla: Reyn- ir Thor Finnbogason og Jos Wermeulen. Hljóðritað í Bethani- enklooster, Amsterdam. Northern Light. 1997. SELLÓSVÍTUR, fiðlusónötur og partítur Bachs heyra til þekktari verka hans og í hugum margra meðal hátindanna í list hans - og þarmeð tónlistarinnar yfirleitt. Þessi „skólastykki" voru samin meðan hann dvaldi við hirðina í Cöthen (1717-1723). Svipað má líka segja um einleiksverkin fyrir lútuna, en hann samdi mikinn fjölda ýmislegt fyrir sér í tónsmíðum, „að Telemann gæti samið átta radda messu jafn auðveidlega_ og annað fólk skrifar sendibréf1. í fyrstu út- gáfu Groves, tónlistarorðabókinni, er því haldið fram að Telemann hafi ekki verið hugsjónamaður og „óhugnanleg hæfni hans hafi vitan- lega leitt til yfirborðsmennsku“. „Markmið mitt hefur ávalt verið ein- faldleikinn," ritar Telemann og má segja, að þessi staðhæfing eigi vel við trompettkonsertinn og þrátt fyr- ir að vilja ekki viðurkenna Vivaldi, minnir þematísk úrvinnsla tónhug- myndanna, sérstaklega í síðasta kaflanum, oft á vinnuaðferðir Viv- aldis. Ásgeir lék konsertinn mjög vel og strengjasveitin einnig, sérstak- lega Grave kaflann, sem er aðeins fyrir strengi. Geminiani var mikill fiðlusnillingur og gott tónskáld. Konsert í e-moll op. 3 nr.3 er glæsilegt tónverk, tónmálið hljómríkara en venjulega hjá ítölsku tónskáldunum, eins t.d. í upphafskafl- anum, lagferlið á köflum krómatískt og ríkt af hljómleysingjum. í heild var þessi skemmtilegi konsert mjög vel fluttur af strengjasveitinni. slíkra meðan hann bjó í Leipzig, sem flestar eru glataðar. Á dögum Bachs er Iútan raunar „að syngja sitt síðasta", eða öllu heldur að víkja fyrir sembalnum, enda búin að þjóna músikinni vel og lengi - eða allt frá Renaissance, náandi hámarksvinsældum snemma á Barokk-skeiðinu, ekki síst fyrir tilverknað franskra lútuleikara. Bach merkti mörg einleiksverk sín bæði fyrir sembal og lútu. Nú um stundir nota menn gítarinn gjarnan til að flytja einleiksverkin fyrir lútu, en hljómur þeirra er líkari en t.d. hljómur sembals og píanós (en al- E-dúr konsertinn eftir J.S. Bach og a-moll konsertinn eru þeir bar- okk-konsertar sem oftast eru á efn- isskrá hljómsveita núdagsins, enda ofnir galdri mikillar listar. Rut Ing- ólfsdóttir lék konsertinn frábærlega vel. Hægi kaflinn var sérlega fagur- lega fluttur en þar er meginstefið í bassanum. Þessi kafli var sérlega vel fluttur, mjúklega mótaður af sellóum og bössum, sem á stundum í öðrum köflum hætti til að vera of hljómfrekir, svo að jafnvel skyggði á einleiksröddina, sérstaklega í síð- asta kaflanum. Trúlega hefur Moz- art tekið þátt í að flytja þessa kon- serta hjá Baron van Swieten og þar lært þá list að undirbúa innkomu stefs með löngum tóni, eins og J.S. Bach gerði oft á snilldarlegan máta. Konsert í D-dúr fyrir einleiksfiðlu trompett og strengjasveit eftir Tele- mann var næst á efnisskránni og var einleikurinn í höndum Unnar Maríu Ingólfsdóttur og Ásgeirs H. Steingrímssonar, Margt var þar fal- lega gert, þó samspil Unnar og strengjasveitarinnar væri á köflum nokkuð órólegt. Lokaverk tónieikanna var umritun gengt er að leika sembalverk á píanó), enda hljóðfærin náskyld. Talið er að fyrri svítan í a moll (síðasta verkið á diskinum) sé upphl. samin fyrir lútu. Afturámóti er miðverkið, hin fræga, hug- myndaríka og mikilfenglega Chac- onna í d moll, síðasti kaflinn í fiðlu- partítu - sem hann reyndar um- skrifaði fyrir lútu, en stef úr henni er víða að fínna í verkum meistar- ans Allt er þetta frábærlega fín mús- ik einsog lög gera ráð fyrir, og svipað má segja um hinn tæra og örugga (einnig hvað varðar stíl) Geminiani á La Folia tilbrigðunum, eftir Corelli. Tilbrigðaform barokk- manna var byggt á chaconne-forminu, þar sem tilbrigðavinnan var eingöngu miðuð við hljómskipanina en í klassík- inni var tilbrigðavinnan ofm úr eigind- um stefsins. Fyrir bragðið voru bar- okktilbrigðin oftast leiktæknileg úr- vinnsla hljómanna, með skölum og ýmsum afbrigðum brotinna hljóma og það sem minnti á upphafsstefið var í raun aðeins tengt hljómskipaninni. Þrátt fyrir að klassíkeramir hefðu lagt af þessi chaconne-vinnubrögð, gerði Beethoven eina slíka tilraun með c-moll píanótilbrigðunum, sem er sér- kennilegt, því hann var sannarlega meistari meistaranna í lagbundinni tilbrigðagerð. Þrátt fyrir að vel hefði mátt fækka tilbrigðunum var flutning- ur þeirra á köflum mjög góður. Það sem stóð upp úr á þessum annars frábæru tónleikum var flutn- ingur Rutar og kammersveitarinnar á fiðlukonsertinum eftir J.S. Bach, einleikur Ásgeirs í Telemann kon- sertinum og flutningur fiðlusveitar- innar á stórkonsertinum eftir Gemin- iani. Jón Ásgeirsson leik Kristins Árnasonar, sem hefur áður vakið mikla athygli, m.a. fyrir spænskættaða tónlist á (a.m.k.) tveimur hljómdiskum. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort hann sé (líka í „spænsku" músíkinni) í óþarflega miklu „tilfinningajafn- vægi“ - sem er nú reyndar aðals- merki tónskáldsins umrædda. Þetta er etv. frekar spurning um blæ- brigði eða skáldlegt innsæi, en um þetta má endalaust deila í svona tónlist og getur í höndum minni spámanna orðið „óleyfilegt“ með öllu. Þrátt fyrir allt - eða þegar öllu er á botninn hvolft - lifðu hvorki Bach né Kristinn Árnason á rómantísku tímabili, sem þýðir þó ekki að allir séu eins innréttaðir. En allt kemst fallega og klárt til skila í þessum vandaða flutningi. Líka hinir erfiðustu kaflar. Og það ætti að nægja - og nóg nægir! Oddur Björnsson Lútusvítur og fiðluchaconnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.