Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1997, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ DANSINN stiginn í Yndisfríð og ófreskjan sem frumsýnt verð- ur í Þjóðleikhúsinu. Yndisfríð og ófreskjan Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins er fyrirhugað að frumsýna ævin- týraleikinn Yndisfríð og ófreskjan 11. janúar nk. og eru æfingar vel á veg komnar. Verkið byggist á samnefndu sí- gildu ævintýri af frönskum upp- runa (La Belle et le Bete), sem hefur verið uppspretta ótal skáldsagna, ævintýra og leikrit, en í uppfærslu Þjóðleikhússins er stuðst við nýja, enska leikgerð. Leikendur eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Sigrún Waage, sem skipta með sér hlut- verki Yndisfríðar, Örn Árnason, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valur Freyr Ein- arsson, Anna Kristín Arngríms- dóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Þórarinn Eldjárn þýddi verkið og samdi söngtexta, danshöfund- ur er Hany Hadaya, tónlistin er eftir Jóhann G. Jóhannsson, tón- listarstjóra Þjóðleikhússins og Sigurjón Jóhannsson er höfundur búninga og leikmyndar. Ljósa- hönnuður er EgiII Ingibergsson. Leikstjóri er Kolbrún Halldórs- dóttir. Saga á mörkum tveggja heima í ÖÐRUM heimi heitir ný barna- bók eftir Hildi Einarsdóttur. Hr- ingur er 11 ára strákur sem býr yf- ir ríku ímyndunarafli. Hann flytur ásamt fjölskyldu sinni til Reykja- víkur og þarf að takast á við nýtt umhverfi fjarri gömlu vinunum og byrja í nýjum skóla þar sem hann verður fyrir ýmsu andstreymi. Þeg- ar afi hans og besti vinur fellur frá saknar drengurínn hans mjög og telur sig finna fyrir návist hans. Þetta er önnur bók Hildar en ár- ið 1994 sendi hún frá sér söguna Dekurdrengur í dreifbýlisbomsum. Hildur á tvo syni og segir að svo virðist sem það eigi betur við sig að skrifa sögur um drengi en stúlkur. Hún lýsir nýju bókinni sem ærsla- fullri sögu með alvarlegum undir- tón. „Aðalsöguhetjan, Hringur, hef- ur ríkt ímyndunarafl og segir gjarnan ýkjusögur af sjálfum sér og öðrum. Jafnöldrum sínum í skól- anum kemur hann undarlega fyrir sjónir, þeim finnst hann stórskrít- inn og nokkrir krakkar taka upp á því að leggja hann í einelti,“ segir Hildur. „Fljótlega eftir að sagan hefst missir hann afa sinn sem er honum mjög nákominn og á hann erfitt með að sætta sig við þennan snögga og óraunverulega missi. Hann heimsækir afa sinn í draumi og afinn endurgeldur honum heim- sóknimar og veitir honum góð ráð í lífsbaráttunni.“ Kímni Hrings og ærslafengin náttúra hjálpa honum að takast á við mikinn vanda og mitt í öllum hremmingunum eign- ast hann tvo vini og bralla þau ým- islegt saman. Sagan fjallar fyrst og fremst um gildi vinátt- unnar. „Mig lang- aði líka til að ýta undir ímyndunar- aflið hjá krökkum og þess vegna er sagan á mörkum ffiidur þess raunverulega Einarsddttir qg óraunverulega. Eg vil að einnig benda á að það er ekkert að því að vera svolítið skrítinn og skera sig úr. Sem betur fer er til mikið af skrítnu fólki sem gerir lífið bara fjölbreytilegra og skemmtilegt," segir Hildur. „Það er alveg ástæðu- laust að vera að leggjast á slíkt fólk. Bókin fjallar einnig um það hvað það getur verið sem fær krakka til að leggja jafnaldra sína í einelti, en einelti getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fyrir því verður.“ Sagan beinir ekki síður þeim tilmælum til for- eldra um að haga uppeldi barna sinna eftir eðli barnanna sjálfra en ekki þeirra eigin hugmyndum um hvernig börn eigi að vera. Mikil- vægt sé að leyfa börnum að njóta sín út frá eigin forsendum. Davíð Odds- son les í Leikhús- kjallaranum VAKA- Helgafell efnir til bók- menntakvölds í Leikhúskjallaranum í kvöld kl. 20.30. Þar verður lesið úr nýjum bókum. Meðal þeirra sem koma fram er Davíð Oddsson er les úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar, Amaldur Indriðason les úr bók sinni Synir duftsins, Elín Ebba Gunnarsdóttir les úr smá- sagnasafninu Sumar sögur, og Ey- vindur P. Eiríksson les úr Landinu handan fjarskans. Þá verður lesið úr þýddum bókum og skáldsögun- um Konan sem gekk á hm-ðir eftir Roddy Doyle, Tilræðinu eftir Harry Mulisch og Dóttur himnanna eftir Amy Tan. Jóhanna á Sólon Islandus TÓNLEIKAR Jóhönnu V. Þór- hallsdóttur og hljómsveitar hennar verða á Sólon íslandus í kvöld kl. 21. Jóhanna gaf nýverið út geisla- plötuna Flauelsmjúkar hendur sem hefur að geyma 14 lög, tangóa, sveiflur og melódíur. Hljómsveitina skipa þau Aðal- heiður Þorsteinsdóttir, Páll Torfi Önundarson, Sveinbjörn I. Baldurs- son, Tómas R. Einarsson og Þor- bjöm Magnússon. HÁTÍÐLEG AÐ VENTU STUND TONLIST Hallgrfmskirkja JÓLATÓNLEIKAR Kristján Jóhannsson óperusöngvari, Mótettukór Hallgrímskirkju, Hljóm- skálakvintettinn, Douglas A. Brotchie og Daði Kolbeinsson, undir stjórn Harðar Áskelssonar fluttu íslensk og erlend jólalög. Laugardagurinn 13. desember, 1997. AÐVENTAN hefur á seinni árum fengið aukið vægi í samkomuhaldi kirkjunnar hér á landi og eru að- ventutónleikar einna mest áberandi þátturinn, þar sem hver kirkja, eftir efnum og ástæðum syngur inn helgi jólanna. Á jólatónleikum í Hall- grímskirkju sl. laugardag var Krist- ján Jóhannsson ópemsöngvari, eins og sagt var fyrram, forsöngvari en með honum söng Mótettukór Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar, er naut einnig aðstoð- ar Hljómskálakvintettsins, Daða Kolbeinssonar óbóleikara og Dou- glas A. Brotchie, er lék undir á Kla- is-orgel kirkjunnar. Tónleikarnir hófust á Þjóðsöngn- um, er var fluttur af öllum þátttak- endum með miklum glæsibrag. Annað viðfangsefnið var eitt falleg- asta jólalag okkar íslendinga, Nótt- in var sú ágæt ein, lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð séra Einars Sig- urðssonar í Heydölum. Lagið var uppfært eins og víxlsöngur Mótettukórsins og Kristjáns við óbósamleik Daða Kolbeinssonar. I báðum þegar nefndum lögunum var söngur Kristjáns einstaklega fal- lega mótaður. Tvö næstu lögin voru aðeins sungin af kómum, fyrst sálmalag frá 15. öld, Oss barn er fætt, í fallegri raddsetningu eftir Samuel Scheidt (1587-1654) og jólalag eftir Áskel Jónsson ágætt lag í fallega mótaðri raddsetningu eftir Jón Hlöðvé Áskelsson og voru báðar raddsetningarnar mjög vel fluttar af Mótettukórnum. Kansóna á tólfta tóni, eftir Giovanni Gabrieli (1557-1612) var leikin af Hljómaskála-kvintettinum og Douglas A. Brotehie og hljómaði þessi skemmtilega „ecco“ tónlist mjög sannfærandi og líklega ekki svo fjarri því sem hljóman hennar hefur verið rétt um aldamóti 1600, í Markúsarkirkjunni suður í Feneyj- um. Johann Eccard (1553-1611) átti næsta lag, er nefnist Maria fer um fjallveg, við texta eftir Sigur- björn Einarsson biskup. Þetta fal- lega tónverk var sérlega vel sungið af Mótettukórnum. Ave María, eftir Gounod, samin yfir fyrstu prelúdíuna í Das wohlteperierte Clavier, eftir J.S. Bach, er fallega gerð laglína, sem hefur orðið að þola margvíslegar endurbætur, varðandi flutning og að þessu sinni var bætt við óbórödd, sem fyrir undirritaðan hljómaði ekki sannfærandi, þrátt fyrir ágæt- an flutning og sérstaklega fallega mótaðan söng Kristjáns Jóhanns- sonar, sem fyrir hlé reis hæst í lista- verkinu Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns, við texta Indriða Einars- sonar. Á milli þessara laga söng Mótettukórinn raddsetningu Pra- etoriusar (1571-1621) yfir sálma- lagið Hin fegusta rósin er fundin og eins allt sem kórsinn flytur, var þetta fallega lag flutt af miklum innileik. Hljómskálakvintettinn flutti svo raddsetningu Eccards á Resonet in laudibus, fornum kirkjusöng, og þar eftir söng kórinn Syng Guði himna hjörð, í ágætri raddsetningu Jóns Þórarinssonar. Með lúðrakvintett- inum og orgelinu söng kórinn svo raddsetningu Eccards á Sjá himins opnast hlið og þætti Eccards lauk með smá mótettu við texta þýðingu ÞAÐ sem einkenndi söng Kristjáns var þýð og mjúklega mótuð tónmótun. Sólarhringstörn KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari og Mótettukór Hallgrímskirkju gerðu það ekki endaslepptá sunnudag þegar útlit var fyrir að fresta yrði tvennum tónleikum á Akureyri vegna ófærðar. Kristján og kórinn létu sig ekki muna um að aka í rútu til Akureyrar, halda þar tvenna tónleika og keyra síðan suður aftur í einum rykk. Allt ferðalagið með viðkomu á Akureyri tók því tæpan sólarhring. „Þetta var mikið ævintýri og ég er mjög þakklátur kórnum fyrir að taka svona skemmtilega vel í þetta allt saman,“ sagði Kristján í samtali við Mbl. „Það varð nú varla til baka snúið því helmingurinn af kórnum náði í fyrstu vél og þá einu sem komst norður. Við hin sátum eftir með sárt ennið. Svo var ákveðið að keyra norður og við vorum ekki komin til Akureyrar fyrr en rétt upp úr átta um kvöldið. Við færðum tónleikana sem áttu að vera klukkan fímm til hálfníu og okkur gáfust tuttugu mínútur til að koma okkur í matrósafötin og upp á svið. Kórinn notaði tímann í rútunni til að hita upp og það var hálfgerð Verslunarmanna- helgarstemmning yfír þessu hjá okkur,“ sagði Krislján. „Eftir fyrri tónleikana gáfum við okkur rétt tíma til að fá okkur kaffisopa áður en við skelltum okkur í seinni tónleikana. Þeim var lokið um hálfeitt og þá stukkum við beint upp í rútuna og keyrðum suður. Við komum ekki til baka fyrr en klukkan sjö morguninn eftir og sumir í kórnum þurftu að fara beint í vinnu, upp á húsþök eða inn í kennslustofur. Ég veit að allir Akureyringar eru óskaplega þakklátir því hvað kórfólkið lagði hart að sér við að gera þetta að veruleika," sagði Kristján. Framundan eni tvennir tónleikar hjá Kristjáni í Hallgrímskirkju en eins og kunnugt er seldust allir miðar upp á svipstundu á fyrstu tónleikana og var þá bætt við tónleikum til að koma til móts við þá fjölmörgu sem þyrstir að hlýða á Kristján syngja. „Síðan ætlum við að eiga yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar hér á íslandi, en það eru orðin fímm ár síðan við vorum hér á jólum síðast,“ sagði Kristján Jóhnsson óperusöngvari. Sigurbjörns Einarssonar, Mig huldi dimm og döpur nótt, er var sérlega fallega sungin. Kristján leiddi svo sönginn í þremur síðustu lögunum, sem vora Ó, helga nótt, eftir A.C. Adam, Heims um ból, eftir Graber og Guðs kristni í heimi, gamalt sálmalag í raddsetningu Willcocks, sem öll voru glæsilega flutt af söngsnill- ingnum okkar, Kristjáni Jóhanns- syni. Það sem einkenndi söng hans var þýð og mjúklega mótuð tónmót- un, er féll mjög vel við kórinn og báðum, Kristjáni og Herði, Mótettukórnum og öllum er stóðu að þessum tónleikum. Ber að þakka fyrir sérlega hátíðlega aðventu- stund. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.