Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 53 ' I J Undirstöðuatriði- þess að slík greiðslukorta- og tryggðarkerfí gangi vel og standi undir nafni er að vel sé að þeim staðið og að þau bjóði umtalsverð fríðindi, afslátt sem um munar og punkta sem telja! Annars er hætt við að þau Isnúist upp í andhverfu sína og að viðskiptamönnum finnist að þeir f séu hafðir að leiksoppi. Samstarf VISA og Flugleiða um svokölluð „vildarkort“ felur m.a. í sér að VISA gefur út greiðslukort sem hafa almennt og alþjóðlegt notagildi fyrir korthafa. Flugleiðir veita korthöfum aðild að Vildar- klúbbi félagsins, gefa þeim kost á punktasöfnum í viðskiptum við fyrirtækið og eins möguleika á frekari punktasöfnun í vildarkerf- inu með samningum við ýmsa sam- starfsaðila sína og fjölmarga sölu- °g þjónustuaðila á almennum markaði. Hugmyndin að baki slíkum sam- merktum greiðslu- og tryggðar- kortum er sniðin eftir erlendum fyrirmyndum og er útbreidd mark- aðsaðferð. Að bjóða föstum við- skiptavinum þennan möguleika er því einungis sjálfsagður, nútíma- legur og eðlilegur þáttur í vaxandi ; samkeppni á ferða- og greiðslu- Ikortamarkaði. Samkvæmt samningum VISA og Flugleiða er það í höndum Flug- leiða hf., sem standa fyrir Vildar- klúbbnum, að annast og gera samninga við ýmsa söluaðila um af- slátt af viðskiptum sem greidd eru með tvenndarkortum. Það sama gildir um Fríðindaklúbbinn, sem IVISA hefur keypt aðild að fyrir 5 sína korthafa, það er hans að ná samningum við sölu- og þjónustu- aðila enda hlutverk hans að bjóða félögum klúbbsins íjölbreytt aflátt- arkjör sem allra víðast. Engu að síður er rétt að benda á það í Uósi þeirrar umræðu sem orðið hefur og undirstrika það rækilega, að enginn söluaðili er neyddur til þess að samþykkja að veita afslátt. Söluaðili ákveður | sjálfur hvort hann telur sér hag- stætt að veita afslátt í von um auk- in viðskipti og þá hversu mikinn af- slátt miðað við þann markhóp sem um er að ræða og þá kynningu sem verslun hans eða fyrirtæki hlýtur. Telji söluaðili sig ekki hafa hag af samstarfi af þessu tagi getur hann mætt þeirri samkeppni á ýmsan hátt, s.s. með því að veita sérstak- an afslátt beint til kaupenda eða I í i f I í .1 I 1 með almennt lægra vöruverði. Virk samkeppni á markaði felur í sér keppni þar sem enginn er ann- ars bróðir í leik og allir aðilar markaðarins stefna að sem bestum árangri. Virk samkeppni er fyrir- tækjum hvatning til þess að leita stöðugt nýrra leiða til þess að bæta gæði vöru sinnar eða þjónustu, lækka verð og bjóða upp á nýjung- ar í því skyni að vinna og viðhalda hylli neytenda/viðskiptamanna sinna. Eðli málsins samkvæmt leit- ast þátttakendur í virkri sam- keppni stöðugt við að gera betur, bera af öðrum keppinautum, líkt og í íþróttum og skák. íslenskur viðskiptaréttur byggir á meginreglunni um samninga- frelsi, innan þeirra marka sem lög- gjafinn hefur sett með samkeppn- islögum. Almennar reglur um tryggðarkort eru sjálfsagðar. Haft er fyrir satt að það kosti þrefalt meira að afla nýs viðskiptavinar en það sem þarf að gera eða leggja af mörkum til að halda í þann gamla. Til að halda tryggð og hylli kort- hafa sinna hefur VISA séð sér akk í þvf að bjóða þeim margvísleg frið- indi og aðild að vildarklúbbum. Tryggðar- og afsláttarkort og fríð- indaklúbbar með ýmsu sniði eru nú orðnir alþekktir og viðurkenndir viðskiptahættir um allan heim. Ljóst er að þessi þróun er komin til að vera og er í allra þágu jafnt kaupmanna sem korthafa og mark- aðarins í heild, enda þótt sumum kunni að finnast verr farið en heima setið. Sú skoðun á líka fullan rétt á sér. Höfundur er forstjóri Visa ísland. Jólagjöf íþróttamannsins oq þá sem vilja vera í formi nvtt útlit. /- P, Ólafsson hf. Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, sími 5651533 P*LAR. púlsmælar HLUTABRÉFAS J Ó ÐURINN AUÐLINDHF. Auðlindarbréf keypt 18/11 ‘96 Kaupverö (hámark sem nýttist tii skattafrádráttar) 260.000 Gengishagnaöur (umfram arö og þóknun) 14.786 10% aröur (greiddur út I júll '97) 12.322 Skattafsláttur (endúrgreiddur I agúst '97) 85.030 Eign um mánaöamót nóv./des. 1997 372.138 Siðastliðin sjö ár hefur Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða á Islandi. Sjóðurinn einkennist af virkri stýringu á innlendu hlutabréfasafni og umtalsverðri eign ( erlendum verðbréfum. Ávallt er leitast við að draga úr sveiflum á gengi og minnka áhættuna. Árið 1997 héldu eigendur Auðlindabréfa áfram að njóta betri ávöxtunar en þeir sem bundu fé f öðrum hlutabréfasjóöum. Tryggðu þér skattafslátt með því að kaupa Auðlindarbréf fyrir áramót og sjáðu góðærið í hendi þér! Boðgreiðslur VISA/EURO -afgreiðsla með einu símtali. n SPARISJÓÐERNIR KAUPI’ING HF Sölustaðir: Sparisjóöirnir um land allt. Kaupþing Norðurlands hf. Kaupvangsstræti 4, slmi 462 4700. Kaupþing hf. Ármúla 13A, slmi 515 1500 „Þetta byrjaði allt þegar ég keypti hlutabréf í Auðlind.. Ég gafst upp á að bíða eftir góðærinu. Fyrir jólin í fyrra keypti ég hlutabréf í Auðlind og þá fór ég loksins að sjá breytingar. Auðlindarbréfin gáfu arð, veittu skattafslátt og hækkuðu í verði. Á einu ári sá ég eignina aukast um 43%! Eftir að ég eignaðist Auðlindarbréfin hef ég meira á milli handa og mér er sem ég sjái mig eftir nokkur ár ef vöxturinn heldur svona áfram!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.