Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRl Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar afgreidd á bæjarstjórnarfundi í dag Stóðumst allar freistingar „VIÐ STÓÐUMST allar freisting- ar, höldum okkur innan eðlilegra marka og lítum ekkert sérstaklega til þess að kosningaár er framund- an,“ segir Gísli Bragi Hjartarson, fulltrúi Alþýðuflokks í bæjarstjórn Akureyrar, en flokkurinn myndar meirihluta með Framsóknarflokki. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar verður afgi’eidd á fundi bæj- arstjórnar síðdegis í dag, þriðju- dag. Aætlað er að tekjur bæjarsjóðs verði 2,1 milljarður króna á næsta ári og rekstrargjöld verða tæplega 1,7 milljarðar. Samkvæmt áætlun- inni fara 303 milljónir króna til framkvæmda. Um 170 milljónir króna fara til gjaldfærðra fjárfest- inga. Lokið við fyrsta áfanga Giljaskóla Gísli Bragi segir að mestu fé verði varið til framkvæmda við grunnskóla, en stefnt er að því að ljúka fyrsta áfanga við byggingu Giljaskóla og voru áætlaðar um 80 milljónir króna til verksins. Gert er ráð fyrir að taka fyrsta áfanga byggingarinnar í notkun fyrir upp- haf næsta skólaárs. Þá verður haf- ist handa við byggingu nýn-ar álmu við Síðuskóla og er kostnaður áætlaður um 28 milljónir króna. Til framkvæmda við Sundlaug Akur- eyrar fai’a 60 milljónir króna, en ný sundlaug verður tekin í notkun á næsta ári. I áætluninni er gert ráð fyrir kaupum á nýjum snjótroðara fyrir 16 milljónir króna og einnig er áætlað að kaupa nýjan strætis- vagn. I áætluninni er gert ráð fyrir að 88 milljónir króna fari til gatna- gerðarframkvæmda á næsta ári, en m.a. á að gera götur í nýju iðnaðar- hverfí í Krossaneshaga, norðan við Skeljung á Hörgárbraut. Fyrri umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrar verður á bæjarstjórnar- fundinum í dag, en samkvæmt því verða 80 milljónir króna úr sjóðn- um notaðar til margvíslegra fram- kvæmda. Ábyrg fjármálastjórn „Við stefnum einkum að því að ljúka þeim framkvæmdum sem við höfum þegar byrjað á. Auðvitað er alltaf freistandi að byrja á ein- hverju nýju þegar framundan eru kosningar, en við höfum staðist þær og leggjum áherslu á ábyi’ga fjármálastjóm og þess vegna hefur okkur tekist að lækka skuldir bæj- arins verulega," sagði Gísli Bragi. Tunnur og þak fuku á fólksbíia FÓLKSBÍLL skemmdist nokkuð er þak af vinnuskúr í Giljahverfí fauk á bílinn í hvassviðri skömmu eftir hádegi í gær. Einnig fuku tunnur af flutningabíl og skemmdu fólksbíl. Töluvert hvassviðri var á Akur- eyri í gær og á sunnudag og fór ým- islegt lauslegt af stað, auk þess sem jólatré og skreytingar skemmdust. Lögreglan á Akureyri hafði þó ekld haft spurnir af miklu tjóni né meiðslum á fólki seinni partinn í gær. Jólatré við Akureyrarkirkju fauk í gær. Þá brotnaði toppurinn af hinu stóra jólatré Akureyringa á Ráð- hústorgi á sunnudag. ---------------- Friðarljós og' matarbúr Hjálpar- stofnunar FRIÐARLJÓS verða seld á Akur- eyri á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar líkt og síðustu ár og munu nemendur Brekkuskóla ganga í hús og bjóða þau til sölu. Á Þorláksmessu verður bifreið í göngugötunni í Hafnarstræti þar sem tekið verður á móti framlögum í árlega söfnun stofnunarinnar og einnig verða seld þar friðarljós. Þá verða ljósin seld við hlið kirkju- garðs Ákureyrar á aðfangadag og gamlársdag. Fyrir þremur árum var opnað á vegum Hjálparstofnunarinnar mat- arbúr á Ákureyri fyrir þá sem þess þurfa með og verður svo einnig nú. Prestarnir á Akureyri taka við um- sóknum og hafa milligöngu um aðra aðstoð. Umboðsmaður Hjálpar- stofnunar ldrkjunnar á Akureyri er Jón Oddgeir Guðmundsson. „ Morgunblaðið/Kristján DANIEL Snorrason, t.h., og Tómas Viðarsson, frá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri, að störfum í fískvinnslu Norðurstrandar á Dalvík í gær. Milljónatjón í eldsvoða í fískvinnsluhúsi á Dalvík Starfsmaður viður- kenndi íkveikju MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða í fiskvinnslu Norðurstrandar hf. á Dalvík á fimmta tímanum aðfara- nótt sunnudags. Á sunnudag var starfsmaður Norðurstrandar hand- tekinn og við yfírheyrslu hjá lög- reglu, viðurkenndi hann að vera valdur að brunanum. Slökkvistarf gekk vel en eldur- inn kom upp í rými í norðaustur- horni hússins. Þar urðu mestu skemmdimar en einnig urðu skemmdir annars staðar í húsinu og þá aðallega af sóti og reyk. Hús- næði Norðurstrandar er tæpir 400 fermetrar að stærð en yfir hluta þess er geymsluloft og skrifstofur. Þorsteinn Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Norðurstrand- ar, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að fyrirtækið væri tryggt en eftir væri að meta tjónið, það skipti þó einhverjum milljónum króna. Þorsteinn sagði ljóst að ekki yrði um frekari vinnslu að ræða á þessu ári en stefnt væri að því að koma húsnæðinu í samt lag og hefja vinnslu strax á nýju ári. Að undanfórnu hafa 13 manns unnið hjá Norðurströnd og nýlega höfðu verið unnin 1.000 tonn af fiski hjá fyrirtækinu á þessu ári. Morgunblaðið/Kristján VALHÖLL vígð, frá vinstri sóra Gunnlaugur Garðarsson, Unnur Helga Möller og Þorsteinn Pétursson skátaforingi. Skátar vígja nýjan úti- leguskála í Vaðlaheiði ÞAÐ var stór stund í starfsemi Skátafélagsins Klakks á Akur- eyri siðastliðinn sunnudag þegar skátar vígðu nýjan útileguskála, Valhöll sem er í landi Veiga- staða. Fjölmargir skátar voru viðstaddir vígsluna. Skálinn leysir af hólmi eldri skála á sömu jörð, en stendur nokkru ofar í Vaðlaheiðinni. Hann er 90 fermetrar að grunn- fleti, á jarðhæð er forstofa, bak- pokageymsla, stofa, eldhús, snyrtingar og foringjaherbergi. Á efri hæðinni er svefnloft. Trausti Adamsson var yfirsmið- ur, en í bygginganefnd voru þeir Ólafur Kjartansson og Elías Óskarsson. Skátar hafa til umráða um þriggja hektara stórt land og er þegar búið að vinna land undir tjaldstæöi auk þess sem um 800 plöntur hafa verið gróðursettar. Við athöfnina á sunnudag, blessaði séra Gunnlaugur Garð- arsson, sóknarprestur í Glerár- prestakalli, húsið, Dúi Björnsson klippti á borða og opnaði það formlega og Unnur Helga Möller flutti ávarp þar sem hún rakti m.a. byggingarsögu hússins. Mývatnssveit Kveikt á jólatré Mývatnssveit. Morgunblaðiö. KVEIKT var á jólatré við Barnaskólann í Reykjahh'ð kl. 16 sunnudaginn 14. desember. Sungin voru jólalög, Jón Árni Sigfússon lék á haiinoníku, Sigbjörn Gunnarsson sveitar- stjóri flutti ávarp, jólasveinar komu í heimsókn og á eftir var öllum viðstöddum boðið upp á veitingar í skólanum. Á sunnudagskvöld var síð- an aðventukvöld í Reykjahlíð- arkirkju 14. desember kl. 20.30. Börn úr Reykjahlíðar- skóla sungu, þá söng kór kirkjunnar. Söngstjóri var Jón Árni Sigfússon, einsöngv- ari Ólöf Kolbrún Harðardóttir og undirleikari Glaudio Rizzi. Séra Örn Friðriksson, fyrr- verandi sóknarprestur, flutti jólahugvekju, hann var einnig kynnir og fór síðast með bæn og blessunarorð. I lokin var almennur söngur, Heims um ból. Mikið fjölmenni var. Átak Sjálfsbjargar um léttar hurðir Fimm hlutu viður- kenningu FIMM fyrirtæki hlutu viður- kenningu Sjálfsbjargar á Akureyri fyrir að bregðast við áskorun félagsins um að bæta aðgengi að húsakynnum sín- um með sjálfvirkum opnunar- búnaði hurða og voru þær af- hentar á Alþjóðadegi fatlaðra í liðinni viku. Fyrirtækin eru Hagkaup, Kaupangur, húsfé- lag B, Landsbanki Islands við Strandgötu á Akureyri, Veit- ingahúsið Greifinn og Bjarg fyrir aðgengi að félagssal. Forsvarsmenn félagsins telja árangurinn nokkuð góð- an, en auk áðurnefndra lyrir- tækja eru ýmis önnur í bæn- um að huga að úrbótum varð- andi útihurðir sínar. Hvetja Sjálfsbjargarfélagar almenn- ing til þess að beita áhrifum sínum til frekari úrbóta á þessu sviði, benda á það sem vel er gert og hvar úrbóta sé þörf. Aðventu- tónleikar AÐVENTUTÓNLEIKAR verða í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 16. desem- ber, kl. 20.30. Fram koma Barnakór Gler- árkirkju undir stjóm Michaels Jóns Clarkes og Kór Glerárkirkju undir stjóm Hjartar Steinbergssonar sem einnig leikur á orgel. Á efnis- skránni em verk tengd að- ventunni og jólum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Mývatnssveit Nýr sóknar- prestur Mýyatnssveit. Morpunblaöið. SÉRA Örnólfur Ólafsson var settur inn í embættið í messu í Skútustaðakirkju sunnudag- inn 14. desember af Ingimari Ingimarssyni prófasti. Mý- vetningar bjóða séra Örnólf velkominn til starfa hér í sveitinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.