Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 74
» 74 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
f
lilJ
>' ••
t
í
% FULLAR BÚÐIR
AF
NÝJUM
JÓLAVÖRUM I
,-í.
3Ö,
m.
JOLAKJOLAR
VERÐ FRA
1.990
.v -jfefc
i®í,Olá
4
SPENNANDI
JOLATILBOÐ
NYTT
KORTATÍMABIL
m VERIÐ
VELKOMIN
/ i
YERO mODA
.AUGAVEGi 97
&IM! D’OL
KRINGLUNN!
S'iVli 568 6244
Blað allra landsmanna!
- kiarni málsins!
_____FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBÖND_________
Kvaldar konur
Konan frá vatni hinna
ilmandi sálna
(The Woman from the Lake
of Scented Souls)____________
Drama
Framleiðandi: Xie Fei. Leikstjóri: Xie
Fei. Handritshöfundur: Xie Fei. Kvik-
myndataka: Bao Xiaoran. Tónlist:
Wang Liping. Aðalhlutverk: Siqin
Gaowa, Wu Yujuan, Lei Luosheng,
Chen Baoguo. 105 mín. Kína. Mynd-
form 1997. Útgáfudagur: 18. nóvem-
ber. Myndin er öllum leyfð.
ÞAD er ekki oft að kínverskar
myndir komi á myndbandamarkað
hér á landi og það er ávallt athyglis-
vert að sá kvikmyndir þessarar
framandi þjóðar. „Raise the Red
Lantern" og „Farewell my
Concubine" eru meðal þeirra mynda
sem komið hafa út á síðustu árum og
eru báðar í hæsta gæðaflokki. Kvik-
myndin Konan frá vatni hinna ilm-
andi sálna kom út árið 1993 og fékk
mikið lof gagnrýnenda. Hún segir
frá Ersao, sem verður skyndilega
vel efnuð þegar umheimurinn kemst
að því hve sesamolían sem hún
framleiðir er góð. Þrátt fyrir að allir
telji Ersao vera á grænni grein er
hún langt frá því að vera hamingju-
söm í hjónabandinu og þroskaheftur
sonur hennar er sí og æ til vand-
ræða. En Ersao
virðist ekki háfa
lært mikið af
óhamingju sinni
því hún þvingar
fátæka stúlku til
að giftast synin-
um, og virðist
sorgarsaga Er-
sao ætla að end-
urtaka sig.
Þetta er ein
sorglegasta mynd sem ég hef séð
lengi og er gífurlega erfitt að horfa á
hana. Siqin Gaowa er stórkostleg í
hlutverki Ersao og skapar sterka
kvenpersónu sem hefur marga kosti
en einnig ótal galla. Myndin er
nokkurs konar uppgjör Ersao við
fortíðina og tilraun hennar til að búa
til hamingjusamt líf. Atriðin með
Gaowa og Wu Yujuan, sem leikur
hina ólánsömu tengdardóttur, eru
einstaklega vel gerð og samleikur-
inn er frábær. Öll umgjörðin er vel
unnin og eru lífinu í þessu kínverska
smáþorpi gerð góð skil með
nokkrum litlum atriðum ásamt því
að veita áhorfendunum innsýn í
þjóðsögur þorpsins. Þrátt fyrir alla
þessa kosti er myndin alls ekki góð
til afþreyingar því eftir að hafa séð
hana er maður tilfinningalega
þurrausinn.
Ottó Geir Borg
Ein lapþunn
Ekki sá rétti
(Stranger in My Home)_______________
S p e n n u in y n tl
★ ‘/2
Framleiðandi: CBS Entertainment.
Leikstjóri: Farhad Mann. Handrits-
höfundur: Robert Hamilton. Tónlist:
Mareo Beltrami. Aðalhlutverk: Ver-
onica Hamel og Joe Penny. 90 mín.
Bandaríkin. CBS Video/Skffan. Út-
gáfud.: 10. des. Myndin er bönnuð
börnurn yngri en 16 ára.
JENNIFER er mikils metinn
lögfræðingur sem þjáist af því að
hafa verið skilin frá bróður sínum í
æsku. Bróðir hennar hefur upp á
henni en er drepinn áður en hann
nær til hennar, og þykist morðing-
inn vera týndi bróðirinn.
Þessi er nú
frekar þunn.
Fyrst og fremst
þá fær góður
lögfræðingur
mann sakaðan
um morð lausan
frá öllum ákær-
um á þeim for-
sendum að þau
séu systkini.
Hafið þið vitað
það betra? Svo er það eiginlega
ómögulegt að áhorfendur viti frá
upphafi að þetta er ekki rétti bróðir-
inn, það dregur úr allri spennu. Auk
þess skilur maður ekkert hvað hann
vill, enda veit hann það ekki sjálfur.
Æ, æ, hvar endar þetta eiginlega?
Hildur Loftsdóttir
Sú meðfærilegasta, minnsta, léttasta og nettasta frá
Vampyrino
• Stillanlegur
sogkraftur
• 1300 vött
• 5 föld ryksíun
• Lengjanlegt sogrör
• Inndraganleg snúra
• Vinnuradíus 9,5 metrar
• 3 auka soastútar
• Rykpoki tekur 2 lítra
• Mjög létt, 4,5 kg
Bsmmm
10.896.
Það er leikur einn aþ vinna með
Vamplríno ryksugu frá AEG.
Svo er hún ekki geymslu plássfrekl
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
Umbobsmenn um allt land