Morgunblaðið - 16.12.1997, Síða 54
-■ 54 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
6e/< oahí/umi
Þrýstijöfnun er lykilorðið
„ujefSu Ý/emþun
/tei/su/i()(/(/(( yólagjöf
1 “ Eigin-^M
lciluir h i"i>- IMÆr
u r felast fyrst og
fremst í þrýstijiifnunar-
eiginleikum efnisiiis.
t Koddinn lagar sig m) liitu
” og þrýstingi höfuós og
,Ittíls. Þur uf leidandi
’()/ myndast engir þrýsti-
( ) punktar og hlöóstreynii
helst óheft.
’■ \ Einstakir þrýstijöfnnnareiginleikar Tetnpur
? efnisins gera þu<) ud verkunt aö Tempur koclclinn
£$$5® f tryggir hryggsiilnnni rétta stöðu i svefni, lagar
tn) höfóimt og veitir liálsvöóviiin stuöningþannig
\ 'iV í/í) höfuó og hcits ern i sinni náttiirnlegu stööu. Þaö
er engin tilviljmt aó sjúkraþjálfarar, Ueknar og
sérfrœðingar iun allcin heini ntœla meö Tempitr.
•' *[l.
j ú f7emþ{ú >/7fr eins
r/mh
• // /a
TEMPUR-PEDIC
Svona sofum við á 21. öldínnií
RADIX
Grensósvegi 16 • 108 Rvk • S:S88-8477
- kjarni málsins!
AÐSEÍMPAR GREINAR
Að verða hált
á svellinu
SJUKRAÞJALFAR-
AR á íslandi hafa mikla
reynslu af endurhæfingu
og þjálfun fólks sem lent
hefur í slysum eða feng-
ið langvinna sjúkdóma.
Svo gleðilegt sem það
er að ná árangri EFTIR
að skaðinn er skeður
þykir sjúkraþjálfurum
það eftirsóknarverðara
að koma í veg fyrir þær
þjáningar sem slys og
sjúkdómar valda.
Hálkuslys eru alltof
algeng á íslandi og valda
fómarlömbum umtals-
verðum þjáningum og
erfiðleikum. Þessi grein-
arstúfur fjallar um hvað hægt er að
gera til að minnka líkumar á svellk-
öldum og nánum kynnum af fóstur-
jörðinni. Flest eftirtalinna atriða em
raunar heilbrigð skynsemi en það er
samt alltaf hollt að rifja þetta upp
fyrir sjálfum sér, þó ekki væri nema
til að geta sagt ólæsum bömum frá
þessu.
Gangandi vegfarendur:
1. Þarftu nauðsynlega að vera á
ferli? Það er engin ástæða til að bjóða
hálkunni birginn að gamni sínu. Get-
urðu beðið eftir að búið er að sand-
bera gangstéttir og götur?
Hálkuslys eru algeng á
íslandi. Lárus Jón Guð-
mundsson ráðlegfflir
fólk hvemiff það á að
bera sig að í hálkunni.
2. Ertu í góðum skóm? Skór með
plastbotni (t.d. ballskór) era augljós-
lega óheppilegir. Gönguskór með
harðplastbotni geta líka reynst sleip-
ir. Hælaháir skór era varasamir því
erfitt er að halda jafnvægi á þeim,
hvað þá í hálku. Grófir og stamir
skósólar henta betur.
3. Attu mannbrodda? Notarðu þá?
Mannbroddar sem hægt er að
smeygja á skó eða broddar sem era
festir á skó með hjöram (þeim er lyft
upp þegar gengið er innanhúss) eru
sennilega ódýrasta slysatryggingin
þegar ísingin íeggst á götur og gang-
stéttir EF þeir eru notaðir.
4. Gakktu nálægt húsveggjum,
kyrrstæðum bílum, girðingum o.þ.h.
til að hafa stuðning af einhveiju.
5. Kanntu að skauta? Ef maður
kemst ekki hjá þvi að ganga yfir
hálkublett skiptir máli að dreifa lík-
amsþyngdinni sem jafnast, því þannig
er best að halda jafnvæginu. Maður
gætir þess að lyfta fótunum aldrei frá
jörðu, heldur rennir fótunum varlega
áfram eins og væri maður byijandi á
skautum. Til að sanna gildi þessa
heilræðis getur lesandinn prófað að
tipla á tánum á svelli en
greinarhöfundur ræður
eindregið frá slíkum til-
raunum.
6. Loks getur hinn
gangandi vegfarandi
haft með sér dálítinn
sand í poka til að dreifa
á þá svellbunka sem hon-
um sýnist engum færir
nema fuglinum fljúg-
andi. Þetta er óvitlaust
ráð en getur sigið í.
Akandi vegfarendur:
7. Er bíllinn þinn til-
búinn í vetraraksturinn?
Ertu á negldum/gróf-
mynstruðum dekkjum,
er hemla-, stýris- og
ljósabúnaður í lagi, sérðu út um
gluggana, kanntu á stefnuljósastöng-
ina, þekkirðu hámarkshraða í þétt-
býli o.s.frv. o.s.frv. í stuttu máli, ertu
búin(n) undir akstur í hálku?
8. Kanntu að stilla hnakkapúðann?
Hann á að vera þannig að hnakkinn
en EKKI hálsinn hvíli á honum. Ef
hnakkapúðinn er of neðarlega (á
móts við hálsinn) getur hann virkað
eins og höggstokkur við aftaná-
keyrslu, við höggið kýlist líkaminn í
sætið, hálsinn stoppar á hnakkapúð-
anum en höfuðið heldur áfram. Afleið-
ingin getur verið mjög slæmur háls-
hnykkur (whiplash) eða verra. Það
ætti að vera hnakkapúði fyrir öll
sæti, líka aftursæti.
9. Ekki aka of nálægt næsta bíl.
Það er engin afsökun að vera á 20
til 30 km hraða því hægt er fá illvíg-
an hálshnykk í aftanákeyrslu á tiltölu-
lega litlum hraða. Höggið er nefnilega
umtalsvert þó hraðinn sé „Iítill“. Van-
trúaðir gætu prófað að hlaupa á vegg
(ca 12-16 km hraði) þó greinarhöf-
undur ráði alfarið frá slíkum tilraun-
um. Ef hraðinn er meiri er gott bil
milli bíla enn meira áríðandi.
Gangandi og akandi vegfarendur:
10. Notaðu góðan og þykkan tref-
il og vefðu honum hlýlega um háls-
inn. í kulda og frosti reynir líkaminn
að varðveita kroppshitann eftir föng-
um og ef hálsinn er ber fara axlimar
ósjálfrátt að lyftast til að minnka
varmatapið frá óvörðu yfirborði húð-
arinnar. Þú ert farinn að vinna svo-
nefnda kyrrstöðuvinnu með háls- og
herðavöðvunum og kemur uppgef-
in(n) í vinnuna og skilur ekkert í því
hvað þú ert slæm(ur) í herðunum.
11. Brostu sem oftast. Fyrir utan
hvað það er mannbætandi að brosa
er það ágætis aðferð til að koma í
veg fyrir munnherkjur í miklum kuld-
um. Það getur reynst tvíeggjað að
gleiðbrosa framan í 12 vindstiga norð-
anstórhríð en það er líka það eina,
við allar aðrar aðstæður er breitt bros
til mikilla bóta.
Höfundur er yfirsjúkraþjálfari
Hjúkrunarheimilisins Eirar og
starfar að forvörnum.
Lárus Jón
Guðmundsson
Tr
• Intel Triton II (ATX)
TX430 PCIsett
• 16-256MB SDRAM
• 512KB, Synchronous Pipeline
Burst Mode skyndiminni
• 2 USB tengi, 2 raðtengi,
hliðtengi, PS/2 tengi
• Windows95
0isa
• PCI skjákort með Trident hraðli,
2MB stækkanlegt í 4MB