Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ »> > Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR Á. SIGURÐSSON frá Þingeyri, Hátúni 12, Reykjavík, er látinn. Sigríður B. Guðmundsdóttir, Björn R. Ingólfsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir og afastrákarnir. Útför eiginkonu minnar, SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 142, Reykjavík, var gerð í kyrrþey frá Áskirkju föstudaginn 12. desember si. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd vandamanna, Halldór Halldórsson. Frænka mín, SIGURLÍNA HERMANNSDÓTTIR frá Grindum, Lindargötu 64, Reykjavík, sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 17. desember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Unnbjörg Eygió Sigurjónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 13. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. desember kl. 13.30. Helga Vilhjálmsdóttir Frahm, Sven Frahm, Gíslína Vilhjálmsdóttir, Bjarni Sæmundsson, Guðmundur Vilhjálmsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, KRISTJÁN J. REYKDAL, til heimilis á Guðrúnargötu 10, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 14. desember. Gylfi Reykdal, Jón Reykdal. + AÐALGEIR ÓLAFUR JÓNSSON frá Hólum, Eiðsvallagötu 9, Akureyri, lést í Kristnesi að kvöldi föstudagsins 12. des- ember. Aðstandendur. + Bróðir okkar, TRYGGVI HALLDÓR TRYGGVASON frá Syðri-Hraundal á Mýrum, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 13. desember. Systkini hins látna. RAFN ALEXANDER PÉTURSSON + Rafn Alexander Pétursson fæddist í Bakka- koti, Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði 3. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, verksljóri á Sauðár- króki, og kona hans Ólafía Sigurðar- dóttir, húsmóðir frá Dýarafirði. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Kimbastöð- um, og konu hans Guðrúnar Eggertsdóttur, frá Skefilsstöð- um. Ólafía, móðjr Rafns, var dóttir Sigurðar Ólafssonar frá Dýrafirði og konu hans Dag- bjartar Helgu Jónsdóttur. Syst- ur Rafns eru Guðrún, Dag- björt, Björg, Elinborg, Guðný, Olga, Ingibjörg, Ingigerður, Edda, Hrafnhildur Ester, sem lést sem barn, Hrafnhildur og Brynja, sem lést árið 1995. Rafn kvæntist 19. október 1946 Karólínu Júlíusdóttur en hún lést 6. desember 1994. Foreldrar hennar voru Júlíus Vigfússon sjómaður og Guð- finna Magnúsdóttir frá Grindavík. Börn þeirra eru: 1) Arni Júlíusson verslunarstjóri, sonur Karólínu, kvæntur Sól- veigu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn; 2) Bergljót, skólaritari, dóttir Rafns og Þórunnar Bjargar Magnúsdóttur, húsmóður á Akureyri, gift Birni Einars- syni, múrarameistara, og eiga þau tvö börn og eitt barna- barn; 3) Júlíus Guðfinnur, framkvæmdastjóri, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur, for- stjóra, og eiga þau átta börn og átta barnabörn; 4) Pétur, ráðgjafi, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur, lyfjatækni, og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn; 5) Kjartan, tækni- fræðingur, kvæntur Sólveigu Einarsdóttur, snyrtifræðingi, og eiga þau þrjú börn; 6) Auð- ur, skrifstofumaður, gift Júl- íusi Bjarnasyni, framkv.stj., og eiga þau tvö börn; 7) Dröfn, Okkur systkinin langar með örfáum orðum að minnast hans Rafns afa. Hann afi var hörkudug- legur og átti það við allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einstaklega sérvitur en skemmtilega þó. T.d. var það ávallt þannig eftir að amma dó að hann borðaði morgun- og kvöldmat á ákveðnum tíma og mátti enginn og ekkert raska því. Við systkinin lærðum það fljótt að það þýddi ekkert að segjast ætla að koma í heimsókn til afa og ömmu í kring- um tvö eða þrjú, við urðum að segja ákveðinn tíma og þá var líka ætl- ast til að maður mætti á þeim tíma en ekki fimm eða tíu mínútum seinna enda var afi ákaflega stund- vís maður. Við minnumst margra stunda með ömmu og afa og þá sérstak- lega suður á Flórída þar sem þau bjuggu á veturna í rúm 15 ár, þar eyddum við með þeim mörgum góðum stundum. Heimili ömmu og afa á Flórída var einstaklega vina- legt og þar var þægilegt að vera. Minnisstæðust okkur eru kvöldin yfir sjónvarpinu þar sem afi sat og spurði ömmu spjörunum úr varð- andi efni þáttarins eða myndarinn- ar sem verið var að horfa á, þegar ömmu fóru síðan að leiðast spurn- ingamar, var afi ekki ráðalaus, hann bara skáldaði söguþráðinn og sagði okkur hinum frá sinni túlkun á sjónvarpsefninu. Við getum ekki minnst afa án þess að minnast þess hversu hag- kennaranemi, gift Sigurði Sævarssyni tónskáldi og eiga þau tvö börn. Rafn lærði skipa- smíði hjá Nóa Kristjánssyni á Ak- ureyri 1937-41. Hann stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri sömu ár og lauk sveinsprófi 1942. Hann lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati ríkis- ins 1949 og var Síld- ar- og fiskmatsmað- ur frá 1950. Skipasmíði stund- aði hann á Akureyri 1937-45 og var yfirsmiður við skipa- smíðastöð Eggerts Jónssonar í I.-Njarðvík 1945-54. Frystihús- sljóri var hann 1950-54 á sama stað og síðar hjá Haraldi Böðv- arssyni & Co., á Akranesi 1954- 1960. Framkvæmdasljóri og eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-67. Verkstjóri hjá Foss- krafti við byggingu Búrfells- virkjunar 1968-69. Fulltrúi Landsbanka Islands við Utgerð- arstöð Guðm. Jónssonar í Sand- gerði 1969-70. Frá 1970 til 1988 stofnaði hann og rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í Y.-Njarðvík. Hann var í próf- nefnd skipasmiða á Suðurnesj- um 1945-54. í stjórn Fél. ungra sjálfstæðismanna á Suðurnesj- um 1946. I hreppsnefnd Njarð- víkurhrepps fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 1946-50 og aftur 1954. Hann sat í bæjarstjórn Akraness fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og í útgerðarráði 1958-60. Rafn var formaður Sjálfstæðisfélags Önundar- fjarðar 1961-67. í hreppsnefnd og oddviti Flateyrarhrepps 1962-66. Hann var í stjórn Iðn- aðarmannafélags Flateyrar. Stofnfélagi og I stjórn félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörð- um. I stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1962-68. Rafn var varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi 1963-67 og sat á Alþingi. Útför Rafns fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30 orður hann var og voru margar skemmtilegar ferskeytlurnar sem við fengum að heyra. Síðustu árin bjó afi á Dvalar- heimilinu Ási í Hveragerði og síðar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, þar var einstak- lega vel hugsað um hann og viljum við þakka starfsfólki þessara heim- ila innilega fyrir þá umönnun. Að lokum viljum við segja, elsku afi, við söknum þín mikið en við vitum að nú líður þér vel við hlið konunnar sem þú elskaðir svo mik- ið, hennar Línu ömmu. Karólína, Greipur og Rafn. Elsku afi, er við kveðjum þig í hinsta sinn minnumst við þín með þakklæti fyrir þann tíma sem við nutum nærveru þinnar í þessum heimi. Nú ertu kominn í faðm henn- ar ömmu. Þið njótið nú aftur sam- verunnar í þeim heimi sem þú varst svo forvitinn um og þú sagðir okk- ur svo oft frá. Á þessari kveðju- stund koma upp í hugann margar góðar minningar um þær stundir sem við áttum saman. Við bræð- urnir minnumst sérstaklega jól- anna sem við eyddum hjá ykkur ásamt frændum okkar í Flórída. Þá áttum við saman yndislegan tíma þegar þið amma sýnduð okkur ævintýri Ameríku. Við barnabörnin þín eigum eftir að sakna frásagnar- gleði þinnar og kímnigáfu og vitum það frá þér að hægt er að sjá spaugilegu hliðina á flestu. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði en þó fyrst og fremst þakk- læti fyrir að hafa verið góður afi og vinur. Einar Mar, Krislján Örn og Maren. Mágur minn, Rafn Alexander Pétursson, tók upp á því að skipta um tilverustig hinn 6. desember síð- astliðinn. Varla er hægt að segja að það hafi komið á óvart, því hann var búinn að kljást við sjúkdóm þann, sem að lokum lagði hann að velli, eins og flesta sem hann taka. Reyndar átti þessi sjúkdómur sér bandamann sem lýsti sér í sárum söknuði eftir lát eiginkonu hans, Karólínu Júlíusdóttur sem, lést hinn 6. desember 1994 eða réttum þrem- ur árum áður upp á dag, jafnvel á sama klukkutíma og hann lést sjálf- ur! Má með sanni segja að hann hafi aldrei borið sitt barr síðan. Rafn var mikill athafnamaður, sérstaklega á sviði sjávarútvegs- og sveitarstjórnarmála, og gekk af dugnaði og atorku að öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Á mannafundum var hann hrókur alls fagnaðar, góður ræðumaður og hnyttinn hagyrðingur, enda Skagfirðingur eins og þeir gerast bestir. Okkur Rafni varð vel til vina og áttum margar góðar stundir saman. Þau Rafn og Lína, eins og Karó- lína var ævinlega kölluð, byggðu sér fallegt hús í Flórída fyrir um það bil 15 árum. Þar dvöldu þau yfir vetrarmánuðina en sneru heim til Islands þegar voraði eins og farfuglarnir. Rafn var afar hrifinn af hafinu og öllu sem því tengdist, þó einkan- lega skipunum, enda útlærður skipasmiður frá Nóa Kristjánssyni á Akureyri. Síðan má segja að hann hafi verið jafnvígur á skipa- og húsasmíði. Það lék allt í höndum hans. Ég minnist þess hve hann naut þess í ríkum mæli er þau hjónin sigldu með mér á m/s Skógafossi yfir Atlantshafið og ljómaði hann af ánægju frá morgni til kvölds. Hann þurfti að vita allt um skipið að utan og innan og helst áhöfnina líka, því Rafn var fróðleiksfús með afbrigðum. Hápunktur ferðarinnar var þó þegar nokkrir borgarísjakar urðu á vegi okkar austur af Ný- fundnalandi, en það hafði hann aldrei séð áður. Þótti honum mikið til um þennan arkitektúr náttúr- unnar. Það voru lika ógleymanlegar ferðir sem við hjónin fórum með hann í fallegu veðri um Suðurlands- undirlendi. Ég minnist þess að í einni slíkri ferð fór hann með frum- samda ferskeytlu og svo fyndna að ég hló svo mikið að ég varð að stöðva bílinn; við hjónin bókstaf- lega grétum af hlátri. Hann hélt að við værum að þessu bara hans vegna, en okkur var þetta ósjálf- rátt. Okkur hjónum þóttu þessar ferðir ákaflega ánægjulegar og nutum þeirra með honum. Nú sökn- um við vinar í stað. Um ættir Rafns og uppruna fjöl- yrði ég ekki, enda nokkuð viss um að það muni aðrir mér færari gera. Rafn Alexander. Farðu heill á fund skapara þíns. Þar mun þér vel tekið. Ragnar Ágústsson. „Þið eigið ekki að syrgja mig, þið eigið að vera kát og glöð og lyfta glasi til minningar um mig.“ Éitthvað á þessa leið sagði Rafn vinur minn við mig oftar en einu sinni á því stutta tímabili lífsskeiðs okkar sem lá saman. Ég var ungur að árum þegar Rafn Alexander kom til Flateyrar. Hann settist að í húsinu í Hafnarstræti 1, Flateyri. Forstjórahúsinu, Rafnshúsinu síð- ar, eða Bergshúsi fyrir þá sem elst- ir voru. Kominn til þess að reka Fiskiðju Flateyrar sem hann hafði keypt af Einari ríka - fyrir allt of mikið verð að sögn margra, aðallega þó þeirra sem hvergi höfðu nærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.